Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 46
k 50 lyndbönd MYNDBMDA Hollywood Confidential ★ii Einkaspæjari með samvisku Stan Navarro rekur einkaspæjaraþjónustu fyrir ríka fólkið í Hollywood. Hann fær heldur ógeðfellt mál á sina könnu, en kemst ekki hjá því að fást við það sökum fjárskorts, þar sem hann sér fram á að missa mikil viðskipti ef hann vinnur ekki verkið. Þessi mynd er með allra rólegasta móti. Atburðarásin er hæg og stemn- ingin blúsuð. Persónusköpun er sterk, en flashback-senur eru heldur mikið notaðar til að útskýra fortíð þeirra. Gæðaleikarinn Edward James Olmos túlkar hinn lífsþreytta Stan Navarro á sinn vandaða og nákvæma hátt, og aðrir leikarar ráða einnig vel við sín hlutverk. Þá er myndmál notað vel í myndinni. Þrátt fyrir marga kosti nær myndin ekki aiveg flugi og er þar mest um að kenna slöku handriti. Sögufléttan er afar veikburða og stendur ekki undir mynd af þessu tagi. Öll vand- virknin í leik, leikstjórn og myndatöku verður því eins og fallegar um- búðir utan um fremur ómerkilegan pakka. Þrátt fyrir hæga atburðarás er myndin innan við 90 mínútur að lengd, sem gefur til kynna hversu rýrt innihaldið er. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Reynaldo Villalobos. Aðalhlutverk: Ed- ward James Olmos. Bandarísk, 1995. Lengd: 88 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Con Air *** Fantar og fúlmenni í flugvél Cameron Poe fær reynslulausn eftir langa fangelsis- vist. Á leið heim til konu sinnar og dóttur fær hann far með fangaflutningavél, en í henni eru saman komnir flestir af illskeyttustu afbrotamönnum lands- ins sem taka sig til og ná vélinni á sitt vald. Poe reyn- ir að halda sér og saklausum á lífi án þess að vekja grunsemdir skúrkanna. Mynd þessi er yfirgengileg hasarmynd af betri sortinni. Hún hefur sömu galla og aðrar hasarmyndir frá Hollywood; grunna persónu- sköpun, heimskulegan söguþráð, bjánaleg hasaratriði og asnalega fimmaurabrandara. í þessu tilviki vinnur allt þetta einhvern veginn með myndinni sem virkar eins og kómísk rús- síbanaferð. Klisjurnar eru matreiddar þannig að þær kitla hláturtaugam- ar fremur en fara í einhverjar aðrar taugar. Nicolas Cage er sallafm hetja, lítur út eins og Rambo og talar eins og Elvis. Illmennin eru síðan hvert öðru skemmtilegra. Fyrir utan foringjann John Malkovich má nefna Steve Buscemi, Ving Rhames og Danny Trejo, sem allir skapa eftirminnilega óþokka. Þessi mynd er heimskuleg og gjörsamlega innihaldslaus, en það er allt í lagi, því hún skemmtir áhorfandanum prýðilega. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Simon West. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, John Cusack og John Malkovich. Bandarísk, 1996. Lengd: 111 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Morðsaga Fyrsta íslenska kvikmyndin * Fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd fjallar um heldur óheilbrigða fjölskyldu. Dóttirin er að vísu tiitölulega eðlileg unglingsstúlka, en móðirin er heimavinnandi fyllibytta og fjölskyldufaöirinn stjórnar heimilinu með harðri hendi. Hann beitir konu sina og dóttur andlegu og líkamlegu ofbeldi og hefur óheilbrigðar hneigðir til dóttur sinnar. Þegar hann eitt kvöldið lætur undan fýsnum sínum drepa þær hann og losa sig við líkið. Því miður fyrir ís- lenska kvikmyndasögu er myndin hreinasta drasl. Myndataka er hugmyndasnauð og hljóðið gæti varla verið verra þótt því væri bara sleppt. Fjárskortur af- sakar kannski þessa galla að einhverju leyti (alls ekki öllu), en hann af- sakar ekki hina gallana, sem eru m.a. lélegur og tilgerðarlegur leikur og einfeldningslegt handrit. Mörg atriðin virðast vera þarna eingöngu sem uppfyllingarefni. Allt sameinast þetta um að skapa lélega, langdregna og leiðinlega mynd. Það eina merkilega við þessa mynd er frumkvöðuls- hlutverk hennar í íslenskri kvikmyndasögu. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Reynir Oddsson. Aðalhlutverk: Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þóra Sigurþórsdóttir. íslensk, 1977. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Kolya Óskarsverðlaunamynd *** Tónlistarmaðurinn Louka lifir kvensömu pipar- sveinslífi, en hann á í stöðugum fjárhagsvandræð- um. Til að leysa úr þeim giftist hann rússneskri konu fyrir peninga, svo að hún geti fengið tékkneskt vegabréf. Eftir aðeins nokkra daga flýr hún land og Louka situr uppi með son hennar, Kolya. Louka vill ekkert með strákpattann hafa, strákurinn vill auð- vitað vera hjá sínum ættingjum, og í þokkabót tala þeir mismunandi tungumál. Með tímanum myndast þó samband milli þeirra og viðhorf Louka til lífsins breyíast allverulega. Leikaramir sem leika Louka og Kolya ná mjög vel saman og sérstaklega er strákur- inn skemmtilegur. Zdenék Svérák er einnig góður en hann er þó heldur afalegur til að vera trúverðugur kvennabósi. Kolya er ansi falleg mynd og mörg atriðin eru skemmtileg og eftirminnileg. Sagan er heldur fyrir- sjáanleg og kemur lítið á óvart. Kolya er vel þess virði að sjá, en besta erlenda myndin 1996? Langt frá því. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jan Sverák. Aðalhlutverk: Zdenék Svérák, Andrej Chalimon og Libuse Safránková. Tékknesk, 1996. Lengd: 105 mín. Öllum leyfð. -PJ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 SÆTI FYRRI i VIKA J 1 VIKUR Á LISTAj 1 J TITILL j ÚTGEF. J ' TEG. j j 1 ! Ný i 1 i Con Air | Sam-myndbönd 1 Spenna 2 i Ný j , i 1 i j i Fierce Creatures j j ClC-myndbönd J J j Gaman ) : 3 1 2 j L j 2 1 Dante's Peak j ClC-myndbönd J Spenna 4 j ) 5 j i > j 2 i j > One Fine Day j J Skífan J j J Gaman j 5 í 1 j . 1 j 4 ) Liar Liar i ClC-myndbönd j Gaman 6 j í 4 j - > i 2 i First Strike j Myndform J j Spenna 7 i 3 i 5 i The Fifth Element J Skífan J Spenna 8 i . J j i : 4 : j J Trial and Error j Myndform ) J Gaman j 9 j 7 i 3 i Jungle 2 Jungle J Sam-myndbönd j Gaman 10 j 8 j ! e ! j > Bulletproof J ) ClC-myndbönd J J j Spenna ) 11 j Ný > i 1 j 1 > Ghosts From the Past Skífan J Spenna 12 J < 9 j i > i 5 > i > Private Parts J j Sam-myndbönd J J Gaman J 13 j 10 j 7 > Shadow Conspiracy J j Myndform j Spenna 14 | » \ > i 2 ; Gotti j j Sam-myndbönd i J ClC-myndbönd ) ! Spenna 15 i 11 i 9 i The Saint J Spenna 16 i 13 J j j J 7 ‘ J 7 l l J Anaconda j Skífan j j Spenna i 17 i 16 i 2 i Ernest Goe's to Afrika j Bergvík j Gaman 18 j j 14 j i 8 i j J Scream J J Skífan j j J Spenna J 19 i Ný j i J j 1 J Kolya j Háskólabíó j Gaman 20 j j J 1 3 ; The Shining J J Sam-myndbönd J ! Spenna Tvær nýjar myndir koma stormandi inn á listann þessa vikuna, háspennumyndin Con Air og gaman- myndin Fierce Creatures sem er með sama úrvals- hópi leikara og léku í hinni eftirminnilegu gaman- mynd, A Fish Called Wanda. Á myndinni má sjá Nicolas Cage bjarga sér úr logandi víti í Con Air. Vert er að benda á tvær aðrar myndir sem koma inn á listann, báðar eftirtektarveröar, svo ekki sé meira sagt. í tíunda sæti er nýjasta kvikmynd Rob Reiner, Ghost from the Past, þar sem hann segir frá fræg- um réttarhöldum, og í nítjánda sæti er svo verð- launamyndin Kolya sem engir unnendur góðra mynda mega láta fram hjá sér fara. 2. til 8. desember Con Air Nicolas Cage og John Malcovich Cameron Poe er á leið heim til konu sinnar og dóttur eftir fangavist. Ásamt Poe eru í flugvélinni nokkrir af iilræmd- ustu og hættulegustu glæpamönnum Banda- ríkjanna og það líður ekki á löngu þar til komið er upp algjört neyðarástand i vél- inni. Sá sem stendur fyrir uppþotinu, Cyrus Grissom, hefur brátt alla vélina á sínu valdi. Það kemur í hlut Poe að koma í veg fyrir áætlanir Gris- soms. Á meðan berst leyniþjónustumaður- inn Larkin af öllum mætti gegn því á jörðu niðri að heryfirvöld skjóti flugvélina niður. Fierce Creatures John Cleese og Kevin Kline Hrokagikkurinn Rod McCain eignast Marwood-dýragarðinn i Englandi fyrir lítið fé. Hann þekkir ekkert annað en að græða og i því skyni sendir hann hina kynþokkafullu Willu og son sinn, nautnasegginn Vince, til Englands. Þegar þau mæta á staðinn komast þau að því að framkvæmdastjórinn hefur þegar tekið til sinna ráða. Héðan i frá skulu eingöngu grimm og hættuleg dýr vera til sýnis. Þessi ákvörð- un mætir haröri and- stöðu hjá starfsmönn- um dýragarðsins sem eru undir forystu skor- dýrafræðings sem gengur undir nafninu „Padda“. Dante s Peak Pierce Brosnan og Linda Hamilton Síöasta uppgötvun jaröfræðingsins Harrys Daltons hefur leitt hann til ferða- mannabæjarins Dan- te’s Peak en þar hafa sérkennilegar jarð- hræringar vakið at- hygli. Um leiö og Harry kynnist bæjar- stjóranum, Rachel, sem er einstæð móðir og rekur kaffihús i bænum, grunar hann hvað i vændum er, enda bendir röð óút- skýranlegra atvika til þess að náttúran sjálf sé um það bil að fara að láta á sér kræla. Aðvörunarorðum hans er þó ekki sinnt og er aðalástæðan að þá væri ferðamannaþjón- ustan i hættu. One Fine Day George Clooney og Michelle Pfeiffer One Fine Day gerist i New York. Michele Pfeiffer leikur móður sem gerir sitt besta til að standa sig í móður- hlutverkinu en hún er einnig með hugann við eigin frama. George Clooney er harðsnúinn blaðamaður, dæmi- gerður helgarpabbi sem vill vera laus við barnið sitt þegar hann er í vinnunni. Leiðir þeirra liggja saman þegar þau taka saman bU með krakkana i skólann. Þegar þau rugla saman GSM-sim- um sínum tekur at- burðarásin á sig gam- ansama mynd og mik- ill misskilningur verð- ur. Liar Liar Jim Carrey og Jennifer Tilly Fletcher er hraðmæltur lögfræð- ingur og óforhetranleg- ur lygari. Ungur sonur hans, Max, sem býr hjá mömmu sinni, hef- ur margsinnis orðið að sitja heima þegar faðir hans hefur svikið lof- orö sin. Þegar Max blæs á kertin á flmm ára afmæli sínu á hann sér aðeins eina ósk: Að pabbi hans hætti að ljúga þó ekki væri nema í einn sól- arhring. Og viti menn. Óskin rætist og Flet- cher kemst að því sér tU hrellingar að skyndUega getur hann ekki sagt ósatt orð og það líður ekki á löngu þar tU lögfræðiferill- inn er i hættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.