Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 (fislgarviðtalið37 W i > „Ég er því miöur hræddur um aö þeir séu margir mjög ilia syndugir sem eru að kasta grjóti. Ég heid að þeir ættu aö líta í eigin barm áöur en þeir reyna aö reka rýtinginn í næsta mann, jafnvel vini og félaga,“ segir Guöjón m.a. í viðtalinu. eðlilega að fara sem víðast og sjá sem flesta leiki. Óneitanlega mun hjartað slá hraðar þegar hann fer í vesturbæinn, eftir að hafa þjálfað KR-inga sumrin 1994 og 1995 og unn- ið bikarkeppnina í bæði skiptin. Enn hefur félagið ekki náð að vinna ís- landsmeistaratitil síðustu þrjá ára- tugi og álagið eykst stöðugt. Þannig var Lúkasi Kostic vikið úr þjáifara- starfinu gegn vilja leikmanna eftir nokkrar umferðir í sumar. Guðjón vill ekki setjast í neitt dómarasæti um hvað sé að gerast í vesturbænum en segir félagið hafa marga góða leikmenn í sínum röðum. Hann hafl kynnst fjölda góðs fólks og átt góð ár hjá KR. „Áhuginn í vesturbænum er of- boðslegur, stundum keyrir hann úr hófi fram og getur orðiö mönnum fjötur um fót. Menn verða að gá að sér og doka við, sjá hvert stefnir. Spennan er greinilega fyrir hendi og ákveðin orka fer í það. Hins vegar eru fá félög sem hefðu þó staðist þá pressu sem á því hefur hvílt. Stund- um er sagt að menn haldi með þess- um og þessum félögum en menn trúa á KR. KR-ingar þurfa ekki að fara í Frímúrararegluna eða Oddfellow, þeim nægir að vera í KR. Svo einfalt er það. Það er ákveðinn lífsstíll að vera KR-ingur. Félagið stendur hins vegar á timamótum. Það verður að gera upp við sig fljótlega hvert stefn- ir,“ segir Guðjón og er greinilega ekki sama um afdrif þeirra röndóttu. íhugaði að skipta um vettvang Aðspurður neitar hann því að hafa fengið formlegt boð um að taka við af Lúkasi. Margir KR-ingar hafi hins vegar orðað þetta við sig svona í gamni. Sögurnar hafi líka farið fljótt á kreik þegar hann hefði sem oftar heimsótt systur sina í vest- urbæinn! „Ég var búinn að taka þá ákvörð- un í vor að bíða haustsins með að taka að mér þjálfun annars staðar,“ segir Guðjón þegar hann er spurður hvort hann hefði sagt já yið KR ef til hans hefði verið leitað. „Ég ætlaði að skoða mín mál betur síðar í sumar eða haust. Vinna vel úr mínum mál- um og byrja með hreint borð. Gerði mér ekki grein fyrir því að skipt yrði um landsliðsþjálfara. Einhverjir voru búnir að tala um að breytingar yrðu hér í haust.“ Hann segir það jafnvel hafa hvarfl- að að sér um tíma að skipta alfarið um starfsvettvang, hætta knattspyrnuþjálfun og snúa sér að einhverju öðru. Það hafi að vísu aldrei verið komið á neinn rekspöl. Margir hafi haft samband við sig og reifað ýmsa möguleika, m.a. í stjórnunarstöðum. Guðjón vill ekki upp- lýsa hvaða aðilar þetta hafi verið, það skipti ekki lengur máli. Synirnir inni í myndinni Yfir i landsliðsmál að nýju. Flestum er kunnugt að tveir elstu synir Guðjóns, Þórður og Bjami, era komnir í fremstu röð knatt- spyrnumanna okkar og báðir atvinnumenn, Þórður hjá Genk i Belgíu og Bjarni ný- kominn til stórveldis- ins í Newcastle. Nú stendur faðirinn frammi fyrir þeirri stöðu að þmfa að velja þá eða hafna í landsliðið. Hann við- urkennir strax að hafa velt þessu talsvert fyrir sér. „Ég er eðlilega í miklu meira og betra sambandi við syni mína en aðra leikmenn. Kem til með að styðja áfram við bakið á þeim per- sónulega en styð að sjálfsögðu við bakið á öllum landsliðsmönnum, sama hvar þeir eru. Ég var gagn- rýndur fyrir það á sínum tíma hjá ÍA að nota strákana í liðinu. Ég ætla ekki að rifja það upp, þeim sem gagnrýndu það til hremmingar. Stað- reyndirnar tala sínu máli - báðir orðnir atvinnumenn erlendis. Þórð- ur búinn að vera úti um tíma, átt erf- iðan feril vegna meiðsla en stendur enn sterkur í fæturna. Bjarni er nú ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, fer í eitt besta lið Englands," segir Guðjón með stolti yfir strákunum. Hann segir þá báða vera inni í myndinni sem landsliðsmenn næstu árin. í raun yrði það erfiðara fyrir þá að vera valdir frekar en fyrir sig að velja þá. Það sé hins vegar við- búið að ef hann velji þá, og þeir skari ekki fram úr, þá verði höggvið í það. Umfjöllun fjölmiðla sé ekki alltaf byggð á rökum. Hann hafi ekki farið varhluta af því. Gott samband við Bjarna Guðjón segir sættir hafa tekist á miili sín og Bjarna eftir að þeim varð sundurorða í Newcastle í fyrra. Það sé fyrir löngu búið að landa því máli, eins og hann orðar það. „Það ríkir fullur trúnaður okkar á milli og gott samband. Ekkert sem kemur niður á okkar samskiptum í dag,“ segir Guðjón sem eftir atvikið ytra ákvað að taka til í sínum ranni. Hann fór í áfengismeðferð hjá SÁÁ á Vogi og hefur eftir hana sótt fundi AA-samtakanna reglulega. Margir í sama vanda Aðspurður segir Guðjón það vissu- lega hafa verið erfitt skref að fara í meðferð. „Það er erfitt meðan á því stendur að þurfa að taka á sínum málum. í dag segi ég að maður hefði átt að gera þetta fyrr. í þessu sem öðru er auðvelt að vera vitur eftir á. Fjöl- margir úti í þjóðfélaginu glíma við og þekkja þetta vandamál. Því miður tel ég að þetta sé meira rikjandi en almennt er viðurkennt. Ég er alveg klár á að menn þurfa að standa upp og viðurkenna vandann. Verða að gera sér grein fyrir því að víða er pottur brotinn. Fyrir mig er þetta allt annað lif. Mér líður miklu betur og skynja enn frekar að ég hefði átt að taka á mínum áfengisvanda miklu fyrr.“ segir Guðjón. Hann segir fjölskylduna hafa stutt dyggilega við bakið á sér. Hann eigi samhenta og sterka fjölskyldu sem ekki sé vön þvi að væla. Málin séu leyst í sameiningu ef svo ber undir. „Ég tel fjölskylduna hafa fengið betri mann þó ég sé alls ekki að segja að ég hafi verið slæmur. Ég hef alltaf reynt að standa með mínu fólki og reynt að láta gott af mér leiða þegar eitthvað hefur á bjátað.“ Stutt í hengiflugið Guðjón segir íþróttahreyfinguna ekki vera undanskilda þeim áfengis- vanda sem þjóðfélagið eigi við að etja. Þessu þurfi að gefa gaum og bæta í framtíðinni. Mikilvægt í þeim efnum sé að íþróttahreyfmgin standi sig. „Stundum er sagt að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. Sumum getur farist þetta ágætlega úr hendi, öðrum ekki. Við vitum að þetta er ákveðinn linudans. Það er stutt í hengiflugið. Ég þekki það af eigin raun.“ Guðjón segist hafa fengið sínar gusur í opinberri umræðu og oft sé ekki verið að vanda honum kveðj- urnar. Margir hafi gert í því að senda honum tóninn. Þetta tilheyri einfaldlega fortiðinni og hann sé andlega vel á sig kominn í dag. Lík- amlega ástandið mætti kannski vera betra! „Mestu skiptir að ég er í flnu standi í dag, tilbúinn að gera mitt allra besta í þágu KSÍ og þjóðarinn- ar. Ég finn að þeir eru margir sem hafa beðið eftir að ég fengi þetta tækifæri. Hef fengið sterk viðbrögð við þessari ráðningu. Fyrir mér er það mikilvægast, ekki hvað gerðist fyrir einhverjum árum,“ segir Guð- jón um leið og hann viðurkennir að lengi megi manninn reyna. Menn eigi bara ekki að dæma hver annan. Syndugir sem grýta „Það er hægt að vitna í orð frelsar- ans þar sem hann segir: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Ég er því miður hræddur um að þeir séu margir mjög illa syndugir sem eru að kasta grjóti. Ég held að þeir ættu að líta í eigin barm áður en þeir reyna að reka rýtinginn í næsta mann, jafnvel vini og félaga. Baktal og illt umtal segir miklu meira um þann sem slíku dreifir en þann sem um er talað.“ Hann vitnar þarna í Biblíuna og aðspurður segist hann vera mjög trú- aður, hafi fengið mikið og gott trúar- legt uppeldi. Hann hafi leitað til æðri máttar og það gefíð sér mikinn styrk, strax sem gutti á sjó og sem unglingur á leiðinni út í lífíð. Hon- um hafi verið kennt að til væri æðri og betri máttur sem verndaði mann fyrir hinu illa. Bænin sé máttug og gefi mikla ró. Næst liggur fyrir aö spyija hvort Guðjón sé hjátrúarfullur. Hann seg- ist frekar vilja orða það svo að hann sé forlagatrúar - vilji hafa hlutina í fóstu ferli. Það hafi hjálpað sér jafnt sem leikmanni og þjálfara. Hann kýs að kalla þetta hefðir frekar en hjá- trú. Sjaldan verið kallaður kjarklaus Talið berst að lokum að fyrsta verk- efni Guðjóns í nýju starfi, lands- leiknum gegn Norðmönnum um næstu helgi. Hann segir frændur vora vera komna í hóp fremstu knattspyrnumanna heims. Þeir hafi t.d. gert sér lítið fyrir og unnið Brasilíumenn á dögunum. Leikurinn sé virkilega spennandi verkefni að byrja á. „Ég hef sjaldan verið kallaður kjarklaus maður. Ég horfi til leiks- ins með tilhlökkun í huga og reyni að stýra mínum mönnum til sigurs. Kannski vinnum við þá ekki en við leitumst eftir því. Ég mun allavega leitast við að skemmta því fólki sem kemur í Laugardalinn. Láta hjartað slá aðeins hraðar með kjarkmiklum leik,“ segir Guðjón sem er greinilega tilbúinn i slaginn. Búinn að taka virkilega til hjá sér eftir súrt og sætt utan sem innan vallar. Hann er sig- urtýpa, eins og formaður KSÍ orðaði það við undirskrift samningsins, hef- ur unnið fjöldann allan af titlum sem leikmaður og þjálfari og vonandi tekst honum að koma landsliðinu á sigurbraut. Undirritaður ætlar a.m.k. að mæta í Laugardalinn um næstu helgi og hrópa hástöfum ÁFRAM ÍSLAND! -bjb a sterkari og betri maður í dag - er tilbúinn í slaginn: „Það er ekki hægt aö klappa saman lófunum og segja „hott, hott, allir mínir menn“ og að þar meö verði allt klárt," segir Guöjón um starfiö framundan með landsliösstrákana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.