Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 DV sælkerínn Tom-Ka. taílensk kjúklinga- og kókossúpa: Kemst í aðra vídd - segir Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona „Ég kynntist þessum rétti fyrst fyrir tíu árum þegar ég heimsótti vinkonu mína, Brynhildi Þorgeirs- dóttur myndlistarkonu, i New York. Hún er mikil matarkona og þaðan fékk ég uppskriftina," segir Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og sælkeri vikunnar. Hún æfir um þessar mundir í leikritinu Veðmál- inu sem frumsýnt verður i Loftkast- alanum 23. júlí næstkomandi. Margrét býöur okkur upp á taí- lenska kjúklinga- og kókossúpu sem á frummálinu nefnist Tom-Ka. „Súpan er æðislega góð, maður kemst í aðra vídd. Hún er súr, sæt og sterk. Þetta er algjör leyniupp- skrift og ætti helst ekki að fara lengra,“ segir Margrét og hlær. Hún eldaði súpuna sjálf í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa áður fengið hana hjá vinum og á veit- ingastöðum. Hún mælti sérlega með Brúnni yfir Kwai-fljótið á horni Laugavegar og Smiðjustígs. Þar væri þessi súpa frábærlega framreidd. Hráefnið segir Margrét að best sé að fá hjá Kryddkofanum, sérverslun með austurlenskar mat- vörur. Uppskriftin miðast við 5 manns og hljóðar svo: 1,4 1 þunn kókosmjólk (í dós) 1 hrár kjúklingur 3 sítrónugrös nokkrar sneiðar af laos-rót 2 tsk. kóriander-lauf 4-6 serrano-pipar (lítill og rauður) 3 vorlaukar safi úr 2 limeávöxtum 3 msk. Nam bla fisksósa Aðferðin Ef kókosmjólkin kemur þykk úr dósunum þá þynnið hana með vatni. Hún verður að vera þunn. Úrbeinið kjúklinginn og skerið hann í litla bita. Skerið sítrónu- grösin í þumlungsbita. Laos-rót lík- ist engifer og má vera frosin ef hún fæst ekki fersk. Skera þarf rótina í þunnar sneiðar. Þetta fer allt sam- an í pott og er eldað þar til kjúklingabitarnir eru klárlega soðnir. Næst er kryddað með kór- íander, piparnum og vorlaukunum og suðan látin koma upp undir loki. Margrét segist setja meira en 2 te- skeiðar af kóríander en þetta verði að vera eftir smekk hvers og eins. Þá er potturinn næst tekinn af hell- unni og lime-safa og fisksósu bætt við eftir smástund. Ef ekki fæst Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona býður upp á taílenska súpu sem í senn er súr, sæt og sterk. DV-mynd E.ÓI. Nam bla fisksósa má notast við hvaða taílenska flsksósu sem er. Margrét segir eldamennskuna sjálfa taka 10-15 mínútur og undir- búninginn annan eins tíma. Hún segir súpuna alveg duga eina og sér, hún sé það matarmikil, en brauð geti hentað ef vilji sé fyrir sliku meölæti. Við segjum bara verði ykkur að góðu. -bjb Grillaður lax : matgæðingur vikunnar Grilltíminn er hafinn fyrir nokkru. Veiðimenn- imir og -konumar em farin af stað í ámar. Þau geta alltaf þegiö nýjar og nýjar uppskriftir af grill- uðum laxi. 1 bolli skorið zuccini y2 boUi skorinn laukur 1 msk. sykur 1 msk. söxuð fersk basil-lauf y4 tsk. salt l/4 tsk. pipar 2 msk. skorinn rauð paprika 2 msk. sítrónusafi Sósa ■ 3 msk. brætt smjör 2 msk. fersk basil lauf 1 msk. sítrónusafi 4 bitar lax Komið salatinu fyrir I skál og blandið þvi vel saman. Látið lok yfir og geymið í kæli. Undirbúið grillið. Hrærið saman hráefninu í sósuna og smyrjið laxinn báðum megin með sósunni. Leggið flökin á grillið og griUið í 6 mínútur. Snúið fiskinum viö og smyrjið hann aftur með sósu og grillið í íjórar til fimm mínútur í viðbót. Ef viU er hægt að griUa laxinn í álpappír. em Marineraður fiskur á grillið og fersk Gróuterta: Ánægðari með álpappírinn - segir Sigrún Birgisdóttir matgæðingur „Ég nota lítið af uppskriftum og varð að elda þessa tU þess að geta búið hana tU. Ég er mikið með fisk og nota yflrleitt bara það sem tU er með hon- um. Að mínu mati er gráðostasósan það besta í þessu,“ segir Sigrún Birg- isdóttir, matgæðingur vikunnar. Hún sendir uppskrift að marineruðum fiski sem henni þykir góður á grUlinu. Sigrún segist bæði hafa prófað að setja flskinn í álpappír og á grind og segir fjölskylduna ánægðari með ál- pappírinn. Fiskurinn 1200 g flskflök, t.d. smálúða, ýsa eða rauðspretta Tómatar og annað grænmeti eftir smekk Rækjur/hörpuskel eða annað eftir smekk Kryddlögur l12 dl matarolía Safi úr einni sítrónu 1 laukur (fmt saxaður) 2 msk. graslaukur l12 msk. dUl 1“ tsk. þurrkað estragon Pipar Fiskurinn er skorinn í hæfileg stykki og látinn liggja í kryddleginum í minnst 1 klst. Þá er hvert stykki lagt á álpappír, tómatar og rækjur sett ofan á og álpappírnum lokað vel yfir fiskinn (kryddlögurinn fylgir með ef viU). GriUað í 8-10 mín. Köld gráðostasósa 2 dl majónes 2 dl sýrður rjómi 1 stórt lauf brytjaður gráðostur 3 tsk. basilikum 1 msk. sítrónusafí !4 msk. kjötkraftur 2 msk. hunang AUt sett í skál og hrært saman. Frábært er að hafa með þessu viUi- grjón (Basmati and WUd Rice) frá TUda og mjög einfalt salat: Iceberg- kál og vatnsmelónubitar. Gróuterta Marengsbotnar, 2 stk.: 4 eggjahvítur 200 g sykur y2 tsk. lyftiduft Þeytt vel saman í hrærivél og bakað í tveim hringformum. Gott er að setja bök- unarpappír í form- in. Bakað viö 120° C í u.þ.b. 1 klst. Á milli er settur þeyttur rjómi (1 peli), gróft nið- ursneydd jarð- arber og vínber. Krem Ofan á efri botninn er sett súkkulaði- krem. í það þarf: 2 eggjarauður 100 g súkkulaði Súkkulaðið er brætt og blandað saman við eggjahræruna. Út í þetta er svo sett smásletta af óþeyttum rjóma. Sigrún skorar á HrafnhUdi Val- björnsdóttur tU þess að verða matgæð- ingur næstu viku. -sv Mæögurnar, Sigrún Birgisdóttir og Ásdís Eva Ólafsdóttir, 7 ára, eru báðar sólgnar í tertuna góðu. Sú stutta gat varla beðið eftir að Ijósmyndarinn kæmi svo hún gæti fengiö sér bita. DV-mynd E.ÓI Holltoggott Á sumrin finnst mörgmn gott að fá sér eitthvað létt og gott, sem for- rétt eða jafnvel sem fuUa máltíð. Hér koma tveir léttir, góðir og bragðmiklir. Piparrót og roast beef 230 grömm af rjómaosti 2 msk. tUbúin piparrót I l msk. Dijon-sinnep 5 tortiUas (skorið í 8 tommu lengjur) 30 fersk spínatblöð (fjarlægið stilka) 10 sneiðar af roast beef (130 grömm) 120 g (1 boUi) riflnn Cheddar-ostur Aðferð Hræriö saman rjómaost, pipar- róti og sinnep. Setjið um 3 msk. af hrærunni á hvert tortiUa. Setjið nú 5 eða 6 spínatblöð á rjómaost- inn og tvær sneiðar af roast beef yflr spinatið. Þar á ofan koma u.þ.b. þrjár msk. af ostahrærunni. Vefjið hverju tortiUa þétt upp og | inn i heimilisplast. KæUð í ísskáp í aö minnsta kosti 4 klukkustund- ir eða jafnvel yfir nótt. Þegar bera á réttinn fram sker- ið þá hvert tortiUa í eins og hálfs sentímetra þykkar lengjur. Úr þessu má fá um 30 rúUur i forrétt. Undirbúningstími er um 20 mín- ;; útur. Kælið 14 tíma. Innihald í hverri rúUu: Kaloríur: 50 g Prótín: 4 g Kolvetni:4 g Fita: 2 g Kólesteról: 10 mg Natríum: 105 mg Agúrka og tómatar Krydduð akgúrka og tómatar í sýrðum rjóma er spennandi for- réttur. í hann þarf: 1 boUa af sýrðum rjóma (mjög fituskertum) 1/8- y4 teskeið mulinn rauðan pipar 1/8 teskeið mulið kúmen 2 miðlungs (2 boUa) saxaða tómata (kjarni tekinn úr) % miðlungs (1 boUa) saxaða agúrku /i boUa smátt skorinn grænan lauk Aðferð Blandið sýrðum rjóma, mulda pipamum og kúmeninu í miðl- ungsstóra skál. Hrærið vel. Setjið annað úr uppskriftinni saman við og hrærið varlega. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið heimUisplast yfir skálina og kælið í 30 mínútur. Réttinum má skipta í sex hluta (‘/2 boUi á mann). Undirbúningstími er 15 mín. Kælið í 30 mín. Innihald í hverjum skamti: Kaloríur: 46 Prótin: 2 g Kolvetni: 9 g Fita: minna en lg Kólesteról: 4 mg Natríum: 50 mg -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.