Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Qupperneq 46
'50 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 Aramótaferð Ferðafálags Islands í Þórsmörk: • Áramót með ævintýrablæ Áramótaferðir Ferðafélags tslands hafa verið famar samfellt frá árinu 1971. Þessar ferðir eru þekktar fyrir góðan anda og þær hafa ætíð notið mikilla vin- sælda. í þessum áramótaferðum hefur jafn- an ýmislegt skemmtilegt borið við og kannski ekki allt farið eftir nákvæmri dagskrá og því hafa ferðimar oft haft á sér ákveðinn ævintýrablæ og verið ógleymanlegar þeim sem tekið hafa þátt. Minnisstæðustu ferðimar em líklega þær þegar mikið hefur þurft að hafa fyr- ir því aö komast í Þórsmörk og síðan til baka aftur en oft hafa snjóa- og ísalög tafið fór. Að þessu sinni er útlit fyrir óvenju góða færð í Þórsmörkina ef ekki verða miklar breytingar á veðurfari fram að áramótum. Ferðafélagsferðin er þrír dagar. Hún hefst að morgni gamlársdags kl. 8 en vegna þessa þarf fólk aðeins að taka einn frídag í vinnu. Verðlagi er stillt í hóf. Ekið verður rakleiðis inn í Langa- rial í Þórsmörk þar sem gist verður í góðum og velupphituðum skála, Skag- tjörðsskála, í tvær nætur. Þegar hefur verið undirbúin fiöl- breytt dagskrá með gönguferðum við ailra hæfi, kvöldvökum, og gamla árið verður hvatt með áramótabrennu og flugeldasýningu. Ferðamenn sjá sér sjáifir fyrir fæði, en eldunaraðstaða er mjög góð en tvö eldhús eru í skálanum. Þá er einnig rúmgóð borðstofa í skálanum. Gestum til gleði verða með í fór tveir diljóðfæraleikarar sem munu leika und- ir söng á kvöldvökum bæði kvöldin. Snorradalur í Þórsmörk. Ferðafélagið hefur látið undirbúa sér- stök söngblöð svo allir geti tekið undir í fiöldasöng. Haldið verður til byggða á öðrum degi nýárs og ættu þá allir að mæta nýju ári endurnærðir eftir góða skemmtun og útiveru í óbyggðum. Enn eru nokkur sæti laus í þessa ferð en síð- ustu miðar verða seldir fyrir jól á skrif- stofu Ferðafélagsins i Mörkinni 6. Að lokum er vert að geta þess að síð- ustu ferðir Ferðafélagsins í ár fyrir utan áramótaferðina er sólstöðuganga á Esj- una þann 21. desember kl. 10.30 og blys- fór sem farin verður frá höfuðstöðvum Ferðafélagsins, Mörkinni 6, þann 28. desember kl. 17. Skíðagöngumaður á Fimmvörðuhálsi á leið á Goðaland. Árleg áramótaferð Útivistar í Þórsmörk: Arið kvatt í Básum Hrikaleg náttúrufegurð í Þórsmörk að vetri til. Rafkaup ÁRMÚLA 24* S: 568 15 18 Skáli Útivistar í Básum skartar vetrarskrúða. Áramótaferð Útivistar í Bása á Goðalandi er einn af stærri ferða- viðburðum ársins hjá Útivist. Ekk- ert jafnast á við áramót á þessum frábæra stað sem er einn sá fegursti á landinu, hvort heldur er að vetri eða sumri. Á þessum árstima skarta jöklar og fiöll á Goðalandi sínum fegursta vetrarskrúða. Snjóteppi liggur yfir öllu eins og silkimjúk ábreiða og allt er hvítt og fallegt yfir að líta. Ár og lækir ryðjast upp úr farvegum sínum vegna ísstíflna og umhverfið því stórfenglegt að sjá. Mitt í þess- ari einstöku náttúrufegurð eru Bás- ar þar sem skálar Útivistar standa, umvafðir snæbreiðum sem teygja sig upp á Réttarfellið, upp á Úti- gönguhöfða og alla leið upp á jöklana. Flugeldar í Strákagili í Básum safnast saman um hver áramót hópur fólks sem á það sam- eiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér í fámenni. Úti- vist gerir allt til þess að dvölin í Básum sé sem huggulegust og skemmtilegust, upphitaðir skálarn- ir eru í hátíðarbúningi og þegar dimmir er umhverfið lýst upp með kertaljósum. Á hverju kvöldi eru haldnar kvöldvökur þar sem fólk tekur þátt í söng, glensi og gamni. Fjörugt fólk spilar á hljóðfæri, stjórnar fiölda- söng og allir leggja eitthvað til mál- anna svo kvöldin verði sem eftir- minnilegust. Á gamlárskvöld verð- ur kveikt í stórum bálkesti og mun fólk safnast saman til að kveðja gamla árið og fagna því nýja við skin brennunnar og flugelda og blysa. Á nýárskvöld verður farin blysför inn í mynni Strákagils og fá allir afhent blys fyrir gönguna. í Strákagili fer svo fram mikil flug- eldasýning og verða gil og klettar lýst upp með blysum svo að stór- kostlegt verður um að litast. Gönguferðir viö allra hæfi Ekki er einungis séð til þess að fólk skemmti sér á kvöldin. Á dag- inn, meðan birta leyfir, er farið í gönguferðir, bæði léttar og svo aðr- ar sem eru erfiðari. Má þar nefna gönguferð inn Krossáraura og inn í tívannárgil í léttari flokknum en göngu upp á Réttarfellið og ef til vill upp á Útigönguhöfða í erfiðari flokknum. Þetta fer þó eftir færi og veðri hvern dag og er fararstjóri ávallt með i för. Einnig eru farnar gönguskíða- ferðir fyrir þá sem það vilja og er þá gengið um Krossáraura og víðar þar sem færð leyfir. Fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguferðir er far- ið í útileiki, til dæmis ratleiki. Eftir gönguferðirnar, þegar rökkva tek- ur, passar að kynda undir kötlun- um og gera allt klárt fyrir kvöld- verð. Ekkert er því til fyrirstöðu að kveikja undir grillinu og stendur allur búnaður skálanna gestum til ráðstöfunar við matseld sína. Yfir Fimmvöröuhálsinn Af ofantöldu sjá að það ætti að vera eitthvað fyrir alla og engum ætti að leiðast hjá Útivist í Básum um áramótin. Ferðin hefst með rútuferð úr Reykjavík þann 30. des- ember og er ekið sem leið liggur austur á Hvolsvöll þar sem stoppað er í skamma stund. Þaðan er síðan haldið áfram að Markarfljóti, farið inn Langanesið og í öllu farin hin hefðbundna leið yfir hjá lóninu við Gígjökul og áfram inn á Goðaland. Þeir sem ekki kjósa að fara hina hefðbundnu leið geta farið með Úti- vistarferð degi fyrr og farið að Skógum. Þaðan verður lagt upp á Fimmvörðuháls og gengið á skíð- um. Þessi ferð er ætluð þeim sem eru vanir á gönguskiðum og í góðri æf- ingu og einnig tilbúnir að takast á við óvænta veðraskelli sem geta komið þarna. Gist er í hinum glæsi- lega skála Útivistar á Fimmvörðu- hálsi um nóttina og síðan haldið áfram niður í Bása daginn eftir. Bú- ist er við að hópurinn komi þangað um svipað leyti og rútan og verður þá búið að hita skálann upp fyrir gesti. Komið verður til baka til Reykjavíkur 2. janúar. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Úti- vistar að Hallveigarstíg 1. Kristján Helgason Áning 1998 komin út: 300 gististaðir í máli og myndum Bæklingurinn Áning 1998 er kominn út. I Án- ingu er að finna yfirlit yfir 300 gististaði víðsveg- ar á íslandi. Öll helsta þjónusta gististaðanna er tí- unduð í bæklingn- um og einnig eru litmyndir af hverj- um gististað, auk þess sem fagrar landslagsmyndir prýða bókina. Áning er gefin út á íslensku, ensku og þýsku í 32 þúsund eintökum. Þá hefur Áning sett á stofn íslenska gis- tivefinn á Netinu en þar er að finna gagnlegar upplýsingar um alla þá fiöl- breyttu möguleika sem bjóðast á gistihúsum landsins. Slóðin er http: / /www.mmedia.is/aning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.