Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 22
Lynn Rogers var sautján ára og hafði nýlokið námi með hárri aðaleinkunn. Þótt ýmsum veittist erfitt að fá starf í London árið 1990 fékk hún vinnu í verðbréfafyrirtæki i þeim borgarhluta sem hún bjó í, Catford. Faðir hennar var fráskilinn, en hún átti eina systur, tveimur árum eldri, og bjuggu þau þrjú saman. 1 raun var hér um hæglátt fólk að ræða sem barst lítið á og segja má að Lynn hafi verið sú eina af þeim þremur sem átti sér sérstakt áhugamál. Skömmu eftir að hún fór sjálf að hafa tekjur keypti hún hestinn Duke, sem var þá tólf vetra, og brátt urðu þau nær óaðskiljanleg. En Lynn var ekki lengi í paradís, því verðbréfafyrirtækið varð gjaldþrota og þá stóð hún uppi atvinnulaus og án tekna. Draumatilboðið Lynn Rogers Var ekki í neinum vafa um að hún var illa stödd. Það gat tekið langan tima að finna starf, ef það væri þá hægt. Þangað til yrði hún að fara sparlega með það fé sem hún átti, en eitt hafði hún þó ákveðið að leyfa sér. Duke myndi hún halda, svo lengi sem þess væri kostur. Hófst hún nú handa um atvinnuleitina. Fljótlega fékk hún tilboð frá ferðaskrifstofu, en launin voru ekki há, jafnvirði um hálfrar milljónar króna á ári. Hún ákvað því að reyna að finna sér betri vinnu. Hún sendi hundruð umsókna og ein þeirra var stíluð á fyrirtæki í Greenwich sem hét „Afrískt baksvið". Tveimur dögum síðar hringdi til hennar maður og bauð henni starf. Hún varð himinlifandi því launin voru ágæt, árstekjurncir sem heitið var jafnvirði um tveggja milljóna króna. Vart var við því aö búast að sautján ára stúlka gæti fengið betra túboð og þar að auki var starfið að hluta til fólgið í viðskiptaferðum til útlanda. Maðurinn sem bauð það sagðist vera á leið til útlanda til að ganga frá samningum og lagði til að þau ræddu saman í lest sem hann tæki til flugvallarins. Þetta var dálítið óvenjuleg tiihögun, en starfið freistaði Lynn og hún hélt á fund mannsins. Hvarfið Að morgni 4. september sagði Lynn föður sínum að hún væri að fara á fund manns sem hefði boðið sér starf og ætti hún að hitta hann á Charing Cross járnbrautarstöðinni. Hún hringdi svo til unnusta síns og ákváðu þau að hittast klukkan átta um kvöldiö. Síðan fór hún að heiman en sást ekki á lífi eftir það. Um níuleytið um kvöldið hringdi unnusti hennar í föður hennar og sagði að Lynn hefði ekki komið. Faðirinn, Derek Rogers, varð strax órólegur og hafði samband við lögregluna, sem sendi lýsingu á henni á lögreglustöðvar í London og næsta nágrenni. Rannsóknar- lögreglan minntist svipaðs hvarfs fimm árum áður. Stúlka, Suzy Lamplugh, hafði farið í viðtal vegna starfs og viku síðar hafði lík hennar fundist en morðinginn hafði aldrei náðst. Douglas Auld fulltrúi fór vel yfir allt sem honum var sagt um hvarf Lynn og taldi að of margt væri líkt með þessum tveimur málum til þess að um tilviljun gæti verið að ræða. Auld var af gamla skólanum og trúði á nákvæma rannsókn. Hann byrjaði þvi á að kynna sér allt sem tO var á heimili hennar og tengdist starfsumsóknum. Farið skyldi til allra sem hún hafði sótt um vinnu hjá. Það reyndust nokkuð hundruð fyrirtæki og var ljóst að ræða yrði við nokkur þúsund manns. En Auld og hans menn settu það ekki fyrir sig. Líkið finnst Næstu fimm daga gerðu faðir og systir Lynn og rannsóknarlögreglan sér vonir um að hún fyndist á lifi, en svo barst um það tilkynning að lík hefði fundist í skurði nærri þorpinu Rotherhurst. Staðurinn var ekki langt frá frá bænum Crowborough, en þar er einn viðkomustaða lesta frá Charing Cross j árnbrautarstöðinni. Ljóst var að Lynn hafði verið myrt og að morðinginn hafði myrt hana með berum höndum. Ekki var nein merki kynferðislegs ofbeldis að sjá, en á úlnliðum og ökklum voru merki eftir reipi. Helst var því að sjá að Lynn hefði verið haldið fanginni. En það vakti sérstaka athygli að tannafor voru á kinn hennar. Blöð, útvarp og sjónvarp voru nú beðin um að lýsa eftir þeim sem gætu á einhvem hátt varpað ljósi á hver stóð að hvarfl Lynn. Það bar nær strax þann árangur að leigubílstjóri skýrði frá því að þar sem hann hefði beðið við Charing Cros stöðina hefði hann séð stúlku sem kæmi heim og saman við lýsinguna á Lynn Rogers stíga inn í ljósbláan Vauxhall-bíl. Hann sagði hana hafa verið í fylgd lágvaxins manns sem hefði reykt vindil. Önnur vitni Daginn eftir gáfu tveir piltar sig fram. Þeir sögðust hafa séð Lynn og þótti það trúverðugt því þeir voru gamlir skólabræður hennar. Báðir höfðu tekið vel eftir manninum sem hún var þá með. Þeir sögöu að hann væri um þrjátíu og fimm ára, um 160 sm hár, með dökk augu og snöggklipptur. Þá gátu þeir lýst andlitsdráttum svo vel að teiknari gerði mynd af manninum og var hún hengd upp á öllum jámbrautarstöðvum í landinu. Meðan myndinni var dreift fann rannsóknarlögreglan nýja vísbendingu. Hún komst að því að mörg fyrirtæki notuðu sama pósthólf og sóttu fulltrúar þeirra bréfin í það. Eitt þeirra var „Afrískt baksvið" og lágu mörg ósótt bréf til þess f hólfinu. Maðurinn sem rak „Afrískt baksvið" reyndist vera Wayne Scott Singleton og vakti það sérstaka athygli að hann hafði engin bréf sótt frá þeim degi er Lynn hvarf. Var nú hafist handa um að kanna fortíð Singletons og kom þá í Ijós að hann var langt frá því að vera heiðvirður maður. Hafði hann fengið marga dóma fyrir þjófnaði, líkamsárásir og ofbeldisverk. Handtakan Auld fulltrúi fór gamgæfilega yfir sakaskrá Singletons og eftir því sem hann kynnti sér feril hans betur sannfærðist hann æ meira um að þar gæti verið á ferðinni sá maður sem leitt hefði Lynn í gildru og síðan ráðið henni bana. Margt í fortið hans gaf vísbendingar um tilhneigingu sem gat hafa leitt til morðs hennar og reyndar líka morðsins á Suzy Lamplugh fimm árum áður. Singleton var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Var á hann borið mannrán og morð. En hann harðneitaði að vita nokkuð um örlög Lynn. Og þar eð Auld hafði engar beinar sannanir gegn honum, aðeins vísbendingar, varð hann að láta Singleton lausan. Rannsóknarlögreglan hafði hins vegar gert blöðunum aðvart um að hann hefði verið handtekinn og yfirheyrður og því leituðu blaðamenn til hans eftir að honum var sleppt. Singleton færðist í fyrstu undan að ræða við blaðamennina en féllst loks á að veita „Daily Express" viðtal. Þar var hann spurður um meinta aðild hans að morðinu á Lynn Rogers, en sem fyrr neitaði hann með öllu að vita nokkuð um örlög hennar. Unnustan skerst í leikinn Singleton átti sér unnustu og það gat vart farið hjá því að hún læsi viðtalið. Þar var vikið að mörgu því sem talið var geta tengt hann morði Lynn. Unnusta Singletons var hugsi eftir lesturinn en ákvað siðan að hringja í lögregluna. Sagði hún frá því að hann hefði lagt bO sínum við húsið sem hún bjó í. Um væri að ræöa ljósbláan Vauxhall-bíl.<ep> Hlustað var með athygli á frásögn ungu konunnar og ekki þótti það draga úr líkunum á að hún hefði rétt fyrir sér er hún grunaði Singleton um verknaðinn er hún skýrði frá því að hún byggi skammt frá heimOi Rogers-fjölskyldunnar.< En það sem mestu skipti um framburð vinkonu hins grunaða var frásögn hennar af snældum sem Singleton hefði lesið inn á. Hún hefði hlustað á upptökurnar og væri greinOegt að hann hefði verið að æfa sig í að setja fram freistandi starfstOboð. Auld og samstarfsmenn hans sóttu snældumar í skyndi. Singleton skyldi að minnsta kosti fá að gera grein fyrir því hvaða störf hann væri að bjóða og hveijum og með hverjum hætti hann hygðist geta staðið við tOboð sín um vel greidda vinnu, því hagur hans og staða gáfu ekki tO kynna að hann gæti það. Sönnunargögn í bíl Ljósblái VauxhaO-bíOinn fannst eftir tOsögn vinkonu Singletons. Við fyrstu sýn var ekkert í honum að sjá sem virtist geta tengt hann morðinu. En tæknimenn voru kaOaðir á vettvang og tóku þeir bOinn tO sérstakrar rannsóknar. I honum fundu þeir trefjar úr efni sem reyndist það sama og í fótum Lynn. Er hér var komið var ljóst að grundvöOur var fenginn fyrir því að handtaka Singleton og var það gert. Jafnframt var gengið frá nákvæmri skýrslu tO saksóknaraembættisins, sem gaf skömmu síðar út ákæm fyrir morð. Mál Waynes Scotts Singleton kom fyrir rétt 1992. Sannanir gegn honum þóttu sterkar, en það var þó fyrst þegar tannlæknir hans gaf sig fram sem ljóst varð hve iOa ákæröi stóð.<ep> Tannlæknirinn skýrði frá því að hann hefði séð mynd af Singleton í sjónvarpinu. Þá hefði hann minnst þess að nokkrum árum áður hefði hann smíðaö i hann óvenjulega brú. Sagðist tannlæknirinn hafa geymt mótið. Það var nú borið saman við tannförin á kinn Lynn og var þá ljóst að Singleton hafði bitið hana. Dómurinn Eftir framburð tannlæknisins og samanburðinn á mótinu og bitforunum lék aldrei neinn vafi á hverjar lyktir málsins yröu. Kviðdómendur voru aðeins stundarfjórðung að komast að niðurstöðu. Singleton væri sekur. Hann fékk lífstíðarfangelsi með ákvæði um að hann mætti ekki láta lausan fyrr en hann hefði setið inni að minnsta kosti tuttugu ár. Aldrei tókst að tengja Singleton morðinu á Suzy Lamplugh. Það er enn óupplýst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.