Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Síða 8
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 ÖV s sælkerínn Hakk á pönnu a la Steingrímur Steingrímur J. Sigfússon þing- maður er óvenjumikið í eldhúsinu um þessar mundir á meðan eigin- kona hans, Bergný Marvinsdóttir, dvelst við nám erlendis. Eldar ofan í börnin, og jafnvel fleiri fjöl- skyldumeðlimi ef með þarf, af mik- illi fagmennsku! Þvi komum við ekki að tómum kofanum hjá hon- um hvað eldamennsku varðar. Hann vildi ekki hafa þetta flókið heldur gaf okkur upp einfalda upp- skrift að ljúffengum hakkrétti á pönnu sem „klikkaði aldrei“. Eitt- hvað sem allir gætu dundað sér við. Fyrst er það hráefnið en upp- skriftin miðast við 3-4 persónur. 500 gr nautahakk eða blanda af nautahakki og kindahakki 10 stk ferskir sveppir 1 paprika l/2 laukur 1 stór gulrót tómatsósa, pastasósa og/eða tómat- kraftur krydd Byrjað er á því að skera niður papriku, sveppi og lauk. Gulrótin er skorin í þunnar skifur en ef hún er stór má skera hana fyrst eftir endilöngu. Þetta er brúnað á pönnu, helst stórri og djúpri, í „gusu“ af matarolíu. Til hátíða- brigða finnst Steingrími gott að setja „skvettu af dökku sérríi eða púrtara". Þetta er síðan fært af pönnunni og hakkið brúnaö, helst án þess að nota meiri matarolíu. Kryddun eftir tilfinningu Þá hefst kryddun eftir tilfinningu. Örlítið salt, aðeins meira af dökkum pip- ar, smávegis chili-pipar og t.d. mexík- anskt kjöt- krydd. Steingrímur segir mikil- vægt að krydda af til- finningu og smakka alls ekki á réttinum fyrr en hann er kominn á borðið. Brúnaða meðlætinu er síðan blandað varlega saman við, bætt við örlitlum vökva ef þarf og loks svolítilli sósu eða tómatkrafti. Þvi næst er lok sett á pönnuna og öllu saman lofað að krauma við mjög vægan hita í 10-15 mínútur en eftir það aðeins haldið heitu. Steingrímur mælir með hrís- grjónum sem meðlæti nema á haustin og fyrripart vetrar þegar nýuppteknar íslensk- ar kartöflur eru bestar með öllu! Gróft hvít- lauksbrauð er ómiss- andi svo og hrásalat. drukkið vatn, undanrenna, pilsner eða ástralskt rauð- vín, allt eftir aðstæðum. Kokkurinn situr við borð- sendann og segir gam- ansögur," segir kokkur- inn Steingrímur J. og glottir við tönn. -bjb Steingrímur „vopnaður" svuntu með pönnuna í hendi, tilbúinn í hakkrétt- inn. DV-mynd E.ÓI. og %atgæðingur vikunnar ostabaka Líklega eru íslendingar ekki nógu duglegir að gera góða kartöflurétti. Við eig- um alla möguleika á að fá góðar kartöflur, ekki síst á þessum tíma, og þvi er gott að prófa eitthvaö nýtt úr jaröeplunum. Hér kem- ur ein góð. Anna Kristín Haraldsdóttir bankamaður bregst ekki áskorun: Lambakarrí og súkkulaðitriffli Hráefni 750 g kartöflur, soðnar og stappaðar salt og pipar mulið múskat 50 g smjör 75 g Cheddarostur tómathringir og steinselja til skrauts Aðferð Kryddið kartöflurnar | með salti, pipar og múskat og hrærið helmingnum af | smjörinu saman við. Setj- ið blönduna í grunnt eld- fast mót. Stráið ostinum að síðustu yfir. Eldið í 180 gráðu heit- um ofni í 15 mínútur og setjið síðan grillið á í um þrjár mínútur. Stráið pip- ar yfir og skreytiö að síö- ustu með tómathringjum og steinselju. Berist fram heitt. Rétturinn er fyrir flóra. -sv „Báðar uppskriftimar fékk ég fyrir nokkrum árum hjá vinkonum mínum í vinnunni. Þetta er mjög ljúffengt. Eftirréttinn nota ég til dæmis oft á jól- um. Það er ekki svo langt í þau,“ segir Anna Kristín Har- aldsdóttir, siarfsmað- ur íslandsbanka og matgæðingur vik- unnar, um uppskrift- irnar sem hún ætlar að gefa okkur. Ann- ars vegar lambakarrí í aðalrétt og hins vegar súkkulaði- triffli í eftirrétt. Við byrjum að sjáif- sögðu á aðalréttin- uin. Uppskriftin mið- ast við 5-6 manns. 1 kg lærissneiðar eða annað lamba- kjöt 2 msk olía V2 msk karri V4 tsk engifer 1 stór laukur (saxaður) 1-2 græn epli (afhýdd og skorin í bita) 1 bolli kjúklingasoð (bolli vatn+ teningur) y2 lítil dós tómatkraftur 2 msk rjómi hveiti salt og pipar Byrjið á að fjarlægja fitu og bein af kjötinu, skerið 1 bita og veltið upp úr hveiti blönduðu salti og pipar. Hitið feitina á pönnu, bætið lauk, karrí og engifer út í. Hitið þetta í 34 mín. Kjötið er síðan brúnað og lauknum bætt við. Síðan eru eplin sett út í og tómat- krafti og kjúklingasoði bætt í. Þetta er soðið í 1 klst. eöa þar til kjötið er meyrt. Anna segir réttinn virðast bragðsterkan í fyrstu en eplin deyfi kryddbragðið. Rjóminn er svo settur út í síðustu 5 mín. Þetta er borið fram með soðnum hrísgrjónum og skál með kókosmjöli, rúsínum, flntskor- inni agúrku og möndluflögum. Eftirrátturinn Uppskrift að súkkulaöitriftli er stór og er fyrir 12 manns. Hráefnið er eft- irfarandi: 1 litri rjómi 8 eggjarauður 10 blöð matarlím slatti súkkulaðispænir 1 bolii sykur 5 msk sulta (e. smekk) 3 bollar blandaðir ávextir makkarónukökur líkjör að eigin vali jarðarber og ferskjur til skrauts Fyrst er að þeyta eggjarauður og sykur vel saman. Líkjör hellt yfir ávextina, látið liggja í 1-2 klst. Sulta er sett í ávextina, hrært og látið standa. Það má sleppa sultunni, segir Anna. / Matarlímið er látið liggja í bleyti, vatninu hellt af og matarlímið brætt með líkjörnum. Þeyttur rjómi er næst settur varlega saman við eggjarauð- umar með sleif. Súkkulaði sett út í. Ávöxtunum síðan raðað í skál. Matcir- límið er kælt áður en það blandast varlega við eggjarauðurnar og rjómann. Helmingur blöndunnar sett- ur yfir ávextina. Makkarónukökur næst settar yfir og loks afgangurinn af blöndunni. Réttinn geymir Anna í kæli í 3-4 klst. Skreyttur með rjóma og ávöxtum áður en hann er borinn fram. Verði ykkur að góðu! Hún skorar á yfirmann sinn í Is- landsbanka í Bankastræti, Þórlaugu Guðbjörnsdóttur, sem næsta matgæð- ing. Segir listakokk vera þar á ferð- inni. -bjb Anna Kristín Haraldsdóttir 1' eldhúsinu með eggin 1' eftirréttinn á lofti. DV-mynd Hilmar Þór Lifur og beikon með eplahringjum Hvað getur verið meira viðeig- andi, nú þegar sláturtíðin stendur yfir, en uppskrift að lifrarrétti? Flestir nota sjáifsagt lambalifur en : þessi uppskrift gerir ráð fyrir að notuð sé káifalifur. Undirritaður hefur ekki nógu víðfeðma sagn- | fræðilega þekkingu í uppskrifta- geiranum en lítur svo á að allt eins megi nota kálfalifúr og lambalifur. j Síðan verður bara hver og einn að ákveða hvort heldur hann vill. Hráefni 50 g smjör 2 stór epli, flysjuð, steinhreinsuð og skorin í þykka hringi 500 g kálfalifur, sneidd niður j 4 beikonsneiðar Aðferð Bræðið helming smjörsins á steikarpönnu, setjið eplahringina í og steikið varlega þar til þeir eru orðnir mjúkir. Setjið þá á heitan disk, haldið heitu. Bræðið það sem eftir er af smjörinu á pönnu og steikið lifrina á lágum hita í um j tvær mínútur á hvorri hlið. Látið hana brúnast. Á meðan er gott að elda beikon- j ið undir grilli í ofni þar til það er orðið stökkt. Setjið lifrina á heitan disk, raðið eplahringjunum á milli sneiðanna og beikoninu með fram. Berist fram strax. Rétturinn er fyr- ir fjóra. Sjávarréttakarrí 2 msk. olía 2 laukar y2 rauö paprika, söxuð 2 sellerístilkar 50 g sveppir l‘/2 msk. karríduft y2 tsk. kúrkuma (turmeric) y2 tsk. engiferrót 1 epli, flysjað og skorið í teninga 250 g ýsa 125 g rækjur 50 g rúsínur 1 tsk. Worcestershiresósa 2 tsk. tómatþykkni : 6 msk. hvítvín 6 msk. vatn salt og pipar 2 msk. hreint jógúrt safi úr hálfri sítrónu Hitið olíuna á stórri pönnu. Setj- ið laukinn, papriku, selleríið og [sveppina á pönnuna og steikið við vægan hita í fimm mínútur. Stráið karríduftinu út á, kúrkuminu (tur- meric) og engiferrótinni og sjóðið í 2 mín., hrærið. Bætið eplinu, ýsunni, rækjun- um, rúsínunum, Worcesters- hiresósunni og tómatþykkninu út í og hrærið vel. Blandið vatninu og víninu út í og kryddið eftir þörfum með salti og pipar. Sjóðið varlega undir loki í 10 mín. Rétt áður en rétturinn er borinn fram á að hella jógúrtinu og safan- umaf sítrónunni út í. Berið fram með soðnum hrísgrjónum. Réttur- inn er fyrir fjóra. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.