Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Side 15
DV LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 15 því draga þeir þá ályktun aö landnemarnir hafi fyrst og fremst lifað af kvikfjárrækt. Þeir hafi ekki náð að nema af inúítunum tækni til að veiða sjávarfang. Þegar loftslag tók að kólna á 14. og 15. öld sneyddist mjög um búskap þeirra og samkvæmt kenning- unni dóu íslendingamir út. Hvílík firra! Hefðu þeir félagar lesið Grímseyjarlýsingu sira Jóns Norðmanns frá 1849 hefðu þeir fundið skýringuna á gátunni um fiskbeinin. Þar segir klerkúr frá því að sökum skorts á heyjum hafi Grímseyingar blandað beinunum saman við hey og gefið skepnum. Afganginn notuðu þeir sem eldsneyti. Nú vill svo til að óbirtar niðurstöður íslenskrar vísinda- konu hrekja þetta endanlega. Hún hefur með dönskum félögum þróað aðferð til að mæla hlutfall sjávarfangs í fæðu landnemanna með samsætumælingum á beinaleifum þeirra. Niðurstaðan er þveröfug við félagana tvo: Hlutfall sjávarfangs eykst eftir því sem kólnar. Það sannar að íslendingarnir dóu að minnsta kosti ekki út í Grænlandi af því þeir kunnu ekki að veiða. Bjöm Jónsson á Skarðsá hafði sömuleiðis eftir fornum heimild- um að íslenskir veiðimenn í Norðursetu, fengsælli veiðislóð fyrir bjamdýr og rostunga norðan nýlendnanna, hafl gert húðkeipa: „Var brædd selfita borin í húðkeipa, ok uppfest við vind í úthjöllum, þar til þyknaði." Tekur þetta ekki af allan vafa um Dasaður var ek... Forseti lýðveldisins hefur öðrum fremur sett landafundi íslendinga á dagskrá ársins 2000. Þá verða þúsund ár frá því að Leifur heppni hóf skipulega leit að nýjum löndum í kjölfar þess að foreldrar hans, Eiríkur rauði og Þjóðhildur, sigldu með flota íslenskra skipa til Grænlands. Leifur fann Helluland, Markland og Vínland hið góða. í dag heita þessir staðir Baffineyja, Labrador og Quebec, auk þess sem hinar frægu Leifsbúðir, áfangastaður á leið til Vínlands, vom reistar á norðurodda eyjunnar sem við þekkjum sem Nýfundnaland. Þegar mcmnkynið leggur inn í nýtt árþúsund hyggjast islend- ingar standa fyrir miklum hátíðahöldum í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna. Davið Oddsson lýsti á Alþingi hugmynd- um sem stjómvöld hafa á borði sínu í þeim efnum. Af þeim má ráða að markmið stjórnvalda er ekki síst að laða hingað til lands straum ferðamanna af íslenskum uppruna. Grænlenska landnámið Það er sjálfsagt að lyfta landafundunum. Hitt er þó ekki síður mikilvægt að nota afmælið til að draga betur fram í dagsljósið sögu og afdrif hins íslenska landnáms á Grænlandi. Afrekið sem í því fólst er næstum týnt með þjóðinni í dag. Hinn venjulegi íslendingur hefur að sönnu óljósa hugmynd um að Eiríkur rauði sigldi til Grænlands og sonur hans Leifur fann Ameriku. Hann hefur hins vegar enga hugmynd um að íslensk nýlenda hjarði þar í fimm hundruð ár. Hann veit ekki að samtímamenn Eiríks rauða og niðjar þeirra byggðu hús, sem að umfangi stóðust samjöfnuð við híbýli konunga í nyrðri löndum Evrópú. Hann veit ekki heldur að grænlensku íslendingarnir gerðu haffær skip og stóðu í viðskiptum við Evrópu öldum saman. Við höfum sinnt þessum hluta arfleifðarinnar sorglega lítið. Fróðleiksfúsir íslendingar geta ekki leitað í alþýðlegar sögubækur til að kynnast til bærilegrar hlítar fortíð okkar í Grænlandi. Þær eru einfaldlega ekki til. Það er sannarlega tímabært að Islendingar hefji gagngerar rannsóknir á þessum merka þætti í sögunni. Þær hafa til þessa einkum hvílt á herðum erlendra manna, með misjöfnum árangri. í tilefhi þúsund ára afmælisins væri því tilvalið að sfjómvöld hefðu frumkvæði að ritun alþýðlegrar sögu landnámsins í Grænlandi og veittu jafnframt fjármagn til fræðilegra rann- sókna á því. Norrænn harmleikur Gátan um afdrif nýlendna okkar á Grænlandi, Eystri- og Vestribyggðar, er enn óleyst. Hvarf þeirra er þó líklega mesti harmleikurinn í samanlagðri sögu Norðurlanda. ívar Bárðarson var sendur árið 1341 í umboði Hákonar Björg- vinjarbiskups til að huga að góssi kirkjunnar í Grænlandi. Ári síðar kom hann til Vestribyggðar en fann þar engan mann, hvorki lífs né liðinn. Svo margt fjár var þó á stöðli að hann hlóð skip sitt kjöti. Hvað varð um fólkið? í Annalium farrago, sem Gísli biskup Oddsson ritaði í Skálholti vorið 1638, segir: „1342. Gráenlend- ingar féllu af fúsum vilja frá sannri trú og kristnum trúarbrögðum og eftir að hafa lagt niður alla góða siði og sannar dyggðir, vundu þeir sér til þjóða Ameríku ..." Hvað er að marka þetta? Sagnfræðin dregur þetta alfarið í Laugardagspistill Össur Skarphéðinsson ritstjóri efa. Herra Gísli ritaði annál sinn með hliðsjón af fomu bréfasafni Skálholtsstóls, sem síðar brann. Allar götur síðan hafa menn velt fyrir sér hvort hann hafi haft undir höndum heimildir um að hluti íslendinganna hafi flutt sig yfir til Ameríku. Eiríkur Gnúpsson, systursonur Harðar Hólmverjakappa, sem Oddaannáll segir að hafi verið vígður til biskups yfir Grænlandi, fór að boði Alberts erkibiskups að kristna heiðingja í Vínlandi 1121. Hann vissi því mætavel af tilvist þeirra og þekkti siglingaleiðina. Traust heimild segir að hver stórbóndi í Grænlandi hafi átt skip eða skútu. Híbýli þarlendra höfðingja voru jafnframt álíka stór og hús evrópskra konunga samtímans. Hvar fengu græn- lensku íslendingamir timbur i skip og hús? Rekaviður dugði tæpast til að refta stórhýsin í Görðum, Brattahlíð og viðar. Kann ekki að vera að þeir hafi sótt trjávið með reglulegum siglingum yfir til landsins sem kennt var við mikinn skóg sinn, Marklands? Annálar greina frá að fram undir miðbik fjórtándu aldar komu tréseymd skip af Marklandi til íslands. Gleymum ekki heldur hinni frægu grein Vilhjálms Stefánssonar um eskimóana sem hann fann á Viktoriueyju og höfðu ljósleitt hár. Gátan er að sönnu óleyst en fróðlegar vísbendingar lifa enn. Amerísk villukenning Örlög Eystribyggðar em jafn óljós. Þegar biskupsefnið Ög- mund Pálsson hrakti undir hana á leið til Vestfjarða árið 1519 sá hann glögglega menn á ferli og búpening í haga. Þá skipti áttum og skipið tók Vestfirði eftir fræga siglingu. Fór guðsmaðurinn með rangt mál? Var Jón Grænlendingur að ljúga þegar hann dreif 1542 til Grænlands og fann þar dauðan mann norrænan með „hettu á höfði vel saumaða, en klæði bæði af vaðmáli og selskinni. Hjá honum lá tálguhnífr boginn ok mjök forbrýndr ok eyddr ..." Tveir fomleifafræðingar, Bret- inn Paul Buckland og Banda- ríkjamaðurinn Thomas Mc- Govem, hafa undanfama áratugi rannsakað leifar íslendinganna í Grænlandi. Rannsóknir þeirra eru að mörgu leyti frábærar, ekki sist Bucklands, sem hefur með rannsóknum á skordýmm (!) sýnt fram á merkilegar staðreyndir um samskipti landa okkar og inúíta. En félagarnir hafa lent á herfilegum villigötum og sett fram fráleitar kenningar, sem íslendingar hafa til þessa í engu svarað. Buckland og McGovem rýndu í sorp fommanna og urðu hissa á því að finna hvergi fiskbein. Af að íslendingarnir höföu ágæt samskipti við inúíta, og lærðu af þeim? Dasaður ræðari Árátta íslendinganna til skrifta lét þá heldur ekki í friði í kulda Grænlands. Fjölmargir hlutir með rúnaristum hafa fundist allt fram á þetta ár. í fomleifagreftri í sumar kom upp eldgömul rúmfjöl þar sem rist var á frægasta nafn íslands: Björk. í vörðu i Norðursetu fannst umdeildur rúnasteinn, og norskur fræðimaður las úr honum að þar heföu þrír íslendingar verið á ferð árið 1333: „Erlingr Sighvatsson ok Bjarni Þórðarson ok Eindriði Oddsson laugardaginn fyrir gangdag hlóðu varða þessa ok rýndu vel.“ í Flóamannasögu segir af ferð Þorgils Orrabeinsstjúps á austur- strönd Grænlands í kringum árið 1000. Hann fann þar rekið árabrot, þar sem nafnlaus eigandi hafði lýst með rúnum hve dasaöur hann var þegar hann hafði dregið „oft ósjaldan/ár að borði/sú gjörði mér/sára lófa.“ Skáldskapurinn er aldrei langt undan hinu íslenska blóði. Ár Orrabeinsstjúps hefur líklega flust í munnlegum frásögnum gegnum aldirnar alla leið frá Grænlandi yfir á Austfirði íslands. Hún virðist að minnsta kosti afturgengin í merkilegri frásögn sem Árni Magnússon handritasafnari skrifaði inn í Grænlandstexta Björns á Skarðsá og kvaðst hafa effir magister Þórði Þorlákssyni, fyrir árið 1669: „Fyrir nokkrum árrnn síðan rak upp fyrir austan á íslandi ein ár af báti, er þannig var letrað á með rúnabókstöfum: „oft var ek dasaður (er) ek dró þik.“ “ Líkt og ræðarinn ókunni er hin grænlenska fortíð íslendinga dösuð af langri gleymsku. Hví ekki að nota þúsund ára afmælið til að lyfta henni úr glatkistu sögunnar og setja á verðugan stall?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.