Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 TIV ★ it ★ gurílífi Kristján Jóhannsson óperusöngvari hvflir gjarnan hugann við matseldina: Rólegheit fyrir tónleika „Flesta daga vakna ég um klukkan níu en þá daga sem ég er aö syngja stelst ég til að sofa svolítiö lengur. Þennan fimmtu- dag voru tónleikar um kvöldið og ég hvíldi mig fram undir hálf- ellefu. Þá fór ég fram úr og þáði gott ítalskt mokkakaffi af kon- unni minni og fékk mér góða samloku með. Eftir það fékk ég að vera nokkuð í fríi, settist í góðan stól og fór yfir texta. Þar á meðal voru textar sem ég ætlaði að syngja um kvöldið og eins leit ég í bók með nýrri óperu sem ég mun syngja í á Ítalíu um miðjan febrúar. Það er La Giokonda eft- ir tónskáldið Ponchielli. Eftir að hafa legið yfir textun- um í um tvo tíma tók ég mig til og lagaði góðan spagettirétt. Ég reyni að borða um fjórum tímum fyrir tónleika og þá helst pasta. Það er auðmelt og ef passað er upp á sósuna fer þetta vel í mann. Ég reyni að hafa sem mest grænmeti í henni þegar ég er aö fara á sviö. Ég nýt þess að stússa í eldhúsinu. Maður nær aö hvíla hugann við matseldina og ég legg mig yfirleitt allan í verkið. Mér finnst gott að láta hæla mér og því meiri alúð sem ég legg í matseldina því meira hól fæ ég. Það kitlar alltaf hé- gómagimdina. Sleppi rauðvíninu í þennan rétt notaði ég ólífuol- íu, mikinn hvítlauk, rauðan pip- ar, tvo súputeninga, grænmetist- ening og kjötkraft, aila þrjá lit- ina af papriku, hálft glas af hvítvíni og afhýdda, ítalska tómata í dós. Þetta setti ég á stóra pönnu og gætti þess vel að láta ekki brenna. Spagettíið var soðið við hliðina í 6% til 7 mín. og þegar mér fannst það vera að verða fullsoðið sigtaði ég það og hellti því út á pönnuna. Þar lét ég það veltast í sósunni á vægum hita í 1 til 2 mín. til þess að það gæti drukkið í sig sósuna. Þetta bragðaðist allt saman mjög vel með parmesanosti og, fyrir þá sem vildu, einu glasi af góðu rauðvíni. Sjálfur sleppi ég rauð- víninu ef ég er að fara að syngja. Eftir matinn tók við rólegur tími fram að sturtu. Mér þótti gott að fá að skipta um svo sem eins og eina kúkableiu á dóttm-- inni. Það er ekki til siðs á Ítalíu að karlmenn geri það. Þeim finnst það ógeðslegt og skilja ekki þegar ég er að segja þeim að þetta geri ekkert nema styrkja samband milli barns og föður. I mörgæsarfötin Ég sönglaði í sturtunni og yfir rakstrinum, settist litla stimd yfir textrnn, klæddi mig í mör- gæsarfótin og gerði mig kláran í að fara í Hallgrímskirkju. Ég neita því ekki að smáfiðringur hafi farið um magann en ég er að jafnaði ekkert stressaður. Ég var það á sínmn tíma eins og allir þegar þeir vita ekki fúllkomlega hvað þeir eru að gera. Klukku- tíma áður en tónleikamir byrj- uðu var ég mættur í kirkjuna, hitaði mig í um tíu til fimmtán mínútur og var síðan klár í slag- Kristjón Jóhannsson ætlaði að halda tvenna tónleika hér á landi en vegna gríðarlegrar eftirspurnar urðu þeir fimm. DV-mynd BG inn. Þar sem þetta hefur verið mikil töm, 5 tónleikar á 6 dög- um, þurfti ég ekki á eins mikilli upphitun að halda. Tónleikamir gengu mjög vel, stemningin var fín og ég held að allir hafi unað sælir við sitt. Á Ítalíu er hefð að rífa í sig mat og drekka vel af víni eftir tónleika en ég er steinhættur öllu slíku. Þetta er svo óhollt. Mér finnst miklu betra að setjast niður í ró- legheitum með vinum og kunn- ingjum eöa eiginkonunni, lesa bók eða gera eitthvað slíkt til þess að ná mér niður. Þetta kvöld var haldið kveðjuhóf með Mótettukómum, Herði Áskels- syni og hinum frábæra skipu- leggjanda, Jóni Karlssyni í Ið- unni. Hann á engan sinn líka í því aö skipuleggja svona hluti svo virkilegm- sómi sé að. Við hjónakomin vorrnn komin heim mn miðnætti, ánægð eftir góðan dag. Mér finnst allt and- rúmsloft hér mim jákvæðara en áður. Fólk virðist sáttara og bjartsýnna og ég vona að það stafi af því góða efnahagsástandi sem hér er. Fjölskylda mín kom hingað með jákvæðum huga og við voram ákveðin í að láta ekk- ert raska ró okkar. Það hefur ekki komið til þess enn og við munum hvíla í faðmi tengdafjöl- skyldu minnar um jól og halda svo norður í land um áramótin. Þar ætlum við bræður að reyta rjúpur í bílskúmum og snæða þær síðan á gamlárskvöld." Finnur þú fimm breytingar? 443 „Ég hef fundiö upp gaskveikjara sem aðeins þarf áfyllingu ó 87 ára fresti.“ Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrír getraun nr. 441 eru: 1. verölaun: Rósa Eðvaldsdóttir, Blómvangi 11. 220 Hafnarfjörður. 2. verölaun: Valtýr Sæmundsson, Markariandi 15. 765 Djúpavogur. Myndimar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafiii þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, aö verðmæti kr. 3.490,- 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamfr verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 443 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.