Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
stuttar fréttir
Tala látinna hækkar
Tala þeirra sem látist hafa i
jarðskjálftunum sem riðu yflr
austurhluta Venesúela hækkar
| enn og herma síðustu fregnir
að 68 manns hafi látist.
Betra samband
Áhöfn MIR-geimstöðvar-
innar, sem skemmdist í
árekstri, reyndi i gær ný sam-
skiptatæki í þeim tilgangi að ná
betra sambandi við jörðu áður
en viðgerð hefst af fullum
krafti.
Hillary hvetur konur
Forsetafrú Bandaríkjanna,
| Hillary Clinton, hélt í gær
ávarp á
kvennaráð-
stefnu í Vín.
Þar hvatti
hún konur í
austri til að
berjast fyrir
auknum lýð-
réttindum.
Hún sagði
jafnframt að sú barátta yrði erf-
iö.
Maður í manns stað
Samflokksmenn Ranariddh
prins, annars forsætisráðherra
Kambódíu, hyggjast fá mann til
að taka sæti hans sem flokks-
formanns. Segja þeir það nauð-
synlegt eftir að Ranariddh
flúði land. Einnig hafa þeir í
hyggju að tilnefna annan í stól
forsætisráðherra.
Fyrsti vinningshafinn
Alþjóða Rauði krossinn sagði
frá því í gær að fyrsti milljóna-
mæringurinn hefði litið dags-
ins ljós í nýju happdrætti hans
á Internetinu.
Kalla Hwang úrhrak
Yfirvöld í Norður-Kóreu
j sögðu í gær að Hwang Jang-yop
væri úrhrak
og brjálaður
maður.
Hwang er
hæst setti
embættismað-
urinn sem
flúið hefur
land. Hann
sagði í liðinni
viku að Norður-Kórea væri að
undirbúa stríð.
Stórbruni í Taílandi
Að minnsta kosti 78 manns
létust, þar af 10 útlendingar og
2 böm, þegar eldur braust út á
fiölsóttu hóteli í Bangkok í
Taílandi í gær.
Hermenn til Napólí
Rikisstjórn Ítalíu hefur
samþykkt að senda 500 manna
herliö til Napólí í þeim tilgangi
að hjálpa lögreglunni að brjóta
á bak aftur veldi mafíunnar og
koma í veg fyrir frekari
klíkustríð.
Handtaka stríðsglæpamanna í Bosníu:
Rússar fordæma að-
gerðina harkalega
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sagðist ekki hafa fregnir af
óróa í Bosníu eftir skyndilega her-
ferð friðargæslusveita á vegum
NATO í gær gegn meintum stríðs-
glæpamönnum Bosníuserba. Bresk-
ar sérsveitir handtóku meintan
stríðsglæpamann og skutu annan til
bana.
„Ég held að aðgerðin hafi verið
viðeigandi og átt rétt á sér,“ sagði
Clinton sem staddur var í Búkarest
í gær.
Rússar voru ekki á sama máli og
Clinton og fordæmdu aðgerðina
harkalega. Þeir sögðu slíkt „kúrek-
askyndiáhlaup" ógna Daytona frið-
arsamkomulaginu.
„Rússland ber enga ábyrgð og hef-
ur ekki í hyggju að taka á sig
ábyrgð á þeim afleiðingum sem að-
gerð af þessu tagi gæti haft í för
með sér,“ sagði í yfirlýsingu frá ut-
anríkisráðuneyti Rússlands. Þessi
orð gefa til kynna að upp sé komið
ósamkomulag milli Rússa og Atl-
antshafsbandalagsins, það mesta
síðan 1995.
Alþjóðanefnd Rauða krossins bað
Atlantshafsbandalagið í gær um að
skoða ásakanir eiginkonu Radovans
Karadzics á hendur friðargæslulið-
unum er tóku þátt í aðgerðinni.
Sagði hún að þeir hefðu misnotað
merki Rauða krossins. Karadzic,
sem er yfirmaður Rauða krossins á
svæðum Bosníuserba, sagði að her-
mennirnir hefðu komið á sjúkrahús
borgarinnar Prijedor og þóst vera
með lyfiasendingu frá Rauða kross-
inum. Ætlunarverk þeirra hafi
hins vegar verið að handtaka yfir-
mann sjúkrahússins, Milan
Kovacevic.
Reuter
Þrír menn bera á milli sín hind í suðvesturhluta borgarinnar Opole í Póllandi þar sem mikil flóö hafa geisaö.
Úrheliisrigning síðustu viku hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta landsins. Á þriðja tug manna hefur látist og
tugir þúsunda hafa oröiö að yfirgefa heimili sín. Símamynd Reuter
Leiðangur geimfarsins Pathfinder á Mars:
Óvænt sigurför
„Framar mínum björtustu von-
um,“ er ein vinsælasta setningin í
herbúðum geimvísindamannanna
sem vinna úr gögnum sem berast
frá leiðangri geimfarsins Pathfinder
á Mars.
Að sögn vísindamannanna gat
engan órað fyir því hve miklar upp-
lýsingar felast í þeim gögnum sem
borist hafa frá Mars. Þeir segja far-
artækið Sojourner hafa unnið ómet-
anlegt verk. Með notkun þess hafi
verið sýnt fram á að Mars og jörðin
séu mjög líklega „tvíburasólir" með
tilliti til þess hvernig þær mynduð-
ust.
„Þessi ferð hefur endurskrifað
sögu Mars,“ sagði Brian Muirhead,
einn stjórnenda rannsóknarverkefn-
isins.
Hann bætti því við að mikil vinna
væri fyrir höndum og að nýjar upp-
lýsingar ættu enn eftir að líta dags-
ins ljós.
„Á meðan geimfarið og farartæk-
ið Sojourner eru í lagi höldum við
áfram að safna gögnum," sagði
Muirhead.
Reuter
Markaðir í London:
Hækkun í
vaxtagleði
Svona eins og rétt til að undir-
strika það að kaupsýslumenn þurfi
að venjast 100 stiga falli á einum
degi hoppaði Dow Jones-vísitalan
upp um 44 stig eftir að hafa lækkað
um 120 stig á miðvikudag. Þetta
stóra fall kemur skömmu eftir næst-
mesta fall sögunnar í júnílok. Vísi-
talan stendur því nú í rétt tæpum
7900 stigum og nálgast áttunda þús-
undið óðfluga.
Eins og þeirra er von og vísa eltu
hlutabréfamarkaðimir í Evrópu
bandaríska markaðinn og féllu i
byijun dagsins. Þegar svo fregnir
bámst af lítilli vaxtalækkun breska
seðlabankans tóku bréfin í London
kipp. í Þýskalandi féll DAX-vísital-
an í kjölfar gengislækkunar dollar-
ans. -vix
Bssjste 95 akt
Mr®@ia
Kauphallir og vöruverð erlendis j
180
$/t A
21000
20500
20000
19500
19000
18500
18000
15000
rxnnn
14839,23
XZÚW
'Á1 - 'j'
Heimta bann
við umskurði
Ríkisstjórnin i Egyptalandi
| leyfir ekki að umskurður
verði gerður á konum á
sjúkrahúsum þrátt fyrir að
dómstólar hafi úrskurðað
j| bannið ógilt.
Heilbrigðisráðherra lands-
j ins, Ismail Sallam. sagði í gær
| að ríkisstjórnin hafnaði úr-
I skurði hæstaréttar landsins.
„Að tengja umskurð við ís-
lamska trú er móðgun við
| trúna,“ sagði Sallam.
Mannréttinda- og kvenrétt-
| indahópar hafa einnig harmað
I úrskurð hæstaréttar og sagt
að hann hafi gefið læknum
grænt ljós á framkvæmd
slíkra aðgerða þrátt fyrir þær
hættur sem fylgi þeim.
Samkvæmt könnun sem
stjórnvöld í Egyptalandi gerðu
fyrr á þessu ári höfðu 97 pró-
sent þeirra kvenna sem spurð-
ar vora verið skornar.
Hóta að drepa
embættismann
Lögreglan á Spáni hóf í gær
skipulagða leit að sfiórnmála-
manni sem meðlimir úr hópi
aðskilnaðarsamtaka Baska
‘ rændu og hótuðu að drepa ef
ekki yrði farið að kröfum
: þeirra.
„Ég vona að ég hafi rangt
( fyrir mér en ég óttast mjög að
■ ETA geri alvöru úr hótunum
sínum,“ sagði yfirmaður ríkis-
1 stjómar Baska, Jose Antonio
I Ardanza, í útvarpsviðtali í
gær.
Hundrað lögreglumanna og
hermanna kembdu stórt svæði
Eí gær í leit að hinum 29 ára
borgarfulltrúa, Miguel Angel
Blanco, sem rænt var á leið til
vinnu sinnar sl. þriðjudag.
Meðlimir ETA hótuðu að
| drepa Ardanza ef ekki yrði far-
ið að kröfum þeirra og 500 fé-
í lagar þeirra úr samtökunum
sem allir sæta fangelsisvist
Íyrðu fluttir í fangelsi nærri
heimalandi sínu i dag. Þeir era
nú á víð og dreif í fangelsum á
Spáni.
Ríkisstjórnin ákvað að láta
kröfur samtakanna sem vind
um eyrun þjóta.
„Við látum ekki kúga okkur
eða tökum upp einhverja
| skiptistefnu við hryðjuverka-
menn,“ sagði Jaime Mayor Or-
ea innanríkisráðherra.
Sýklalyf ekki
besta lausnin
við eyrnabólgu
IÞað er ekki besta lausnin að
meðhöndla sýkingar í mið-
eyra með sýklalyfium. Þetta er
niðurstaða alþjóðlegra sér-
fræðinga. Segja þeir að tími sé
til kominn að læknar hætti að
gefa sýklalyf í eins stórum stíl
og tíðkast hefur.
Þó sýkingar af þessu tagi,
sem eru algengar hjá börnum,
hafi oft mikinn sársauka í for
með sér og þeim fylgi mikill
| grátur þá geti sýklalyf í mörg-
um tilfellum aðeins aukið
v skaðann í stað þess að lækna
j meinið, segja sérfræðingarnir.
Sérfræðingarnir athuguðu
I rannsóknir um meðhöndlun á
| sýkingum í miðeyra og drógu
j þá ályktun að í flestum tilvik-
um væri tímaeyðsla að með-
höndla sýkingar með sýkla-
í lyfium.
Þegar sýklalyf era gefin
1 bömum án þess að ástæða sé
til eru auknar líkur á að líf-
verarnar myndi ónæmi.
Rannsóknir á börnum með
Ssýkingu í miðeyra sem fengu
óvirk efni i stað sýklalyfia
I sýndu, að sýkingin læknaðist
I í yfir 80 prósent tilvika án
Ilyfja. sem vinna gegn örver-
um.
Reuter