Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 Gítarleikarinn Friðrik Karlsson gerir það gott í London: iðtal ★ ★ Friðrik er ánægður í London. Hann segir að með breyttum lífsstfi hafi honum auðnast að láta drauma sína rætast. DV-myndir Pjetur Breyttur lífsstíll „Ég er ofsalega ánægður með að ég skyldi láta verða af því að flytja hingað út þegar tækifærið kom. Mér fannst ég eiginlega vera búinn að gera allt heima á íslandi, var far- inn að fást viö ýmsa aðra hluti með tónlistinni og ég hugsa að ég hefði lagt gítarinn svolítið frá mér ef þetta hefði ekki komið upp. Hann hefði lent í aukahlutverki. Mér fmnst þaö fáránlegt þegar ég hugsa um það í dag en samt er ég ekki frá því að þannig hefði getað farið,“ segir gítarleikarinn Friðrik Karls- son þegar hann sest niður með blaöamanni og ljósmyndara DV á kaffihúsi gegnt heimili hans í Ful- ham-hverfinu í London, hverfi sem kallað hefur veriö Litla-Reykjavík af því að þar búa svo margir íslend- ingar. Á borðið koma stórir bollar með rjúkandi cappucino og Friðrik svarar því hvað hann sé að fást við þessa dagana. Söngleikir og plötur „Fasta vinnan mín felst í aö spila í Jesus Christ Superstar- söngleikn- um og öðrum verkefnum fyrir fyrir- tækið sem setur hann upp. Það fyr- irtæki á Andrew Loyd Webber og hann er einmitt að fara að frum- sýna nýjan söngleik sem hann samdi i samvinnu við Jim Steinman (þeim sama og samdi allt fyrir Meatloaf). Þar mun ég a.m.k. spila til að byrja með. Síðan mun ég spila fyrstu tvo mánuðina i söngleiknum Saturday Night Fever og í nýjum Elton John-söngleik í lok ársins. Þá hef ég veriö að spila í nokkrum bíómyndum, t.d. í teiknimyndinni Hercules og nýrri Cats-bíómynd, og loks inn á plötur með hinum og þessum hljómsveitum og tónlistar- mönnum.“ Friðrik spilar í leikhúsinu allt að 6 daga í viku en þegar hann þarf að sinna einhverju öðru getur hann fengið sig lausan. Hann hefur gert samninga við leikhúsin um að hann eigi sæti fyrsta gítarleikara á með- an sýningin gangi en vilji hann losna kvöld og kvöld hafi hann fimm gítarleikara til þess að leysa sig af. Búið er að bjóða honum að opna þrjá söngleiki 1998 en hann mun síðan væntanlega aðeins kom- ast yfir aö spila í einum þeirra. En hvað kom til að hann ákvað að flytja út. Einn fyrir fjóra „Ég kynntist upptökustjóranum Nigel Wright þegar hann var með Mezzoforte á sínum tíma. Hann hafði fengið mig nokkrum sinnum út til þess að spila í hinum og þess- um verkefnum en þegar hann bað mig að koma og spila í Evítu stakk hann upp á að ég flyttist bara út. Hann hefði nóg fyrir mig að gera,“ segir Friðrik og bætir við að það hafi síður en svo verið einfóld ákvörðun fyrir þau Steindóru konu hans að flytja út. Þau hafi veriö búin að koma sér vel fyrir á íslandi, verið orðin nokkuð fost í þessu hefðbundna mynstri og ekki verið viss um að þau væru tilbúin til þess að byrja á öllu upp á nýtt. „Það sem togaði mest í að koma hingað út var aö ég sá fram á að hæfileikar mínir og allt það sem ég hef lært gæti nýst mér hér, mun meira en heima. Hér hef ég verið að spila inn á kántríplötu, í sjónvarp- inu með Jose Carreras, þessa söng- leikjatónlist, popp, rokk, djass og í raun allan skalann. Fjölbreytnin er svo mikil. Ég hef í gegnum tíðina reynt að tileinka mér sem flesta stíla og tel fjölhæfnina reyndar vera minn helsta styrk í þessu," segir Friðrik og til staðfestingar á því má benda á að áður en hann fór út var upptökustjórinn sem hann vinnur fyrir með fjóra gítarleikara, hvem góðan á sínu sviði. Nú lætur hann sér nægja einn gitarleikara, Friðrik Karlsson frá íslandi. Nýjar áskoranir Friðrik segir mjög mikilvægt að geta brugðið sér á milli ólíkra stíla í tónlistinni, meira að segja sé það nauðsynlegt ætli menn sér eitthvað að endast í þessu. Menn geti verið góðir i einu og það sé gott og bless- að meðan það sé vinsælt. Svo detti það úr tísku og þá er sá hinn sami búinn að vera, auk þess sem það sé miklu skemmtilegra að fá að vinna við nýja og spennandi hluti. Hann verði leiður á því að vera alltaf í þvi sama. Hann segir sífellt nýjar áskor- anir koma upp á borðið. Hann sé alltaf að reyna að bæta við sig, taki ákveðnar stefnur fyrir og æfi og æfi. Það hafi hann t.d. þurft að gera þeg- ar vinnan við kántríplötuna kom upp. Hann hafi í fyrstu ætlað að vísa henni frá sér en ákvað síðan bara að kaupa sér banjó og ein- henda sér í að ná fullum tökum á kántríinu. „Þetta er tamavinna. Stundum er mjög mikið að gera, upptökur ffá kl. tíu á morgnana til fimm og síðan leikhúsin á kvöldin. Það er rólegt inni á milli og þá er gott að hafa þessa fóstu vinnu í leikhúsunum. Þegar mikið er að gera verður mað- ur að vera allsgáður og hafa athygl- ina í lagi. Þá gengur þetta upp.“ Breyttur lífsstíll Hugleiðsla er efst á áhugalista Friðriks þessa dagana. Hann byrj- aði á námskeiði til þess að læra slökun en sá þá hversu öflugt tæki hugleiðslan er. Hann segir að rótin hafi verið mikil vinna og mikið álag. Hann hafi ákveðið að prófa þetta og fundið strax hvað þetta hjálpaði sér mikið. „Einn þáttur í þessu er það um- hverfi sem ég er að vinna i. Margt af þessu fólki, sem maður þarf að vinna með, er illa farið af brenni- víns- og eiturlyfjaneyslu og á stund- um er erfitt að vinna með því. Þá hjálpar hugleiðslan til og maður lærir að temja sér þá þolinmæði sem þarf.“ Friðrik segir að í framhaldi af hugleiðslunni hafi mataræðið verið tekið í gegn og nú sé bara borðað grænmetisfæði á heimilinu. Hann hafi í raun skipt algerlega um lífs- stíl og þvi þakki hann það sem hann sé að gera i dag. Hann hafi reynt að temja sér jákvæðari hugsunarhátt, sé sífellt að minna sig á aö hann geti hitt og þetta. Heima á íslandi sé allt of mikið um neikvæðni þar sem fólk drepi drauma sína í fæðingu af þvi að það trúi því ekki að mögulegt sé að láta þá rætast. Þetta segir hann allt vera spumingu um hugarfar. Mezzoforte að þakka „Heima er mikið af hæfileikaríku fólki sem alveg getur staðið sig vel i útiöndum. Það eina sem þar vantar er hugarfarið. Sjáðu t.d. Björk. Hún er dæmi um listamann sem flytur út og ákveður að kíla á þetta. Ég er nokkuð viss um að margir hafi sagt við hana áður að þetta þýddi ekkert fyrir hana. Hún sýnir síðan bara fram á annað og lætur drauma sína rætast i stað þess að bíða eftir því að einhver annar eða einhverjar ytri aðstæður geri það fyrir hana. Hún hefur verið mikil landkynning fyrir okkur.“ Friðrik segist nokkuð viss um að hann muni veröa eitthvað áfram í London. Hann þakkar spiliríinu með Mezzoforte að miklu leyti hversu vel hann hafi komist áfram, segir þá félaga stefna á að gera plötu á næstunni og bandið sé síður en svo að leggja upp laupana. Sveitin verði örugglega fjörutíu ára. „Annars hugsa ég að ég eigi eftir að snúa mér meira að hugsleiðsl- unni í framtíðinni. Ég er farinn að gera mína eigin tónlist sem er á þessum andlegu nótum og hef feng- ið mjög góð viðbrögð við plötunni sem ég sendi frá mér fyrir jólin. Ég finn mig rosalega vel í þessu og á án efa eftir að gera meira svona," segir Friðrik sem búinn er að koma sér upp sínu eigin hljóðveri heima, seg- ir reyndar ansi þröngt um þau hjón og því séu þau að hugsa um að stækka eitthvað við sig. Ekki frægt andlit „í nýaldarbransanum hefur verið viðloðandi sú hugsun að það sé ljótt að græða peninga. Margir hafa ver- ið í þessu bara út á bisnesinn en þar sem ég er á kafi í hugleiðslunni sjálfri tel ég mig nokk vita hvað það er sem fólk vill fá að heyra. Ég nota gítarinn mikið, spila á rafmagnssít- ar og síðan á hljómborð. Ég fylgist mjög vel með í því sem er almennt að gerast þessa dagana í tónlistinni, kaupi mikið af plötum og horfi mik- ið á MTV og því held ég að ég geti alveg elst vel í þessu. Ég lifi vel af því að spila tónlist og er að þreifa fyrir mér með eigin lög á mörkuð- um hingað og þangað. Hvar þau enda og hvert framhaldið verður mun bara koma í ljós,“ segir Friðrik Karlsson, leyndardómsfullur á svip, og vætir við að hann hafi engan áhuga á því að verða eitthvað þekkt andlit. Þaö skipti hann hins vegar miklu máli að menn þekki hann og hans vinnu af góðu. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.