Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Page 56
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gaett. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ1997 Þýsk landamæralögregla stöðvaöi för Islendings í lest í Þýskalandi: Tekinn með 3 kíló af amfetamíni - úrskurðaður í gæsluvarðhald í allt að 6 mánuði Valdís Ósk Hauksdóttir: Komin heim til að afplána Liðlega tvítug kona, Valdís Ósk Hauksdóttir, sem dæmd var í 8 ára fangelsi fyrir stórfellt kókaínsmygl frá Úrúgvæ til Danmerkur í febrú- ar, er komin heim til Islands til að afplána dóm sinn. Þetta er þyngsti flkniefnadómur sem hefur verið tekinn til fullnustu hér á landi. Fangelsismálastofnun ríkisins féllst á ósk danskra yfirvalda þess efnis eftir að Valdís hafði sjálf ósk- að eftir því ytra að fá að afplána hér. Hún dvelur nú í fangelsinu í Kópavogi. Hérlendar reglur munu nú gilda um afplánun og reynslulausn vegna dóms Valdísar Óskar. Samkvæmt dóminum, sem er byggður á stór- felldu fikniefnahroti, mun hún að líkindum þurfa að taka út tvo þriðju af refsingunni, á sjötta ár, áður en hún fær reynslulausn. Valdís Ósk var dæmd með Nígeríumanni sem talinn er hafa skipulagt smyglið. Hún var talin burðardýr. -Ótt 23 ára íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Lúbeck í Þýska- landi frá því í apríl eftir að hann var handtekinn þar í lest með verulegt magn af amfetamíni. Dómur í Lúbeck hefur úrskurðað að hann skuli vera í gæslu þang- að til dómur gengur - þó ekki lengur en sex mánuði. Samkvæmt upplýsingum DV var íslendingurinn í lest á leið frá Amsterdam til Kaupmanna- hafnar þegar tolleftirlit stöðvaði för hans við komu lestarinnar til Lúbeck. Lestin átti þá að halda áfram með ferju yfir til Dan- merkur. Við leit reyndist íslendingur- inn vera með mikið af am- fetamíni í fórum sínum - sam- kvæmt áreiðanlegum upplýsing- um DV í gær voru það þrjú kíló. Söluandvirði slíks magns nemur á annan tug milijóna króna kom- ið á markað hér á landi. Þýska lögreglan handtók ís- lendinginn og lagði hald á efnið. Eftir það var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvort íslendingur- inn hugðist flytja efhið til ís- lands. Þó liggur fyrir að hann hafði farið héðan og utan til Amsterdam þar sem hann náði í það. Hvað sem því líður telst brotið framið í þýskri lögsögu - hann mun því svara til saka og hlíta dómi í Þýskalandi. Af hálfu mannsins stendur vilji tO þess að fara fram á það við þýsk stjórnvöld að þau hlut- ist til um að hann fái að afplána refsingu sína hér á landi. Hvað það varðar er hins vegar ekkert hægt að aðhafast fyrr en í fyrsta lagi þegar dómur gengur í Þýska- landi. -Ótt f Fargjaldastríð: Skuldir heim- • ila stórlækka Samkvæmt úttekt sem Haukur C. Benediktsson, hagfræðingur hjá Hag- fræðistofnun Háskólans, gerði fyrir ís- landsflug hf. lækka skuldir heimil- anna beinlínis um 460 milljónir króna vegna lækkunar flugfargjalda á innan- landsmarkaði. Þetta er tilkomið vegna áhrifa verðstríðsins á framfærslu- vísistöluna. Ómar Benediktsson, framkvæmda- stjóri íslandsflugs, segir ánægjulegt að sú verðlækkun sem félag hans stóð fyrir í upphafi hafi þannig orðið til góðs. „Ég er mjög ánægður með þessar af- leiðingar. Við stefnum að því að ná þeirri sætanýtingu sem þarf til að við- > halda lágu verði," segir Ómar. -rt -M Pantið t tíma! ■ 19 ^ dagar til þjóðhátíðar FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bókanir í sínta 570 3030 Matvöruverslanir, þjónusta í þína þágu um land allt. 1‘Éft/ ■ % L O K I Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur með gervitunglamynd af skjálftasvæðinu. Ragnar bendir á þann stað þar sem skjálftavirknin hefur verið mest að undanförnu. DV-mynd ÞÖK Hengilssvæðið: Stórskjálftar og eldgos? „Það hefur verið mikið af smá- skjálftum í dag, engir stórskjálftar, en virknin hefur minnkað eftir því sem líða tók á daginn," segir Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur. Ragnar sagði að að skjálftarnir væru minni nú en verið hefði 1994. En skjálftasvæðið væri að stækka. „Við spáum ekki um framvindu hluta, en við getum sagt hvað gæti hugsanlega gerst á þessu svæði. Þá erum við ekki að ræða um eitthvað sem gæti gerst á morgun, heldur um það sem almennt gæti gerst á svæðinu út frá þeirri reynslu sem við höfum. Með hliðsjón af henni erum við að tala um jarðskjálfta sem gæti orðið 5,5 stig á svæði frá Hellisheiði og suður fyrir Skálafell, eða til suðvesturs nið- ur á Þrengslaveg. í öðru lagi höfum við reiknað með að á svæði frá Hellis- heiði vestur að Brennisteinsfj öllum og Bláfjöllum geti komið skjálfti upp á 6,5 stig. í þriðja lagi gætu jafnmiklar breytingar og hafa verið að gerast þama leitt til hraungosa út frá Hengl- inum í suð- og suðvesturátt. Þau myndu þó líklega eiga sér lengri að- draganda," segir Ragnar. JSS/SÁ Veðrið um helgina: Mest 19 stiga hiti Á morgun verður hæg suðlæg átt. Nokkuð bjart verður norðan- og norðaustanlands, en skýjað að mestu og lítils háttar súld eða rigning annars staðar, einkum þó með suður- og suðausturströndinni. Hiti verður á bilinu 16 til 19 stig að deginum norðan og norðaustan til, en annars 10 til 15 stig. Á mánudag verður hæg suðlæg eða breytileg átt. Sunnan- og suðaustanlands verður þokusúld en annars þurrt og sums staðar bjartviðri, einkum inn til landsins. Hiti víðast á bilinu 11 til 17 stig, einna hlýjast norðanlands. Veðrið 1 dag er á bls. 57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.