Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 * I I : í i i I ! < i i \ I ★ * unglingar *★ -------- vesturbænum? Geimverur Krakkarnir í Frostaskjóli hlustuðu agndofa á Magnús Skarphéðinsson flytja fyrirlestur slnn um geimverur. DV-mynd S „Ég finn fyrir ótrúlega miklum áhuga ungu kynslóðarinnar. Ég held að það sé risavaxin geimveru- kynslóð aö vaxa úr grasi sem landiö mim erfa og menntakerfið gleypa," segir Magnús Skarphéöinsson sem orðinn er eftirsóttm: fyrirlesari í fé- lagsmiðstöðvum og víðar þar sem ungt fólk safnast saman. Umræðu- efhið er aöeins eitt: Geimverur. Síö- ast var Magnús með svokallað „geimverukvöld" í félagsmiðstöð- inni Frostaskjóli en hefúr farið víða um borg og bý með fyrirlestra sína. „Það gleður smáborgaralegt geim- veruhjarta mitt hvað unga fólkið, hefur mikinn áhuga á þessu. Það gefur algjörlega skít í ferkantaða heimsmynd menntakerfisins, sem gefúr ekkert út á þessi fræði. Þrátt fyrir tröllslegan áróður kerfisins gegn þessu hefur það ekkert virkað á unga fólkiö. Þetta er skondin en þægileg staöreynd,“ segir Magnús. En hvað skyldu krakkamir eink- um spyrja Magnús um? „Þau spyrja aðallega hvemig geimverur séu. Em þær vondar eða góðar? Trúa þær á Guð? Hvað era þær að gera hér á jörðinni og af hverju er ekki sagt frá komum þeirra? Til hvers er verið að leyna þessu? Þau spyrja um tilgang al- heimsins. Ég hef svo sem engin svör, eins og flestir aðrir, en sé þessa hluti í öðra ljósi af þekkingu minni á geimverufræði og spírit- isma. Fjöldi fólks í heiminum hefúr hitt geimverar og átt skoðanaskipti við þær. Þetta hefúr heillað krakk- anna einna mest,“ segir Magnús sem gefur krökkunum í vesturbæn- um bestu einkunn fyrir áhuga sinn og vitneskju á geimverum. „Þama vora strákar sem vora mjög vel lesnir í þessum fræðum. Það kom mér mjög á óvart,“ segir Magnús og bætir við að sumir krakkar þama í Frostaskjólinu hafi staðiö upp og lýst persónulegri reynslu sinni af yfimáttúrulegum hlutinn. „Það skal alltaf gerast í þessum fyrirlestram aö ég fæ eina eða fleiri sögm- frá fólki. Ég man eftir því í Menntaskólanum á Egilsstöðum í fyrra að nokkrir gáfu sig fram sem höfðu séð Lagarfljótsorminn. í eitt skiptið höfðu þrjár manneskjur séö kvikindið í tíu minútur!" -bjb Furðuljós á mynd Sturlu Þórs: Eitthvað óvenjulegt Meðal þeirra sem stóðu upp á geimverukvöldinu í Frostaskjóli og sögðu persónulega reynslu sína af yfirskilvitlegum fyrirbærum var Sturla Þór Friðriksson, 15 ára. Hann sagði frá ljósmynd sem hann tók út um glugga á Flug- leiðavél í háloftunum yfir Atlants- hafi á leiðinni til íslands í fyrra. Er filman var framkölluð sáust sérkennileg, þrjú rauð ljós á einni myndinni. Eng- um hefur til þessa tekist að skýra þennan Ijósagang. Því velta menn fýrir sér hvort hér sé um fljúgandi furðuhlut að ræða eða jafnvel geimskip. „Flestir sem sjá myndina halda að ljósin séu frá sólinni en það fæst ekki staðist. Ég held að þama sé eitt- hvað óvenjulegt á ferðinni," sagði Sturla Þór þegar hann kom og sýndi DV-mönnum myndina hér neðar á síðunni. Filman var framkölluð í ljós- myndabúðinni Myndinni við Ing- ólfsstræti. Einar Þórisson, sem þar starfar, sagði í samtali við helgarblaðið að myndin sýndi klárlega eitthvað afar óvenjulegt. Hann hefði með öllum sínum framköllunartækjum og tólum gengið úr skugga um að hér væri ekki um neinn ljósleka á film- unni að ræða, ekki endurspegl- un á glugga vélar- innar eða Ijós frá henni. Þetta gæti ekki heldur verið endurvarp frá sólu miöað við stööu hennar og skugganna á skýjabólstrunum. „Rauði liturinn á Ijósunum bendir líka til að þama sé svakalegur hiti. Hitastigið áreiðanlega meira en nokkur eldiu- getur valdið,“ sagði Einar. -bjb Sturla Þór Friðriksson. DV-mynd Hilmar Þór ★ ★ ★; ín hliðin ★ ★ Mikael Torfason ríthöfundun Kynlíf urriða meira spennandi „Bókin fjallar um 26 daga í lífi 16 ára stráks í Grafarvogi, 13 daga fyrir jól og 13 daga eftir jól. Strákurinn er ofvirkur, hugsanlega geðveikur," segir Mikael Torfason, 23 ára rithöf- undur sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu fýrir jólin, Falskan fugl. Hann segist hafa verið að skrifa eins og brjálæðingur í mörg ár. „Ég hef verið aö vinna kvikmyndahandrit og á aðra skáldsögu tilbúna til útgáfú," segir þessi imgi rithöfúndur sem hér sýnir á sér hina hliöina. Fullt nafn: Mikael Torfason. Fæðingardagur og ár: 8. ágúst 1974. Maki: María Una Óladóttir. Börn: Gabríel Darri og Kristín Una. Bifreið: Daihatsu Applause. Starf: Skriftir og það sem til fellur. Laun: Breytileg. Hefúr þú unnið í happdrættl eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Skrifa, lesa og stara út í bláinn. Hvaö finnst þér leiðinlegast að gera? Loka augunum. Uppáhaldsmatur: Rjúpan er best, engin spuming. Uppáhaldsdrykkur: Ýmsar teg- undir af bjór, gosdrykkjum, léttvíni og sterkum viniun. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ekki hugmynd. Uppáhaldstímarit: Fjölnir. Hver er fallegasta kona sem þú hefúr séð (fyrir utan maka)? Na- omi Campell í sleik við Madonnu og þær era naktar. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Mér er skítsama. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Hef hitt hana en gæti hugsað mér að grafa Þórberg upp. Uppáhaldsleikari: Gunnar Guð- mundsson stuttmyndabeib og H. Fordinn virkar alltaf. Uppáhaldsleikkona: Winona Ryder. Uppáhaldssöngvari: 2PAC Shak- ur. Uppáhaldsstjómmálamaður: Ég held með Össuri Skarphéðinssyni. Kynlíf urriða er meira heillandi en kynjasögur Davíös. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Lestin á Cartoon Network. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég get lesið og horft á X-Files um leið. Þess vegna segi ég X-Files. Uppáhaldsmatsölustaðiu*/veit- ingahús: Ég sakna fyrsta alvöra hamborgarastaðarins á Islandi. Mig langar að fá Tomma aftur. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég hlakka til að lesa ævintýri Nálvanna fyrir börnin mín. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið og rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Tví- höfði. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Horfi lítið á sjónvarp svo það skiptist jafnt á milli ís- lensku stöðvanna. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég held með Bryndísi Schram „af því að pabbi vildi það“. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Ég smyglaði mér inn á Hressó þrett- án ára og hef ekki lagt það á mig fyrir annan skemmtistað. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Er Siggi Sveins íþróttafélag? Stefnir þú að einhverju sérstöku f framtíðinni? Skrifa, skrifa og gefa út þar tO hver einasti jarðar- búi er búinn að lesa bók eftir mig. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Skrifaði og drap litla sæta kjúklinga. -sv Mlkael Torfason sendi fyrlr skömmu frá sér skáldsöguna Falskur fugl. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.