Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
N&Íf&lú^e-
FATASKÁPAR A FÍNU VERÐl
Hæð: 206 cm
Dýpt: 60 cm
Breiddir:
40 cm 6.980,-
50 cm 7.500,-
60 cm 7.980,-
80 cm 9.990,-
100 cm 11.500,-
Aukalega fæst
milliþil og
----------3 hillur á 3.100,-
FYRSTA FLOKKS FRÁ
/rdnix
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
Útlönd
Ný könnun BBC um hjúskaparmál Karls Bretaprins:
Fleiri á móti giftingu
Tveir þriðju hlutar Breta sem þátt
tóku í skoðanakönnun sjón-
varpsstöðvarinnar BBC um hjúskap-
armál Karls Bretaprins segja að hann
eigi ekki að taka við krúnunni
kvænist hann heitkonu sinni,
Camillu Parker Bowles. 67 prósent
aðspurðra sögðu nei þegar spurt var
hvort Karl ætti að kvænast aftur og
verða konungur.
Könnunin var sú fyrsta sem gerð
er eftir að Karl hélt Camillu veislu í
tilefni flmmtugsafmælis hennar um
síðustu helgi. Veislan þótti ótvírætt
merki um þær tilfinningar sem Karl
ber í brjósti til konunnar sem hann
Camilla Parker Bowles og Karl.
hefur elskað á laun í 25 ár. Karl og
Camilla hafa tekið fullt mið af heldur
óvinveittu viðhorfi í hennar garð
eftir skilnað Karls og Díönu í fyrra.
Hafa þau haft sig lítt í frammi
opinberlega og gætt þess vel að ekki
náist mynd af þeim saman. Hins
vegar var litið á aimælisveisluna sem
þátt í að bæta ímynd CamiIIu og
sannfæra Breta um þá stöðu sem hún
gegnir í lífi Karls. Hann er nú 48 ára
og bíður þess enn að Elísabet móðir
hans, 71 árs, hleypi honum að hásæti
krúnunnar. En sú gamla sýnir engin
merki um að hún ætli að draga sig í
hlé. Reuter
Notfærðu þér
^.skriftarseðlaTÚ'
þegar þú ferð í fríið!
í sumar gefst áskrifendum DV kostur á að
hringja og flytja áskriftina yfir á Áskriftarseðla
DV sem gilda á öllum bensínstöðvum Shell á
^skriftarseðlat
auðveldir og þægilegir!
Þú, sem áskrifandi DV, hringir einfaldlega til
okkar í síma 550 5000 og segir hve lengi þú
verður í burtu.
Nokkrum dögum síðar berast þér Áskriftar-
seðlar DV í pósti og tryggja þér DV á næstu
Shellstöð á meðan þú ert í fríinu.
*Gegn framvísun á Áskriftarseðlum DV færð
þú að auki afslátt af SS pylsu og Coke fyrir alla
fjölskylduna á næstu Shellstöð!
*Þar sem þessar vörur fást.
Shellstöövarnar SÍMI 550 5000
Stuttar fréttir i>v
Áfall
Mótmælendur og sambands-
sinnar á Norður-írlandi stefndu
friðarviðræðum í voða eftir að
þeir höfnuðu tillögu um að
aðskilja viöræður um frið frá
viðræðum um afvopnun
skæruliða IRA. George Mitchell,
oddviti friðarviðræðnanna, sagði
þetta áfall.
Vongóð
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra
Bandaríkjanna,
fundaði um deil-
una fyrir botni
Miðjarðarhafs og
sagðist vongóð
um að friðar-
viðræður ísraela
og Palestínu-
manna gætu haflst á ný.
Tekinn af lífi
Joseph Roger O’Dell, sem
dæmdur var 1985 fyrir að nauðga
og myrða Helen Shartner, var
tekinn af lífi með banvænni
sprautu.
Fjárstuðningur
Fjármálamaður í Hong Kong
veitti hópi ráögjafa Repúblikana-
flokksins tryggingu fyrir tæplega
eins milljarða króna láni sem
síðan var veitt áfram til flokksins
fyrir kosningamar 1994.
Tekinn í sátt
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, hefur ákveðið að
Ghazi al-Jabali, palestínskur
lögreglustjóri, fái aftur stöðu sem
mikilvægur maöur, VIP. Al-Jabali
var grunaður um tengsl við hópa
skæruliða innan Frelsissamtaka
Palestfnuaraba, PLO.
Ávinningur
Javieer Solana, framkvæmda-
stjóri NATO, sagði að ávinningur
NATO af stækkun væri
gríöarlegur og sagðist trúa því að
sambandið við Rússa yrði áfram
traust þrátt fyrir andstöðu þeirra
við stækkun bandalagsins.
Nýr forseti
Charles Taylor, fyrrum stríðs-
herra, verður
væntanlega
lýstur rétt
kjörinn forseti
Líberíu í dag,
eftir sjö ára
borgarastríð sem
hann átti sjálfur
upptökin að.
Fengu meðmæli
Joao Havelange, forseti
Alþj óðaknattspymusambandsins,
FIFA, mælti með tilboði
Argentínumanna i
ólympíuleikana árið 2002.
Beita þrýstingi
Bandaríkjamenn hyggjast beita
Kambódíumanninn Hun Sen
þrýstingi svo hann standi við
loforð um að leitaö verði sátta í
deilunni heima fyrir og
samsteypustjórn landsins verði
endurreist.
Röð tilskipana
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
gaf út röð
tilskipana fyi’ir
fund með
ráðherrum sín-
um og endur-
skoðar þar með
tilraunir þeirra
til efnahags- og
félagslegra
umbóta.
Flóð ógna
Fjöldi fólks var fluttur frá
heimilum sínum á
flóðasvæðunum í Þýskalandi eftir
að sandpokavirki gáfu sig
meðfram ánni Oder, nærri
landamærum Póllands.
Minni skemmdir
Skemmdirnar af völdum
eldsvoðans í Palais de Chaillot í
París eru ekki eins alvarlegar og
haldið var í fyrstu. Reuter