Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Page 50
-* myndbönd LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 Cage í hlutverki sínu í hasarmyndinni Flótti á fyrsta farrými: Leikarinn Nicolas Cage hefur komist vel áfram í draumaverk- smiðjunni Hollywood og leikur hann aðalhlutverkið í háspennu- tryllinum Flótti á fyrsta farrými eða Con Air sem verið er að sýna í bíó- húsum borgarinnar um þessar mundir. En hver er hann, þessi dökkhærði prins með sorglegu aug- un? Nicolas Cage heitir réttu nafni Nicolas Coppola. Hann er bróður- sonur leikstjórans Francis Ford Coppola. Cage vildi þó frekar kom- ast áfram á eigin verðleikum en frægu eftirnafni sínu og tók hann því upp eftirnafnið Cage. Nafnið sótti hann til teiknimyndahetju í hasarblaði. Rómantískur herramaður @megin:Nicolas Cage býr ásamt eig- inkonu sinni, leikkonunni Patriciu Arquette, í hvítum gamaldags kast- ala í Hollywoodhæðum. En innan dyra er ekki að finna rykfallnar dý- flissur eða dreka heldur geysistórt safn hasarblaða. Það má því segja " að í Nicolas Cage mætist nútíð og fortíð. Annars vegar er hann mjög upptekinn af poppmenningu nútím- ans og telur Mikka mús og Batman til helstu átrúnaðargoða sinna. Hins vegar er hann talinn vera gamal- dags og rómantískt ljúfmenni. Sú hlið sést e.t.v. best á tilhugalífi hans og núverandi eiginkonu hans, Pat- riciu Arquette. Hann hitti hana fyrst fyrir niu árum og féll strax fyr- ir henni. Hann vildi giftast henni strax en hún var óviss um tilfinn- > ingar sínar og skrifaði lista yfir hluti sem hann skyldi ná í til að sanna ást sína. Á listanum voru m.a. svört orkedía og eiginhandará- ritun þekkts rithöfundar. Cage lagði þetta á sig en Patricia hryggbraut hann því ást hans var svo yfirþyrm- andi. Níu árum seinna hittust þau síðan aftur og Cage bað hennar um- svifalaust. Patricia játaðist honum og nú eru þau hamingjusamlega gift. Farsæll endir á gamaldags æv- intýri eða hvað? Erfið æska Cage, sem er yngstur þriggja bræðra, ólst upp á Long Beach í Kaliforníu. Æskuár Cage virðast hafa verið honum nokkuð erfið. Móðir hans sem var dansari eyddi mörgum árum æsku hans á geð- sjúkrahúsum og skildi við föður hans þegar Cage var 12 ára gamall. Cage segir samband sitt við fóður sinn, August Coppola, ekki hafa ver- ið sem skyldi eftir að móðir hans hélt því fram í reiðikasti að Cage væri ekki sonur foður síns. Leikferillinn Cage flutti til San Francisco með fjölskyldu sinni þegar hann var tólf ára gamall. Þremur árum síðar sté hann sín fyrstu skref á sviði og eft- ir það fóru hjólin að snúast. Stuttu síðar lék Cage í sinni fyrstu kvik- mynd. Frumraunin var ómerkileg unglingamynd sem hét The Walley Girl og kom út árið 1982. Á eftir fylgdu nokkrar misgóðar myndir. Cage vakti þó talsverða athygli fyr- ir leik sinn í myndinni Byrdy sem Alan Parker leik- stýrði og kom út árið 1984. Árið 1987 vakti Cage enn á sér athygli þegar hann lék á móti leik- og söngkon- unni Cher í gaman- myndinni Moonstruck. Cage hefur sannað sig sem fjöl- hæfur leikari og hefur hann leikið jafnt í rómantískum gamanmynd- um sem hörku hasarmyndum. Sú mynd sem hann hefur þó e.t.v. vak- ið mesta athygli fyrir er myndin Wild at Heart í leikstjóm Davids Lynch. Sú mynd fellur þó hvorki undir rómantiskar gamanmyndir né hörku hasarmyndir heldur fjall- ar um undarlegar ástríður og of- beldi. Úskarsverðlaun Cage var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni Moonstmck árið 1987 og fyrir frammstöðu sína í gamanmyndinni Honeymoon í Veg- as árið 1992. Árið 1996 er þó trúlega mesta happaár Cage til þessa. Það ár hlaut hann Golden Globe-verðlarm og ósk- arsverðlaun fyrir leik sinni í mynd- inni Leaving Las Vegas. Það er því óhætt að segja að Nicolas Cage sé fjölhæfur leikari sem getur brugðið sér jafnt í gervi harðsvíraðra glæpa- manna sem rómantískra herra- manna. -glm Meira en dísætur diskódansari Stjarna leikarans Johns Travolta skín skært þessa dagana eftir margra ára lægð á níunda áratugnum. Travolta er kunnastur fyrir leik sinni í dans- og söngvamyndinni Grease sem kom út fyrir tæpum tveimur áratugum. Margir tengja nafn Travolta ósjálfrátt við diskótímabilið því þá skein stjama hans skært. En hver er hann þessi fótalipri diskódansari sem aftur hefur , skotist upp á stjömuhimininn? Hamingjusamur í æsku Ólíkt mörgum öðrum leikurum segist Tra- volta hafa verið hamingjusamur í æsku. Hann var yngstur sex systkini og því dekurrófan á heimilinu. Systkinin voru öll listræn í sér og höfðu gaman af því aö leika. Móðir þeirra • kenndi þeim leiklist heima við og þau léku á heimatilbúnu sviði sem faðir þeirra hafði smíðað. Gæfunnar freistað Travolta sá ekki ástæðu til þess að ganga menntaveginn og hætti í skóla fimmtán ára gamall til þess að freista gæfunnar í New York. Stóra tækifærið kom árið 1978 þegar Travolta hreppti aðalhlutverkið í dans- og söngvamyndinni Grease. Hann var þó ekki með öllu ókunnur kvikmyndum því hann hafði þá þegar leikið í fjórum kvikmyndum. Þar á meðal var diskómyndin Saturday Night Fever sem naut mikilla vinsælda. Eftir þetta lék John Travolta í nokkrum misgóðum myndum fram til ársins 1989 þegar hann lék á móti Kirstie Allie í myndinni Look Who’s Talking. í stað þess að fylgja vinsældum John Travolta. myndarinnar eftir eyddi Travolta næsta ári í heimsreisu. Þegar árið var liðið voru flestir búnir að gleyma John Travolta en hann var ekki af baki dottinn. Árið 1994 kom hann aftur með miklum stæl i mynd leikstjórans Ouentins Tarantinos, Pulp Fiction. Pulp Fiction markaði upphafið að nýju skeiði í leikferli Travolta sem sýndi að hann er meira en snoppufríður diskódreng- ur. Travolta hefur ekki gert sömu mistökin og eftir Look Who’s Tcdking þvi hann hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár. Það má því teljast öruggt að John Travolta fellur ekki í gleymskunnar dá á næstu árum. -glm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.