Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 gikimkvöðull ársins 31 ★ ★ Skúli Þorvaldsson frumkvöðull ársins 1997 í viðskiptalífinu: Viljum taka forystuna „Maður verður að taka sínar ákvarðanir, burtséð frá því hvort þær eru réttar eða rangar. Ef þú tekur aldrei ákvarðanir þá gerist aldrei neitt. Svipað er með fjárfest- ingar. Ef þú kaupir hlut í 10 fyrir- tækjum þá verður eitthvað af því gott, en annað miður. Það er eins með ákvarðanir. Það er líklegt að tvær reynist rangar en átta réttar," segir Skúli Þorvaldsson, best þekkt- ur sem hótelstjóri Hótel Holts, í samtali við DV, en hann lætur nú um áramótin af starfi hótelstjóra og hverfur til annarra starfa. Dómhefnd fjðlmiðlanna DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins hef- ur útnefnt Skúla frumkvöðul ársins 1997 í íslensku viðskiptalífi. Skúli er forystumaður hóps íslenskra fjár- festa sem nú eiga 85% í bandarískri fiskskyndibitakeðju sem heitir Arthur Treacher’s. Hópurinn hefur aukið hlutafé sitt í fyrirtækinu meö þeim árangri að fyrirtækið hefur endurheimt tiltrú fjárfesta og hluta- bréf þess stigið verulega í verði. Skúli, sem er varaformaður stjóm- arinnar segir að stefnt sé að upp- byggingu þessa fyrirtækis og mögu- leikamir séu talsverðir á að það takist þótt ekki verði það neitt áhlaupaverk, heldur verði að vinn- ast með þrautseigju og- þolgæði. Skúli var fyrst spurður um ástæður þess að hann og fleiri íslendingar fjárfestu í þessu fyrirtæki. „Ég kom fyrst að Arthur Trecher’s sem fjárfestir árið 1993, bæði fyrir sjálfan mig og aðra. Fyr- irtækið vakti ekki sérstaklega áhuga minn umfram önnur og ég leit ekki á það öðmvísi en sem fjár- festingu í hlutabréfum sem væm keypt á lægra verði til að selja á hærra verði,“ segir Skúli. Gott tækifæri Skúli segir að seinna meir hafi hann farið að kynna sér fyrirtækið Arthur Treacher’s betur, ekki síst eftir að hann sjáifur og fleiri höfðu fjárfest meir í því. „Menn fjárfesta í fyrirtæki af því að þeir hafa trú á ýmsum þáttum, ekki sist á þeim sem reka það. Ef stjómendumir eru góðir er mun líklegara að eitthvað verði úr fyrirtækinu þótt það sé vissulega ekki algilt. Hjá Arthur Tr- eacher’s kynntumst við forstjóran- um. Hann átti 25% í fyrirtækinu og var mjög viðkunnanlegur maður sem hafði gert marga góða hluti. Hann hafði tekið við fyrirtækinu nánast út úr gjaldþroti og aukið um- fangið úr rekstri 33 veitingastaða i 163 þegar best lét, en var á þessum tíma kominn í blindgötu með það. Vinur minn og félagi hafði áður komið að þessu fyrirtæki árið 1992 sem fjárfestir og lagt í það fé en sá síðar að það þurfti meira til og einnig það að stjómandinn hafði ekki möguleika á að gera meira fyr- ir það. Hann hvorki réð við að leiða það lengra áfram né hafði tiltrú fjár- festa. Við félagi minn höfðum því áhuga á að gera eitthvað meira og ástæða þess að áhugi okkar jókst var sú að þetta er geysilegt tæki- færi. Við urðum því ásáttir um það við forstjórann að ráða nýjan stjórn- anda, mann sem kom úr þessum geira og hafði starfað við skyndi- bita- og fiskiðnað í 19 ár hjá öðm fyrirtæki sem rak 630 fiskskyndi- bitastaði. Það var mælt sterklega með þessum manni við okkur og við vildum fá nýtt blóð inn í fyrirtækið þar sem við töldum það vænlegt í því skyni aö endurheimta tiltrú nýrra fjárfesta. í baklás Ekki vildi þó betur til en svo að þeim nýja og þeim fyrrverandi samdi ekki og aftók sá síðamefndi að vinna með nýja manninum þannig að allt stóð fast. Ástæðan var sú að sá fyrrverandi hafði á sín- um tíma gert samkomulag við fé- laga mína umaö fara með atkvæðis- rétt þeirra. Ég hafði hins vegar aldrei gert neitt slíkt samkomulag og var því frír og frjáls. Þegar þama var komið og ailt stóð fast var mér nauðugur einn kostur að reyna að kaupa manninn út. Samningaviðræður um það stóðu síðan næsta hálfa árið en lyktaði á þann veg að það tókst á endanum að kaupa hann út með hjálp margra góðra manna og yfir- taka fyrirtækið. Við sem hópur eig- um nú í kringum 85% í fyrirtækinu. Þegar þama var komið var ég orðinn mun meira viðloðandi Arth- ur Treacher’s og farinn að taka þátt í því að breyta fyrirtækinu og orö- inn varaformaður í stjóm. í sjálfu sér var það ekkert tiltökumál þar sem sjóndeildarhringur minn hefur alla tíð náð út fyrir Faxaflóann og ég vitað að það væra fleiri tækifæri í heiminum en bara á íslandi þar sem aðeins búa 270 þúsund manns. Hugurinn hefur því alltaf leitað út fyrir landsteinana. Þátttakan í Arthur Treacher’s er ekki í fyrsta sinn sem ég leita fyrir mér utan landsteinanna, því að fyr- ir 11 áram stofnaði ég fyrirtæki ásamt tveimur öðrum vinum, sem heitir í dag Island Tours og er stað- sett í Þýskalandi, Sviss og Hollandi og sér um ferðir til íslands. Fyrir- tækið varð á sínum tima stærsti ferðaheildsali íslandsferða og flutti til landsins um 6 þúsund farþega og ársveltan varð nærri 500 milljónir króna. Þetta fyrirtæki seldum við Flugleiðum um síðustu áramót en Flugleiðir höfðu áður keypt fjórða part í því áriö 1991. Frumraunin var Island Tours Island Tours var í rauninni frumraunin hjá mér að fara á er- lendan markað og sjá hvað þar væri aö finna en einnig til að afla okkur viðskipta. En svo ég víki aftur að Arthur Treacher’s þá felst í þvi gott tækifæri. Skyndibitamarkaðm'inn, í þessu tilfelli í Bandaríkjunum, hef- ur vaxið gríðarlega undanfama ára- tugi og ei* enn að vaxa og á eftir að vaxa, vegna þess að tími fólks er meira og minna ásetinn af mörgu, svo sem tölvum, kvikmyndum, myndböndum og hveiju sem er. . Fólk vill vera heima hjá sér og - gefur sér.minni tíma til.að elda mat og matreiðslan er stöðugt að fasrast frá heimilum til veitingastaða. Þetta hefur veriö löng þróun og stórmark- aðimir í Bandaríkjunum og hér heima raunar líka hafa skynjað hana og að viðskiptavinimir vilja stöðugt meira tilbúinn mat, skyndi- bita, hvort sem er til að taka heim með sér eða að fá hann sendan heim. Þegar horft er á þennan markað í heild sést að vöxturinn hefur fyrst og fremst verið i ham- borgurum og Mac Donaldls verið þar í fararbroddi. Sterkir leiðtogar í öðrum gerðum skyndibita hafa önnur nöfn verið leiðandi í þessum iðnaði: í kjúklingunum var það Kentucky Fried en síðan kom besta dæmið; Boston Chicken sem síðar varð Boston Market og varð algjör bylting. Það var nefnilega ekkert nýtt við kjúklinginn hjá þeim. Hann var bara meðhöndlaður og fram- reiddur öðmvísi hjá Boston Market, ekki djúpsteiktur, heldur grillaður og settur í aðrar umbúðir með öðm meðlæti og seldur á huggulegum stöðum, bæði til að taka með sér eða neyta á staðnum. Fyrirtækið hrein- lega sprakk út, blómstraði um tíma. Ástæða til að þessi þekktu skyndi- bitanöfn hafa blómstrað er sú að þau höfðu sterka markaðsmenn, sterka leiðtoga sem drifu hlutina áfram og aðrir - önnur vörumerki nutu góðs af. Þegar litið er á fiskinn sem skyndibita þá hefur verið og er sterkasta fyrirtækið þar Long John Silver, sem íslendingar þekkja af gömlum viðskiptum og fleiri, en fyr- irtækið rak um tíma 1.300 staði. Það sem gerðist síðan með Long John Silver, sem sannarlega var ág- ætt fyrirtæki, var að það staðnaði gjörsamlega fyrir um 15 árum. Þetta var almenningshlutafélag sem ein- staklingur keypti upp að fullu og skuldsetti það á móti kaupunum með aðstoð banka og stofnana. Siö- an sat hann uppi með allan pakk- ann en réð ekki við fjármagnskostn- aðinn, lenti í vandræðum og bank- amir yfirtóku fyrirtækið. Síðan þetta gerðist hefur það ver- ið í fóstri hjá banka sem hefur eng- an áhuga á því sem slíku, heldur einungis áhuga á að losna við það aftur. Þess vegna er ekkert gert og engar nýjungar koma fram og hafa engar verið þar eða í fiskskyndibita- framleiðslu yfirleitt síöustu 15-20 ár. Af þeim ástæðum hefur mark- aðshlutdeild fisks sem skyndibita hrapað og er nú um 1,2% í Banda- ríkjunum af heildarveltu í skyndi- bitageiranum. Það er því til nokk- urs að vinna. Fiskurinn á möguleika Við vitum að fiskur er hollur og að það er áhugi fyrir því að borða fisk víða í Bandaríkjunum. Það hef- ur hins vegar ekkert verið gert fyr- ir þnnan markhóp lengi og enn er verið að bjóða því upp á sama gamla djúpsteikta fiskinn, sem í sjálfu sér er góður, en nýjungar hafa engar komið. Það vantar algjörlega foryst- una og hún er það sem við höfum áhuga á. Við teljum að við getum tekið for- ystuna, en vitum líka að það tekur tíma og verður erfitt. Spurningin er bara að hafa þolgæði til að yfirstíga erfiðleikana. Skyndibitamarkaður- inn er mikill samkeppnisrekstur og miklu skiptir að gæta aðhalds án þess að það bitni á gæðum vörunn- ar. Verð á hverri sölueiningu er lágt og afrakstur af henni því lítill þannig að umsetningin og hagræð- ingin felst í fjöld seldra eininga og í fjölda sölustaða. Af þessum ástæðum verðum við að stækka og erum því í viöræðum við fyrirtæki sem heita Skipperls og Seattle Crab Company á norð- vesturströnd Bandaríkjanna um kaup á 92 stöðum sem þeir eiga. Því fleiri sem staðirnir verða, þeim mun meiri verður hagræðingin. Hún felst einnig, auk þess sem fyrr er nefnt, í öllu sem heitir markaðs- starf og stjórnun og síðast en ekki síst í innkaupum. “ Gæðin verða í fyrirrúmi Arthur Treacher’s var á sínum tíma fimmti stærsti kaupandi á fiski af Iceland Seafood og Skúli seg- ir að fyrirtækinu hafi vissulega ver- ið umhugað um að halda viðskipt- unum áfram. „Við fundum hins veg- ar aðra aðila með sambærilega vöm en á hagstæðara verði. Við kaupum fisk af fyrirtæki í Seattle, villta rækju frá Flórída og síðan taílenska alda ferskvatnsrækju. „Við þurfum fyrst og fremst að huga að gæðun- um og að fá gott hráefni á góðu verði. Við munum aldrei fórna gæð- unum eins og t.d. Long John Silver hefur gert,“ segir hann. Skúli hefur stjómað Hótel Holti um árabil. Hótelið er viðurkennt gæðahótel og afbragðs veitingastað- ur. Skúli var spurður að þvi hvern- ig hann skilgreindi gott fyrirtæki. „Gott fyrirtæki byggist fyrst og fremst á aga og menn verða að byrja á sjálfum sér í þvi efni. Síðan verð- ur að hafa aga í rekstri, aga í fjár- málum og aga í hvívetna. Þetta er grundvallaratriði. Agi er nokkuð sem bæði er meðfætt en einnig lært frá uppeldi og umhverfi. Ég tel að það sé margt sem gerir hverjum og einum mögulegt að ná árangri í lífinu en yfirleitt liggur um 90% vinna að baki árangri en 10% hæfileikar. Ég held að manni sé fært að gera flest sem maður vill leggja fyrir sig, hafi maður á annað borð heilsu til. Undirstaðan sé elju- semi, þrautseigja og framsýni. Útivist og lestur Skúli Þorvaldsson er tvígiftur og á þrjú böm. Hann segir að áhuga- mál sín hafi mjög mikið tengst vinn- unni og viðskiptum yfirleitt. Hann kveðst lesa mikið, ekki einungis bsékur um athafnamenn og og við- skiptarit, heldur einnig reyfara. Þá skipar útivera, bæði skíðaíþróttir, göngur og hjólreiðar háan sess í lífi hans. „Ég er svo heppinn að hafa hitt lífsfórunaut, síðari konu mína, sem hefur sömu áhugamál. Við erum saman öllum stundum þar sem hún vinnur einnig mikið með mér. Hún hjálpar mér geysilega og er mér stoð og stytta," segir hann. Spurður um náms- og starfsferil segir Skúli: „Ég lauk Verslunarskó- lanum en fór síðan rúmt eitt ár til Spánar og las þar spænsku og spæn- skar bókmenntir. Síðan fór ég í lög- fræði hér heima og lauk henni árið 1968. „Ég ætlaði mér alla tíð í við- skipti og byrjaði að aðstoða föður minn sem var og er mikill athafna- maður eins og alþjóð veit. Ég vann við hlið hans í mörg her- rans ár en síðan skildu leiðir okkar að miklu leyti, okkur báðum til hagsbóta. Ég ætlaði mér aldrei út í hótelrekstur og ákvað að um fimm- tugt skyldi ég snúa við blaðinu, sjálfs mín vegna og kannski ann- arra líka.“ Hættir á Holtinu „Maður þroskast ekki meira ef * maður er alltaf að gera sömu hlut- ina og ég kann orðið þennan hótel- rekstur og túrisma mjög vel og get unnið við hann blindandi og þá er kominn tími til að takast á við nýja hluti," segir Skúli ennfremur. Hann kveðst hafa átt því láni að fagna að vinna með úrvalsfólki alla tíð sem reynst hafi honum vel og vonandi hsdi hann sömuleiðis reynst þvi vel. „Ég hef því ákveðið að hætta um áramótin og við Hótel Holti tekur ungur maður, Eiríkur Ingi Frið- geirsson sem búinn er að vinna með mér hér í 11 ár, afbragðs maður, vandaður og traustur. Hann hefur verið aðstoðarmaður minn undan- farin þrjú ár og tekur við fram- kvæmdastjóminni nú um áramótin og ég veit að honum mun farnast vel,“ segir Skúli Þorvaldsson, frum- kvöðull ársins 1997, að lokum. -SÁ r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.