Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Side 18
18 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 I IV dagur i lífí * _________ Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Halló Akureyri: Eins og Stundum hefur maður lítið fyrir stafni - ég man bara ekki hvenær né hvemig það er. Miklu oftar er maður í verkefn- um upp fyrir haus og lætiu- sér vel lika. Það kemst nefnilega upp í vana að sniðganga heimil- ið, láta það mæta afgangi, halda áfram að puða og ímynda sér að maður sé ómissandi. Ég er einn þeirra. Taki ég mér eitthvað fyr- ir hendur skal það vera 100% og einhverjum prósentum betur. Tímann hirðir maður auðvitað af fjölskyldunni og samskiptum við vinina. Maður hefur val en velur ekki. Svæðið kringum barkakýlið Minn dagur, þegar styttist í úrslitaorrustu verslunarmanna- helgarinnar, gæti litið svona út: Vaknað tímanlega, þ.e. eigi sið- ar en 6.40, svalt bað sé maður- inn í syfjaðra lagi en rakstur eins sjaldan og við verður kom- ið. Svæðið í kringum barkakýl- ið er alltaf jafnóspennandi. Eftir að hafa brosað framan í veröld- ina á venjubundnum júlímorgni á Akureyri þetta árið, þar sem kvikasilfrið lafir í 8° C og bjartasta tið ársins líður hjá svo brúnaþung að maður sér um- hverfi bæjarins sem jafnsléttu og hinn fagri fjallahringur elstu mönnum löngu gleymdur. Og þó, það skein jú sól í sl. viku og maður sættir sig við það. Pabbi var ötull að minna okkur systk- inin á, þegar öll munnvik vís- uðu niður yfir darraðardansi himinhvolfsins, að við búum jú á mörkum hins byggilega heims... Breoðist morgun- verourinn Þegar maður býr á mörkum hins byggilega heims er stað- góður morgunverður „ett máste“, súrmjólk með músli og banana, brauð með kotasælu og tómötum ásamt sjóðheitum bolla, sem Tinna Dögg dóttir mín gaf mér í jólagjöf, af tei sem bregst sjaldan. Nái streitan tök- um á mér er voðinn vís, einkum og sér í lagi bregðist morgun- verðurinn. Þá getur dagfar- sprúður maður breyst í villidýr - að vísu meinlaust og lítt ógn- andi eins og tannlaus Tyson, en skapvondur samt. Að loknum morgunverði taka við símhringingar, auðvitað misspennandi og misárangurs- ríkar, þar sem ég geri heiðar- lega tilraun til að Scifna fé til að fjármagna hátíðina okkar, Halló Akureyri. Sá misskilningur virðist hafa komið upp að stór- ar fúlgur komi nánast sjálfkrafa í vasa framkvæmdanefndar. Kannski stafar það af laus- mælgi minni þegar ég tjáði mig um líklega veltu um verslunar- mannahelgi á Akureyri nútím- ans. Staðreyndin er allt önnur, sjálft hátíðarapparatið þénar ekki krónu, ég lítið, en sem bet- ur fer fá þeir sem í púkkið leggja margfalda umbun, jafn- vel hinir líka, þ.e. þeir sem ekki vilja leggja neitt af mörkum. Þeir eru margir. Helv. gemsinn Nema hvað, fjársöfnunin tek- ur mikinn tíma, ásamt allri skipulagningu, og dagurinn hættir að duga og fjölskyldan Magnús Már Þorvalds- son, framkvæmda- stjóri Halló Akureyrl, hefur í nógu aö snú- ast þessa dagana. DV- mynd gk tannlaus Tyson hættir að vera til... Fundur hér og fundur þar, símhringing, truflun - og fundargestum leið- ist: „slökktu á helvítis gemsan- um, Magnús". Fundi lýkur, gemsinn á loft og næstum búinn að gleyma að hringja í Gumma sem endilega vill leika fyrir ak- ureyrsk ungmenni og aðra gesti á Halló Akureyri ’97. Gleymdi óvart að hringja heim og láta vita. Af hverju á ég yndislega konu og böm? Jú, annars, ég er alltaf að þjóna öðram 100% og nokkrum prósentum betur. Dagný hlýtur að skilja það. Farið á æfingu í Vaxtarrækt- inni hjá Sigurði vini mínum í hádeginu, sé ekki fundað þá, annars kl. 17, verði þvi við kom- ið hjá manni sem er að leggja heiminn að fótum sér. Konan sofnuð Bíddu viö, þarftu ekki að vera uppi í KA-heimili núna, þú ert jú i einnig vinnu hjá KA og þar bíða þín verkefni sem ekki hverfa? Pressan er minni þar sem Essó-móti KA er nýlokið. Þar vannst frábært starf góðs KA-fólks. Bíðum við, klukkan er allt í einu orðin svo margt að bömin lögðu höfúð á kodda fyrir 4 tím- um án þess að sjá pabba þann daginn og, það sem kannski er verra, konan líka, og ég sem ætlaði einmitt að...“ Finnur þu fimm breytingar? 419 Ég get því miöur ekki SETIÐ fyrir hjá þér í dag. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og sautjándu getraun reyndust vera: Birgitta Dröfn Þrastardóttir, Ragna G. Hermannsdóttir, Reynigrund 41 Ásgarði 19. 300 Akranesi. 108 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birlum við nöfn sigurvegar- anna. r > “3 KALSVIAR 'vg. i $ i 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 419 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.