Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Page 44
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 Á^"\T
52
snak
Góð þátttaka á meistaramóti
Skákskóla íslands
Á annað hundrað nemendur
stunduðu nám við Skákskóla ís-
lands á nýloknu skólaári og virðist
ekki annað sýnt en að skákáhugi
bama og unglinga sé að aukast á
nýjan leik eftir nokkra lægð síðustu
ára. Bryddað var upp á ýmsum nýj-
ungum á skólaárinu undir stjóm
Helga Ólafssonar skólastjóra. Meðal
annars var boðið upp á kennslu á
Selfossi, í Kópavogi og i Hafnarfirði,
auk hefðbundinna námskeiða á
heimavelli Skákskólans í Faxafeni.
Námskeið fýrir efnilegustu nemend-
ur landsbyggðarinnar var haldið á
Akureyri, reynt var að auka við
þátttöku stúlkna með stofnun sér-
staks stúlknahóps, staðið fyrir full-
orðinsnámskeiðum, auk þess sem
stórmeistaramir Helgi Ólafsson og
Hannes Hlífar Stefánsson fóru
hringferð um landið, tefldu fjöltefli
og héldu fyrirlestra.
Starfsári Skákskólans lauk með
meistaramóti skólans sem fram fór
sl. sunnudag. Mótið vekur jafnan
mikla eftirvæntingu því að til mik-
ils er að vinna. Auk veglegs farand-
bikars hreppir sigurvegarinn ferð
og uppihald á skákmót erlendis og
næstu sæti em verðlaunuð með
vönduðum skákbókum.
Velflestir okkar efnilegustu skák-
manna tóku þátt í mótinu en kepp-
endur voru alls fjörutíu og fimm,
allt nemendur skólans. Fyrst vora
tefldar þrjár atskákir með 30 mín-
útna umhugsunartíma en síðan fjór-
ar kappskákir með tímamörkum 90
mínútur á 35 leiki og svo 30 mínút-
ur til að ljúka skákinni. Mótstjóri
var Helgi Ólafsson en skákstjóri
Ólafur S. Ásgrímsson.
Leikar fóru svo að Bergsteinn
Einarsson og Jón Viktor Gunnars-
son deildu sigrinum með 6 vinninga
af 7 mögulegum. Þeir munu heyja
tveggja skáka einvígi um meist-
aratitilinn og utanferðina sem fram
fer á mánudags- og þriðjudagskvöld.
Bergsteinn slapp taplaus frá mótinu
en gerði jafntefli við Einar Hjalta
Jensson og Braga Þorflnnsson. Jón
Viktor tapaði í 2. umferð fyrir Guð-
jóni H. Valgarðssyni en vann alla
aðra andstæðinga sína.
í 3. sæti varð Bragi Þorfinnsson
með 5,5 vinninga og hagstæðari sti-
gatölu en Einar Hjalti Jensson en
þeir fengu báðir 5,5 v. Fimmta sæt-
ið kom í hlut Matthíasar Kormáks-
sonar með 5 vinninga - jafnmarga
og Davíð Kjartansson, Hjörtur
Daðason og Þórir Júlíusson. Næstir
komu Kristján Eðvarðsson, Bjöm
Þorflnnsson, Hjalti R. Ómarsson og
Sigurður P. Steindórsson með 4,5
vinninga. Meðal þeirra sem fengu 4
vinninga var Aldís Rún Lárusdóttir
sem varð hlutskörpust stúlkna.
Vandað mótsblað var gefið út
með skákum mótsins og sá Eyjólfur
Ármannsson um innslátt. Hann
vakti athygli skákþáttarins á eftir-
farandi skák þar sem hvítur saumar
laglega að andstæðingnum í enda-
tafli. Lyktir skákarinnar minna
helst á kennsluefni úr Skákskólan-
um þar sem hvítur brýst í gegn og
kemur mótherjanum í leikþröng.
Hvftt: Einar Hjalti Jensson
Svart: Stefán Kristjánsson
Caro-Kann vöm.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4.
Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ exf6
Þetta er svolítið einkennilegt
byrjunarafbrigði. Svartur tekur
sjálfviljugur á sig tvípeð og gefur
hvítum þar að auki eftir peðameiri-
hluta á drottningarvæng. Á móti
kemur að svartur fær frjálst tafl -
ólíkt mörgum öðram afbirgðum
Caro-Kann varnarinnar - og hefur
vissa möguleika á að sækja að peða-
meirihluta hvíts. Þess vegna hafa
kappar eins og Ulf Andersson
Vassily Smyslov og Viktor Kortsnoj
teflt þetta afbrigði með góðum ár-
angri.
6. RÍ3
Beittara er talið 6. c3 Bd6 7. Bd3,
eða strax 6. Bc4. Nú skipar svartur
áreynslulaust út liði.
6. - Bd6 7. Be2 0-0 8. 0-0 He8 9.
c4 Bg4 10. h3 Bh5 11. Bd2 Rd7 12.
Bc3 RfB 13. Hel Bc7 14. d5 c5!? 15.
Rh4 Dd6 16. g3 Bg6
Betra er að einfalda taflið með 16.
- Bxe2 með eilítið lakari stöðu á
svart.
17. Bg4 Rd7? 18. Hxe8+ Hxe8
19. Da4! Hd8 20. Bxd7?
í stað 20. Rxg6 hxg6 21. Dxa7, sem
vinnur peð, án þess sjáanlegt sé að
svartur fái nægar bætur.
20. - Dxd7 21. Dxd7
Nú gefur 21. Dxa7 Dxh3 22. Dxc5
Bxg3 svörtum færi á að hræra í
stöðunni.
21. - Hxd7 22. Hel Kf8 23.
Rxg6+ hxg6 24. b4 Bd6 25. b5 b6
26. Kg2 He7
Svartur gerir sér ekki grein fyrir
hve biskupaendataflið er erfitt.
Betra er 26. - f5 en vinningslíkur
hvíts era allgóðar, þökk sé völduð-
um frelsingjanum á d-línunni. Þetta
er sígilt dæmi um tvípeð til trafala.
Takið eftir að svartur getur ekki
gert sér mat úr fjórum peðum sín-
um gegn þremur peðum hvíts á
kóngsvæng.
27. Hxe7 Kxe7 28. Kf3 Kd7 29.
Ke3 BfB 30. g4 Kd6 31. Ke4 Kd7
32. a4 Kd6 33. a5 Kd7 34. a6! Bd6?
Nú fór síðasta tækifærið til að
leika 34. - g5, sem gefur nokkra jafn-
teflisvon.
35. f4 Be7 36. h4! BfB 37. Bb2
Kd6 38. Bal Kd7 39. Bc3 Kd6 40.
f5!
Hittir á réttu áætlrmina. Hvitur
hótar nú 41. fxg6 fxg6 42. h5 gxh5 43.
gxh5 og síðan Kf5-g6.
40. - g5 41. fxg5 fxg5 42. f6! g6
43. Bd2 Bh6 44. Be3 BfB
Svartur var í leikþröng.
45. Bxg5 Kd7 46. Bf4 Kd8 47. d6
Kd7 48. Kd5 g5 49. Bg3
- Svartur gafst upp. Ef 49. - Bh6 50.
Bf2 Bf8 51. Bxc5! bxc5 52. b6 axb6 53.
a7 og ný drottning í næsta leik.
Hrina helgarskákmóta
í sumar.
Ef áætlanir Jóhanns Þóris Jóns-
sonar, ritstjóra tímaritsins Skákar,
ganga eftir eiga skákunnendur gott
sumar í vændum. Tímaritið Skák
hefur auglýst fjögur helgarskákmót
í sumar í samvinnu við heimamenn
og verður teflt á býsna áhugaverð-
um stöðum.
Fyrsta mótið - sem er 46. í röð
helgarmótanna - verður á Trékyllis-
vík á Ströndum helgina 20.-22. júní.
Tefldar verða 11 umferðir og um-
hugsunartími er 30 mínútur á skák.
Mótið hefst kl. 18 á föstudegi og lýk-
ur með verðlaunaafhendingu og
lokahófí á sunnudagskvöldi.
í ágúst geta skákmenn síðan sam-
einað sumarfrí á Austfjörðum og
taflmennsku. 47. helgarskákmótið
verður 15.-17. ágúst í Mjóafirði; síð-
an verður teflt í Skjöldólfsstaða-
Umsjón
JónLÁrnason
skóla á Jökuldal 19.-21. ágúst (milli-
helgaskákmót) og loks í Borgarfirði
eystri helgina 22.-24. ágúst.
Að lokinni þessari hrinu verða
helgarmótinu orðin 49 að tölu en
fimmtugasta mótið er fyrirhugað í
haust. Væri það vel til fundið þar
sem tímaritið Skák fagnar 50 ára af-
mæli á þessu ári.
Margir hafa spurst fyrir um helg-
armótin vinsælu sem nú verða end-
urvakin eftir nokkurt hlé. Því er bú-
ist við gríðarlegri þátttöku og eru
menn beðnir að skrá sig sem fyrst,
eins og segir í auglýsingu mótanna.
43ja Generali EM í bridge 1997:
Island sendir lið í báða flokka
Fertugasta og þriðja Evrópumót-
ið í bridge, sem stutt er af stórfyrir-
tækinu Generali, hefst um næstu
helgi í borginni Montecatini á ítal-
íu. „Generali-samsteypan hefur á að
skipa 81 tryggingarfyrirtæki í 50
löndum. Montecatini er falleg borg
á Mið-Ítalíu nálægt Flórens, Pisa og
Siena. ísland sendir landslið bæði í
opna flokkinn og kvennaflokkinn og
hafa bæði lið verið að æfa vel und-
anfarið.
Ekki minnist ég þess að nein til-
kynning hafi verið gefin út um lið-
skipan en með ötulli rannsóknar-
blaðamensku tókst mér að komast
að því. Engum á óvart er liðið í
opna flokknum skipað sömu spilur-
um og komust frækilega í fjórð-
ungsúrslit Ólympíumótsins á Ródos
í fyrra. Það era:
Aðalsteinn Jörgensen-Matthías
Þorvaldsson
Jón Baldursson-Sævar Þor-
bjömsson
Þorlákur Jónsson-Guðmundur
Páll Arnarson
Fyrirliði er Bjöm Eysteinsson,
landsliðseinvaldur
Um tilurð kvennalandsliðsins
veit ég minna en það skipa eftirtald-
ar konur:
Esther Jakobsdóttir-Valgerður
Kristjónsdóttir
Ljósbrá Baldursdóttir-Jacci
McGreel
Guðrún Óskarsdóttir-Anna ívars
Fyrirliði er Bjöm Theódórsson.
Mótið hefst 14. júní og lýkur 29.
jaúní. Vegna fjölda þátttökuþjóða,
sem era 36 í opna flokknum og 26 í
kvennaflokki, verða spilaðir þrír 24
spila leikir annan hvem dag og
tveir hinn. Þetta er ströng spilaáætl-
un sem ætti að koma okkar mönn-
um til góða því það hefir sýnt sig að
úthald þeirra hefir ekki brugðist.
ítalir eru núverandi Evrópu-
meistarar og það fer vel á því, að
þeir verji titilinn á heimavelli.
Reyndar hefir landslið þeirra staðið
sig mjög vel undanfarið og því lík-
legt að þeir verði erflðir heim að
sækja. Auk Evrópumeistaratitilsins
er spilað um fjögur sæti í næstu
heimsmeistarakeppni sem haldin
verður í Túnis í október 1997. Vegna
góðrar frammistöðu landsliðsins í
opnum flokki undanfarin ár, þá er
gerð krafa um að það nái einu af
fjóram efstu sætunum í Montecat-
ini.
Við skulum að lokum rifja upp
eitt skemmtilegt spil frá síðasta Evr-
ópumóti, sem haldið var í Portugal
árið 1995. ísland hafnaði þá í 8. sæti
sem var lakari árangur en búist
hafði verið við.
N/A-V
* A853
W A82
-+ K7
4 DG52
---N— * 642
V A
v A ♦ 9864
s 4 K109763
4 KG107
4+ KG6
•+ ADG10
4 A8
Spilið kom fyrir í leik íslands og
Hvíta-Rússlands. í opna salnum
varð Jakob Kristinsson sagnhafi í
sex spöðum. Austur spilaði út tígli
sem Jakob drap með kóngi. Hann
tók síðan spaðaás, spilaði meiri
spaða og svínaði gosanum.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Vestur drap á drottningu og hugs-
aði lengi uns hann spilaði að lokum
hjarta. Austur trompaði og Jakob
var vonsvikinn að verða einn niður.
Við hitt borðið sátu Guðmundur
Páll og Þorlákur a-v en sagnir gengu
þannig:
Norður Austur Suður Vestur
14 pass 14 pass
24 pass 4G pass
5* pass 64 pass
pass pass. dobl redobl Allir
Guðmundur útspilsdoblaði og
Hvit-Rússinn redoblaði að bragði.
Þorlákur fann að sjálfsögðu hjarta-
útspilið og Guðmundur trompaði.
Hann spilaði síðan laufi og sagnhafi
varð að svína. Nú snerist allt um
trompdrottninguna og þar eð Þor-
lákur hafði sýnt sjölit í hjarta vora
líkurnar betri fyrir því að hann
væri stuttur í spaða og sagnhafi féll
í sömu gryfju og Jakob. Einn niður
og 4 impar græddir hjá íslandi.
OFFSETPRENTAR
ísafoldarprentsmiðja óskar
eftir að ráða offsetprentara sem
getur hafið störf sem fyrst.
Vaktavinna.
Upplýsingar í síma 550 5986
Kjartan
I
0
i
4 D9
W D1097543
4- 532
4 4