Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 Jl> V 52 kvikmyndir SIM! 551 6500 Laugavegl 94 LtUU NY ISLENSK GAMANMYND EFTIR ARA KRISTINSSON MESf Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. DEHI MOORE . ía_ lólamynd 97* ÉeiiffijórírRiáltfy Scolt (Alien, rj l'Bftíc'Runner, TÍYeíma and Loiiise.iM islnfU Rain). , • .) v Atlallilin verk: Demi Moore. , - a n es I o ra*kilega í gegn í Bandafjki11miln ou sat 2 vikur á loppinnm. liosargdlan Demi Moore fiefur tddrei verið flottari. . G.~L i Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. DV i AS Dagsljós irkirk 5.V. Mbl | irkirk U.D. DV Hetjur fínnnNt á ólfldegustu atöðum... M Sling Bladc Sýnd kl. 1, DENI Í100RE Jólamyn l»U Al) \ TiujÁÁr*. ' ~r SIÁMAN l eikstjóri: Ridley Scotl lAlied. Blácle Runner, 1 helma and t duise, Black RainL Aðalíilutverk^.<1 l>emi MooreV^ Sími 551 9000 Jarie" sló rækilego í gcgn i’ Bandaríkjunum.og sat 2 vikiir á t o p p i n um. 11 asa rgel 1 anP emj Moore helur áldri-j Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. Sýnd kl. 1, 3 og 5. ALVÖRU BÍÓ! mpolby STAFRÆNT HLJÓÐKERFi I I |_l \( ÖLLUM SÖLUM! 1 H T O P i % O í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 19.-21. desember. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur. Leonardo DlCaprlo og Kate Wlnslet berjast fyrir lífi sínu um borð í Tltanlc. Svindl eða mistök Sú ótrúlega aösókn sem gefin var upp á Scream 2 um síðustu helgi kom mönnum í opna skjöldu og vakti margs konar viöbrögö. Margir voru vantrúað- ir á þessar tölur og einn framleiöandinn sagöist ætla aö gefa Miramax (dreif- ingaraöila Scream 2) reiknitölvu í jólagjöf. Þaö kom því fáum á óvart þegar Miramax sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aö þeir heföu oftaliö um sex millj- ón dollara. Ekki trúöu allir þessari skýringu ogtöldu að fyrirtækiö heföi svindl- að viljandi og bentu á galla í kerfinu þar sem kvikmyndafyrirtækin sjálf ásamt kvikmyndahúsaeigendum reikna út aösóknina, í staö þess aö hlutlaust fyrir- tæki sé látiö sjá um útreikninginn. Þaö var mikill taugatitringur hjá aöstandendum Titanic og Tomorrow Never Dies fyrir síöustu helgi, en þeir sömu aöilar gátu litiö meö reisn í augu hvor annars þar sem báöar myndirnar fengu góöa aösókn, vel á þriöja tuginn í millj- ón dollurum á mynd og er þaö sérstaklega athyglisvert aö Titanic, sem er þrír klukkutímar og kortér, skuli fá jafn mikla aðsókn og raunin varö. Þaö er þó taliö víst aö Titanic muni eiga í erfiöleikum meö aö ná upp í allan kostnaöinn viö myndina, en aö sögn aðstandanda þarf myndin aö hala inn 350 milljón dollara til aö endar nái saman. -HK Tekjur Helldartekjur l.(-) Titanic 28.638 28.638 2. (-) Tomorrow Never Dies 25.143 25.143 3.(1) Scream 2 13.921 55.081 4. (-) Mouse Hunt 6.062 6.062 5.(2) Rubber 4.277 64.286 6. (4) Home Alone 3 3.470 9.413 7. (3) For Richer or Poorer 3.360 10.871 8. (5) Amistad 3.280 9.674 9. (8) Anastasia 1.664 44.429 10.(6) The Rainmaker 1.415 41.557 11.(7) Alien Resurrection 1.293 43.996 12.(9) The Jackal 0.834 51.611 13.(10) Midnight in the Garden of Good and Evil- 0.738 21.819 14.(19) L.A. Confidental 0.506 36.470 15.(14) Wings of the Dove 0.405 7.361 16.(15) Les Boys 0.385 1.128 17.(12) The Devil’s Advocate 0.276 58.798 18.(11) Mortal Kombat: Annihalation 0.273 33.717 19.(18) Deconstruction Harry 0.272 0.787 20.(16) The Full Monty 0.230 34.445 '7ms Háskólabíó/Stjömubíó - Stikkfrí: í pabbaleit Þaö er ekki bara úti í hinuin stóra heimi að kvik- myndatökumenn færa sig um set og leikstýra eigin kvik- myndum. Hér á landi hafa einstaka toppmenn okkar í þeirri deild gert eigin myndir, má nefna Karl Óskarsson og Ara Kristinsson, sem leikstýrir Stikkfrí. Og reynsla Ara nýtist honum vel, hann hefur augu kvikmyndatöku- mannsins þar sem hvert smáatriöi er útfært til hins besta vegar og auk þess hefur hann skrifað skemmtilegt og heilsteypt handrit. Stikkfrí er gamanmynd sem ætlast ekki til neins ann- ars af áhorfendum en að þeir skemmti sér. Sú skemmt- un er þó á kostnað lífsmáta á fslandi. Stikkfrí fjallar um börn í þjóðfélagi þar sem rótleysi er mikiö. Staðreynd er að á íslandi er ræktun fjölskyldunnar eitthvað sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá hluta landsmanna og þetta rótleysi lendir að sjálfsögðu mest á bömunum sem standa berskjölduð gagnvart öllu því neikvæða sem þessu fylgir. í Stikkfrí er þetta allt til staðar en Ara tekst einstaklega vel að gera grín að þessu á jákvæðan hátt, þannig að Stikkfri er ekki aðeins skemmtileg gaman- mynd heldur um leið Qölskyldumynd i bestu merkingu þess orðs. Aðalpersónur myndarinnar eru vinkonurnar Hrefna og Yrsa sem báðar búa hjá einstæðum mæðrum sinum. Móðir Hrefnu hefur taliö henni trú um að faðir hennar búi i Paris og hefur Hrefna aldrei séö hann. Ekki er þetta sapnleikanum samkvæmt. Staöreyndin er aö faðir henn- ar hefur aldrei viljað hafa nein afskipti af henni. Upp komast þó svik um siðir og Hrefha kemst aö því að faö- ir hennar býr í fínu einbýlishúsi i Breiðholtinu, er gift- ur og á eina dóttur sem er á öðm ári. Yrsa er aftur á móti margreynd i pabbamálum og getur talið þá upp hvern af öðrum. Hún á þó, eins og Hrefna, aöeins einn al- vörupabba sem kemur við sögu í atriði sem er nokkurs konar skemmtilegt aukanúmer við myndina. Hrefna fær vinkonu sína með sér í að hafa uppi á pabba sínum. Þeg- ar á hólminn er komið treystir hún um of á að pabbi hennar þekki hana, til hjálpar kemur vinkonan sem er mun frakkari og nú fer að myndast hin kostulegasta at- burðarás sem endar með því að vinkonumar hafa á brott með sér hálfsystur Hrefnu og eru þar meö orönir bama- ræningjar sem allt lögreglulið borgarinnar leitar að. Ari sýndi það með Pappírspésa- myndunum að hann á í engum erfiðleikum með að leikstýra bömum og staðfest- ingu fáum við á því í Stikkfrí. Sjaldan eða aldrei hafa böm sýnt jafn mikla leikgleði. Þær Bergþóra Aradóttir (dóttir Ara) og Freydís Kristófersdóttir sýna snilldartakta í hlut- verkum sinum, Bergþóra sýndi mikla leikhæfileika í erfiðu hlutverki í Tár úr steini. í Stikkfrí kemur í ljós að hún er ekki síðri gamanleikkona sem sýnir um leiö þann söknuð sem þýr innra með henni. Freydís Kristófersdóttir yrði ör- ugglega frábær Lfna langsokkur, hún hefur þetta prakkara- lega útlit sem hentar vel í hlutverk Yrsu, þekkir allar leið- ir til að fá sem mest út úr þvi að pabbamir em nokkrir og verður sjaldan svarafátt. Sannkallaður stjömuleikur hjá Freydísi. Þá má ekki gleyma yngsta leikaranum, Bryndísi Sæunni Sigríöi Gunnlaugsdóttur, tveggja ára teípu sem á hug og hjörtu áhorfenda allt frá því hún birtist fyrst. Hversu eðlileg og skemmtileg hún er sýnir kannski best hversu gott lag Ari hefur á bömum. Aðrir leikarar standa sig vel, em í litlum en vel skrifuöum hlutverkum sem skapa gott jafnvægi í myndina. Það sem gerir gamanmyndir með bömum aö góðum myndum er fyrst og fremst gott handrit og góöir bamaleik- *** Freydís Kristófersdóttir og Bergþóra Aradóttir leika vinkonurnar tvær sem eru í pabbaleit. arar. Hvað heíðu til dæmis Home Alone-myndimar orðið án Macauley Culkin? Þetta tvennt er til staðar í Stikkfrí. ts- lendingar em að verða nokkuö góðir í að gera góðlátlegt grín af sjálfum sér og það tekst vel í handriti Ara sem hann byggir á hugmynd frá Hrafni Gunnlaugssyni og hér höfum við ekki eitt bam sem stendur sig vel heldur þrjár stelpur sem em hver annarri betri. Leikstjóri: Ari Kristinsson. Handrit: Ari Kristinsson, byggt á hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Kvik- myndataka: Halldór Gunnarsson. Klipping: Stein- grímur Karlsson. Leikmynd: Guðný Arndís Óskars- dóttir, Búningar: Dóra Einars Bergmann. Tónlist Valgeir Guðjónsson. Hljóðhönnun: Kjartan Kjart- ansson. Aðalhlutverk: Bergþóra Aradóttir, Freydís Kristó- fersdóttir, Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdótt- ir. Halldóra Björnsdóttir, Ingvar Sigurðsson, Hall- dóra Geirharðsdóttir og Hlynur Hallgrimsson. Hilmar Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.