Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Síða 51
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
Mörg andlit
Dýrlingsins
Simon Templar er maður þús-
und dulargerva. A myndunum
má sjá nokkur þeirra gerva
sem Val Kilmer bregður sér í
þegar mikið liggur við.
kvikmyndir
Vissir þú að
Systur
gera kvik-
mynd um
Systumar Delia og Nora
Ephron eru ábyrgar fyrir
Sleepless in Seattle og Michael.
Samstarf þeirra byggist á því að
saman skrifa þær handrit og
Nora leikstýrir. Nora og Deha
eru nú í startholunum að gera
Hanging Up sem er um þrjár
systur. Þær viðurkenna að
handritið sé að hluta byggt á
ævi þeirra sjálfra. íjailar
myndin um erfitt samband
systranna þriggja við foður
sinn. Ein systranna rifjar upp
liðna tið á dánarbeði foður
þeirra og hugsar sérstaklega
til þess hvemig faðir þeirra
mótaði líf allra systranna.
Óþarfa hræðsla
Um síðustu helgi hrapaði að-
sókn að kvikmyndhúsum í
Bandaríkjunum um tæp 10% frá
því á sama tíma í fyrra. Ástæð-
an var sú að enginn þorði að
frumsýna stórmynd í kjölfarið á
The Lost World: Jurassic Park.
Nú er komið í ljós að sú hræðsla
var óþörf. Það verður aftur á
móti mikið stórmyndaflóð á
næstunni og hefst það um
þessa helgi
með frum-
sýningu á
Con Air,
Speed 2:
Cruise
Control
verður
frumsýnd
13. júní, Bat-1
man og I
Robin og My Best Friend’s
Wedding 20. júní, Air Force
One 25. júní, Face-Off og
Hercules 27. júní og Men in
Black 2. júli.
Val Kilmer leik-
ur Simon
Templar, sem
gengur undir
nafninu Dýriing-
urinn.
kraft heilags anda, og Templar
kæmi frá stríðsmunkum sem uppi
voru á miðöldum. Út frá þessu
sömdu þeir ættartré fyrir Dýrling-
inn. -HK
Philip Kaufman (The Right
Stuff, The Unbearable Lightness
of Being, Rising Sun) hefur sam-
þykkt að leikstýra The In-
truder sem er lýst sem þriller í
Fatal Attraction stíl. Fjallar
hún um lögfræðing sem reyn-
ir að vemda fjölskyldu sína
fyrir manni sem ofsækir
hana. Hann gerir sér of seint
grein fyrir þvi að hann hefúr
verið leiddur í gildru og er
ákærður fyrir morð. Handritið
skrifar Ted Tally, sem fékk ósk-
arsverðlaun fýrir The Silence
of the Lambs. Kaufman var á
lausu eftir að kvikmynd sem
hann hafði lengi verið að und-
irbúa, The Alienist, var
ýtt til hliðar hjá Para-
mount.
Kringlubíó og Laugarásbíó hafa tekið til sýn-
ingar Dýrlinginn (The Saint), sem byggð er
á skáldsögum Leslie Charteris, kvikmynd
og sjónvarpsmyndaseríum (einum þremur) sem
gerðar hafa verið um hetjuna Simon Templar. Fræg-
asta sjónvarpsserían var gerð á sjöunda áratugnum
og þar lék Roger Moore Simon Templar. Þess má
geta að þessi sjónvarpssería var sú fyrsta sem ný-
stofnað ísenskt sjónvarp hóf sýningar á árið 1967.
Simon Templar er heiðursmaður og meistaraþjófur,
maður þúsund dulargerva sem ávallt tekst að sleppa úr
höndum hvort sem er forhertra glæpamanna eða Inter-
pool. Hans aðalstarf er þó að berjast fyrir réttlæti í heim-
inum og þar sem miklu óréttlæti er beitt skýtur hann upp
kollinum.
I hlutverki Simonar Templar
er Val Kilmer sem kaus
frekar að leika Simon
Templar en að
bregða sér í Bat-
man-búninginn
í annað sinn.
Kilmer hef-
sannað
ur
sig
góður
og fjölhæfur leikari en hefur verið
leikstjórum óþægur ljár i þúfu og
sagði John Frankenheimer, sem
leikstýrði The Island of Dr. Moreau,
að hann myndi aldrei vinna með
honum framar. í hlutverki Emmu
Russell, sem Dýrlingurinn finnur
þörf hjá sér að vernda, er Elisabeth
Shue og er þetta hennar fyrsta stóra
hlutverk eftir leiksigin- í Leaving
Las Vegas. Fyrir leik sinn í þeirri
mynd var hún bæði tilnefnd til ósk-
arsverðlauna og Golden Globe-verð-
launanna.
Leikstjóri Dýrlingsins er Phillip
Noyce, ástralskm- leikstjóri sem
þykir einkar snjall leikstjóri
spennumynda. Hann vakti fyrst at-
hygli þegar hann sendi frá sér Dead
Calm, sem gerði Nicole Kidman að
stjömu, en þær myndir hans, sem
bestar þykja, eru Patriot Games og
Clear and Present Danger sem gerð-
ar eru eftir skáldsögum Tom Clancy
um njósnarann Jack Ryan.
Saga Dýrlingsins
í nærri sjötíu ár hafa bækumar
um Dýrlinginn heillað aðdáendur
spennusagna. Simon Templar kom
fyrst fram í smásögu breska rithöf-
undarins Leslie Charteris, Meet the
Tiger, sem gefin var út 1928. Tólf
árum síðar var Simon Templar orð-
inn það vinsæll að Charteris stofn-
aði klúbb, Saint Club, þar sem aðdá-
endur hetjunnar gátu hist og skraf-
að saman um afrek hans. Út frá
þessum klúbbi var síðan stofnuð
unglingamiðstöð í London og spítali
styrktur.
Dýrlingurinn var fyrst kvik-
myndaður árið 1936 og var um að
ræða kvikmyndaseríu sem RKO-
stúdióið gerði. Margir leikarar léku
Templar á þessum árum, þekktast-
ur er George Sanders, sem lék hann
í The Saint Strikes Back, The Saint
in London, The Saints, Double
Trouble, The Saint Takes Over og
The Saint in Palm Springs.
Ný kynslóð tók vel við sér þegar
Roger Moore í hlutverki Dýrlings-
ins settist bak við stýrið á Volvo og
hélt á vit ævintýranna í mjög vin-
sælli breskri sjónvarpsseríu sem
sýnd var um allan heim. Öll þessi
ár hélt Leslie Charteris áfram að
semja sögur um Dýrlinginn og á
ferli sínum, sem spannaði marga
tugi, samdi hann rúmlega fimmtíu
skáldsögur um Simon Templar og
fjöldann allan af smásögum. 1992
var hann heiðraður af samtökum
sakamálarithöfunda fyrir frábært
ævistarf. Hann lést 1993.
yfir 1000 pizzur á dogl
Leslie Charteris lét þess aldrei
getið hvaðan Simon Templer kom
eða hverra manna hann var eða
hvernig hann varð Dýrlingurinn.
Fyrir þessa kvikmynd unnu þeir
saman, Phillip
Noyce og hand-
ritshöfúndamir
Jonathan Hens-
leight og
Wesley Strick
við að búa til
fortíð Dýrlings-
ins. Gáfu þeir
sér að upp-
runans væri að
leita í nafni
hans. Þeir gáfu
sér að Simon
væri komið frá
Simon Magus,
galdramanni
sem reyndi að
tileinka sér
Leikstjóri Dýr-
lingsins, Phillip
Noyce, við tök-
ur á Dýrlingn-
um í Moskvu.