Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Síða 30
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
■ 34
Afmæli dv
Pétur EinaGrsson
Pétur Einarsson, lögfræðingur og
fyrrv. flugmálastjóri, Ásvallagötu
52, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Pétur fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Hlíðunum til níu ára aldurs
en síðan til átján ára aldurs í Kópa-
vogi. Auk þess var hann mikið hjá
móðurafa sínum og ömmu sem
bjuggu að Árbæjarbletti 10 í Reykja-
vík. Hann bjó í Kópavogi til þrítugs
en eftir það í Reykjavík.
Pétur lauk verslunarprófi frá VÍ
1967, húsasmiðanámi við Iðnskól-
ann í Reykjavík 1969 og öðlaðist síð-
ar meistararéttindi, lauk landsprófi
og stúdentsprófi frá MR 1970-72, öðl-
aðist atvinnuflugmannsréttindi við
flugskólann Flugtak 1980, lauk emb-
ættisprófi í lögfræði við HÍ 1977,
öðlaðist hdl.-réttindi og hefur auk
þess minni skipstjómarréttindi.
Á námsárum stundaði Pétur
byggingavinnu, sveitastörf og vann
við fiskvinnslu.
Á fyrrihluta ævinnar stundaði
Pétur kennslu, leiðbeinendastörf,
blaðamennsku, gerð útvarpsþátta,
ritstjórn, framkvæmdastjóm, hús-
byggingar, fasteignasölu og lög-
i mannsstörf. Hann réðst til Flug-
málastjórnar 1978 og var síðar flug-
málastjóri frá 1983 en sagði þvi
lausu 1992. Hann hefur
síðan stundað ýmis störf,
m.a. alþjóðlega ráðgjöf,
kaupsýslu, trésmíði,
verkamannastörf, ritstörf
og lögmennsku.
Pétur hefur átt sæti í
tugum nefnda, stofnana
og stjórnum minni fyrir-
tækja, stundum með for-
mennsku. Minnisstæðar
honum eru m.a. Þróunar-
stofnun íslands, kjara-
deilunefnd, Æskulýðs-
samband íslands, Æsku-
lýðsráð ríkisins, Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna, blaðstjóm
Tímans, stjórn SUF miðstjóm
Framsóknarflokksins, tómstunda-
ráð Kópavogs, flugorðanefnd, flug-
málanefnd, bæjarstjóm Kópavogs
og fjölmargir hópar sem tengdust
vinnu að flugmálum innanlands og
utan.
Fyrr á ámm var hann virkur fé-
lagi í Slysavamafélagi íslands, Ung-
mennafélagi íslands og SUF. í dag
em það AA mannræktarsamtökin
sem eiga hug hans allan.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 20.11.1971 Amdísi
Björnsdóttur, f. 26.8. 1945, B.Ed.,
kennara. Þau skildu.
Börn Péturs eru
Þórunn, kaupmaður, f.
28.10. 1968, sem á þrjú
böm. Hennar móðir er
Anna Johansdóttir, dóttir
Johans Wolfram, bifreiða-
stjóra frá Danmörku, og
Ólafar Jónsdóttur, hús-
móður Ólafssonar, Mör-
tungu, Síðu.
Signý Yrsa, f. 5.1. 1969,
flugumferðarstjóri sem á
tvö böm; Sigríður Hmnd
f. 12.1. 1974, háskólanemi;
Einar, f. 19.4. 1978, nemi í
bifvélavirkjun; Amdís f. 2.1. 1978.
Þeirra móðir er Amdís Bjömsdóttir,
tæknifræðings Einarssonar, Bene-
diktssonar, og k.h., Guðbjargar Er-
lendsdóttur, Ekm, Stöðvarfirði, og
Gunnvarar Braga Sigurðardóttur,
dagskrárstjóra, Einarssonar og k.h.,
Guðnýjar Jónsdóttur, Holti, Eyjafjöll-
um.
Sigríður Theódóra, f. 8.8. 1985, og
Jóhanna Vigdís, f. 29.1. 1996, þeirra
móðir Ragnhildur Hjaltadóttir skrif-
stofustjóri. Dóttir Hjalta Geirs Krist-
jánssonar, húsgangnaarkitekts Sigur-
geirssonar og Ragnhildar Hjaltadótt-
ur, Reykjavík, og Sigríðar Theódóra
Erlendsdóttur, sagnfræðings Ólafs-
sonar og Jóhönnu Vigdísar Sæ-
mundsdóttur Reykjavik.
Pétur á tvö systkini, þau Sigríði
Björgu skrifstofustjóra og Þórhalla
húsasmíðameistara.
Foreldrar Péturs em Sigríður
Karlsdóttur, fyrrv. kaupmaður, dótt-
ir Karls Haraldar Óskars Þórhalla-
sonar, Þórhallasonar, Tungu, Hörðu-
dal, og Guðrúnar Sigríðar Þorsteins-
dóttur, Þorsteinssonar, Snotm, Land-
eyjum, og Einar Pétursson húsa-
smíðameistari, Sigurðssonar, Magn-
ússonar, Hjartarstöðum, Eiðaþinghá,
og Guðlaugar Sigmundsdóttur, Jóns-
sonar, Vigfússonar, Fremra-Seli,
Tungu.
Ætt
í fóðurætt er Pétur ættaður í karl-
legg frá Hjartarstöðum, Eiðaþinghá,
en í kvenlegg frá Gunnhildargerði,
Hróarstungu, Gunnhildargerðisætt.
í móðurætt er hann ættaður í karl-
legg frá Syðri-Langey á Breiðaflrði,
Ormsætt. í kvenlegg er hann ættað-
ur frá Kambi í Flóa.
Pétur mun fagna upphafi seinni
hluta ævinnar á Hvannadalshnúk,
Öræfajökli, á fæðingarstundu
E.G.L.. Þangað era allir hans vel-
unnarar velkomnir. Ef símasam-
band verður í GSM verður númerið
897-9827.
Pétur Einarsson.
Karl Ágúst Úlfsson
Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rit-
höfundur, Heiðarási 27, Reykjavík,
er fertugur í dag.
Starfsferill
Karl Ágúst fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp fyrstu tíu árin og
síðan í Mosfellsbæ. Hann lærði á
píanó á unglingsárunum, lauk
stúdentsprófi frá MH 1977, lauk
námi frá Leiklistarskóla íslands
1981, stundaði nám í leikhúsfræð-
um, handritsgerð og leikritun í
Bandaríkjunum og lauk MFA-
prófi þaðan 1994.
Karl Ágúst hefur veriö höfund-
ur, ritstjóri, leikstjóri og leikari á
vegum Spaugstofunnar frá 1985 en
meðal verka þeirra má nefna
Sama og þegið, gamanþætti fyrir
útvarp; Með öðrum morðum,
svakamálaleikrit í ótal þáttum,
fyrir útvarp; Spaugstofuna,
skemmtiþætti fyrir sjónvarp;
‘89-’92 á Stöðinni, skemmtiþætti
fyrir sjónvarp;Enn eina Stöðina,
skemmtiþætti fyrir sjónvarp, og
Stöðvarvík, skemmtiþætti fyrir
sjónvarp. Þá hefur hann einnig
skrifað og leikið með Spaugstof-
unni í söngvafarsanum Örfá sæti
laus, sýndur í Þjóðleikhúsinu 1991,
og í áramótaskaupum ríkissjón-
varpsins 1985, 1986 og 1995.
Karl Ágúst hefur verið lausráð-
inn leikari frá 1981 og leikið í
fjölda leikrita á vegum Leikfélags
Reykjavíkur, Þjóðleikhússins og
Alþýðuleikhússins. Hann hefur
auk þess leikið í fjölda kvik-
mynda, s.s. Jóni Oddi og Jóni
Bjarna, í Útlaganum, Tilbury,
Nýju lífi, Dalalífi, Löggulífi og
Bóbó.
Frumsamin leikverk Karls
Ágústs, sem sýnd hafa verið á
sviði, eru: Allt er fertugum fært,
hátíðardagskrá á Amarhóli í til-
efni 40 ára afmælis lýðveldisins;
The Guarding Angel, í Ohio Uni-
versity Student Theater, 1992, og
MAP Theater, 1993; Body Parts, í
OUST 1993; The Iceman Is here, í
Ohio Playwrights Festival, 1994; A
Guy Named Al, í OUST, 1994; í
hvítu myrkri, í Þjóðleikhúsinu,
1996, og Fagra veröld, hjá LR, 1997.
Hann hefur auk þess samið leik-
gerðir að verkum annarra, s.s.
Boðið upp í morð, eftir John
Dickson Carr; Stundum koma þeir
aftur, eftir Stephen King, og Með-
an nóttin líður, eftir Fríðu Á. Sig-
urðardóttur.
Karl Ágúst hefur leikstýrt fjölda
verka í útvarpi og nokkmm sviðs-
verkum fyrir atvinnuleikhús, s.s.
Hremmingu, eftir Barry Keefe, hjá
LR; Maraþondansinum
eftir Horace McCoy hjá
LR og West Side Story
hjá Þjóðleikhúsinu.
Karl hefur þýtt hátt á
þriðja tug leikrita fyrir
útvarp og leiksvið, fjölda
smásagna og ljóða,
nokkrar skáldsögur og
kennslubók. Þá hefur
hann samið fjölda söng-
texta og ýmsar viðbætur
við önnur verk.
Karl Ágúst var m.a.
ritari skólafélags MH,
ritstjóri fréttabréfs nemendafélags
MH, var einn af stofnendum og lék
með Leikfélagi Mosfellssveitar og
með leikfélagi MH. Þá lék hann
með Skólahljómsveit Mosfellsbæj-
ar í fjölmörg ár.
Fjölskylda
Eiginkona Karls Ágústs er Ásdís
Olsen, f. 21.12. 1962, MA í fjölmiðla-
fræðum og dagskrárgerðarkona.
Þau hófu sambúð haustið 1987 en
giftu sig sumarið 1991. Ásdís er dótt-
ir Alfreðs Olsen, flugvélstjóra í
Garðabæ, og k.h., Halldóru Sigurð-
ardóttur húsmóður.
Dóttir Karls Ágústs og Ásdísar er
Brynhildur, f. 14.6. 1994.
Stjúpdætur Karls Ágústs og dæt-
ur Ásdísar frá fyrra
hjónabandi eru Bergþóra
Halldórsdóttir, f. 9.10.
1983; Valgerður Halldórs-
dóttir, f. 16.6. 1986.
Sonur Karls Ágústs frá
fyrrv. sambúð er Eyvind-
ur Karlsson, f. 6.12. 1981.
Systur Karls Ágústs era
Inga Úlfsdóttir, f. 4.12.
1962, sálfræðingur á
Skólaskrifstofu Reykja-
víkurborgar, búsett á Sel-
fossi; Linda Úlfsdóttir, f.
22.5. 1964, landfræðingur,
búsett i Garðabæ.
Foreldrar Karls Ágústs em Úlfur
Ragnarsson, f. 24.12. 1940, tækni-
maður í Mosfellsbæ, og Unnur
Karlsdóttir, f. 17.9. 1941, forstöðu-
kona heimilishjálpar.
Ætt
Úlfur er sonur Ragnars Þorsteins-
sonar kennara og k.h., Sigurlaugar
Stefánsdóttur húsmóður.
Móðurmóðir Karls Ágústs og
uppeldismóðir hans að hluta til:
Guðrún Eggertsdóttir. Móðurfaðir:
Karl Ágústsson bílstjóri.
Karl Ágúst tekur á móti vinum og
vandamönnum á heimili sinu í dag
frá kl. 20.00.
Karl Ágúst Úlfsson.
Fréttir______________________________________________
Líklegt að við bjóðum fram
- segir talsmaður „óánægjuhóps“ með bæjarstjórnina á Akureyri
DV, Akureyri:
„Menn eru ekkert sérstaklega á
því að láta nafngreina sig á þessu
stigi málsins, en að þessu standa
15-20 manns sem hafa verið að
spjalla saman. Þetta fólk hefur
áhuga á bæjarmálunum og ég tel
ekki nokkurn vanda að koma að
mönnum í bæjarstjórn ef boðið
yrði fram. Það er ömgglega hljóm-
grunnur fyrir framboði sem
þessu,“ segir Pétur Jósefsson, fast-
eignasali á Akureyri, en hann er
talsmaður hóps Akureyringa sem
er óánægður með bæjarstjómina
og hyggur að öllum líkindum á
framboð næsta vor.
Pétur segir að hópurinn sé mjög
óánægður með getulitla bæjar-
stjórn. „Á bæjarstjóminni er
klúbbform þar sem aldrei brýtur á
neinu, gerðirnar einkennast af
klaufaskap, s.s. sölunni á Krossa-
nesverksmiðjunni. Þá má nefna
skipulagsmálin, t.d. söluna á slysa-
varnahúsinu við Strandgötu,
íbúðabyggð og spennistöð era
byggð hvort ofan í öðm í Gilja-
hverfi og það hefur a.m.k. staðið
til að setja niður bensínstöð á mót-
um Hlíðarbrautar og Borgarbraut-
ar þrátt fyrir að íbúamir hafi lýst
yfir andstöðu sinni þegar eftir áliti
þeirra var leitað. Það er ekki tekið
tillit til vilja bæjarbúa og slíkt er
vanvirðing," segir Pétur.
Hann gefúr ekki mikið fyrir
störf bæjarstjómarinnar og nefnir
atvinnumálin í því sambandi.
„Okkur finnst bæjarstjóm Akur-
eyrar lítilla sanda og lítilla sæva.
Þarna fer helst engin umræða
fram nema um einhver smámál,
það brýtur aldrei á neinu, menn
gæta sín yfirleitt á því að vera
sammála. Svoleiðis samkoma leið-
ir engar hugmyndir af sér, þetta er
dauð hönd og minnihlutinn er
dauður."
Hvemig er ykkar áhugamanna-
hópur samansettur?
„Ég vil ekkert um það segja ann-
að en að þetta er alls konar fólk.
Við viljum sjá hvað flokksdeildir
landsmálaflokkanna héma ætla að
gera og sjámn til um næstu mán-
aðamót hvað hefur gerst. Ef ekki
verður um neina breytingu að
ræða forum við af stað,“ segir Pét-
ur.
-gk
Til hamingju með aímælið 4. nóvember
95 ára
Kristján Sigurðsson, Eyrargötu 6, Siglufirði.
90 ára
Guðrún Jónsdóttir, Melgerði 18, Kópavogi.
85 ara
Guðrún Ásgeirsdóttir, Álfaskeiði 64, Haftiarfirði.
80 ára
Sigríður Guðjónsdóttir, Mávahlíð 28, Reykjavík.
75 ára
Yiren Wang, Háaleitisbraut 47, Reykjavík. Þorgeir Þórarinsson, Marargötu 1, Grindavík. Þuríður Eymundsdóttir, Kolgröf, Lýtingsstaðahreppi.
70 ára
Ólafúr B. Steinsen, Hátúni 12, Reykjavík.
60 ára
Bima Eiríksdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Emma R.H. Jóhannesdóttir, Réttarholtsvegi 65, Reykjavik. Hjálmar Júliusson, Fellsmúla 12, Reykjavík. Margrét Valtýsdóttir, Holtagerði 16, Kópavogi.
50 ára
Birgir Pálsson, Borgarbraut 3, Borgamesi. Birgir tekur á móti gestum í félagheimili hestamanna- félagsins Skugga í Borgamesi, laugard. 8.11. frá kl. 20.00. Aagot Fougner Snorradóttir, Sigtúni 11, Selfossi. Burkni Dómaldsson, Túngötu 15, Suðureyri. Margrét Þórðardóttir, Hrafnagilsstræti 33, Akureyri. Per Roald Landrö, Miðvangi 11, Hafnarfirði. Ragnar Hafliðason, Stóragerði 15, Reykjavik.
40 ára
Anna Sigríður Erlingsdóttir, Bæjargili 39, Garðabæ. Bjöm Ármann Guðlaugsson, Norðurgarði 12, Hvolsvelli. Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Hlíðarvegi 37, ísafirði. Edeltrud Maria Mantel, Blesugróf 11, Reykjavik. Elínborg Jóna Ólafsdóttir, Brekkubyggð 32, Garðabæ. Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, Neströð 7, Seltjamamesi. Guðmundur Jónas Skúlason, Nesgötu 38, Neskaupstað. Guðrún Daníelsdóttir, Laugarásvegi 24, Reykjavík. Gunnar S. Einarsson, Brekku, Bessastaðahreppi. Gyða Sigríður Halldórsdóttir, Akurgerði 28, Reykjavík. Ingólfur B. Krisfjánsson, Björtuhlið 23, Mosfellsbæ. Jón Gunnarsson, Dvergabakka 14, Reykjavík. Kjartan Ágústsson, Furagmnd 73, Kópavogi. Krisfján Aðalsteinsson, Bólstaðarhlíð 54, Reykjavík. María Sif Kristjánsdóttir, Álftahólum 4, Reykjavík. Sveinn Aðalbjömsson, Lækjargötu 11, Sigluffrði.