Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Page 7
7 éttir LAUGARDAGUR 12. JULI 1997 Haffjarðará: { Uppnám vegna 1 43 punda , stórfisks Það var heldur betur uppí fótur og fit seint í fyrrakvöld. Sú saga kom ofan úr Haffjarðará í Hnappa- dal að 43 punda lax hefði verið að j veiðast þar á flugu. Það var erlend veiðikona sem átti að hafa veitt fisk- ' inn eftir marga tíma baráttu við ) stórfískinn. Ef þetta hefði verið rétt væri þetta langstærsti laxinn á flugu hérlendis en Jakob heitinn Hafstein veiddi 36 punda lax í Laxá í Aðaldal. „Nei, laxinn stóri veiddist ekki í Haffjaröará í gærkvöld en stórlax kom inn í veiðihúsið og hann var 43 pund. En fiskurinn hafði fengist í , fiskeldistjörn i nágrenni árinnar," sagði Einar Sigfússon er við spurð- I um um stórfiskinn. ) „Það var leiðsögumaður við ána sem kom með fískinn í hádeginu í | gær og sýndi hann öllum sem vildu. Þess vegna hefur þessi saga komist á kreik. Þótt sumir laxarnir í ánni séu stórir eru þeir ekki svona stór- ir. Erlenda veiðikonan, sem átti að hafa veitt fiskinn, veiddi 17 punda fisk og þar munar þónokkru. Það veiddust 15 laxar í gær og áin hefur ^ gefið rúmlega 100 fiska, sem er mjög ) gott,“ sagði Einar enn fremur. j Svo mögnuð var sagan orðin að Stöð tvö þótti rétt að senda menn á staðinn til að mynda ferlíkið sem I átti að hafa veiðst í ánni. G.Bender/S.dór Veiðisaga: Græðgin i framar öllu Hún María Hiinadóttir varð fyrir I óvenjulegri veiðireynslu þegar hún skrapp upp að Reynisvatni með fjöl- skyldunni. „Það gekk bara ansi vel hjá okkur, við höfðum aldrei nokkurn tíma feng- ið svona mikið. Rétt eftir að við móð- ir mín hentum út urðum við báðar varar og héldum að við hefðum krækt hvor í aðra. En samt var eitthvað Ískrýtið við þetta og við drógum inn. Þá kom í ljós þessi gráðugi 2-3 punda fiskur sem hafði gert sér lítið fyrir og j kokgleypt tvo öngla í einu. Þeir voru nákvæmlega jafn langt niðri í honum. 1 Við þurftum að hafa heilmikið fyrir því að losa þá. Ég veit ekki um neinn , annað veiðimann sem lent hefur í þessu,“ sagði María. -GGÁ Internetið um gervihnött I DV, Akranesi: Vegna viðgerða og breytinga á legu Cantat-sæstrengsins munu sambönd INTIS til útlanda verða færð á gervihnattatengingu síðar í | mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma munu Evrópusam- bönd, þar með talið samband Isnet I við Nordnet, sem eru á Cantat, verða færð yfir á gervihnattasam- j band þann 15. júlí kl. 8.00. Sömuleið- I is verða Kanadasambönd, þar með talin sambönd Isnet við Montreal, flutt á gervihnött daginn eftir á sama tíma. Búist er við að viðgerð taki 2-3 vikur. -DVÓ Ryggefjord með fullfermi: Góð veiði hjá ís- lensku skipunum Norska loðnuskipið Kristian Ryggefjord er á leið til Vestmannaeyja með fullfermi af loðnu sem skipstjór- inn segist hafa fengið í grænlenskri lögsögu. Að sögn Hjalta Sæmundsson- ar, aðalvarðstjóra hjá Landhelgisgæsl- unni, mun Fiskistofa væntanlega skoða afla skipsins við komuna til Vestmannaeyja. Guðmundur Huginn Magnússon, skipstjóri á Hugin VE, var á heimleið með fuilfermi í gær. Hann sagði ís- lensku skipin hafa fengið góðan afla nokkuð sunnan miðlínunnar milli ís- lands og Grænlands. Hann hafi orðið var við dönsk loðnuskip sem stefndu á stað sem er þar sem skipstjóri Krist- ian Ryggefjord tilkynnti um afla sinn. Guðmundur sagði vera bjart yfir afláhorfúm. „Loðnan er frekar dreifð en við sáum stóra torfu á landleiðinni sunn- an við það svæði sem menn hafa ver- ið að veiða á. Mér sýnist vera góðar horfur á áframhaldandi veiði,“ segir Guðmundur Huginn. -rt ÞtarSka loönuskipiö Kristian Ryggefjord tilkynnti fullfermi Mokveiöi hjá íslensku skipunum Norska loönuskipiö Kristian Ryggefjord kvaðst vera aö veiöa rétt utan viö íslensku fiskveiöilögsöguna viö Grænland. íslensku skipin mokveiddu þar skammt frá. Grænland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.