Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 * 34 viðtal Irma, ekkja Islandsvinarins Grigols Mastjavarianis, komin til íslands ásamt dóttur þeirra: Vió munum áreiðanlega flest eftir honum Grigol Matsjavar- iani, íslandsvininum sem upp á eigin spýtur fór aö læra íslensku í heimalandi sínu, Georgíu. Þeg- ar þetta fréttist var honum og eiginkonu hans, Irmu, boðið til íslands af Davíð Oddssyni forr- sœtisráðherra. Dvöldu þau hér um hríð á meðan Grigol var við frœðastörf. Þær hörmungarfrétt- ir bárust síðan til landsins á vormánuðum 1996 að Grigol hefði farist í bílslysi í Tbílísí, höfuðborg Georgíu og heimabœ hans. Hann skildi eftir sig Irmu og litla dóttur þeirra, Tamar. Nú eru þær mæðgur komnar til íslands og hafa verið hér frá því í sumar en Irma hóf nám í ís- lensku við Háskóla íslands í haust. Helgarblaðið heimsótti þær skömmu fyrir jól þar sem þær búa í Stúdentagörðunum. Búnar að koma sér fyrir í lítilli íbúð sem vinir þeirra og velunnarar hér á landi hafa aðstoðað við að gera huggu- lega. „íslenskan er mjög erfitt tungu- mál en þetta gengur bara ágætlega," sagði Irma þegar hún tók á móti blaðamanni. Viðstaddur var fjöl- skylduvinur þeirra, Guðni Th. Jó- hannesson sagnfræðingur, sem var einn þeirra fyrstu sem Grigol og Irma kynntust hér á landi. í gegn- um georgískan skólafélaga Guðna í Englandi sendi Grigol honum bréf og spurði hvemig hann gæti komið til íslands og fengið vinnu. Þá hafði hann laert íslensku eingöngu á því að lesa íslendingasögurnar og fleira lesefni sem Friðrik Þórðarson, háskólakennari í Ósló, þá staddur í Moggans og eftirleikinn muna flest- ir. Ekki leið á löngu þar Grigol og Irma voru komin til íslands í boði stjómvalda. Guðni var okkur til halds og traust ef tungumálaörðugleikar kæmu upp en þess þurfti varla, Irma hefur greinilega náð ágætum tökum á tungumálinu á þessum stutta tíma. Hún hafði líka örlítið kynnst íslenskunni þegar hún kom hingað með Grigol. Fylgist með okkur „Það var mjög erfitt að koma hingað aftur án hans en ég flnn stundum fyrir honum. Hann er ör- ugglega að fylgjast með okkur,“ sagði Irma en eitt er það sem Grigol fmnst áreiðanlega vænt um. Hún hefur staðið í því að koma eftirliggj- andi verkum hans á prent í Georg- íu. Það era þýðingar hans á nokkrum Islendingasögum sem komnar eru út í tveimur bókum, m.a. Grænlendingasaga, Gunnlaugs saga Ormstungu og Sturlunga. En þetta er ekki allt. Hér á landi er ver- ið að þýða georgísk ævintýri og þjóðsögur sem Grigol hafði framþýtt yfir á íslensku. Pjetur Haf- steinn Lárasson vinnur að frágangi þeirrar bókar. „Það er betra fyrir mig að klára þetta. Að koma þeim verkum út sem hann hafði skrifað. Hann hefði vilj- að það,“ sagði Irma. Ekki eina fráfallið Skyndilegt fráfall Grigols var henni skiljanlega erfitt. Hún sagðist lengi á eftir ekki hafa viljað hitta fólk. Þá bjó hún ásamt Tamar hjá öldruðum foreldram Grigols sem áttu mjög bágt. Ekki bætti úr skák að eldri sonur þeirra lést nokkrum mánuðum eftir dauða Grigols. Irma flutti til foreldra siirna fyrr á þessu ári til að skipta um um- hverfí og öðlast styrk á ný. Síðan fór hún að fá hringingar frá vin- um á íslandi sem vildu að hún kæmi aftur þangað. „Mér fannst vænt um að fá þessar hringingar. Ég man að þegar við Grigol giftum okkur fann ég strax að það var fátt annað sem komst að hjá Grigol en ísland og aftur ísland. Við höfum mætt af- skaplega miklum velvilja hérna og hlýhug," sagði Irma. Frá komu Grigols og Irmu til íslands fyrir fimm árum. Davíö Oddsson og kona hans tóku á móti þeim í Leifsstöö fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Grigol vissi varla hvernig hann átti að ávarpa Dav- íö, kunni aöeins íslendingasögurnar og ávarpaði hann „herra konung". DV-mynd ÆMK Grigol og Irma kynntust í háskólanum í Tbílísí í Georgíu 1988 og ári seinna voru þau gift. Þaö var ást viö fyrstu Sýn. DV-mynd GVA Georg- iu, lét honum í té. Það varð úr að Grigol skrifaði bréf sem birtist Velvak- anda Herra konungur! Hún gat ekki annað en hlegið þegar hún riíjaði upp heimsókn þeirra hingað. Davið Oddsson tók á móti þeim og Grigol vissi varla hvernig hann átti að heilsa hon- um. Hafði eig- inlega aldrei heyrt ís- Irmu og Tamar Matsjavariani líður vel á íslandi en þær hafa dvaliö hér í hálft ár. Irma aö læra íslensku í Háskólanum og Tamar í Melaskólanum. DV-mynd Hilmar Þór notaðist við íslenskuna sem hann hafði lært af fornbókmenntunum og titlaði Daviö „herra konung". Líklega sá eini sem hefur ávarpað hann konung við opinberar mót- tökuathafnir! „Þegar við vorum búnir að vera hérna um nokkurn tíma var fólk farið að þekkja hann vel, enda stór, dökkur og með skegg. Ég man að einu sinni mætti honum ungur piltur, hálfgerður pönkari, sem bað hann að lána sér „sígar- ettu“. Grigol leiðrétti hann og sagði að hann ætti að segja „vind- lingur". Strákurinn horfði á hann og sagði: „Ó, já, þú ert þessi pró- fessor frá Georgíu" Þetta fannst okkur skemmtilegt," sagði Irma og hló. Ást við fyrstu sýn Irma og Grigol giftu sig fyrir átta árum. Þau höfðu kynnst árinu áður í háskólanum í Tbilísí. Hún var í málfræði og hann í lögfræði. „Þetta var ást við fyrstu sýn,“ sagði Irma og brosti blíðlega. Ástin bar ávöxt skömmu eftir giftinguna, hana Tamar, sem fæddist 1990. Irma sagði að henni liði vel hér á landi. Hún gengur í Melaskóla og líkar mjög vel við kennarana og krakkana. „Ég óttaðist að henni myndi ekki líða vel hérna. Að þurfa að skipta um heimili, skóla og vini. En þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hún bíð- ur spennt eftir jólunum," sagði Irma en þær mæðgur þurfa í raun að halda tvenn jól. Fyrst þau ís- lensku en síðan þau georgísku í janúar. Þar er reyndar gert meira úr nýárshátíð en jólum. Veislugleði í Georgíu „Georgíumenn era veisluglaðir og við höldum veislu nær látlaust fyrstu tvær vikur mánaðarins," sagði Irma og tók fram að landar sínir skemmtu sér öðravísi en ís- lendingar. Drykkju meira af létt- víni, enda gjöful vínræktarhérað til staðar í Georgíu. Jólamaturinn ís- lenski er allt annar en hún er vön. í Georgíu er hann meira kryddaður en svínakjöt þó algengt á borðum. Ekki var úr vegi að spyrja hana um jólasveininn í Georgíu. Hann klæðist ekki ósvipað og nútíma jóla- sveinn okkar íslendinga, í rauðum klæðum og meö skegg. En hann er bara ekki kallaður jólasveinn held- ur Snjóa-afi. Er það góður karl sem færir börnunum gjafir um jólin. Þegar hún var spurð að lokum hvað þær Tamar ætluðu að vera lengi á íslandi sagðist Irma eiga er- fitt með að svara. Hana langaði til að klára námið og sjá svo til. „Tamar líður vel héma en ef ég verð kannski þrjú ár í viðbót verð- ur mjög erfitt að snúa til baka til Georgíu. Þá þarf hún að fara að læra georgísku upp á nýtt. Það gæti orðið erfitt," sagði Irma á meðan Tamar tiplaði á tánum um íbúðina, að farast úr jólaspenningi. Reyndi að haga sér vel því hún hafði fengið kartöflu í skóinn um morguninn! -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.