Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Síða 10
io menning
Allir vilja Júlíu
Leikfélag fslands sýnir i
Loftkastalanum:
Veðmálið
eftir Mark Medoff
Leikstjórn: Magnús Geir
Þórðarson
Þýðing: Jón Bjarni Guð-
mundsson
Leikmynd og búningar:
Stígur Steinþórsson
Lýsing: Jóhann Bjarni
Pálmason
Tónlistarstjórn: Emilíana
Torrini
Leikgervi: Ásta Hafþórs-
dóttir
Það gustar hressilega um
liðið á sviðinu í Loftkastal-
anum, þar sem Leikfélag ís-
lands frumsýndi Veðmálið í
gærkvöld. Þó að verkið sé
ekki alveg nýtt af nálinni og
auk þess á léttu nótunum,
hittir það vel í mark í um-
ræðu dagsins um tómleika
og tilgangsleysi í lífi
margra ungmenna auk þess
sem það gefur tilefni til
hugleiðinga um vináttu og
tryggð.
Herbergisfélagarnir
Leeds (Benedikt Erlings-
son) og Nick (Baltasar Kor-
mákur) eru ólíkir um margt
en þó samtaka í því að
hressa upp á grámyglu
hversdagsins með því að stofna til veðmáls
sem kemur til með að hafa ófýrirséðar afleið-
ingar. Nick er íþróttafrík, sem hugsar mest
um það að komast yfir sem flestar konur, en
Leeds leggur meira upp úr náminu og lumar
auk þess á hættulegum tilhneigingum til að
plotta með fólk.
Textinn er hressilega skrifaður og gaman-
semin aldrei langt undan, ólíkt því sem er í
Hvenær kemur þú aftur, rauðhærði riddari?
eftir sama höfund. Þar er ógnin sýnileg og
manntaflið miklu grimmara.
Persónumar í Veðmálinu era fjórar því
auk þeirra félaga, sem fyrr voru nefndir
koma þar fram háskólakennarinn Ron (Kjart-
an Guðjónsson) og kona hans Júlía (Mcirgrét
Vilhjálmsdóttir). Allir karlamir þrá Júlíu og
sjálf tekur hún virkan þátt í taflinu.
Uppsetningin í Loftkastalanum undir
stjóm Magnúsar Geirs Þórðarsonar er villt á
einkar skemmtilegur þar
sem þeir túlka andstæðum-
ar í fari herbergisfélag-
anna.
Þessar andstæður koma
líka skýrt fram í útliti
þeirra, en þar fannst mér
halla á. Útlit Leeds var al-
veg óaðfinnanlegt, en Nick
var gerður hálf hallærisleg-
ur með misheppnaða hár-
kollu, sem áreiðanlega
mætti betrumbæta.
Hlutverk Leeds liggur
mjög vel við Benedikt, sem
missir ekki af neinu í túlk-
uninni. Þessi persóna gefur
leikritinu dýptina, sem í
því felst. Leeds er ólíkinda-
tól, kunnuglegur karakter
úr mörgum bíómyndum,
sem á það til að etja öðrum
á foraðið en reynist svo
heldur upphurðarlítill sjálf-
ur, þegar á reynir. Benedikt
vann prýðisvel úr öllum
hliðum persónunnar og var
magnaður þegar best lét.
Kjartan Guðjónsson leik-
ur broslegustu persónuna,
eiginmanninn kokkálaða,
Ron. Þetta er mesta geð-
luðra og hann veit engan
veginn hvernig hann á að
bregðast við framvindu mála. Kjartani vex ás-
megin með hverju hlutverki sem hann leikur
og hann hefur einstök tök á hljóðlátri kómík.
Hann var bráðfyndinn í töktum og tókst ótrú-
lega vel að túlka eymingjahátt Rons um leið
og hann náði vissri samúð áhorfenda.
Margrét Vilhjálmsdóttir leikur hina um-
svermuðu Júlíu sem allir vilja eiga. Hún er
ófullnægð í hjónabandinu og leitar nú ein-
hvers annars. Margrét er fin leikkona en
hefði i þessu hlutverki að ósekju mátt draga
úr yflrstressuðum tilburðum og ýktum hreyf-
ingum sem urðu heldur um of.
Leikmynd Stígs Steinþórssonar og leik-
munir þjóna verkinu vel og búningar em vel
valdir.
Með uppsetningunni á Veðmálinu kemur
Leikfélag íslands til móts við þá sem vilja
eiga þess kost að sjá góða leiksýningu þótt há-
sumar sé.
Ron (Kjartan Guöjónsson) og Leeds (Benedikt Erlingsson) voru ekki á eitt sáttir
um framvindu mála. Kjartan sýndi einstök tök á hljóölátri kómík og Benedikt var
magnaður Leeds.
agaðan hátt, kraftmikil og hröð og maður veit
aldrei á hverju er von næst. Lýsing og tónlist
skapa í mörgum atriðum áhrif líkt og í bíó-
Leiklist
Auður Eydal
mynd en leikur á sviði ber þó alltaf í sér þetta
persónulega element, sem engin kvikmynd
getur höndlað.
Persónumar em nokkuð jafnar að fyrirferð
í verkinu, en rista misdjúpt. Nick er fremur
stöðluð týpa og eins og áður sagði með mest-
allt vitið í íþróttaskónum. Baltasar Kormákur
fer lipurlega og sannfærandi með hlutverkið.
Samleikur þeirra Benedikts Erlingssonar er
Söngnautn
Það hafa ekki allir söngvarar þann
eiginleika til brunns að bera að virðast
njóta þess einlæglega og algjörlega að
syngja fyrir aðra. Góðir söngvarar geta
virkað spenntir eða svolítið taugatrekkt-
ir og sungið þó vel.
En það er dásamlegt að heyra í söngv-
ara sem er ekki bara mátulega afslapp-
aður, heldur syngur líka af yndi og
nautn - og gerir það framúrskarandi vel.
Þannig kom Ingveldur Ýr Jónsdóttir fyr-
ir á tónleikum i Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar á þriðjudagskvöldið, en Gerit
Schuil lék þar með henni á píanóið. Ing-
veldur Ýr hefur starfað erlendis um ára-
bil, og þar hefur hún fengið þau mörgu
og verðugu tækifæri sem ungir söngvar-
ar munu sjálfsagt seint fá hér á landi. En
hingað er hún nú komin, með reynslu
atvinnusöngvarans í farangrinum,
áferðarfallega, létta og hlýja mezzó-rödd,
músíkalitet og sérstaklega þokkafulla
framkomu. Á efnisskrá tónleikanna
voru sönglög úr ýmsum áttum, ítalskar
antikaríur - franskur impressjónismi,
þýsk síðrómantík, amerísk söng-
leikjatónlist og íslenskar dægurperlur.
Ingveldur Ýr söng á fimm tungumálum
á þessum klukkutíma, og það hlýtur að
vera strembið út af fyrir sig. Giovanni
Paisiello samdi óperu um fagra malarastúlku
- óperan gleymd nema ein aría, Nel cor piú
non mi sento, sem hefur líka verið margnotuð
i tilbrigði af ýmsu tagi. Ingveldur Ýr söng
þessa aríu mjög vel - fínlega og með elegans.
Önnur klassísk antikaría, Se tu mami, sem
var eignuð Pergolesi um árabil, en er nú
kennd Parisotti, var líka mjög fallega sungin,
og þar dró söngkonan fram bæði dramatík og
húmor kvæðisins í túlkun sinni. Síðasta antik-
arían, Quella fiamma che maccende, eftir
Marcello, var frábærlega sungin og samspil
Ingveldur Ýr haföi lög Gershwins fullkomlega
á valdi sínu og mótaöi þau einstaklega smekk-
lega. Hún er „performer" af guðs náö - var
sjálf fullkomlega á valdi tónlistarinnar.
DV-mynd E.ÓI.
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
Ingveldar Ýrar og Gerrits Schuils var
jafnt og gott. Þrjú lög eftir Debussy voru
næst - og náðu þau Ingveldur Ýr og Ger-
rit þeim tökum á þeim sem sjaldgæft er
að heyra - En sourdine, og Clair de lune,
sindrandi og full stemningar, og
Fantoches gamansamt og fjörlegt. Lögin
eftir Richard Strauss voru kannski það
sem síst hreif á þessum tónleikum, að
undanskildu fyrsta laginu, Nótt, sem var
frábærlega vel flutt. Túlkun Ingveldar
Ýrar á þremur lögum eftir Gershwin
verður eftirminnileg. Hún hafði þau al-
gjörlega og fullkomlega á valdi sínu og
mótaði þau einstaklega smekklega; -
listrænt, en án þeirrar væmni sem
stundum er klínt á þau. Þarna sýndi Ing-
veldur Ýr líka enn einu sinni að hún er
„performer" af guðs náð - var sjálf líka
fullkomlega á valdi tónlistarinnar. Tón-
leikunum lauk með þremur lögum Sig-
fúsar Halldórssonar, og var sérstaklega
gaman að heyra þessar perlur, sem allir
þekkja, í konsertformi. Lagið Vegir
liggja til allra átta reynist þá vera tangó
en ekki tjútt, eins og við þekkjum það af
frábærri útsetningu Jóns Sigurðssonar
úr 79 af stöðinni. Á eftir fylgdu lögin Við
Vatnsmýrina og Tondeleyjó, og Dagný
var flutt sem aukalag. Þessi lög hlýja
manni alltaf um hjartarætumar - falleg og
melódísk - en það er aðkallandi að útsetja pia-
nóröddina upp á nýtt. í laginu við Vatnsmýr-
ina til dæmis, em brotnir hljómar í metravís
nánast yfirþyrmandi, og stríða gegn stemning-
unni i ljóði Tómasar, í stað þess að vinna með
henni. En hvað um það, fLutningur laganna var
með ágætum þrátt fyrir allt. Þar með lauk sér-
staklega finum tónleikum á þessu annars fá-
tæklega tónleikasumri, tónleikum þar sem fág-
un og fagmennska voru í öndvegi hjá öndvegis-
listamönnum.
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 A!j"V
Ofviðrið á
norðurslóð
Grænlenskir, íslenskir og danskir leik-
Jf húsmenn hafa frá því snemma í summar
Íæft saman Ofviðri Shakespeares í kóngs-
ins Kaupmannahöfn. Leikkonan Sigrún
Sól hélt utan ásamt Kára Halldóri leik-
stjóra sem hefur stýrt vinnu hópsins á æf-
ingatímanum.
Ólík menningarviðhorf leikaranna eru
I ráðandi öfl í sýningunni sem ber heitið Of-
I viðrið á norðurslóð. Tungumál þjóðanna
| eru jafnráðandi í sýningunni og leikur
hver á sínu máli.
Eftir helgi verður hópurinn með 2 sýn-
| ingar á verkinu í Norræna húsinu við
| Hringbraut, þriðjudags- og miðvikudags-
? kvöld. Um verslunarmannahelgina mun
leikhópurinn kóróna hátíðarhöld norðan-
I lands með sýningar á Akureyri laugardag
Guðlaug Elísabet og Þórhallur í hlutverk-
um sínum á æfingu Hár og hitt.
Glæpsamlegur
gamanleikur?!
| Höfuðpaurar, leikfélag Þorsteins Gunn-
arssonar og Ellerts A. Ingimundarsonar,
: frumsýnir í næsta mánuði Hár og hitt á
baksviði Borgarleikhússins. Félagarnir
I fengu sjálfan Borgarleikhússtjórann, Þór-
hildi Þorleifsdóttur, til leikstýringar í
sumarleyfi sínu frá stjórn hússins.
| Hár og hitt gerist á samnefndri hár-
* greiðslustofú. Morð er framið í næsta ná-
grenni stofunnar og allar persónur verks-
ins höfðu ríka ástæðu til að fremja ódæð-
ið. Það er hins vegar ákvörðun áhorfenda
| að skera úr um hvern skuli ákæra fyrir
i morðið. Samkvæmt vali þeirra verður end-
| ir verksins leikinn.
Hár og hitt hefur farið sigurför um
gervöll Bandaríkin og þrátt fyrir að lýsing
j verksins minni fremur á verk eftir Agötu
Christie hefur það verið valið besta gam-
; anleikrit Bandaríkjanna.
Valið lið leikara standa að sýningunni
en auk Höfuðpauranna Þorsteins og Ell-
erts leika í henni Edda Björgvinsdóttir,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G.
j Jóhannsson og Kjartan Bjargmundsson.
I Gísli Rúnar Jónsson þýddi verkið og stað-
) færði.
Sítrónusystur til
Edinborgar
The Icelandic Take away Theatre, sem
stöllurnar Vala Þórsdóttir, Ágústa Skúla-
dóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir,
stofnuðu fyrir ári æfir um þessar mundir
á fullum krafti í Skemmtihúsinu við Lauf-
asveg spunaverkið Lemon Sisters. Sýning-
in verður frumsýnd í Edinborg í næsta
mánuði og sýnt áfram í London á hausti
I komanda. Yfirsfjómandi leiklistardeildar
| Middlesex háskólans í Bretlandi, John
Wright, leikstýrir hinum súru systrum en
; þær eru leiknar af Ágústu og Völu. Þetta
i er tragikómísk saga um tvær systur sem
eru utangarðsfólk í víðasta skilningi þess
orðs, að sögn leikendanna. Verkið er unn-
ið upp úr spuna þar sem meiri áhersla er
j lögð á hið sjónræna en talað mál.
Væntanlega verður verkið tekið til sýn-
1 ingar hér á landi fyrr en síðar.
Bókmenntaverðlaun
Laxness
Þeir sem sendu inn efni til samkeppn-
innar um besta handrit eða smásagnasafn
j til bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness
geta nú vitjað ritverkanna hjá Vöku-Helga-
felli gegn því að nefiia nafn verks eða dul-
( nefni höfundar. Úrslit samkeppninnar
j verða kynnt í haust.
Frestur til að skila handritum í sam-
j keppni næsta árs er til 15. apríl 1998. -ST