Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 I iV
fréttaUós_____________________________________________________________
★ ★
Hugmyndir um breytingar á almennri löggæslu í Reykjavík:
Umferðarslys í Reykjavík
- meiösl og/eöa dauöi -
600
550
500
450
400
350
300
250
200
150
manns '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96
!
fiHÍ ■Blik !| mm9m ™ ‘ ' * V ... •/— L//543 J l/ 1 —t/ j
b———- i 287 mMk // 450 m * // i ; ^\íf\ r 1 ! 7/ ; ! 1 1
W |25l| vii 1 203 188 170 / J /ooq . - • r * ■ 1 ! "•j:/ k 1 1
Hætta er talin á að mikil sér-
þekking og sérhæfing tapist verði
umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík færð undir almennu
deildina, eins og nú er rætt um.
Eru þegar uppi efa- og óánægju-
raddir varðandi þetta ráðslag, en
það er enn á umræðustigi.
Ekki eru allir á einu máli um
mikilvægi umferðardeildarinnar
sem sjálfstæðrar fagdeildar. Eins
og DV hefúr greint frá eru nú
ræddar hugmyndir um breytingar
á almennri löggæslu í Reykjavík.
Forsenda þeirra er að tekið verði
upp fimm vakta kerfi í stað fjög-
urra vakta kerfis sem nú er viö
lýði. Þetta fimm vakta kerfi telja
hugmyndasmiðir lögreglunnar að
samrýmist öllum kröfum vinnutil-
skipunar EES, og muni það gagn-
ast vel.
Ein eining - ein stjóm
Það var í október í haust, sem
yflrstjóm lögreglunnar í Reykja-
vík sendi dómsmálaráðimeytinu
punkta um hugmyndir sínar. Sam-
kvæmt þeim skyldi m.a. leggja nið-
ur umferðardeild í núverandi
mynd, en sameina hana almennri
deild þannig að þær veröi ein ein-
ing undir einni stjóm. Einnig var
gert ráð fyrir flölgim lögreglu-
þjóna um 7 stöðugildi. Lögreglu-
mönnum í Grafarvogi verði flölgað
um 4. Að auki er gert ráð fyrir all-
nokkrum skipulagsbreytingum.
í framhaldi af þessu var settur á
stofn starfshópur með fulltrúum
frá dómsmálaráðuneyti, yfirstjóm
lögreglunnar í Reykjavík og Lög-
reglufélagi Reykjavíkur. Hefur sá
hópur haldið nokkra fundi um
málið þegar þetta er skrifað. At-
hygli vekur að yfirmaður umferð-
ardeildar, Hilmar Þorbjömsson, er
ekki í starfshópmun.
Um þá miklu
breytingu að
setja umferöar-
deildina undir
almenna deild
hefur Jónmund-
ur Kjartansson,
yfirlögreglu-
þjónn í Reykja-
vík, sagt við DV
að þar hafi menn
ekki í huga að
draga úr umferðargæslu, heidur
auka hana. Margir viðmælenda
DV hafa dregið í efa að það muni
ganga eftir.
í fyrsta lagi er bent á að aukning
á flölda lögreglumanna um 7
stöðugildi kosti um 20 milljónir
króna. Dómsmálaráðuneytiö hefur
tilkynnt að ekki séu fyrirliggjandi
flármunir til þessara breytinga.
Engu aö síöur hefúr ráöuneytið
gefið grænt ljós á undirbúning
þessara framkvæmda.
í hugmyndabanka lögreglimnar
er gert ráð fyrir að umferðardeild-
in verði sameinuð vöktunum á al-
mennu deOdinni til þess að fá
mannskap á fimmtu vaktina. Með
öðrum orðum, það á að leggja inn-
ferðardeildina niður í núverandi
mynd til þess að unnt sé að koma
upp fimm vakta kerfi með sama
mannskap og verið hefúr, að því
er virðist. Vart verður það fyrir-
komulag til þess að auka umferö-
argæslu í höfuðborginni.
Síðast en ekki
síst hafa menn,
sem hafa ára-
langa reynslu af
störfmn í um-
ferðardeild, bent
DV á að það taki
1-2 ár að þjálfa
upp góða um-
ferðarlögreglu-
þjóna. Mikil
hætta sé á að
kunnátta og reynsla tapist þegar
frá líður séu menn færðir milli
deilda. Sérhæfingin dofni því
menn einbeiti sér ekki að henni.
Þeir benda á að umferðardeildin
í höfúðborginni hafi haft marg-
þætt verkefni á sinni könnu, allt
frá umferðarsflóm og eftirliti,
móttöku þjóðhöfðingja og forseta-
fylgdar tfi tnnferðarfræðslu. Höf-
uðborgin hafi ákveðnar skyldur
gagnvart öllu sem heitir umferö og
að koma öllum sem fara um hana
þokkalega greiðlega milli staða.
Því sé brýnt að til staöar sé fagleg-
tn- hópur manna sem kimni til
verka.
Stórfjölgun slysa
Að öllu þessu samanlögðu þykir
ekki vænlegt að leggja sérhæfða
fagdeild af sem slíka, þegar haft er
í huga að bílum á höfuöborgar-
svæðinu fer flölgandi með ári
hverju og umferðin veröur að
sama skapi meiri og flóknari.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umferðarráði hefur umferðarslys-
um í Reykjavík flölgað jafnt og
þétt á síðustu tíu ártnn. Þróunina
má sjá á meðfylgjandi línuriti. Á
þessu tímabili hefur 51 maður lát-
ist í slíkum slysum í höfuðborg-
inni. Þessar tölur sýna að það er
sannarlega þörf á öflugri innferð-
argæslu. Sá kostnaður, sem henni
fylgir, er fljótur að skila sér aftur í
minni slysa- og tjónatíðni.
Innan umferðardeildarinnar
sjálfrar er ríkjandi mikil óánægja
með þá hugmynd að leggja deild-
ina niður í núverandi mynd. Bent
er á að starf umferðarlögreglu-
manna byggist fyrst og fremst á
eigin frumkvæði. Þeir þurfi að
vera sýnilegir og leita sér að verk-
efnum. Þaö sé þetta frumkvæði og
sjálfstæði sem sérhæfingin byggist
á.
Dæmi hafa verið nefnd um að
umferðarlögreglumenn hafi verið
settir á bíla á hverri vakt í al-
mennu deildinni til að efla umferð-
arlöggæsluna enn frekar. Útkom-
an hafi orðið sú að þeir hafi týnst
í málum almennu deildarinnar.
Þetta er nákvæmlega það sem
reyndir umferöarlögreglumenn
eiga við þegar þeir tala um hætt-
una á því að sérhæfingin tapist
þegar deildir verða sameinaðar.
Borgarstjórinn
vill eflingu
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur
sagt við DV að það þurfti að
styrkja löggæslu í borginni, þar
meö talið umferðarlöggæsluna,
þannig að hún verði sýnilegri en
veriö hefur. Raunar höfðu hug-
myndasmiðir lögreglunnar ekki
kynnt borgaryfirvöldum tillögur
sinar þegar þetta var skrifað, þótt
allmargir fúndir hefðu verið
haldnir um málið í samstarfshópn-
um. Gagnrýndi borgarstjóri þau
vinnubrögð í samtali við DV og
sagði aö borgaryfirvöld vildu
gjarnan fá þær til skoðunar áður
en þær yrðu að veruleika. Sagði
borgarstjóri að kallað yrði eftir
upplýsingum um málið.
En hvað sem hugmyndasmíðum
um framtíðarskipan lögreglumála
líður þá er Ijóst að það þarf að efla
umferðarlöggæsluna í höfuðborg-
inni. Hún hefur verið á undan-
haldi síðastliðin ár. Lögreglu-
mönniun í umferðardeild hefur
verið fækkað, flest hafa stöðugild-
in verið 43, en starfandi nú eru 31,
þar af tveir sumarmenn. Bifhjólin,
sem hafa þótt gagnast vel við um-
ferðarlöggæslu, hafa flest veriö 15
en eru nú 8.
Hver svo sem niðurstaða starfs-
hóps um breytingar á almennri
löggæslu verður má hún ekki leiða
til þess aö þar dragi úr einstökum
þáttum hennar á kostnað annarra.
Innlent
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Slóið somon í góðo jólogjöf
hondo longömmu, ömmu,
mömmu og ungu stúlkunni.
• Kópur
• Pelsor
• Heilsórsúlpur
*■ Ullarjokkor
• Mikið úrvol
• Kíkið ínn
Opið laugard. 10-22,
sunnúd. 13-17.
sníð
Mörkinni 6, sími 588 5518 Úlpo Litur: svort Kápo litur: svort, millibrúnt
ituttkápur litur: svort, brúnt______Pelsor: margir litir,