Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
15
Elin Torfadóttir, einn af þátttakendum Njálunámskeiðsins.
Verð miður mín ef ég
missi af námskeiði
Elín Torfadóttir framhalds-
skólakennari hefur sótt mörg
íslendingasagnanámskeið hjá
Jóni Böðvarssyni. Maður hennar,
Guðmundur J. Guðmundsson, sem
lést í sumar, sótti einnig nokkur
námskeið með eiginkonu sinni.
Jón kveikti áhugann
Elín segir að Jón Böðvarsson
hafl kveikt áhuga hennar á íslend-
ingasögum þegar hann kenndi
henni íslensku við Menntaskólann
í Hamrahlíð. „Ég hafði reyndar
alltaf haft áhuga á íslendingasög-
unum, en hann var ekki svona
brennandi fyrr en ég fór að sækja
tíma hjá Jóni,“ segir Elín.
Elín greip því tækifærið fegins
hendi þegar Jón hóf íslendinga-
sagnanámskeið sin hjá Endur-
menntunarstofnun Háskóla ís-
lands. Hún hefur verið mjög dugleg
að sækja námskeið. „Ég verð eigin-
lega alveg miður min ef ég kemst
ekki á námskeið. Ég komst til
dæmis ekki síðast og var þá alveg
dauðhrædd um að ég hefði misst af
einhverju," segir hún.
Hún segir að alltaf sé eitthvað
nýtt að flnna í þessum námskeið-
um. „Það er svo skemmtilegt fólk á
námskeiðunum. Það kemur með
margs konar spurningar og er oft
- segir Elín Torfadóttir
ekki alveg sammála Jóni og túlkun
hans,“ segir hún. Hún segir að slík-
ar umræður séu oft mjög fjörugar.
Áhugi að aukast
Elín telur að áhugi á Njálu og
öðrum íslendingasögum sé mikið
að aukast. Áhuginn sé heldur ekki
eingöngu bundinn við eldra fólk
heldur séu þeir yngri líka famir að
sækja námskeiðin í auknum mæli.
„Það hefur komið sérstaklega mik-
ið af yngra fólki síðustu tvö árin.
Áður fyrr hélt maður að þessi nám-
skeið væru aðeins fyrir eldra fólk.
Það er langt í frá,“ segir Elín.
Elín segir líka að það sé ekki
bara fjölbreytni í aldurshópum
heldur einnig í stéttum. Og margir
séu mjög vel lesnir í íslendingasög-
unum. „Ég er ekki eins vel lesin og
margir aðrir þarna," segir Elín.
Guðmundur J. fór með
Elín segir að maður hennar,
Guðmundur J. Guðmundsson
verkalýðsleiðtogi og fyrrverandi
formaður Dagsbrúnar, hafi sótt 3-4
námskeið með henni. „Hann sá að
mér fannst svo gaman á þessum
námskeiðum að hann vildi líka fá
að fylgjast með,“ segir hún.
Hún bætir því við að hann hafi
oft haft ákveðnar skoðanir á sögun-
um og haft ýmsar athugasemdir
fram að færa við það sem Jón hafi
sagt í tímum. „Hann var mjög virk-
ur í umræðunum, stundum full-
virkur að mínu áliti," segir hún.
Guðmundur tók einnig þátt í ferð á
Njáluslóðir sem farin var i tengsl-
um við námskeiðið.
Elín segir að oft fái maður meira
út úr því að ferðast um landið þeg-
ar maður viti hvar atburðir úr ís-
lendingasögunum hafi átt sér stað.
„Maður sér til dæmis einhvem hól
sem maður hélt fyrst að væri
ómerkilegur en er nú orðinn bar-
dagahóll,“ segir Elín.
Skólafrík
Elín vill bera þessi námskeið
saman við leikhús. „í þessum nám-
skeiðum tekur maður sjálfur þátt í
því sem er að gerast á sviðinu.
Maður er ekki óvirkur þiggjandi
þegar maður vill taka þátt. Syo
lærir maður svo mikið af þessu. Ég
er eiginlega skólafrík. Ég hef alltaf
gaman af að vera í skóla,“ segir
hún.
Hún segist ekki í vafa um að hún
muni sækja námskeiðin á meðan
hún hafi heilsu til og á meðan Jón
haldi áfram fyrirlestrunum. „Þetta
er með því skemmtilegra sem ég
geri,“ segir Elín að lokum. -HI
MMC L-300 sendibfll '90,
5 g„ hvítur, ek. 104 þús. km.
Verð 590 þús.
Hyundai Scoupé turbo '94,
5 g., 2 d., hvítur, ek. 78 þús. km.
Verð 790 þús.
Honda Civic 1400 '90,
5 g., 3 d., svartur,
ek. 130 þús. km.
Verð 530 þús.
Lada Samara 1300 '95,
5 g., 5 d., brúnn, ek. 14 þús. km.
Verð 390 þús.
Renault Twingo 1200 '94,
5 g., 3 d., rauður, ek. 49 þús. km.
Verð 630 þús.
Hyundai Pony SE 1300 '94,
5 g., 3 d., hvítm, ek. 45 þús. km.
Verð 580 þús.
Lada station 1700 '96,
5 g„ 5 d„ rauður, ek. 24 þús. km.
Verð 550 þús.
Renault Trafic 4x4 '91,
5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 80 þús. km.
Verð 790 þús.
Lada Sport 1700 '95,
5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 20 þús. km.
Verð 560 þús.
Vetrardekk fylgja öllum notuðum bílum
Renault 19 RT 1800 '94,
5 g„ 4 d„ graenn,
ek. 30 þús. km.
Verð 990 þús.
Cadillac Eldorado 4900 '91.
ssk„ 2 d„ graenn,
ek. 89 þús. km.
Verð 1.690 þús.
Hyundai Sonata GLS 2000
'95, 5 g„ 4 d„ vínrauður,
ek. 39 þús. km.
Verð 1.190 þús.
g Hyundai Elantra stw 1600
" '97, 5 g„ 5 d„ grænn,
ek. 13 þús. km.
Verð 1.340 þús.
Hyundai Accent 1300 '95,
5 g„ 4 d„ ljósrauður,
ek. 48 þús. km.
Verð 790 þús.
BMW 520i '88,
ssk„ 4 d„ brons,
ek. 90 þús. km.
Verð 990 þús.
BMW 316 1800 '88,
ssk„ 4 d„ rauður,
ek. 79 þús. km.
Verð 550 þús.
Toyota Rav 4 2000 '96,
5 g„ 5 d„ rauður,
ek. 40 þús. km.
Verð 1.950 þús.
Greiðslukjör
til allt að ilHS
NOTAÐIR BÍLAR
SUÐURLANDSBRAUT 12
SÍMI: 575 1200
BEINN S(MI 575 1230
VW Polo Fox 1000 '95,
5 g„ 3 d„ hvítur,
ek. 34 þús. km.
Verð 740 þús.
Volvo 240 GL 2300 '88,
ssk„ 4 d„ rauður,
ek. 138 þús. km.
Verð 490 þús.
BMW 316i touring,
5 g„ 5 d„ grænn,
ek. 94 þús. km.
Verð 1.590 þús.
Range Rover Vouge 3900
'90, ssk„ blár,
ek. 122 þús. km.
Verð 1.750 þús.
Aðrir bílar
á skrá
4 ára