Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 I > 1 \ ( 3r öðru vísi. Þú mála tvær umferðir ocj þá innan briqqia tír þriggia tí Langvarandj vörn gegn ryc Innbyggður W grunnur . Slétt eða hömruð áferð Hviðtal i7 hjá almennilegum skurðlækni. Það sem er verst er að ásýnd félagsins er orðin afskræmd og hætt er við að innanmeinið dragi það til dauða.“ Viðar segir að Þórhildur Þorleifs- dóttir hafi verið í einstakri aðstöðu til að taka til hendinni. „Hún hlaut að vita að hún gæti gengið langt í því að koma skikk á málin innanhúss. Þeir myndu tæp- lega hætta á að reka annan leikhús- stjóra svo skömmu eftir að ég var látinn fara. Hún hafði því öll tromp á hendi en klúðraði þeim gjörsam- lega. Hún lék af sér hvem leikinn á fætur öðrum og situr því uppi með tóma hunda.“ Það segir Viðar að sjáist best á þætti hennar í þeirri umræðu sem hún hefur tekið þátt í í fjölmiölum að undanfomu. Þar sé verið að velta upp hliðum sem vert væri að ræða til hlítar en engin raunveruleg krufning fari fram því umræðuna megi ekki leiða til lykta. „Það gerir ekki sá sem tekur af- stöðu með meininu. Þess vegna get- ur hún ekkert gert í stöðunni." Gjörningaveður innanhúss Viðar segir að þegar hann var ráðinn leikhússtjóri hafi honum fundist 100 ára afmæli félagsins ein- stakt tækifæri til að endurreisa ímynd félagsins og snúa vörn í sókn. Og það stefndi allt í það. Skip- aður hafði verið sterkur hópur fólks í afmælisnefnd, góður vilji hafði sýnst vera fyrir því að setja fram djarfa og metnaðarfulla verkefna- skrá á þessum tímamótum og menn virtust vilja taka til hendinni. Þá sprakk sprengjan. Þegar Viðar lagði fram starfslokasamninga við ákveð- inn hóp leikara varð andskotinn laus. Breytingar áttu að gerast en þær máttu ekki koma við neinn. Þeir sem áttu að reka leikhúsið breyttust í sérhagsmunagæsluhóp. „Það var engu líkara en gjöm- ingaveður gengi yfir húsið. Til að tryggja óbreytt ástand var hræðslu- áróðri beitt og maður-á-mann-að- ferðinni. Mönnum var stillt upp við vegg og sagt að annaðhvort styddu þeir aðgerðirnar að gera leikhús- stjórann óvirkan eða þeir ættu á hættu að missa starfið. Nöfh þeirra hefðu sést á „aftökulista" hjá mér! í stað þess að málefnaleg umræða færi fram um framtíðarsýn og langvarandi rekstrarvanda hússins var sagt að ef ég ekki stæði með þeim yrði ég sá næsti sem fengi uppsagnarbréf." Viðar bætir við að vitaskuld breyti uppsagnir nokk- urra einstaklinga einar og sér ekki vanda leikhúss en það sé ömurlegt að vita til þess að fólki sé haldið fóngnu á samningi án þess að það fái notið hæfileika sinna. Viðar segir að auðvitað hafi það ekki verið auðvelt verk að þurfa að skáka til fólki. Hann hafi þó metið stöðuna þannig að óþægilegir hlutir væri betur gerðir strax en að fresta þeim. Ekki hafi komið til greina að þurfa að gera breytingar á leikhópn- um á sjálfu afmælisárinu. Drög að leiksýningum „Þórhildur kaus að draga til baka allar uppsagnir og standa við nýráðningar. Það er afstaða út af fýrir sig en hún nægir ekki ein og sér. Það þarf þá að byggja upp verk- efnavalið á hópnum en ég get ekki séð að það hafi verið gert á nýaf- „Þessar tvær stofnanir eiga að keppa á listrænum grundvelli. En í staðinn fyrir að umræðan snúist um það gýs nú upp hávær umræða um að hægt sé að reka leikhús án þess að til komi styrkir. Það er auð- vitað hægt í einhverjum mæli en hvort það er sú leiklist sem skilar einhverju sem skiptir máli efast ég stórlega um. Nú er kominn fram hér á landi atorkumikill hópur fram- því mikill heiður fyrir mig að þeir skyldu leita til mín um að leika þetta magnaða hlutverk. írar verða í öðrum hlutverkum og aðrir munu hanna leikmynd og búninga en í sýningunni fyrir norðan. Ég hlakka mikið til að takast á við gamla vin- inn í nýju ljósi því þetta hlutverk er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við um ævina.“ Vinnan í Dublin verður ansi „Það gat ekki farið verr og sorgiegt að sjá það sem hefði getað orðið glæsilegt afmælisár breytast í langdregna jarð- arför,“ segir Viðar Eggertsson um 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. DV-myndir ÞÖK stöðnu leikári. Leikárið hefur verið ótrúlega dauðyflislegt og óspenn- andi. Líkt og sú afstaða hafi verið tekin að 100 ára afmæli listastofnun- ar væri í eðli sínu leiðinlegt og ekk- ert spennandi hægt að gera fyrr en í fyrsta lagi að því afstöðnu. Farið var af stað með „íslenskt leikár“ en sá frasi er engin töfraformúla. Helstu hrotalamir í starfi leikfélags- ins á liðnum árum hafa einmitt ver- ið uppfærslur á nýjum íslenskum verkum. Það þarf sérstaklega vand- aða heimavinnu áður en ráðist er í nýtt verk og alls ekki hægt að byggja heilt leikár á slíkum verkum nema eftir vandlegan undirbúning. Það var helst á viðtölum að heyra sl. haust þegar leikárið var kynnt að flest þessara nýju verka væru meira og minna drög að leikverkum. Á slíkum drögum byggir maður ekki heilt leikár og allra síst heldur mað- ur þannig upp á aldarafmæli einnar helstu menningarstofnunar lands- ins,“ segir Viðar. Bara markmið að selja Hann segir að leikfélagið hafi enn einu sinni misst af tækifærinu til að veita Þjóðleikhúsinu verðuga sam- keppni. Það sé slæmt því það þurfi vissulega bæði ögrun og örvun. leiðenda sem vilja græða á leikhús- rekstri og þeirra markmið er ein- vörðungu að hluturinn seljist með hvaða ráðum sem fær eru. Það má ekki taka orð mín svo að ekki eigi að setja upp slíkar sýningar. Þær eru ágætis búbót í skemmtanalífið en við megum ekki falla í þá gryfju að hcdda að þar fari fram sú gerjun og framsækni sem er listgreininni lífsnauðsyn. Þessi leikhús koma aldrei í staðinn fyrir alvöruleikhús þar sem tekin er áhætta í listrænu tilliti. Þess vegna styrkjum við Borgarleikhús og Þjóðleikhús og við eigum að gera kröfu á þau. Ef þau hætta að halda vöku sinni verðum við að hrista ærlega upp í þeim, alls ekki að leggja þau niður.“ Iðnó og Drakúla Iðnó stendur nú autt en fyrirhug- að er að í það færist aftur líf á end- urnýjuðum fjölunum. Auglýst hefur verið eftir aðilum til að reka húsið og nokkrir hópar hafa sótt um að taka það að sér. Einn þeirra er List- vinafélagið Fullt hús en að honum standa Bjarni Jónsson leikhúsfræð- ingur, Guðjón Pedersen leikstjóri, Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og Viðar Eggertsson. Fái þau inni í húsinu verður rekin þar alhliða menningarstarfsemi með sérstaka áherslu á leiklist. „Við viljum fylla húsið lífi og hefja gamla Iðnó aftur til vegs og virðingar eins og sæmir sögu húss- ins. Við höfum flest áratugareynslu í leikhúsi og það ætti að koma okk- ur að gagni. Ég held að við séum þekkt fyrir að hafa gert hluti sem geta verið óvenjulegir og á stundum ærið skemmtilegir," segir Viðar sposkur á svip og neitar að upplýsa um það sem verði að vera atvinnu- leyndarmál á þessu stigi. Hins vegar upplýsir Viðar DV um það hvað hann muni fást við á haustmánuðum. Frá því hefur ekki verið sagt fyrr en nú. í vikunni var nefhilega gengið frá því að hann mun leika Drakúla greifa í Dublin í október í uppsetningu Michaels Scotts, þeim hinum sama og leik- stýrði verkinu á Akureyri fyrir tveimur árum. Viðar fór þar einnig með titilhlutverkið. strembin því þar verður aðeins æft í fjórar vikur. Vinnudagurinn verð- ur lengri en títt er hér á landi. Ytra er gerð krafa um að leikarar kunni textann sinn á fyrstu æfingu.“ Eftir tvær forsýningar verður frumsýning 1. október og leiknar 22 sýningar á 18 dögum. Það þykir nefnilega við hæfi að hafa líka mið- nætursýningar, þ.e.a.s. sýningar á þeim tíma sem blóðsugur eru á kreiki. „Þessi keyrsla á mér verður auð- vitað ekkert annað en nútima þrælahald en írarnir eiga það nú inni hjá okkur, að fá a.m.k. einn ís- lenskan þræl sem siðbúnar sárabæt- ur fyrir alla þrælana sem forfeður okkar, víkingarnir, sóttu til ír- lands,“ segir Viðar og hlær. Aðspurður segir hann óráðið hvað taki við þegar úthaldinu á ír- landi ljúki. „Ég gæli við ýmsa drauma og eitt og annað hefur verið orðað við mig. Við verðum bara að sjá til,“ segir hann i hálfgerðum véfréttarstíl. Viðar leikstýrði tveimur sýning- um í Færeyjum I vetur og fer nú til írlands i haust. Er hann eitthvað sérstaklega að stefna að því að róa á hin erlendu mið? Lifj fyrir líðandi stund „Ég er steinhættur að gera áætl- anir fram í tímann, nema mér til skemmtunar. Ég hef rekið mig á að lífið er svo uppáfinningasamt þegar ég á í hlut. Oftast henda mig miklu skemmtilegri hlutir en ég hafði upp- haflega gert ráð fyrir. Ég er loksins núna að læra að njóta þess í botn. Á nýársdag 1996 var ég nýfluttur með búslóð mína suður og var á göngu- ferð um Skerjafjörðinn með vin- konu minni. Þetta var dagurinn sem ég hóf formlega störf í Borgar- leikhúsinu. Þetta var bjartur og fag- ur dagur á nýju ári. Við mættum fjölmörgum sem óskuðu mér til hamingju með nýja starfíð og á þessari gönguferð þóttist ég vita hvað myndi gerast allt næsta ár. Hafði enda lagt nótt við dag að skipuleggja starfsemina í leikhús- inu og hlakkaði ósegjanlega til. Ná- kvæmlega ári síðar gengum við vin- kona mín þessa sömu leið og á vegi okkar urðu margir sem við höfðum mætt á nýársdegi árinu áður. Þá varð ég að horfast í augu við þá staðreynd að næstum ekkert af því sem ég hafði ætlað hafði gerst á ár- inu. Þá ákvað ég að hætta að skipu- leggja of mikið fram í tímann og lifa bara fyrir liðandi stund, ánægður með að vita ekkert hvað morgun- dagurinn kynni að bera í skauti sér,“ segir Viðar Eggertsson. -sv Gott verö Amman Yanmar B 12 grafa 1458 kg með húsi Eldri gerð. Verö aðeins 1.390 þús. án vsk. Skútuvogi 12A, s. 581 2530 Mikill heiður Viðar hefur verið fenginn til þess að leika Drakúla í uppfærslu í Dublin á íriandi í haust. Viðar lék greifann blóðþyrsta á Akureyri fyrir tveimur árum. Astæðan fyrir uppsetningunni á írlandi nú er að 150 ár eru liðin frá fæðingu bókarhöfundarins, írans Brams Stokers. Enn fremur eru 100 ár frá því að hann gaf út bókina um greifann blóðþyrsta og er hún talin mest selda skáldsaga heims. „Mikil Drakúla-hátíðahöld verða á írlandi í haust og er uppsetning leikritsins hápunktur þeirra. Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.