Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 52
■=>
2 Líí
<
§
o
hLÍO
->
2 m
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
Veðrið á morgun:
Él fyrir
norðan og
austan
Á morgun er gert ráð fyrir aust-
lægri átt, golu eða kalda en stinn-
ingskalda syðst á landinu. Dálítil
él verða norðan- og austanlands
og einnig við suðurströndina.
Frost verður á bilinu 1 til 5 stig
norðanlands, en hiti um frost-
mark annars staðar.
Veörið í dag er á bls. 49
, Hótel Holt:
Skúli Þorvalds-
son hættir
Skúli Þorvaldsson sem stýrt hef-
ur Hótel Holti um árabil hættir
störfum þar um áramótin og tekur
við stjóm fyrirtækis-
ins Síld og fískur, auk
þess sem hann er
stjómarformaður
bandarísku skyndi-
bitakeðjunnar Arthur
■yft Treacher’s sem er að
stórum hluta í eigu ís- skújj
lendinga.
Við stjórn Hótels
Holts tekur Eiríkur Ingi Friðgeirs-
son. Eiríkur Ingi hefur starfað á
Hótel Holti undanfarin 11 ár sem
matreiðslumaður en síðustu þrjú
árin sem aðstoðarhótelstjóri.
Sjá einnig ítarlegt viðtal við
Skúla Þorvaldsson á síðu 31. -SÁ
Þor-
valdsson.
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997
Ekki í lífs-
hættu
Karlmaður sem stunginn var með
(pæe hnífi í húsi við Hverflsgötu í gær-
morgun er ekki í lífshættu, að sögn
læknis á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Hann hlaut áverka á
öðru lunga og eftir rannsókn var
hann lagður inn á Landspítala til
frekari aðhlynningar. Árásarmað-
urinn náðist fljótt og var vistaður í
fangageymslum lögreglu. Seinni
part dags í gær var ástand hans
slíkt, vegna neyslu áfengis og/eða
vímuefna, að ekki hafði verið hægt
að yfirheyra hann. Ekkert var þar
af leiðandi vitað um orsök verknað-
arins. Maðurinn er einn af þessum
svokölluðu góðkunningjum lögregl-
unnar. -sv
Einbúinn látinn:
Sala á stein
olíu stöðvuð f
Einbúinn í Böðvarsdal, Héðinn
Hannesson, er látinn af völdum
bmnasára sem hann hlaut á heimili
sínu á aðfangadagskvöld.
Tildrög slyssins voru þau að Héð-
inn var staddur úti á
hlaði og var að setja
steinolíu á fjósalukt
þegar eldur hljóp í fót
hans með þeim afleið-
ingum að hann
brenndist illa. Hann
náði að komast í síma Héðinn
og gera lögreglu við- Hannesson.
vart.
Héðinn var fluttur í skyndi
var tluttur i skyndi á
heilsugæslustöðina á Vopnafirði en
þar voru meiðsl hans talin það al-
varleg að ákveðið var að flytja hann
með sjúkraflugi á Landspítalann
þar sem hann lést svo af völdum
sára sinna á jóladag.
Fyrr í þessum mánuði varð
einnig eldsvoði í Böðvarsdal en þá
brann íbúðarhús Héðins til kaldra
kola þegar lukt sem hann var nýbú-
inn að setja steinolíu á fuðraði upp
í forstofu hússins. Héðinn brenndist
þá nokkuð en var að ná heilsu þeg-
ar hann fór heim í Böðvarsdal á að-
fangadag. Þetta var fyrsti dagur
Héðins heima við en komið hafði
verið upp bráðabirgðahúsnæði í
stað þess sem brann á jörðinni.
Að sögn lögreglunnar á Vopna-
firði er rannsókn málsins ekki lokið
og verður steinolian tekin til frekari
rannsóknar. Þá hefur lögreglan á
Vopnafirði beint þeim tilmælum til
olíusala á Vopnafirði að hætta sölu
steinolíu á meðan rannsókn málsins
stendur yfir.
Héðinn Hannesson var 68 ára að
aldri þegar hann lést og hafði búið
alla sína ævi í Böðvarsdal þar sem
hann tók við búi af foreldrum sín-
um. -aþ
Reykjavíkur-
apótek selt?
Samkvæmt nýjustu fjárlögum
hefur Háskóla íslands verið veitt
heimild til að selja Reykjavíkurapó-
tek, sem skólinn hefur rekið í ára-
tugi. Ekki hafa enn verið teknar
neinar ákvarðanir varðandi sölu
þess en Ingjaldur Hannibalsson,
dósent í viðskipta- og hagfræðideild,
sagði að það yrði kannað strax í
byrjun komandi árs.
Ingjaldur sagði að jafnframt yrðu
athugaðir aðrir möguleikar, til að
mynda leiga rekstursins. Hann
sagði að Háskólinn hefði ekki tapað
á rekstri Reykjavíkurapóteks en
ástæða þess að verið væri að kanna
alla möguleika væri sú að allar að-
stæður væru gjörbreyttar vegna
hinnar miklu samkeppni sem nú
væri í lyfsölu. -Sól.
Ísaíjörður:
og vopn
Lögreglan á ísafirði handtók á Þor-
láksmessu 22 ára karlmann á flugvell-
inum í bænum. Hann var að koma frá
Reykjavík og hafði í fórum sínum 15
grömm af amfetamíni og 2 g af
maríjúana, auk áhalda til neyslu
fikniefna. Hann viðurkenndi að hafa
ætlað efnin til eigin neyslu og dreif-
ingar. Hann hefur áður komið við
sögu fikniefnamála.
Sama dag var bifreið stöðvuð á
Arnarnesi við Skutulsfjörð. Þar voru
tveir menn á leið til ísafjarðar úr
Reykjavik. í bilnum fundust fikniefni,
27,4 g af amfetamíni, skotvopn og
skotfæri. Annar mannanna viður-
kenndi að hafa ætlað efnin til eigin
neyslu. Hvorugur þeirra hefur komið
við sögu fikniefnamála áður. Tveir
' menn á ísafirði hafa verið yfirheyrðir
í tengslum við málið. Allir mennirnir
hafa verið látnir lausir. -sv
ASTARÞRIHYRN-
IN<5.URINN MEL B.
FJOLNIR 0(3 LOKI!
Það var handagangur í öskjunni fyrir utan kvikmyndahúsið Regnbogann í gærdag, annan t jóium. Þá var frumsýnd
bíómynd þeirra Kryddstúlkna, Spice Worid. Biðröð hafði myndast langt upp eftir Hverfisgötunni, svo mikill var
áhuginn á því að ná sér í miða á þessa vinsælu mynd. Svo skemmtilega vill Ifka til að Mel B., ein þeirra Kryddstúlkna,
var stödd hér á landi skömmu fyrir jól. Ekki er þó vitað hvort hún ætlaði að eyða jólunum á íslandi. Mel B sækir
ísland heim reglulega enda með íslenskan kærasta upp á arminn. DV-mynd Hilmar Þór
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Erfið helgi á slysavarðstofu
„Þaö má lítið út af bregða. Ef eitt-
hvað mikið myndi gerast færi hér allt
úr skorðum og þá er hætt við því að
fólk yrði að bíða lengi eftir að komast
að,“ sagði Gunnar Mýrdal, vakthaf-
andi sérfræðingur á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, um ástandið
þar yfir hátíðisdagana.
Gunnar segir ástandið vera mjög
erfitt eftir að aðstoðarlæknar hættu
störfum. Stöðugur straumur fólks
hafi verið á slysadeild. „Það var ró-
legt á jólanótt og jóladag en það var
meiri traffik hér í dag,“ sagði Gunn-
ar. „Það má búast við líflegri nóttu og
helgin verður vafalaust erfið.“
„Reynslan er sú að dagamir eftir
jól og hátíðar eru oft erfiðir. Fólk hef-
ur beðið með sín veikindi heima fyr-
ir og því má búast við enn meira
álagi nú,“ sagði Árni Jón Geirsson,
vakthafandi læknir á lyfjadeild Land-
spítalans. „Það getur skapast mjög
erfitt ástand þegar sérfræðingar
þurfa nú að ganga vaktir sem
unglæknar hafa sinnt.“
-Sól.
Franklín Steiner
í felum um jólin
- mætti ekki til afplánunar á Þorláksmessu
Franklín Steiner, sem átti að hefja
afplánun dóms í fangelsi á Þorláks-
messu, hefur verið í felmn yfir jólin.
Þegar DV fór í prentun i gærkvöld
hafði lögreglunni ekki tekist að hafa
upp á Steiner. Lögreglan í Hafnarfirði
staðfesti þetta og sagði að Franklín
hefði ekki mætt til afplánunar eins og
ráð var fyrir gert að morgni Þorláks-
messu. Lögreglan fékk því fyrirmæli
um að „svipast um eftir Steiner" eins
og það var orðað. Sú eftirgrennslan
hafði ekki skilað neinum árangri í
gærkvöld. M.a var farið á heimili
Steiners í Hafnarfirði og leitað en
hann fannst ekki þar.
Franklín mótmælti
Eins og fram hefur komið í DV
mótmælti Franklín Steiner því
harðlega að þurfa að fara í fangelsi
daginn fyrir jól.
Franklín átti að mæta í Hegning-
arhúsið við Skólavörðustig á Þor-
láksmessu eins og áður segir. Þar
átti hann að hefja afplánun á 20
mánaða dómi fyrir fikniefnamis-
ferli. Gert var ráð fyrir að hann yrði
síðan fluttur austur á Litla-Hraun
eftir jólin. -EH