Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 22
22 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 sérstæð sakamál TRTj " ----mm--------- Sagan hófst í Bretlandi en upphaf- ið er hulið leyndardómi. Ef til vill hafa aðeins tvær persónur nokkru sinni vitað hvað þá gerðist. Önnur kann að vera dáin og hin neitar að segja nokkuð. En afleiðingar þessa sambands, sem hefur aldrei fengist skýrt, hafa engum dulist. Um var að ræða tengsl ungs manns og konu. Er upp úr þeim slitnaði komst ungi maðurinn í fréttirnar en lögreglan hafði þó ekki hendur í hári hans. Og það hefði hún ef til vill aldrei gert hefði hann ekki farið að hefna sína á konunni sem hann hafði verið í sambandi við. Það gerði hann þó ekki á þann hátt sem búast hefði mátt við. Hann gat ekki náð til hennar en þess í stað sneri hann sér að konum sem voru dökkhærðar eins og hún og þar kom að kunnar kvikmynda- leikkonur í Hollywood tóku að Morgan Fairchild. skelfast manninn sem bauð þeim að koma með sér „til paradísar", eins og hann oröaði það. Þangað ætlaöi hann þó ekki sjálfur því það sem hann nefndi paradís var dauðinn. „Madam X" nefndi Arthur Jackson hana, kon- una dularfullu sem hann segist hafa kynnst þegar hann var ungur. Hann hefur aldrei fengist til að lýsa sam- bandinu, aðeins sagt að það hafi eyðilagt líf sitt. Madam X hafi síðan flúið til Sviss. Jackson ákvað fyrst að rétta við fjárhag sinn með því að fremja bankarán í London. Hann komst út úr bankanum með fenginn en einn Barbra Streisand. bankastarfsmannanna, Tony Flet- cher, þrjátíu og þriggja ára, hljóp á eftir honum. Jackson skaut hann til bana en hvarf síðan inn í mann- þröngina og lengi vissi enginn hvar hann var. í fyrra komst hann aftur í frétt- imar á Bretlandi eftir að hafa verið framseldur frá Bandaríkjunum eftir morðtilraun og hótanir við kunnar dökkhærðar kvikmyndaleikkonur. Nú situr Jackson í eins manns klefa í skosku fangelsi fyrir morðið á Olivia Newton-John. em byggðar í raun á atburðum sem hafa gerst. Fyrirbærið er venjuleg- um leikmönnum torskilið en það þykir sérstaklega óhugnanlegt af því að hefndin er endalaus. Henni er aldrei komið fram við þá persónu sem hún beinist að heldur stað- gengla og það er skýringin á því hvers vegna leikkonurnar banda- rísku fengu hótunarbréfin. Sumar þeirra hafa enn ekki gleymt honum, og allra síst Theresa Saldana, en hún sagði eftir dómsuppkvaðning- una í London: „Ég verð ekki í rónni fyrr en hann er allur.“ Fyrir rétti í Bret- landi Þegar Jackson var lát- inn laus úr fangelsinu í Kaliforníu biðu hans fulltrúar breskra yfirvalda. Hann var þegar í stað handtekinn og færður til næsta flugvallar þar sem hann var leiddur upp í þotu. Ferðinni var heitið til London i fylgd breskra leynilög- reglumanna. Var Jacksons sérstak- lega gætt því ljóst var hve hættuleg- ur hann gat verið. Við komuna til London var hank- aránið og morðið á Fletcher rifjað upp. Jackson var síðan birt ákæra og hann kom fyrir rétt. Við yfir- heyrslur var á hann gengið og hann spurður að því hvers vegna hann hótaði aðeins dökkhærðum konum í fyrstu vildi hann lítið segja en sagði þó að lokum að ástæðunn- ar væri að leita í sambandi sínu við Madam X á yngri árum. Hann var Ibeðinn um að segja hver hún væri eða hefði verið en það sagðist hann ekki gera. Hann sagði að- eins að Madam X hefði eyðilagt líf sitt. En áður en honum hefði tek- ist að koma fram hefndum við hana hefði hún flúið til Sviss og þar með horfíð sjónum sínum. Þegar honum hefði orðið ljóst að hann gæti ekki fundið hana hefði hann ákveðið að hefna sín á dökk- hærðum, bandarískum leikkonum. „Geðklofi með ofsóknaræði" var sú niðurstaða sem geðlæknar og sálfræðingar breska réttarkerfis- ins komust að eftir að hafa tekið Jackson til rannsóknar. í framhaldi af því var hann úrskurðaður í ævi- langa öryggisgæslu. Málum hans er því þannig komið að litlar líkur má telja á því að hann teljist nokkru sinni nógu heilbrigður til að fá frelsið enda mrm ekki á honum að heyra að hann telji sig hafa komið fram þeim hefndum sem hann telji nægja vegna þeirra áhrifa sem hann telur að sambandið við Madam X hafi haft á sig. Málið vakti mikla athygli. Það sýnir meðal annars að söguþráður ýmissa kvikmynda um „yfirfærða hefnd“ er ekki úr lausu lofti grip- inn. Kvikmyndir um menn sem hefna sín til dæmis á ráðríkri móð- ur með því að drepa aðrar konur f Hollywood Jackson var í bandaríska land- göngliðinu en er nú sextíu og eins árs. Eftir bankaránið í London hélt hann vestur um haf og kom sér fyrir í Hollywood. Þar fékk hann sérstakan áhuga á ungri leikkonu, Theresu Saldana, en hún lifir í ótta við að hann verði einhvem tíma látinn laus úr fangelsinu i Skotlandi en þangað var hann sendur í ævilanga öryggisgæslu sem þýðir þó ekki að hann geti ekki fengið frelsi síðar. „Hann byrjaði að senda mér aðdáunarbréf," segir Theresa Saldana. Þau skám sig nokkuð úr því þau vom fleðuleg og þar kom að hann hafði á orði að ég myndi fara með honum til paradísar. En hann lét undir höfuð leggjast að lýsa þeirri paradís eða hvemig ferðalaginu þangað yrði háttað. í síðara bréfi kom það svo fram. Hann ætlaði að drepa mig, og hluta mig síðan í sundur." Er það bréf barst réð kvikmynda- verið, sem Theresa vann við, líf- verði en jafnframt var lögreglunni við Sunset Boulevard gert aðvart og hafði hún gætur á húsinu sem hún bjó í. En það kom fyrir ekki. Jackson tókst að komast að Ther- esu morgun einn i mars árið 1982. Nastassia Kinski. sem lömuð og svo áttaði ég mig á að þetta hlyti að vera maðurinn sem hafði sent mér bréfin. Og það reynd- ist vera hann.“ Jackson stakk leikkonuna ungu og hún datt á gangstéttina. Þá lagð- ist hann ofan á hana. Hún æpti í skelfingu vegna sársaukans en þá stakk Jackson aftur og aftur og aft- ur. Tíu sinnum blikaði á hnífinn í morgunsólinni en þá þóttist tilræð- ismaðurinn vera búinn að ganga af Theresu dauðri. Hann hafði næstum því rétt fyrir sér. Hún var við dauðans dyr en það varð henni til lífs að þar sem hún lá kom að henni húsasmiður. Hann hringdi á sjúkrabíl. Theresa var flutt á sjúkrahús og þar tók það lækna margar klukkustundir að gera að sárum hennar. Hún missti mikið blóð og hélt áfram að gera það þar til aðgerð var lokið en alls þurfti hún að fá tuttugu blóðgjafir áður en ljóst varð að hún héldi lífi. Theresa Saldana. vera á bak við lás og slá til æviloka. Það gæti hann hins vegar ekki því lögin leyfðu honum ekki að kveða upp svo þungan dóm. Segja má þó að dómarinn hafl fengið ósk sína upp- fyllta, eða að minnsta kosti hluta henn- ar, Fletcher og er hafður undir sér- stöku eftirliti því talið er að takist honum að flýja muni hann reyna að komast á ný vestur til Bandaríkj- anna til að halda áfram að hefna sín á Madam X, á sinn óbeina hátt. því nú situr Jackson í skoska fang- elsinu. Handtekinn Theresa lýsti síðar reynslu sinni í bréfi til vinkonu sinnar og sagði þá meðal annars: Látinn laus Bresk yfirvöld fengu að vita að Jackson sæti inni í Bandaríkjunum og fóru fram á að hann yrði framseld- ur um leið og hann hefði aiþlánað dóminn þar því draga ætti hann fyrir rétt fyrir morðið á Tony Fletcher. í viðtali við ættingja Fletchers í bresku sjónvarpi í fyrra kom fram hve ánægðir þeir væru með að lög- um skyldi nú loks komið yfir morð- ingja hans. En þeir vóru ekki þeir einu sem voru ánægðir með að nú skyldi endi bundinn, vonandi fyrir fullt og allt, á afbrotaferil Jacksons. Meðal þeirra sem létu í ljós ánægju sína var Theresa Saldana en hún var ekki ein um það því Jackson hafði sent bandarísku leikkonunum Morgan Fairchild og Börbru Streisand hótunarbréf, sem og áströlsku söng- og leikkonunni Oliviu Newton-John. Sjálfur sagði Jackson að Nastassia Kinski hefði sloppið við dauð- ann af því hún væri ekki dökkhærð. í bréfi sem hann sendi henni sagði hann meðal ann- ars: „Ef þú værir dökk- hærð eins og hinar vær- irðu dauð núna.“ Árásin „Ég fór snemma á fætur,“ segir Theresa, „og ákvað að fara út í bak- arí. Veðrið var dásamlegt. Það var næstum enginn á ferli en skyndilega kom maður fyrir Arthur Jackson. húshom og réðst á mig. Hann var með langan hníf í hendi. Ég stóð gleymi aldrei fólu og grettnu andlit- inu þegar hann stóð fyrir framan mig. Það var sem ég sæi minn eigin dauða speglast í augum hans.“ Arthur Jackson var handtekinn skömmu eftir atburðinn. Hann var enn með blóðugan hnífinn í hend- inni og við lögregluþjónana sagði hann að hann væri „engill dauðans" og hefði verið í „guðdómlegum er- indagerðum". Dómarinn dæmdi hann í fjórtán ára fangelsi en sagði við uppkvaðn- inguna að honum þætti miður að geta ekki dæmt þennan mann til að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.