Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Page 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 23 íþróttir íþróttir Knattspyrna: „Vonsvikinn" Eftir tvö og hálft ár við stjórnina hjá Sheffield Wednes- day var David Pleat sagt upp störfum í gær. Lið Sheffield Wednes- day hefur verið að leika mjög illa það sem af er leik- tíðinni. Liðið hefur aðeins náð 9 stigum úr 13 leikjum og fengið á sig 35 mörk. Það var háðuleg út- reið Wednesday gegn Manchest- er United um síðustu helgi sem gerði útslagið með að Pleat var sagt upp. „Það eru einungis búnir 13 leikir af timabilinu og ég er mjög vonsvikinn. Við áttum mjög gott tímabil í fyrra en það sem af er þessu tímabili hafa mikil meiðsli sett strik í reikninginn hjá okk- ur. Stuðningsmenn liðsins hafa verið mjög góðir við mig og ég óska eftirmanni mínum góðs gengis," sagði Pleat í gær. -SK Maraþon: Aurar, bíll og úr í verðlaun Þriðja árið í röð urðu hlauparar frá Keníu í þremur af tíu efstu sætunum í New York- maraþoninu sem lauk um síð- ustu helgi. Sigurvegari varð John Kagwe á hreint frábærum tíma, 2:08,12 klst. Tími hans var aðeins 11 sekúndum frá brautarmetinu. Kagwe fór ekki tómhentur frá hlaupinu. Hann fékk um 3,5 milljónir króna fyrir sigurinn, 2,8 milljónir í aukagreiðslu vegna tímans, nýjan bíl og úr að auki. Hann missti hins vegar af 3,5 milljónum króna er honum mistókst að bæta brautarmetið. -SK Golf: Frábært hjá Duval Bandariski kylfing- urinn David Duval skaut mörgum | frægustu kylfing- um heims ref fyrir rass um liðna helgi er hann bar sigur úr býtum á stór- móti atvinnumanna í Houston- meistaramótinu á bandarísku mótaröðinni. Duval lék á 273 höggum. Jim Furyk kom inn á 274 höggum, Davis Love á 275 höggum, Mark Calcavecchia og Bill Glasson á 277 höggum og Jesper Pamevik og Brad Faxson á 278 höggum. Þess má geta að Tiger Woods og Greg Norman léku á 281 höggi. -SK Tímamótaárangur Umræddur David Duval, sem aðeins er 25 ára gamall, hefur náð ótrúlegum árangri í upphafi ferils síns sem atvinnumaður. Þetta var þriðji sigur Duvals í röð á mótum atvinnumanna. Kylfingur á bandarísku mótaröð- inni hefur ekki leikið það eftir frá því að Nick Price gerði slíkt árið 1993. Duval fékk 48,2 millj- ónir króna fyrir sigurinn og ætti þvi aö eiga fyrir salti í grautinn þar til nýtt tímabil hefst á móta- röðinni en mótið í Houston var það síðasta á tímabilinu. Davis Love hafði tveggja högga forystu þegar sex holum var ólokið. Ef hann hefði sigrað hefði hann orðið launahæstur bandariskra kylfinga á „túrn- um“ en þess í stað fékk Tiger Wooods þá nafnbót. s NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Framlengt tvívegis - þegar Chicago vann SA Spurs „Við vorum heppnir að vinna ætluðum að breyta þessu og vorum þennan leik. Við hittum illa. Ég tók ákveðnir í að leika vel,“ sagði Grant í það minnsta 40 skot og þau voru fá Hill eftir sigurinn gegn Knicks. sem rötuðu rétta leið. Ég fann mig Hill skoraði 34 stig í leiknum, þar alls ekki í skotunum," sagði Mich- af 16 í fjórða leikhluta þegar Detroit ael Jordan eftir að Chicago hafði lék mjög vel. Detroit vann fjórða sigrað SA Spurs í miklum spennu- leikhlutann 23-36. Lindsey Hunter leik í NBA-deildinni í körfuknatt- lék einnig vel fyrir Detroit og skor- leik í nótt. Framlengja þurfti leik- aði 23 stig. Hjá Knicks var Charles inn tvívegis til að ná fram úrslitum. Oakley stigahæstur með 14 stig. Jordan hitti hins vegar afar mik- Þeir Larry Johnson og Patrick ilvægum skotum þegar lið hans Ewing komu næstir með 16 stig. þurfti mest á því að halda og skor- Ewing skilaði 13 fráköstum að auki. aði 29 stig. Dennis Rodman hirti 22 Johnson má taka sig á. Honum er fráköst. David Robinson skoraði 21 ætlað að skjóta meira á komandi stig fyrir Spurs. leiktíð en í fyrra en ballið byrjaði Úrslit leikja í NBA-deildinni í ekki vel. Hann tók 7 þriggja stiga nótt urðu annars þessi: skot og ekkert rataði í körfuna. Miami-Charlotte ....99-112 Chicago-SA Spurs.... 87-83 Leikmenn Boston komnir Utah Jazz-Washington . 86-90 nÍÖUf á jörðina Glen Rice skoraði 28 stig fyrir Ungt og greinilega efnilegt lið Charlotte gegn Miami Chris Webber Boston Celtics náði ekki að fylgja skoraði 26 stig fyrir Washington og góðum sigri á meisturum Chicago Karl Malone 21 stig fyrir Utah. eftir í fyrsta leik og tapaði á heima- velli sínum fyrir Orlando, 96-107. Hlll meö storleik penny Hardaway og Derek Grant Hill átti sannkallaðan stór- Harper voru í miklum ham og i leik fyrir Detroit Pistons er liðið heild lék lið Orlando mjög vel. sigraði New York Knicks á heima- Hardaway skoraði 32 stig og Harper velli Knicks, 86-94, í NBA-deildinni 19. Þetta var fyrsti sigur Orlando í körfuknattleik aðfaranótt mánu- undir stjórn þjálfarans Chuck Daly. dags. Þetta var fyrsti sigur Pistons á Hakeem Olajuwon skoraði 18 stig heimavelli Knicks í fimm ár. þegar Houston sigraði Sacramento. Úrslit aðfaranótt mánudags: Kevin Willis átti einnig góðan leik NY Knicks-Detroit .. 86-94 og skoraði 16 stig. Charles Barkley Boston-Orlando..... 96-107 er að vakna til lífsins og skoraði 15 Sacramento-Houston . 77-93 stig. Þetta var annar sigur Houston „Það er ekki nóg með að við höf- í jafnmörgum leikjum. Mitch um aldrei unnið sigur í Madison Richmond var allt í öUu hjá Sacra- Square Garden, við þessir sem mento eins og svo oft áður og skor- erum í liðinu núna, heldur höfum aði 21 stig. við aUtaf verið að leika Ula hér. Við -SK Sigur hjá Stúdínum íþróttafélag Stúdenta sigraði ÍR 11. deild kvenna í íþróttahúsi Kennnara- háskólans í gærkvöldi með 60 stigum gegn 41. í hálfleik höfðu Stúdínur ör- ugga forystu, 33-21. Leikurinn var í öruggum höndum Stúdína frá byrjun tU enda. Alda L. Jónsdóttir var stigahæst Stúdína með 17 stig. Signý Hermanns- dóttir skoraði 15 stig og Alda L. Jónsdóttir 12 stig. Hjá ÍR var Þórunn Bjama- dóttir stigahæst með 9 stig og Kristín HaUdórsdóttir skoraði 8 stig. ÍS er i fjórða sæti deUdarinnar með sex stig en ÍR-stúlkur verma neðsta sætið með tvö stig. -JKS Michael jordan kom mikið við sögu í nótt þegar Chicago vann SA Spurs. Leikmenn Chicago tóku 108 skot í leiknum og hittu aðeins úr 33 þeirra. Arnar fær góða dóma Amar Grétarsson, landsliðsmaður í knattspymu, hefur staðið sig mjög vel í síðustu leikjum AEK í grísku 1. deUdinni og fengið mikið hrós í þarlendum fjölmiðlum. Arnar var á varamannabekknum í fyrstu umferðunum en hefur ver- ið í byrjunarliðinu tvo síðustu leiki og staðið vel fyrir sínu, þótt einn besti maöur liðsins í báðum leikjum. „Þetta fór að rúlla fyrir alvöru þegar ég kom inn á sem varamaður gegn Sturm Graz í Evrópukeppninni. Síðan hefur allt gengið í hag- inn,“ sagði Amar í spjalli við DV í gær. AEK er i þriðja sæti 1. deildar með 19 stig en fyrir ofan em Panathinaikos og Ionikos með 21 stig. „Knattspyman hér er ágæt að mörgu leyti, margir flinkir og fljótir leikmenn. En það eru líka margir sem spila gróft, sérstaklega þegar við spilum við minni liðin á útivöllum," sagði Amar. -VS Konur og fjólmiðlar Kannanir á íþróttaiðkun kvenna hafa verið geröar reglulega undanfar- in ár og í síðustu viku vom birtar niðurstöður úr einni slíkri. Nánar til- tekið var lögð fram skýrsla frá nefhd menntamálaráðuneytisins um stefnu- mótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Þar kom fram, eina ferðina enn, að konur leggja síður stund á íþróttir en karlar. Þær em um 36 prósent af iðk- endum hjá íþróttafélögunum í landinu. Þessi munur á sér enga einhlíta skýringu og margt kemur til, eins og ritað hefur verið og rætt um. En í þessari nýju könnun brá fyrir gamal- kunnri röksemdafærslu. Lítil umfjöll- un um íþróttir kvenna í fjölmiðlum er sögð ein af helstu ástæðunum fyrir takmarkaðri þátttöku þeirra. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að „hlutur kvenna á íþróttasíð- um íslenskra dagblaða sé rýr og ekki í samræmi við þátttöku kvenna í íþróttum almennt." Afrek og vinsældir Umfjöllun um íþróttafólk ræðst fyrst og fremst af afrekum þess og frammistöðu, sem og af vinsældum viðkomandi íþróttagreinar. Ákveðn- ar greinar fá meiri umfjöllun en aðr- ar af þeim sökum, sem eðlilegt er. Dagblöð eru söluvara, það er einföld stað- reynd, og íþróttafrétta- menn þurfa að sjálfsögðu að miða starf sitt við það. Þeir reyna eftir bestu getu að fjalla um það sem flestir vilja lesa. Guðrún, Vala og fleiri Ef íslenskur íþróttamaður stendur sig sérstaklega vel, einkum í alþjóð- legri keppni, er honum hampað af fjöl- miðlum. Sama hvort það er karl eða kona. Svo nærtæk dæmi séu tekin hafa Guðrún Amardóttir og Vala Flosadóttir heldur betur fengið mikla umfjöllun síðustu misserin, enda eru tveir af þremur fremstu frjáls- íþróttamönnum landsins þar á ferö. Úrslitaleikimir á Islands- mótinu í handbolta kvenna hafa fengið gifur- lega athygli síðustu tvö ár. Dagblöðin hafa lagt undir þá margar síður og beinar útsendingai' verið í sjónvarpi. Ekki síður en frá körlunum, enda stór- skemmtileg barátta þar í W' gangi. Fleiri dæmi mætti nefna. íslenskar sundkonur hafa til dæmis margoft gert það gott og um þær verið ríku- lega fjaliað. Hvar eru konurnar? En, breiddin hjá íslenskum íþrótta- konum er bara svo litil og áhugi kvenfólks á að sækja íþróttaviðburði þar sem konur eiga í hlut er enn minni. Þar liggúr nefnilega hundur- inn graflnn. Hvers vegna fylla konur ekki íþróttahúsin og vellina þegar stall- systur þeirra etja þar kappi? Af hverju leika þær og keppa frammi fyrir sárafáum eöa engum áhorfend- um? Er það vegna lélegrar umfjöllun- ar fjölmiöla? Tæplega. Fjölmiölarnir mæta þar sem áhuginn er. Nei, minni umíjöllun um íþróttir kvenna en karla er ekki hægt að kenna íþróttafréttamönnum um. í því efni þurfa einhverjir aðrir að líta í eigin barm. MikiÉÍ mínus - Valsmenn með langmestu skuldirnar, 58 milljónir Knattspymufélög í efstu deild skulduðu að meðaltali tæpar 10 milljónir um síðustu áramót. Sam- bærilegar skuldir handknattleiks- deilda félaganna voru um 5,7 millj- ónir og körfuknattleiksdeilda 5,2 milljónir. Þetta er meðal þess sem lesa má úr áfangaskýrslu um fjármál íþróttahreyfmgarinnar sem lögð var fyrir þing íþrótta- og Ólympíu- sambands íslands um helgina. Mörg íslensk félög hafa átt í fjárhagserfiðleikum um árabil. Þar hafa Valsmenn verið verst settir en þrjár stærstu deildir Hlíðarendafélagsins skulduðu samtals um 58 milljónir um síð- ustu áramót. KR-ingar komu næstir með 26,5 milljónir í skuld, og síðan FHog Víkingur með 25 milljónir á bakinu hvort félag. Það er greinilega ekki gróöafyr- irtæki að reka deildir í fremstu röð. Handknattleiksdeild Fram og knattspymudeild ÍBV voru best settar eftir síðasta ár með á aðra og þriðju milljón í plús. Hvað varðar skuldastöðu ein- stakra deilda vekja skuldir knatt- Dallas Mavericks gerði í gær þriggja ára samning við Ástral- ann Chris Anstey sem er 2,13 metra hár framherji. Úrslitakeppni HM i körfuknatt- leik fer fram í Aþenu i Grikk- landi 29. júlí til 9. ágúst. í gær var dregið i riðla. í A-riðli leika Grikkland, Kanada, Ítalía og Senegal. I B-riðli: Júgóslavía, Pú- ertó Ríkó, Rússland og Japan. í C- riðli: Bandarikin, Brasilía, Lit- háen og S-Kórea og i D-riðli: Ástralia, Argentina, Spánn og Nigeria. Harald Brattbakk, framherji norska úrvalsdeildarliðsins Ros- enborg, er á leið til skoska úr- valsdeildarliðsins Celtic fyrir 2 miiljónir punda. Ásgeir Þór Þóróason varð um helgina Freyjumeistari í keilu þegar hann sigraði á Freyjumót- inu svokallaða. Ásgeir vann Jón Ásgeir Ríkharðsson í úrslitaleik, 449-403, en meðaltal hans á mót- inu var 202. Með sigrinum tryggði Ásgeir sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Birkir Kristinsson markvörður hefur dvalið i Skotlandi síðustu daga. Nokkur 1. deildarlið hafa sýnt honum áhuga en Birkir hef- ur ekki mikinn áhuga á að leika í þeirri deild. Forráóamenn Crystal Palace fylgdust með Lárusi Orra Sig- urðssyni sl. laugardag þegar Stoke lék gegn Huddersfield. Lundúnaliðið leitar að varnar- manni þessa dagana. Merida sigraöi Valencia, 1-0, í spænsku 1. deildinni í knatt- spymu i gærkvöldi. Merida er í 16. sæti og Valenica í 17. sæti. Portúgalska liðið Sporting Lissabon vék í gær Octavio Machado úr starfi sem þjálfara liðsins. Brottvikningin kom mjög á óvart en engin ástæða var gefin fyrir henni. Sporting er í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Porto, sem er í efsta sæti. -GH/JKS Handknattleikur Fram +2.254.000 ÍBV +560.000 (Vantar handbolta karla) Breiðablik +24.000 ÍR . -1.481.000 KA . -3.013.000 HK . -3.084.000 Stjaman . -4.551.000 Afturelding . -5.514.000 Grótta . -6.320.000 Haukar . -6.700.000 Selfoss . -7.445.000 FH -10.891.000 Víkingur -14.411.000 Valur -19.953.000 Samtals -80.525.000 Meðaltal - 5.752.000 Enski boltinn: Flóðljósin gáfu sig Ekki tókst að ljúka viðurteign West Ham og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á Upton Park í Lund- únum í gærkvöldi. í sömu mund og Frank Lampard skoraði jöfn- unarmarkið, 2-2, á 65. Hermann mínútu fóru flóðljósin Hreiðarsson lék °8 tókst ekki að koma með Palace. Þeim í lag aftur. Dóm- ari leiksins flautaði leikinnn af tæpum háltíma eftir að ljós- in gáfu sig. Talið er líklegt að liðin verði að leika að nýju en leikdagur hef- ur ekki verið ákveðinn í því sambandi. Crystal Palace náði forystunni á 18. mínútu og var Neil Shipperley þar að verki eftir að Greg Forrest, markvörður West Ham, hafði hreinsað illa frá mark- inu. Shipperley var aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks og var vel að markinu staðið af hans hálfu. West Ham kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik. John Hartson minnk- aði muninn á 54. mínútu og Frank Lampard jafnaði metin með góðu skoti á 65. mínútu og það virtust flóðljósin ekki þola. Hermann Hreiðarsson var í byrjunar- liði Crystal Palace að venju og komst þokkalega frá sínu. -JKS Þriðji Færeyingurinn á leiðinni: Uni til Leifturs Flest bendir til þess að knattspymulið Leifturs á Ólafsfirði fá til sín þriðja Færeyinginn fyrir næsta keppnistímabil. Samkvæmt heimildum DV er landsliðsmaðurinn Uni Arge frá HB í Þórshöfn á leiðinni í Leiftur. Uni er 26 ára gamall sóknarmaður og hefur leikið á annan tug lands- leikja fyrir Færeyjar. Hann hefur verið einn helsti markaskorari Færey- inga undanfarin ár og þegar Leiftur vann HB í æfingaleik í Þórshöfn síð- asta vor skoraði hann öll mörk færeyska liðsins og lék vörn Ólafsfirð- inga grátt hvað eftir annað. Leiftur hefúr þegar samið við markvörðinn fræga, Jens Martin Knudsen, og miðjumanninn Össur Hansen, eins og áður hefur komið ffam i DV. -HJ/VS spyrnudeildanna einna mesta at- hygli. Þar skuldar Valur um 30 milljónir, Fram tæpar 20 og Leiftur 13 milljónir. Þá skuldaði hand- knattleiksdeild Vais tæpar 20 millj- ónir og Víkings um 14 milljónir. Rétt er að leggja áherslu á að árið 1997 er ekki inni í þessum tölum og eflaust hefur ýmislegt breyst hjá sumum félaganna, bæði til betri og verri vegar. Hér fyrir neðan má sjá stöðu fé- laga í efstu deildum í þessum þremur deildum. Knattspymufé- lögin eru þau sem léku í efstu deild 1996 og 1997, hjá handknattleiksfé- lögum eru þau lið sem voru í efstu deild 1996-97 að viðbættum þeim sem komu upp í lok þess tímabils, og körfuknattleiksfélögin eru þau Knattspyrna ÍBV . . +1.346.000 Skailagrímur . . -2.528.000 Grindavík . . -3.919.000 KR . . -4.036.000 Breiðablik . . -4.726.000 ÍA . . -6.786.000 Keflavík . . -10.098.000 Stjaman . . -11.523.000 Fylkir . -12.944.000 (Vantar skýrslu, staða i árslok 1995) Leiftur . . -13.308.000 Fram . . -19.223.000 Valur . . -30.710.000 Samtals . -118.455.000 Meðaltal . . - 9.871.000 sem léku í efstu deild 1996-97. -VS Körfuknattleikur Tindastóll . +290.000 Grindavik . -566.000 Skailagrímur . -982.000 Njarðvík . -2.036.000 Keflavík . -2.541.000 Haukar . -5.031.000 ÍR . -6.129.000 Valur .-7.273.000 Breiöablik . -7.733.000 ÍA . -8.400.000 KR -10.661.000 Þór, Akureyri -11.330.000 (Vantar skýrslu, staða i árslok 1995) Samtals -62.392.000 Meðaltal . - 5.199.000 Björgvin Björgvinsson er tvíkjálkabrotinn og leikur ekki meö Islandsmeist- urum KA né íslenska landsliöinu næstu vikurnar. DV-mynd Brynjar Gauti Björgvin tví- kjálkabrotinn DV, Aknreyri: Björgvin Björgvinsson, landsliðs- maður úr KA, er tvíkjálkabrotinn eftir samstuð sem hann lenti í í landsleik íslands og Litháens á sunnudagskvöldið. Björgvin verður að öllum líkindum frá keppni í 4 vikur og er þetta geysilegt áfall fyr- ir KA-liðið sem á mjög erfiða leiki fyrir höndum á þessu tímabili. Sævar Ámason getur tekið stöðu Björgvins í sóknarleiknum og Hvít- Rússinn Goldin fyllir það skarð sem Björgvin skilur eftir í vöminni. Sá hængur er þó á að Goldin má ekki leika með KA í Meistaradeild Evr- ópu. Þar er fyrsti leikur KA á laug- ardag gegn hinu geysiöfluga liði Lasko frá Slóveníu á Akureyri og ljóst að hvorki Björgvin né Goldin verða með og hópurinn því þunn- skipaður hjá KA. -gk Ingólfur kominn í Val Ingólfur Ingólfsson knattspyrnumaður skrifaði i gær undir tveggja ára samning við Val. Ingólfur, sem er miðju- og sóknarmaður, lék með Stjörn- unni í sumar en hann hefur einnig leikið með Fram. Hann er annar leik- maðurinn sem gengur í raðir Vals á skömmum tima en á dögunum fékk liðið Ólaf Stígsson frá Fylki. -GH Gunnlaugur látinn fara Skagamaðurinn Gunnlaugur Jóns- son leikur ekki meira með skoska úrvalsdeildarliðinu Motherwell. Gunnlaugur gerði fyrir skömmu eins mánaðar samning við Motherwell og hefur spilað tvo síðustu leiki liðsins í úrvals- deildinni. Gunnlaugur fékk á sig vítaspyrnur í báðum leikjum og eftir þann síðari, gegn St. John- stone á laugardaginn, var ákveð- ið að láta hann fara. -VS Hreinn með Dumbarton Hreinn Hringsson, knatt- spyrnumaður úr Þór á Akureyri, er kominn á ný til skoska 3. deildarliðsins Dumbarton. Hann lék með því gegn Montrose á laugardag og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína en leik- urinn endaði 2-2. Hreinn lék þrjá leiki með Dumbarton í 2. deild á síðasta tímabili og skor- aði í þeim öllum. Hann fór síðan til 1. deildarliðs Partick Thistle og var þar til vorsins. -VS Árni Þór sigursæll Árni Þór Hallgrímsson, TBR, sigraði í öllum greinum á afmæl- ismóti TBR í badminton um helg- ina. Ámi vann Islandsmeistar- ann, Tryggva Nielsen úr TBR, í úrslitum í einliðaleik karla, 15-12 og 15-11. í tvíliðaleik unnu þeir Ámi Þór og Broddi Krist- jánsson sigur á Jónasi Huang og Guðmundi Adolfssyni úr TBR, 15-6 og 15-9. Loks sigruöu Ámi Þór og Bima Guðbjartsdóttir, ÍA, í tvenndarleik og unnu þar Tryggva Nielsen og Áslaugu Jónsdóttur úr TBR í úrslitum, 15-3 og 15-11. Sara Jónsdóttir, 16 ára stúlka úr TBR, sigraði í einliðaleik kvenna. Hún vann Brynju Pét- ursdóttur, TBR, í úrslitum, 6-11, 114 Og 11-4. Katrín Atladóttir og Elsa Niel- sen úr TBR sigmðu Áslaugu Hinriksdóttur og Brynju Péturs- dóttur úr TBR í úrslitum í tví- hðaleik kvenna, 16-17,15-8 og 17-16. -VS Aðalfundir HK Fjórir aðalfundir verða hjá HK í næstu viku, allir í Digra- nesi. Aðalfundur blakdeildar verður mánudaginn 10. nóvem- ber kl. 20 og kl. 21 veröur aðal- fundur knattspyrnudeildar. Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20 veröur aðalfundur handknatt- leiksdeildar og loks verður aðal- fundur HK haldinn fimmtudag- inn 13. nóvember kl. 20. Arsenal-Liverpool Feröaskrifstofan Úrval-Útsýn stefnir á að fara hópferð á stór- leik Arsenal og Liverpool sem fram fer í Lundúnum sunnudag- inn 30. nóvember. Farið verður út fóstudaginn 28. nóvember og komið heim á sunnudagskvöldið eftir leikinn. Nánari upplýsingar um ferðina er hjá Úrval-Útsýn í s. 569-9300. Kynning á unglingafótbolta Sunnudaginn 9. nóvember verður David Shepard með kynningu á The Manchester Intemational Footbah Festival, sem er stærsta knattspyrnumót Bretlands, og knattspyrnuskóla Man. Utd og Man. City. Kynning- in hefst kl. 14 í húsakynnum Úrvals-Útsýnar, Lágmúla 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.