Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 31
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 miðsijós 35 Sú saga gengur fjöllunum hærra í Hollywood aö ástarsamband þeirra Quentins Tarantinos leik- stjóra og leikkonunnar Miu Sor- vino sé á leiðinni í vaskinn. Nán- ustu vinir skötuhjúanna neita þessum orörómi sem hins vegar fékk byr undir báða vængi þegar sást til Sorvino að gera sér dælt við leikarann Val Kilmer. Þau Olyginn sagði... ... að leikkonan Meg Ryan væri meö nýjasta kvikmynda- samningi sínum komin í hóp tekju- hæstu leikkvenna Hollywood. Fyrir ró- mantísku gaman- myndina You Have Mail, þar sem hún leikur á móti Tom Hanks, fær hún litlar 780 milljónir króna. Tommi fær hins vegar helm- ingi meira fyrir sinn snúö, eða í kringum 1.500 milljónir. ... að söngkonan Mariah Carey væri þessa dagana aö uppgötva leikara- hæfileika sína. Hún er sögð í viðræöum við forráðamenn Disney-fyrirtækisins um að stjórna, leika og að sjálfsögðu að syngja í kvik- mynd um unga söngkonu sem dreýmir heimsfrægð. Ekki er vitað hvenær þessi mynd veröur gerð, eða hvort. ... að Kevin Costner stæði fastur á þeirri frásögn sinni að hann hefði veriö í viðræðum við Díönu prinsessu um að hún lék í kvikmynd með honum, fram- haldi af myndinni Bodyguard. Breska konungsfjöl- skyldan hefur hins vegar neitað þessum fregnum harðlega. Díana hafi aldrei rætt við Kevin um þessi mál en hann segir aö þeir konung- bornu ættu að tala varlega í þessum efnum. Hann vissi betur og Díana væri ekki til frásagnar. ... að þrátt fyrir mót- bárur á dögunum hefði leikarinn og Strandvörðurinn stælti, David Hass- elhoff, gert nýjan samning til þriggja ára um aö leika í þessum geysivin- sælu sjónvarpsþáttum. Um þessi sinnaskipti segir David það hafa ráðið miklu að þættirnir hefðu bók- staflega bjargað mannslífum! að leikkonan unga og villta, Juli- ette Lewis, hefði brostið í grát þegar hún sá kvikmynd Woodys Harrel- sons, Velkomin til Sarajevo. Þetta snart hana svo mik- ið að hún haföi umsvifalaust sam- band við góðgerðarsamtökin Björg- um börnunum og spurði hvernig hún gæti orðið þeim að liði. Góð stúlka eftir allt saman. Tarantino og Sorvino: Ástin uppleyst? hafa verið í tökum á myndinni Sight Unseen og líklega ekki feng- ið nóg af hvort öðru við það. Sorvino og Kihner sáust halda hönd í hönd er þau komu á Tarantion og Sorvino. Hvað skyldu þau verða kærustupar lengi? ónefndan veitingastað í Hollywood og á öðrum stað, opinberlega, sat hún í kjöltu knúsarans sem nudd- aði bak hennar og axlir blíðlega. Hvort þetta er hluti af því að lifa sig inn í hlutverkin skal ósagt lát- ið. Tarantino virðist einnig ýta undir fyrrnefndan orðróm með hegðun sinni. Það sást til hans á þekktum skemmtistað i Los Angel- es í blíðuhótum við eina óþekkta rauðhærða píu. Atlot þeirra gengu svo langt að þjónar sáu ástæðu til að stöðva leikinn þegar Tarantino var kominn undir borðið að gæla við tærnar á þeirri rauðhærðu. ’ Eða svo segir sagan... 5. JANÚAR VERÐUR DRAUMURINN AÐ VERULEIKA LÁTTU SJÁ ÞIG AVENSIS frá TOYOTA Tákn um gœði *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.