Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Síða 28
28 l&elgarviðtalið
i
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 V 30' V LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
helgarviðtalið
íslenska handboltalandsliðið er nýkomið til landsins eftir frœkilega frammistöðu á
heimsmeistaramótinu í Japan. Strákarnir okkar náóu betri árangri en nokkru sinni
og stóöu uppi í 5. sœti í lokin. Allt liöið þótti leika afburðavel en fremstur meðal jafn-
ingja hefur án efa farið Valdimar Grímsson. Þessi kjörsonur handboltaþjóðarinnar
var valinn í úrvalslið HM og í kjölfarið í heimsliðið. Valdimar hefur áður verið val-
inn í úrvalslið HM, Evrópuúrval og leikur nú í haust í fimmta sinn með heimslióinu.
Þessi frœkni handboltakappi hefur í mörg horn að líta. Hann þjálfar handknatt-
leikslið Stjörnunnar í Garðabæ, auk þess að leika með liðinu, á sitt fasta sœti í
landsliðinu, er framkvœmdastjóri verslunarkeðjunnar Ellefu-éllefu og er síðast en
ekki síst eiginmaöur Kristínar Gísladóttur, sjúkraþjálfara og fimleikakonu til
margra ára. Saman eiga þau Andreu, þriggja ára, og Valdimar á fyrir tíu
ára stúlku, Ester Ösp, sem býr hjá móður sinni. DV lék forvitni á að
vita hvernig í ósköpunum þetta færi allt saman.
Ekki montinn
hef ég lagt áherslu á
að fólkið vinni saman
sem einn hópur og að
einu markmiði. Fólk á að
vera stolt í vinnunni og verð-
ur að trúa þvi að það sé að
gera rétt. Mottóið er að enginn
er kóngur og að meö sameigin-
legu átaki og jákvæðu hugarfari
sé nánast hægt að flytja fjöll.
íþróttahugsunin í rekstrinum hefur
skilað mér miklu og í raun lít ég á
viðskiptavettvanginn sem hinn
handboltavöllinn í lífinu."
Hugarfarið er að sögn Valdimars
það sem skiptir mestu hjá íþrótta-
mönnum í fremstu röð. Hann er
sjálfur frægur keppnismaður og hat-
ar að tapa. Hann segir menn verða
að hafa trú á því sem þeir séu að
gera inni á vellinum. Þeir verði að
líta svo á að þeir geti sigrast á and-
stæðingnum, vamarmanni, mark-
manni eða því sem að höndum ber í
hvert skipti. Valdimar hefur verið
vítaskytta landsliðsins í langan tíma
og það skiptir hann engu þótt mark-
maðurinn sjái við honum. Hann vill
halda áfram að spreyta sig. Margir
guggna við mótlætið en það herðir
Valdimar. Um hann hefur verið
sagt að hann sé algerlega tauga-
laus.
„Oft á tíðum segi ég við sjálf-
an mig að þetta sé alls ekki
hægt. Ég hef hins vegar alla tíð
þurft að hafa mjög mikið fyrir
stafni. Það sem öðrum kann að
finnast vera heilsdagsvinna
finnst mér oftast of lítið. Ég
get ekki hugsað mér að hafa
lítið að gera. Ég get ekki neit-
að því aö álagið hefur verið
mikið að undanfornu, vinnan
er krefjandi og handboltinn
tímafrekur. Því miður hefur
það því oftast verið svo að tím-
anum stelur maður af fjöl-
skyldunni. Hún fær einhvem
veginn alltaf það sem er af-
gangs, oft á tíðum allt of lít-
ið. Þetta bitnar á konunni
en þar sem hún er mikil
íþróttakona sjáif hefur hún
góðan skilning á þessu.“
Lifa ekki af
handbolt-
anum
Valdimar
segir það
því miður
hlutskipti
hand-
bolta-
JHr
Sm
á Islandi að
vinna með
greininni. Hér
geti menn
. hvorkilifaðafþví
að leika né þjálfa.
Til þess að
brauðfæða fjöl-
skylduna starfar
Valdimar sem fram-
kvæmdastjóri Ell-
efu ellefu búðanna,
tók við því starfi
um áramótin
’95-’96. Hann er
iðn-
aðar-
tækni-
fræðing-
ur að mennt
og segist alla
tíð hafa stefnt
að þátttöku í
viðskiptalífínu.
„íþróttin og at-
vinnan spila mjög
vel saman í mínu
lífi. Ég hef alla tíð reynt að vera í
góðu formi og það hefur hjálpað mér
mikið. Mér finnst ég geta boðið lík-
ama og sál meiri vinnu en ég gæti ella
í verra líkamlegu ástandi," segir
Valdimar. Hann segir skipulagning-
una og hugarfarið í handboltanum í
raun þaö sama og nauðsynlegt sé að
hafa í farteskinu í krefjandi rekstri
þar sem allt þurfi að ganga upp.
Enginn einn kóngur
„Frá því að ég tók við búðunum
„Eg veit ekki hvort það er
rétt lýsing en hitt er alveg
rétt að ég hræðist ekki að
gera mistök. Ég trúi á það
sem ég er að gera inni á
vellinum og í leik reyni
ég að sannfæra sjálfan
mig um að ég sé betri en
sá sem ég glími við í
hvert skipti. Ég lít t.d.
á mistök í hraðaupp-
hlaupi og vítakast
sem fer forgörðum
sem slys en ekki
það að ég sé ekki
nógu góður. Þannig
tel ég sjálfum mér
trú um að verði slys
sé ótrúlegt að slíkt
hendi tvisvar í
röð,“ segir Valdi-
mar einbeittur á
svip.
Valdimar vill
ekki viðurkenna
að hann sé mont-
inn og þaðan af síð-
ur hrokafullur. Hugar-
farið sé það sem geri menn að því
sem þeir eru. Hann þekki sigurtil-
finninguna og geri allt sem í hans
valdi standi til þess fá að njóta
hennar í hvert skipti sem hann
leiki.
Sannkallaður
sigurvegan
„Maður verður vitaskuld að bera
virðingu fyrir andstæðingnum og
gera sér grein fyrir því hver hann er
og hvað hann getur. Telji maður hins
vegar sjálfum sér trú um að maður
sé ekki betri inni á vellinum getur
maður allt eins gleymt því að ætla að
etja kappi við hann. Svona verður að
hugsa á vellinum en síðan kannski
einhvem veginn allt öðmvísi að leik
loknum."
Sigurviljinn er til staðar og Valdi-
mar er sannkallaður sigurvegari.
Hann hefur eflaust oftar en flestir
aðrir staðið með pálmann í höndun-
um að keppni lokinni og hefur marg-
- Valdimar Grímsson er án efa handknattleiksmaður á heimsmælikvarða
Valdimar er önnum kafinn maöur og segir fjölskylduna því miöur oft þurfa aö sitja á hakanum þegar mikiö sé aö gera í boltanum og verslunarrekstrinum. Hér
er hann meö konunni og barninu á góöri stund í sólskininu í höfuöstaönum. Kristín Gísladóttir og Valdimar Grímsson með prinsessuna Andreu sem veröur
þriggja ára 10. júní. DV-myndir ÞÖK
sannað að hann er handboltamaður í
heimsklassa. Hann var fyrst valinn
heimslið handboltamanna 1992 og
síðan þá veriö valinn í úrvalslið
heimsmeistaramóta og Evrópuúrval.
Nú, eftir HM í Japan, var var hann
svo í fimmta sinn valinn til þess að
leika með heimsliðinu. Leikið verður
við danska landsliðið í ágúst nk. í til-
efni af afmæli danska handknatt-
leikssambandsins.
Frábært en samt
vonbrigði
Valdimar oftar en ekki verið með
markahærri mönnum á stórmótum.
Um tíma hafði hann skorað manna
mest í Japan en endaði síðan þriðji
hæstur. Hann segist gífurlega ánægð-
ur með árangurinn á mótinu.
„Liðið lék í einu orði sagt frábær-
lega. Menn voru geysilega vel sam-
stUltir og staðráðnir í því að ná ár-
angri. Það er miklu léttara yfir leik
liðsins nú. Dagskipun þjálfarans er
að memi hafi gaman af þessu og það
held ég að sé lykillinn að velgengn-
inni. Við fengum ekki þessa slæmu
kafla sem oft hafa einkennt liðið og
það held ég að sé vegna þess hversu
fijálsir menn eru í leik sínum. Liðið
er tvímælalaust besta lið sem við
höfum átt.“
Valdimar segir það segja margt
um þetta lið að þrátt fyrir að menn
gleðjist yfir 5. sætinu séu vonbrigð-
in samt mikil að hafa ekki náð
lengra. Svo litlu hafi munað. Hann
blæs á það að ísland hafi verið í
eitthvað léttari riðlum en aðrir og
bendir á lokaúrslit keppninnar því
til staðfestingar. Mótherjar íslend-
inga hafi allir staðið sig betur en
liðin sem þeir kepptu við úr hinum
riðlunum.
Svartsýnn á að komast
með
Valdimar segist ánægður með eig-
in frammistöðu í Japan. Vissulega
megi finna einhver atriði til þess að
tína til og gagnrýna. Menn verði þó
að hafa það í huga að enginn spili
óaðfinnanlega heilt mót. Hann minn-
ir á að hann hafi ekki verið í mikilli
leikæfingu fyrir mótið þar sem hann
hafi brotnað á þumalfingri skothand-
arinnar í Evrópuleik með Stjömunni
í mars.
„Eftir sex vikur í gifsi fékk ég
heiftarlega sýkingu i höndina og
varð að leggjast inn á sjúkrahús í
fimm daga. Ég viðurkenni að þá var
ég orðinn svartsýnn á að ég kæmist
með. Vegna alls þessa lék ég ekkert
fyrr en á HM frá því að ég meiddist í
mars. Það þýddi þó ekkert að velta
sér upp úr því. Eftir að ljóst var að
Bjarki gæti ekki spilað fýrstu leikina
vegna meiðsla varð ég að gera svo
vel að standa mig. Að mínu mati
gerði ég það.“
Þegar frábær árangur þessa
snjalla handknattleiksmanns er hafð-
ur í huga liggur beinast við að spyija
hvernig standi á því að hann hafi
aldrei gerst atvinnumaður með er-
lendu liði.
Nokkur tilboð
„Ég einsetti mér frá upphafi að
námið myndi sitja fyrir. Ég fékk
nokkur tilboð á meðan ég var iðnað-
artæknifræðinni en ákvað að halda
minu striki í skólanum. Eftir að
náminu lauk var markaðurinn
mjög þröngur, aðeins einn útlend-
ingur leyfður í Þýskalandi og
Frakklandi, og þegar svo er hugsa
liðin fyrst og fremst um skyttur.
Eftir að markaðurinn opnaðist aft-
ur var ég orðinn þrítugur og kom-
inn í metnaðarfullt og spennandi
starf.“
Eftir HM í Japan hafa ýmis félög
sett sig í samband við Valdimar en
hann segist myndu þurfa að fá veru-
lega spennandi tilboð til þess að
stökkva á það. Hann segist að vísu
þekl'ja vel til aðstæðna atvinnu-
manna og það kitli vissulega að fá
þeirri spumingu svarað hvemig sé
að vera eingöngu í handbolta. Með
því að hafa handboltann að atvinnu
myndi mun meiri tími gefast með
fjölskyldunni. Spurningunni sé
stundum velt upp og víst sé að Krist-
ín yrði því ekki mótfallin að þau
prófuðu það.
Miklu að fórna
„Málið er bara að atvinnumenn em
ekki að fá há laun fyrsta árið. Þau
hækka vissulega ef menn standa sig
en mér finnst ég bara ekki hafa tíma
til þess að fara utan til þess að reyna
að sanna mig í nokkur ár. Það er jú
farið að síga á seinni hlutann í þessu
hjá manni. Ég færi utan aðstæðnanna
og launanna vegna en ekki til þess
eins að fá þeirri spurningu svarað
hvernig sé að gera ekkert nema spila.
Mér fyndist ég vera að fóma miklu
með því að fara og þess vegna er ekk-
ert slíkt í bígerð í dag.“
Aðspurður hvort komið sé að þeim
tímapunkti að hann sé að velta því
fyrir sér að leggja skóna á hilluna
frægu segist Valdimar sem minnst
vilja gefa út um það. Félagar hans
hafi margir hverjir þurft margoft að
hætta við að hætta og hann vilji ekki
segjast ætla að hætta og geta svo
ekki staðið við það.
Var tilbúinn að hætta
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
þá leitar þessi spuming á mig þessa
dagana. Ég vil geta einbeitt mér
meira að verslununum. Landsliðs-
þjálfarinn hefur fullan skiling á því
og hann hefur gefið mér frí í æfinga-
ferðir ef illa hefur staðið á. Hins veg-
ar snýst þetta svo mikið um metnað,
um að spila fyrir hönd þjóðarinnar,
að ef not em fyrir mig verður erfitt
að segja nei. Ég er þreyttur nú eftir
erfiða keppni í Japan og því er best
að vera ekki með neinar yfirlýsing-
ar,“ segir hornamaðurinn knái.
Valdimar segir aðspurður hvort
vinnuveitendur hans geti sætt sig
við fjarvistir hans að honum hafi
verið falið ákveðið verkefni og það sé
hans að ákveða hvort hann treysti
sér til þess að fara frá vegna móta
eins og t.d. þess sem var í Japan á
dögunum. Hann segir þetta vel eiga
að geta gengið þar sem álagið sé ekki
svo mikið á landsliðið nú.
„Hins vegar játa ég það að ég fór á
fund stjórnar fyrirtækisins fyrir
mótið og bar undir stjómarmenn
hvort ég ætti að fara út. Ég sagðist
reiðubúinn að hætta í landsliðinu ef
þeim fyndist það nauðsynlegt. Ég
veit að ákvörðunin um að hætta
hefði verið rosalega erfið og sem bet-
ur fer kom aldrei til þess að ég þyrfti
aö standa frammi fyrir heirni. Ég var
í daglegu sambandi heim frá Japan
og þetta blessaðist allt.“
Fleira en handbolti
Aðspurður hvar hann sjái sjálfan
sig á næstu árum segir Valdimar að
hann veröi tvímælalaust á kafi í við-
skiptalífinu áfram. Handboltinn er
vitaskuld spumingarmerki og eng-
inn veit hvað tekur við í honum á
næstu árum.
„Ég er maður framkvæmda og
þarf alltaf að vera að. í frístundum
vil ég vera í golfi, á hestbaki eða í
gönguferðum, a.m.k. eitthvað að
bralla með fjölskyldunni. Ég hrekk
yfirleitt við þegar ég stend mig að
því að setjast niður og lesa dagblöð-
in, horfa lengi á sjónvarp eða eitt-
hvað slíkt. Þá hringir bjalla til merk-
is um að ég hafi ekki nóg við að vera.
Ég kvíði því ekki að hafa ekki nóg
við að vera þegar ferlinum lýkur. Ég
þarf ekki að láta segja mér að nóg
annað sé í lífinu en handbolti," segir
Valdimar Grímsson. -sv
Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur:
Valdimar þrífst á sigrum
„Ákveðnir þættir þurfa að vera
til staðar ef menn ætla að ná toppá-
rangri. Eitt af því er rétt hugar-
ástand. Valdimar hefur að mörgu
leyti skilið það betur en margir
aðrir. Hann hefur þau einkenni
sem afreksíþróttamenn hafa. Ég
hef oft sagt um toppíþróttamenn að
þeir þurfa að hata að tapa. Það er
ekki það sama og þola ekki að tapa.
Þeir gera allt sem 1 þeirra valdi
stendur, þeir ganga að mörkum
þess mögulega og ómögulega,
ganga í rauninni fram af sér til að
koma í veg fyrir tap. Tilfinningin
að tapa er svo ofboðslega sár að
þeir vilja helst ekki upplifa hana
aftur. Þeir þekkja hins vegar sigur-
tilfinninguna. Hún er slíkur gleði-
gjafi, þvílík andleg fidlnæging að
þeir þrífast á sigrum. Þetta ein-
kennir toppíþróttamenn fyrst og
fremst og Valdimar Grimsson til-
heyrir þeim,“ sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson, sálfræðingur og
margreyndur handboltaþjálfari,
þegar hann var beðinn að „sál-
greina“ kappann.
Jóhann Ingi sagði Valdimar hafa
sjálfstraustið í góðu lagi. Einhver
myndi segja að hann hefði kannski
fullmikið af því en Jóhann segir
ekki vera sammála því.
„Það hefur sýnt sig að þeir sem
hafa þetta gríðarlega sjálfstraust
verða oft öfundaðir. Títtnefndur í
því sambandi er t.d. Kristján Jó-
hannsson óperusöngvari. En ef
menn hafa ekki trú á eigin getu þá
komast þeir ekkert áfram. Valdi-
mar trúir því að hann sé bestur í
þessari stöðu, ekki bara með þeim
bestu á íslandi heldur með þeim
bestu í heiminum. Þessu trúir
hann og uppsker samkvæmt því.“
Jóhann sagði það einnig ein-
kenna Valdimar að hann væri til-
búinn að taka ábyrgð ef honum
mistækist. Hann vildi t.d. fá að
taka aftur vitakast ef eitt skot færi
forgörðum.
Markaskorari af Guðs náð
„Hann er sá leikmaður sem elsk-
ar stöðuna 18-18, standandi á víta-
punkti þegar leikurinn er búinn og
titill í húfi. Hann fer óhræddur á
Jóhann Ingi Gunnarsson.
punktinn og þrífst á slíku and-
rúmslofti. Hann er markaskorari
af Guðs náð, hann sér bara netið og
engan markvörð. Viö sjáum oft
glampann í augunum á honum,
þetta „drápseðli", þegar hann svíf-
ur inn í teiginn úr horninu. í raun
er hann úthverfur persónuleiki,
hann þrífst á sigrum og fær full-
nægingu af því að vera fremstur
meðal jafningja. Afreksmenn þurfa
einfaldlega að hafa þessi ein-
kenni.“ -bjb
Bergsveinn Bergsveinsson markvörður:
Finnur alltaf glufu
Bergsveinn Bergsveinsson.
„Hann er seigur leikmaður og
gefst aldrei upp. Þó maður sé bú-
inn að stúdera hann fram og aftur
þá tekst honum alltaf að finna glu-
fu einhvers staðar. Maður getur
aldrei reiknað hann almennilega
út. Hann fer áfram á baráttunni og
skapinu. Þótt hann klikki á ein-
hverjum skotum þá hættir hann
aldrei,“ sagði Bergsveinn Berg-
sveinsson landsliðsmarkvörður
um Valdimar.
Hann hefur í gegnum tíðina leik-
ið fjölda deildarleikja gegn Valdi-
mar og þurft aö mæta honum inni
í teignum, oftast innan úr hominu
eða á vítapunktinum.
„Það er visst sálarstríð sem á sér
þama stað,“ sagði Bergsveinn um
vitaköstin. „Persónulega finnst
mér ekki gott að vera á móti víta-
skyttu sem er svona lítil, svo ég
orði það þannig án þess að móðga
nehm. Þaö er betra að standa gegn
hávaxnari mönnum. Maður horfir
ekki í augun á vítaskyttunum held-
ur reynir að fylgjast með handa-
hreyfingunum. Valdimar er auð-
vitað mjög erfiður í vítunum. Mað-
ur verður aö fara að prófa að
standa á línunni, þá drífur hann
kannski ekki,“ sagði Bergsveinn
með stríðnisvip og hló.
Aðspurður hvort hann hefði
ekki sent honum smá„skeyti“ í
vítaköstunum sagðist Bergsveinn
ekki geta neitað því. „Ég hef reynt
að bauna einhverju á hann en það
hefur auðvitað alltaf verið vel
meint. Ég man ekki eftir neinum
iOindum okkar á milli. Þetta hefur
kannski verið kýtingur í smástund
og svo búið.“ -bjb