Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 JLlV
Dalshraun 1 • Hafnarfirdi • S:565-2105
úrvali.
Forbrennd jólatré.
Verðfrá kr. 220,-
(Ocm há).
Forbrennd Jóla-
tré með Ijosum.
Verð frá kr.
1470,-(án fylgi-
htuta) 7. tegundlr.
Fagmennska ífyrtrrumi
ffiðtal
Hermann Hreiðarsson er hér á æfingu með ítalska snillingnum Attilio Lombardo. Stefán Þórðarson var einnig á æfingunni. Hann er efst til vinstri á
myndinni. Viðtal viö Stefán er á bls. 46.
Krakkar! í kvöu
kemur Gluggagægir
til byggða.
JAPISð
Fór úr sfldarfrystingu í atvinnumennsku í knattspymu:
Forréttindi
- segir Vestmannaeyingurinn Hermann Hreiðarsson
„Þetta hefur gengið ágætlega það
sem af er. Tímabilið er rétt að verða
hálfnað og ef ég get enn sagst vera
ánægður þegar því lýkur verð ég
ánægður. Ég hef spilað miklu meira
en ég átti von á,“ segir Hermann
Hreiðarsson, atvinnumaður hjá enska
úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace, í
samtali við DV. Hermann var nýkom-
inn af videofundi og léttri æfingu á
æfingasvæði félagsins 1 Mitcham í
London. Stór dagur var fram undan
hjá kappanum, leikur gegn stórliðinu
Liverpool þar sem hann átti fyrir
höndum að glíma við Michael Owen,
Robbie Fowler og fleiri frægar stjöm-
ur. Það var ekki á þessum yfirvegaða
Vestmannaeyingi að sjá að hann kviði
morgundeginum.
Hermann segir að gott gengi Lár-
usar Orra Sigurðssonar og Guðna
Bergssonar í ensku knattspymunni
hafi orðið þess valdandi að menn
hjá Crystal Pcdace fóru að spyrjast
fyrir um íslenskan vamarmann.
Biðin borgaði sig
„Ég fór fyrst til þeirra í tvær vik-
ur í lok janúar sl., spilaði þrjá æf-
ingaleiki og gekk mjög vel. Þá var
mér boðinn samningur en mér leist
ekki alveg nægilega vel á hann og
heldur ekki aðstæðumar. Liðið var
( Stefán Jón Hafstein í Degi, 9.12. )
„í þessari bók er falinn óhemjulegur fróðleikur, settur fram
á tungumáli, sem flestum má vera auðskilið.“
( Sigurður Blöndal í Austurlandi, 27.11. )
„Sú frásögn er öll þess eðlis að lesanda fmnst
hann sjálfur vera staddur á söguslóð.“
( Gísli Sverrir Árnason í Eystrahorni, 4.12. )
Fæst í bókaverslunum um land allt.
Verð kr. 5.990,- m. vsk.
FJÖLL OG FIRNINDI
Mannlíf, saga, náttúra Dreifing:
þá i 10. sæti 1. deildar og samning-
urinn var ekki freistandi. Ég ákvað
að bíða og það reyndist það rétta í
stöðunni. Liðið fór upp og þeir
höfðu síðan aftur samband sl. sum-
ar. Ég neita því ekki að mér létti við
það.“
Hermann segist aldrei hafa verið
í vafa um að fara utan. Verið sé að
byggja liðið upp. Það sé talið í lak-
ari kantinum en spili í ensku úr-
valsdeildinni, deild sem henti hon-
um vel. Hann segist hafa þekkt gæð-
in og vitaö að hann hafi í „fullu tré
við þessa karla". Spumingin hafi
bara verið að fá sénsinn. Þegar
hann hall komið strax hafi málið
bara verið að standa sig.
Hefði horft út í loftið
„Ég vonaði alltaf það besta, þakk-
aði mínum sæla í fyrstu fyrir að
komast í hópinn en síðan fór ég að
fá að koma inn á. Kantmaður
meiddist hjá okkur og þá var komið
að mér að standa mig. Það var gott
að fá sénsinn. Maður horfði á þess-
ar hetjur í sjónvarpi á sínum tima
og það er vitanlega eins og draumur
að fá síðan að spila á móti þeim. í
mínum fyrsta leik var ég á bekkn-
um á móti Everton. Úti var sól og
blíða, 40 þúsund manns í stúkunni
og ég var hálffeginn að vera ekki
Hermann segir það forréttindi að fá
að lifa af þvi aö spila fótbolta. Talað
hefur verið um hann sem kaup ald-
arinnar í enska boltanum.
DV-myndir Pjetur
inni á. Ég veit ekki hvemig ég hefði
klárað mig út úr því, reikna allt
eins með að ég hefði bara horft út í
loftið,“ segir Hermann og hlær.
Hann bætir við að framkvæmda-
stjórinn hafi spurt sig að leik lokn-
um hvort þetta sé ekki eins og ís-
landi. Hann hafi svarað því til að
veðrið sé eins.
Hermann segist ekkert hafa átt
erfitt með að spila gegn stjörnuleik-
mönnum 1 Manchester United og Li-
verpool. Hann hafi fengið ágætis að-
lögun með þvi að byrja á því að
spila gegn smærri liðunum. Síðan
hafi málið bara verið að njóta þess
að fá að spila á Old Trafford. Það
hafl verið frábær upplifun, þrátt
fyrir að hann hafi skorað sjálfs-
mark.