Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 JÖ'V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
íþróttir fyrir drykkjurúta
Stjórnendur landsmóts ungmennafélaganna í Borgar-
nesi héldu rétt á málum, þegar rónalæti á mótssvæðinu
komu þeim í opna skjöldu. Þeir sendu verstu drykkju-
rútana heim til Grindavíkur og höfðu vit fyrir hinum,
sem voru móttækilegir fyrir leiðbeiningum.
Drykkjuvandræði íþróttahreyfingarinnar komu skýrt
í ljós á landsmótinu í Borgarnesi. í allt of miklum mæli
eru íþróttafélög ekki lengur varðstöðvar gegn neyzlu
geðbreytilyfia á borð við áfengi, heldur beinlínis orðin
að uppeldisstöðvum í drykkjuskap, orgi og ælu.
íslenzkir unglingar eiga erfiða daga. í heimahúsum
horfa þeir upp á helgardrykkjuskap fullorðins fólks, sem
virðist segja eitt allsherjar pass í uppeldismálum. Marg-
ir foreldrar virðast halda, að uppeldi sé einhver óvið-
komandi atburður, sem sennilega eigi sér stað í skólum.
Skólamir eru ekki í stakk búnir til að sinna uppeldis-
skyldum foreldranna. Þeir hafa raunar ekki reynzt geta
sinnt fræðslu til jafns við skóla í útlöndum. Þeir eru and-
vígir uppeldi, því að þeir láta bömin að mestu leika laus-
um hala í samræmi við hugmyndafræði agaleysis.
Á sumrin eru börnin send í svonefnda vinnuskóla,
sem eru í raunninni kennslustofnanir í hangsi og kæru-
leysi og vinnusvikum. Engin von er til þess, að íslenzk-
ir unglingar komist klakklaust og óbrenndir á hugarfari
frá þessum sérkennilegu geymslustofnunum.
íslenzkir foreldrar og skólamenn hafa meðtekið nú-
tímann með þeirri skekkju, að frelsi skuli konia í stað
uppeldis. Þess vegna elst fólk upp hér á landi án þess að
kunna að haga sér. Það elur hvað annað upp og ákveður
sjálft, að það sé smart að liggja í svínastíunni.
Ýmis kerfi á íslandi, svo sem ríki og sveitarfélög, hafa
litið á íþróttahreyfmguna sem tæki til að koma í stað
mistaka þjóðarinnar í uppeldismálum. Kenningin er sú,
að börnin læri heilbrigt samstarf og heilbrigða sam-
keppni í leik og þjálfun innan íþróttafélaga.
í þessu skyni verja opinberu kerfin gífurlegum fjár-
munum til stuðnings íþróttum. Bæjarfélög greiða mest-
an hluta mannvirkjanna, sem notuð eru tU íþrótta. Tug-
ir milljóna liggja á lausu til íþrótta í bæjarfélögum, sem
ekki eiga til hnífs og skeiðar á öðrum sviðum.
Ekkert bannar, að opinberu kerfin með digru sjóðina
setji sér einhver markmið um að fá eitthvað annað í
staðinn en linnulausar boltakeppnir, sem tröllríða heil-
um bæjarfélögum svo, að þar eru menn tæpast viðmæl-
andi um framfarir og gengi bæjarfélagsins.
Sum íþróttafélög og sumar deildir innan íþróttafélaga
reyna að sinna uppeldishlutverki. Önnur félög láta sig
slíkt engu skipta og sums staðar er beinlínis unnið að
spillingu æskulýðsins, svo sem sýnir dæmið frá Grinda-
vík, þar sem verið er að framleiða drykkjurúta.
Eðlilegt er, að auknar verði kröfur um, að íþróttafélög
vinni fyrir hinum opinbera stuðningi með því að taka
þátt í uppeldisþörfum þjóðfélagsins og reyni meðal ann-
ars að sýna ungmennum fram á andstæður heilbrigðra
íþrótta og meðvitundarlítils drykkjuskapar.
Þótt við höfum á þremur kynslóðum stokkið aftan úr
miðöldum inn í vestrænan nútíma, hefur okkur tekizt að
læra að þrífa okkur, halda á hníf og gaffli og laga okkur
á ýmsan hátt að siðum þjóða. Við getum alveg eins lært
að hætta að orga og æla af völdum drykkjuskapar.
Mikilvægt skref í þá átt felst í, að íþróttahreyfmgin
taki sér tak og komi þeim skilaboðum á framfæri til fé-
lagsmanna sinna, að mannasiðir séu prýðilegir.
Jónas Kristjánsson
Stækkun NATO er ekki í höfn
Leiðtogafundur Atlantshafs-
handalagsins (NATO) í Madrid i
vikunni komst að þeirri niður-
stöðu, sem var fyrirsjáanleg, að
þremur ríkjum, Póllandi, Tékk-
landi og Ungverjalandi var hoðið
til aðildarviðræðna. Jafnframt eru
tvö ríki sérstaklega nefnd, Rúmen-
ía og Slóvenía, sem eiga að bíða
þar til bandalagið verður stækkað
næst. Loks er vikið vinsamlegum
orðum að Eystrasaltsríkjunum og
áhuga þeirra á því að ganga í
bandalagið.
Með þessum hætti náðist sam-
staða um lokaályktun leiðtoga-
fundarins, þar sem hvert ríki
hafði neitunarvald í samræmi við
sáttmála NATO. í bandalagi, sem
snýst um hemaðarlegt samstarf,
hlýtur hvert aðildarríki að hafa
neitunarvald, þvi að enginn verð-
ur með meirihlutaákvörðun ann-
arra neyddur til að fóma eigin ör-
yggishagsmunum.
Fyrsta skrefið
Þótt sameiginleg niðurstaða
hafl náðst í Madrid, eru ríkin þrjú
ekki komin í bandalagið. Stefnt er
að því, að samningaviðræðum við
þau verði lokið fyrir árslok 1998
og á 50 ára afmælishátíð NATO í
apríl 1999 verði aðildarríkin 19 í
stað 16 nú.
Þegar litið er til þeirra skilyrða,
sem nýju aðildamíkin verða að
uppfylla, er ljóst, að NATO verður
að fylgja ströngum kröfum bæði í
hermálum og stjómmálum. Ríkin
þurfa að breyta skipan herafla
síns og leggja fram aukna flár-
muni í því skyni. Málið þarf að
bera undir þjóðir nýju aðildar-
landanna eða þjóðþing. í þeim
átökum mun áróðurinn frá þjóð-
emissinnum og kommúnistum í
Rússlandi hafa einhver áhrif.
Samhliða því sem rætt er við
ríkin þrjú, þarf NATO að endur-
skilgreina vamarstefnu sína í
ljósi breyttra aðstæðna. Hvert ein-
stakt aðildarríki þarf að huga að
eigin hagsmunum. Á þetta að
Erlend tíðindi
Bjöm Bjarnason
sjálfsögðu jafnt við um ísland sem
aðra. Spurt verður, hvort áhuginn
á sérstakri samvinnu Evrópuríkja
aukist eða áherslan verði jafnmik-
il og til þessa á tenglsin yfir Atl-
antshaf.
Frakkar í fýlu
Frakkar vom í forystu þeirra,
sem vildu fimm ný ríki í stað
þriggja, og báru hag Rúmena sér-
staklega fyrir brjósti. Jacques
Chirac Frakklandsforseti lét þau
orð falla, að NATO myndi ekki
lifa af, ef þess væri ekki gætt, að
hæfilegt jafnvægi væri á milli
Evrópu og Bandaríkjanna innan
bandaiagsins. Þetta ætti bæði við
um herstjómir og pólitískar
ákvarðanir.
Frakkar munu svara tapi sínu í
Madrid með því að leggja aukna
áherslu á, að Evrópuríki eigi að
gæta sérgreindra evrópskra ör-
yggishagsmuna. Innan NATO hef-
ur verið um það samið, að í þvi
skyni geti Evrópuríkin treyst á
herafla bandalagsins. Þá er lík-
legt, að Frakkar og vinir þeirra
muni leggja aukna áherslu á Vest-
ur-Evrópusambandið (VES) og
hlut Evrópusambandsins (ESB) í
öryggismálum.
Frakkar era í forystu þeirra
innan NATO, sem vilja draga úr
Atlantshafstengslunum. Hags-
munir íslands ganga þvert á klofn-
ing milli Evrópu og Norður-Amer-
íku í öryggismálum.
Spenna í Bandaríkjun-
um
Það var ekki fyrr en í forseta-
kosningabaráttunni síðasta haust
sem BiU Clinton tók af skarið og
lýsti yfir afdráttarlausum stuðn-
ingi við stækkun NATO. Skýrðu
ýmsir þennan áhuga forsetans
með vísan til mikils flölda banda-
rískra kjósenda af pólskum ætt-
um.
Samningurinn um stækkun
NATO verður að hljóta stuðning
aukins meirihluta í öldungadeild
Bandaríkjaþings. í Bandaríkjun-
um lætur tiltölulega fámennur
hópur sig það nokkru skipta,
hvort NATO stækkar eða ekki. Á
hinn bóginn er framvindan innan
þess hóps á þann veg, að andstæð-
ingar stækkunar verða sífellt há-
værari. Rök þeirra em þau, að
verið sé að ábyrgjast vamir landa
gegn hættu, sem ekki sé lengur
fyrir hendi. Stækkunin verði síð-
an til þess að ergja Rússa, sem
enn ráði yfir kjamorkuvopnum og
öðmm gjöreyðingarvopnum. Nær
væri að semja við Rússa um fækk-
un þessara vopna í vinsemd en
styggja þá.
20 öldungadeildarþingmenn og
50 sérfræðingar í utanríkismálum
hafa ritað Bandaríkjaforseta bréf
og mótmælt stækkun NATO. Hið
sama em uppi á teningnum í leið-
ara bandaríska blaðsins The New
York Times. Þannig er ljóst, að
miklar umræður eru framundan
um málið meðal áhrifamanna í
Bandaríkjunum en atkvæða-
greiðsla um það í öldungadeild-
inni verður líklega næsta vor.
Nokkrir leiötogar á góöri stund á fundinum í Madríd. Kohl viröist vera aö gera grín aö Tony Blair.
skoðanir annarra
W T -------------------------------------
Valdaránið í Kambódíu
j „Síðustu átökin í höfuðborg Kambódíu virðast
vera óskiljanlegar deilur milli jafn spilltra stjóm-
málahreyfinga. Það er ekki um slíkt að ræða. Þetta er
í raun valdarán. Sorgleg saga Kambódíu hefur leitt til
þess að sumir stjórnarerindrekar og aörir telja lýð-
ræði þar vonlaust. Vissulega hefur þessi Suðaustur-
Asíuþjóð fengið meira en sinn skerf af áföllum og þá
fyrst og fremst þjóðarmorði Rauðu kmeranna. Fáir
stjómmálaskýrendur töldu þó lýðræði vonlaust 1993
j þegar 89 prósent þjóðarinnar gengu að kjörborðinu
i þrátt fyrir hótanir um ofbeldi og raunverulegar árás-
j ir. Kosningunum á vegum Sameinuðu þjóðanna var
lýst sem fyrirmynd að uppbyggingu lýðræöis. En hin-
ir hugrökku kjósendur fengu ekki þann alþjóðlega
stuðning sem þeir þörfnuðust,"
Úr forystugrein Washlngton Post 10. jútí.
i Hækka skatta á tábaki
„Nú liggur fyrir frumvarp um lítillega hækkun
j skatta á tóbaki í öldungadeildinni. Ekkert slíkt
! frumvarp liggur fyrir í fulltrúadeild. Þaö er góð hug-
mynd að hækka skatta á tóbaki og þaö verulega.
Þeir mættu hækka um helming og tekjumar á að
nota til að efla heilsuvemd bama. Þaö hefur löngum
verið stefna repúbikana að skattleggja ekki atferli
sem er hvetjandi, aðeins það atferli sem berjast þarf
gegn. Af hverju á það ekki við um reykingar jafnt og
fiárfestingu og sparnað.“
Úr forystugrein WasMngton Post 10. júlí.
Herinn gegn mafíunni
„Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins eru upp-
veðraðir af tillögum ítölsku ríkisstjómarinnar til
efhahagslegra endurbóta. Á sama tíma berast þau
boð frá Róm að til standi að senda hermenn til
Napólí í þeim tilgangi að fella veldi mafíunnar í eitt
skipti fyrir öll. Allt að 85 manns hafa látið lífið og
margir særst í mafiustríöinu sem staðiö hefur yfir
síðustu sex mánuði í Napólí. Þetta veldi mafíunnar
er falleinkunn fyrir stjómmálakerfið á Ítalíu. Þessi
leið að senda 600 dáta út á götur borgarinnar í full-
um herklæðum lyktar af pólitískri örvæntingu.“
Úr forystugreln Politiken 8. júlí