Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
15
Sjúkrahúsin
og frelsið
Greinarhöfundur segir ástæöu þess aö biöraðir sjáist ekki lengur í Rúss-
landi vera fátækt.
Sú kenning var bor-
in fram fyrir skemmstu
i efnahagsmálablaðinu
Vísbendingu, „að að-
ferðir hins frjálsa
markaðar" væru auð-
veld leið til að leysa úr
vandræðum í rekstri
sjúkrahúsa hér á landi
og losna við biðraðir
eftir aðgerðum. Ekki
þyrfti annað en koma á
samkeppni rikisrek-
inna sjúkrahúsa og
einkasjúkrahúsa og
hefðu þau öll „frelsi“
til að taka verulegan
hluta kostnaðar af sjúk-
lingunum sjálfum.
Til stuðnings þessari
kenningu, sem Stak-
steinar Morgunblaðsins tóku upp
með velþóknun, var bent á ríkis-
kommúnismann í Sovétríkjunum
og viðar. Þar ríkti einatt vörus-
kortrn- á mörgum sviðum og
biðraðir voru algengar, en „þessi
vandamál hurfu eins og dögg fyrir
sólu“, segir Vísbending um leið og
menn stigu „fyrstu skref inn í
frjálst hagkerfi".
Skipt um vanda
Þessi röksemdafærsla er bæði
hölt og skökk.
Vissulega hrjáði vöruskortur og
biðraðir íbúa Sovétríkjanna. Og
vissulega má sjá tölvert vöruúrval
í borgum Rússlands í dag, m.a.
vegna hömlulítils innflutnings á
öllu mögulegu, meira að segja
vodka. En „vandamál" neyslufrels-
is eru samt ekki
leyst. Þau hafa bara
breyst. Þeir sem
peninga hafa eiga
úr meiru að velja en
áður. En mikill
hluti venjulegs fólks
fer alls ekki í
biðraðir vegna þess
að hann býr við
slíka fátækt að
hann á ekki fyrir
brýnum nauðþurft-
um. Ef ekki sjást
lengur hinar frægu
biðraðir eftir kjöti
sem menn áður
þekktu getur það
m.a. þýtt að færri
neyta kjöts og fleiri
sjaldnar en áður
vegna auraleysis.
Eitthvað svipað hefur verið að
gerast á rússneskum sjúkrahús-
um. Þar hafa menn (misjafnt eftir
héruðum) fikrað sig áfram með
blöndu af ókeypis
þjónustu og
markaðsþjónustu.
Útkoman er sú að
allt of margir
efnalitlir sjúk-
lingar komast
ekki fyrir innan
ríkiskvótans og
verða því af lækn-
isþjónustu með
öllu. Rússnesk blöð hafa rakið
átakanleg dæmi af foreldrum sem
ekki hafa getað kostað lífsnauð-
synlegar aðgerðir á börnum sín-
um. Sjúkrahúsvist fer í vaxandi
mæli eftir því hvort menn eru efn-
aðir eða ekki. Eitthvað svipað ger-
ist hvar sem heilbrigðisþjónusta
er markaðsvædd. Og einkavæðing-
in sparar ekki fé - hvergi er þessi
þjónusta dýrari en einmitt í
Bandaríkjunum.
Engin venjuleg fyrirtæki
Þegar menn óttast markaðstil-
burði á sviði heilbrigðismála, þá
óttast menn ekki „frelsi" eins og
Vísbending heldur fram heldur
misrétti, neyð - og bruðl. Sjúkra-
hús geta aldrei orðiö „venjuleg
fyrirtæki". Vegna þess að siðað
samfélag getur ekki leyft sér að
mismuna sjúku fólki eftir því
hvort það getur borgað eða ekki.
Vegna þess að þeir sem eiga að
kaupa þjónustuna í mark-
aðsvæddu kerfi (sjúklingar) eru
ófrjálsir i sinni „eftirspurn": þeir
eru neyddir til að leita þjónust-
unnar og síðan háðir því sem
handhafar þröngrar sérþekkingar
segja þeim. Læknar eru hvorki
betri né verri en aðrir menn og
því er vafasamt að setja þá í þá
stöðu að þeir séu í nafni arðsemi
fyrirtækis (einkarekins sjúkra-
húss) og afkasta teymdir í átt til
„oflækninga“ - of margra óþarfa
rannsókna og aðgerða, sem vita-
skuld hækka heildarkostnað af
heilbrigðisþjónustu að miklum
mun. Markaðsvæðing sjúkrahúsa
kallar og á rándýrt eftirlitskerfi,
sem þó getur hæglega brugðist.
Eins og nú nýlega í Bretlandi, þar
sem einkafyrirtækjum var falið
með útboðum að losna við hættu-
legan úrgang frá sjúkrahúsum.
Sumir verktakarnir brenndu ekki
sprautur, vefjasýni, sýklagróður,
gröft og líkamsparta eins og þeim
bar skylda til heldur földu á af-
skekktum stöðum - til hagræðing-
ar og styrktar sinni arðsemi vita-
skuld. Gáum að þessu.
Ámi Bergmann
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„Sjúkrahúsvist fer í vaxandi mæli
eftir því hvort menn eru efnaðir
eða ekki. Eitthvað svipað gerist
hvar sem heilbrigðisþjónusta er
markaðsvædd. “
Einhlítt og almennt
Undanfarið höfum við orðið að
sæta því að eiga ekki duglegustu
og klárustu unglingana í raunvís-
indagreinum skólanna. Foreldrar,
sem ekki eru of sterkir í þeim
greinum, geta lítið hjálpað. En þó,
það er hægt að venja börnin til
ákveðins skilnings á því sem við
nefnum stærðfræði og því sem við
nefnum eðlisfræði. Þetta er hægt
að skýra sem einfaldar hugsunar-
forsendur, sem allir geta vel skilið.
Almennt
Algebra, það hræði-
lega hókus pókus orð,
var þýtt sem bókstafa-
reikningur á íslensku.
En bókstafirnir í þeim
útreikningum og
kúnstum gilda al-
mennt. Það er að
segja, þetta er eins
konar formúlureikn-
ingur, þar sem unnið
er með formúlurnar
sjálfar, í stað þess að
kunna slíkar og setja tölugildi inn.
Við kunnum formúlur eins og
„þvermál hrings sinnum pí“ gefur
okkur ummálið. Þá mælum við
eða ákveðum þvermálið, til að vita
ummálið. Þetta er almenn for-
múla. Alveg eins er algebra al-
mennur reikningur. Þegar menn
svo kunna almenna reikninginn
þá geta þeir búið til sérstakar for-
múlur sem hægt er að setja tölu-
gildi inn í. í iðngreinum og ýms-
um praxís. Það er því dálítið á sig
leggjandi sem foreldri að skýra
þetta eðli í framsetningu á því sem
lítur út á blaði sem einhver „bók-
stafareikningur". Það er að láta
unglingana grípa það að framsetn-
ingin geti verið almenn í stærð-
fræði en oftast sérstök í t.d. verk-
fræði þar sem verkleg viðmiðun
liggur fyrir. Að fá unglinginn til
að greina á milli almennrar fram-
setningar og sérstakrar er mikið
atriði fyrir hann til að skilja
stærðfræði sem verkfæri.
Einhlítt
Þegar kemur að því sem við
„...það er hægt að venja börnin til
ákveðins skilnings á því sem við
nefnum stærðfræði og því sem
við nefnum eðlisfræði. Þetta er
hægt að skýra sem einfaldar
hugsunarforsendur sem allir geta
vel skiiið.“
nefnum eðlisfræði er
samsvarandi mikil-
vægt hugtak orðið
einhlítt. Það er for-
senda eðlisfræði að
atburðarás muni verá
einhlít. Það er að
segja, muni fara fram
á einn hátt en ekki
marga, muni fara
fram í tíma. Þegar við
lýsum atburðarás
notum við einfaldan-
ir, oftast úr stærð-
fræði, til þess að
lýsa því sem ger-
ist. Þar höfum við
alltaf skekkju-
mörk, vegna þess
að lýsingin, sem
við notum, er
ekki eins einhlít
og það sem raunverulega ger-
ist. Við skulum taka dæmi af
ótta bílakaupenda á muni
mánudagsbíls og miðvikudags-
bíls. Mánudagsbíll er fram-
leiddur eftir að hitinn hefur verið
tekinn af bílaverksmiðjunni um
helgina, mannskapurinn er mætt-
ur timbraður og illa á sig kominn
eftir rifrildi og slagsmál. Slíkur
bíll verður því með hluti sem dögg
hefur sest á og handverk er í ólagi.
En miðvikudagsbUlinn er miklu
betri, stálið orðið
hlýrra og rakaminna,
mannskapurinn bú-
inn að jafha sig. En
muninn sér enginn
þegar bílarnir eru
nýir. En mánudags-
bíllinn er talinn
verða drusla fyrr.
Sölumaðurinn og
framleiðandinn halda
því fram að bílarnir
séu eins. Þegar þessir
bílar, sem virðast
eins, koma til notk-
unar koma ýmis
hnignunareinkenni
fyrr fram í mánu-
dagsbílnum, eða því
trúa bílamenn. En
þeir eru framleiddir
með sams konar hlut-
um af sama mannskap. Þetta er
eins og í náttúrunni, hún er ein-
hlít að fara eftir öllum raunveru-
legum áhrifaþáttum en lýsingin
sleppir alltaf einhverjum áhrifa-
þætti. Eðlisfræði er því óeinhlít
lýsing á einhlítri náttúru. Oft
mjög nærri, oft með mikilli
skekkju. Ef unglingar skilja þetta
sætta þeir sig frekar við íagið
vegna grunnskilnings á um hvað
það fjallar.
Þorstein Hákonarson
Kjallarinn
Þorsteinn
Hákonarson
framkvæmdastjóri
Með og
á móti
Samvörður 97
Þáttur í
friðarsam-
starfí
„Gildi þessarar æfingar liggur
fyrst og fremst í því að þessir að-
ilar komu til
landsins til
samæfinga
með íslenskum
almannavöm-
um og björgun-
araðilum. Sú
reynsla sem
fæst með því
að taka á móti
þeim hingað er
ómetanleg,
burtséð frá því
hvort aðgerðirnar sem slíkar
verði svipaðar eða með sama
sniði ef til raunverulegra nátt-
úruhamfara kemur. Það er unnið
eftir almannavarnaáætlunum
undir stjóm Almannavama rík-
isins og vettvangsstjórn lýtur i
einu og öllu þeirra stjóm á vett-
vangi. Það hefur gildi fyrir Al-
mannavamir og björgunarsveit-
imar á íslandi hafa gagn af því
að vera i sliku samstarfi þó ekki
sé nema til að kynnast nýjum
tækjum, vinnuaðferðum og al-
þjóðlegu umhverfi sem svona
björgunarsveitir skapa. Aðalá-
herslan frá hendi utanríkisráð-
herra er að sjálfsögðu sú að ís-
lendingar taka með þessu virkan
þátt í friðarsamstarfi Atlants-
hafsbandalagsins. Við upp-
hafsæfingar á Keflavíkurflug-
veOi hafa þessir erlendu þátttak-
endur sýnt aö þetta er þrautþjálf-
að lið og mikil ánægja innlendra
aðila er með þessa samvinnu."
Friðhelgi
forsmáð
„Með þátttöku í Samverði 97
setur ríkisstjórnin íslenska al-
mannavarna-
kerfinu ótæk-
an starfs-
ramma.
í fyrsta lagi
er gert ráð fyr-
ir röngu stjórn-
kerfi á æfing-
unni, með því
að yfirmenn úr
bandaríska
hernum eiga
að hafa umsjón
með erlendum „björgunaraðO-
um“ og stýra því hverjir fara í
hvaða verkefni, eftir því sem
óskir um aöstoð berast frá ís-
lensku almannavörnunum. Er-
lendi mannskapurinn er í fæst-
unr thvikum þeir sem líklegir
væru til að koma ef svo óliklega
færi að slíkrar aðstoðar væri
þörf erlendis frá.
í öðru lagi er friðhelgi merkja
almannavama og Rauða krossins
forsmáð með því að blanda saman
heræfingu og almannavörnum.
VOji menn í ófriði halda Genfar-
sáttmálann þá skjóta þeir ekki á
það sem merkt er almannavörn-
um eða Rauða krossi. Þess vegna
eiga hermenn ekki að vera undir
þessum merkjum og eru al-
mannavarnir víðast hvar undir
borgaralegri stjórn.
í þriðja lagi truflar æfingin
ekki bara umferð á aðalferða-
mannatíma á íslandi, heldur
hafa starfsmenn Almannavarna
ríkisins ekki getað sinnt brýnum
verkefnum vegna erOsins við
undirbúning æfingarinnar.
Þessi æfing er i þágu herfræði-
legra og utanríkispólitískra
markmiða NATO.
Samvörður 97 er ekki sú æfing
sem almannavarnirnar þurftu."
-rt