Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
39
Gisting í Reykholti:
Sögustaðir
Snorra skoðaðir
DV, Vesturlandi:
Reykholt er einn af frægustu
sögustööum á íslandi og vinsæll við-
komustaður hjá erlendum jafnt sem
íslenskum ferðamönnum. Á hótel-
inu, sem er Eddu-hótel og rekið af
Ferðaskrifstofu íslands, eru 48 gisti-
herbergi í fjórum álmum með vist-
legri setustofu í hverri álmu. Hlýleg-
ur og skemmtilegur veitingasalur-
inn tekur um 130 manns í sæti.
Hér er margt sem minnir á sögu
staðarins eins og Snorralaug og
stytta af Snorra Sturlusyni. Nálæg-
ar sundlaugar eru á Kleppjárns-
reykjum og Varmalandi. Skammt
frá Reykholti er Deildartunguhver
sem er vatnsmesti hver á landinu.
Einnig er stutt að Húsafelli og það-
an bjóðast skemmtilegar snjósleða-
ferðir á Langjökul. í næsta nágrenni
Snorralaug í Reykholti hefur alltaf haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
er margt að sjá sem gaman er að
skoða nánar eins og Hraunfossar,
Glanni i Norðurá, Grábrók og Surts-
hellir. Til Borgamess eru 42 kíló-
metrar og frá Reykjavík í Reykholt
eru 126 kílómetrar. Hótelið er opið í
júní til ágúst.
Gisting á Hvanneyri í
sumar góður valkostur
Ferðamenn líka á Antarktíku
| DV, Vesturlandi:
Þeir sem eiga leið um Borgar-
fíörð á leið norður í sumar eða
S annað ættu ekki að sleppa því
j að koma við á Hvanneyri því
| þar er mikið að sjá og gistingin
í er á góðu verði og stutt er i fall-
| ega staði nálægt Hvanneyri sem
í er þess virði að skoða. Bænda-
j skólinn á Hvanneyri hefur um
nærfellt 20 ára skeið starfrækt
sumarhótel og umsvifín hafa
* aukist frá ári til árs. í hótelinu
eru 72 herbergi, þar af 32 eins
manns, 37 tveggja manna og
þrjú þriggja manna. Auk þess
er hægt að fá svefnpokaaðstöðu
{ í sal. Veitingastaður er á hótel-
inu með fullkomnu veislueld-
húsi, starfræktur frá morgni til
kvölds. í veitingasalnum eru
; 180 sæti. Gestir geta farið á
hestbak, skoðað handverk í Ull-
| arselinu, heimsótt Búvélasafiiið
og litið í fjósið. Sundlaug og
heitur pottur eru á staðnum. í
sumar verður boðið upp á þjóð-
dansa, einu sinni í viku. Nudd-
{ stofa er einnig starfrækt á hót-
í elinu. Sumarhótelið er mið-
{ svæðis á Vesturlandi í fallegu
og rólegu umhverfi. Hótelið er
starfrækt frá l.júní til 31. ágúst.
1 í sumar veröur tekin í notkun
i ný 500fm ráðstefnuaðstaða á ris-
{ hæð hótelsins. Þar er fullkomin
; aðstaða fyrir stærri fundi og
l ráðstefnur með stórfenglegu út-
í sýni yfir Borgarfjörðinn.
! Bændaskólinn býður upp á
margs konar gistingu svo sem
eins tveggja og þriggja manna
PI herbergi annað hvort með
handlaug, snyrtingu eða sturtu
og einnig er hægt að fá svefn-
pokapláss í kennslustofu, í
i með handlaug eða rúmi
snyrtingu. Einnig er boðið
á tjaldstæði með aðgangi að
tingu og sundlaug. Það er
þess virði að koma við á
aneyri í sumar.
-DVÓ
Það er varla til sá staður á jörð-
inni þar sem ferðamaðurinn hefur
ekki stigið niður fæti. Síðan 1958, en
þá var fyrst siglt almennri siglingu
til Antarktíku, hefur ferðamönnum
þar farið sífjölgandi. Á árunum
1987-88 heimsóttu 2.700 ferðamenn
Antarktíku en 1995-96 hvorki meira
né minna en 9.000 ferðamenn.
Ekki er ljóst hvaða áhrif þessi
aukni ferðamannastraumur hefur
en nú í mánuðinum munu 26 þjóðir,
sem eru aðilar að samtökum sem
standa vörð um umhverfismengun á
Anktarktíku, hittast í Christchurch
i Nýja-Sjálandi og ræða um mengun-
armál og leiðir til að rannsaka áhrif
aukins ferðamannastraums á svæð-
inu.
Úbyggð heimsálfa
Antarktíka (Suðurskautslandið)
er óbyggð heimsálfa sem tekur til
meginlandsins umhverfis suðurpól-
inn og nærliggjandi eyja, um 14
milljón ferkílómetra. Hún er undir
stjóm 18 þjóða og hafa þær allar rétt
til rannsókna á svæðinu. Allt að
4.200 m þykkur jökull þekur 97-98%
Antarktiku og þar em einnig víða
háir fjallgarðar. Mestur þeirra er
Transantarktíkufjöll og hæsti tind-
ur er Vinson Massif í Ellsworth-
fjöllum (5140 m).
Enn um Antarktíku
Loftslag er kaldara en annars
staðar á jörðinni, meðalhiti á suður-
skautinu er -39 gráður C. Við
ströndina er meðalhiti 0 gráður C í
hlýjasta mánuði ársins og -10 til -30
gráður C í þeim kaldasta. Lægsti
lofthiti sem mælst hefur á jörðinni
(-88,3 gráður C) mældist 1983 í rann-
sóknarstöðinni Vostok sem er á 78.
gráðu suðlægrar breiddar.
Umhverfismengun!
D
SVAR
•§903 j 5670 jj
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.
Norðmenn
hrifnir af
veiðipeysu
frá Króknum
Þetta hefur gengið mjög vel
undanfarið. Við bindum miklar
vonir við góða sölu til ferða-
manna í sumar og að það mark-
aðsstarf sem við höfum lagt út í
varðandi útflutninginn skili
sér“, segir Sigríður Gisladóttir
framkvæmdastjóri samnastof-
unnar Vöku. Eftir mikla lægð
hjá fyrirtækinu virðist sem það
sé nú að hjarna við að nýju og
fjöldi starfa hefur bæst við á
saumastofunni að undanfömu.
Um árabil voru einungis sex
störf í Vöku en nú era þau kom-
in upp í 14, og alls eru það 20
konur sem hafa vinnu á sauma-
stofunni á Króknum. Þessi upp-
gangur hjá Vöku hefur komið
sér mjög vel í atvinnuleysinu
að undanfornu, en það er hvað
alvarlegast meðal kvenna.
Venjulegast loka saumastofur í
júlímánuði meðan sumarleyfi
standa yfir, en f samráði við
starfssúlkumar í Vöku hefur
verið ákveðið að saumastofan
verði starfrækt óslitið í sumar.
Að sögn Sigríðar Gísladóttur
framkvæmdastjóra tóku ferða-
mannaverslanir óvenju
snemma inn vörur að þessu
sinni. Salan gekk vel og eru
vörur frá Vöku nú í fleiri ferða-
mannaverslunum en áður. Þá
er markaðssókn í gangi erlend-
is. Samstarf er við Loðskinn um
sölu og vonast til að sú sam-
vinna skili árangri áður en
langt um líður. Umboðsaðilar
eru starfandi á Norðurlöndun-
um og í Evrópu sem vinna aö
sölu og markaðssetningu.
Við sjáum fram á næg verk-
efni fram á haustið þar til hönn-
unin byrjar, en við erum með
tvo hönnuðu og það er talsverð
vinna á stofunni meðan unnið
er að hönnun á nýjum flíkum.
ÍSiðan er einn liður hjá okkur í
aukinni markaðssókn að flýta
Sútgáfu kynningarbæklingsins,
fram í október, þannig að hann
nái inn á vörusýningarnar og
Íokkar vörur eigi þá líka mögu-
leika á aö komast inn í pöntun-
arlista erlendis, segir Sigríður
Gísladóttir. Vaka hefur lengi
haft gott orð á sér fyrir að fram-
leiða fallegar og góðar vörur,
peysur og jakka. Ein nýjasta
framleiðslan, er svokölluð
veiðipeysa, og hafa Norömenn
tekið henni mjög vel. í öxlum
hennar eru saumuð hlýra- eða
laxaskinn frá Sjávarleðri. Vaka
notar talsvert af skinnum frá
Loðskinni í sína framleiðslu,
t.d. í jakka- og peysukraga.
Ódýrir bílaleigubíl-
ar fyrir íslendinga.
Vikugjald
Opel Corsa dkr. 1,795
Opel Astra dkr. 1,995
Opel Astra st. dkr. 2,195
Opel Vectra dkr. 2,495
Innifalið
Ótakmarkaður akstur, trygg-
ingar. Nýkominn sumarhúsa-
listi - sendist ókeypis. Fjöl-
breytt úrval sumarhúsa um
alla Danmörk.
International
Car Rental ApS
Uppl. á íslandi í síma 456 3745.