Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Side 10
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 JjV 10 menning Nýlega var opnuð í Kunsthi- storisches Museum í Vínarborg sýningin „Málarafjölskyldan frá Antwerpen" með málverkum Piet- ers Bruegels eldra og tveggja sona hans, Jans og Pieters yngra. Sýn- ingin stendur til 14. apríl - það er að segja fram yfir páska - og á safniö von á að gestir flykkist að til að sjá hana víðs vegar úr Evr- ópu og Ameriku. Það eru bráðum 430 ár síðan Pi- eter Bruegel eldri dó en myndirnar hans lifa enn. Kannski þekkja ekki allir nafnið hans sem hafa séð mál- verkin hans en þau hafa á undan- fórnum árum og áratugum skreytt póstkort, stílabækur, plastpoka og fjölda annarra nytjahluta - fyrir utan öll plakötin sem hafa verið prentuð með þeim. En þó að þau séu svona þekkt stendur fólk sem lamað frammi fyrir frummyndun- um á sýningunni, segir listfræð- ingur danska blaðsins Weekend- avisen. Myndirnar hans þekkjast á ótal lifandi smáatriðum úr hvers- dagslífi fólks. Til dæmis málaði hann mynd af bændabrúðkaupi en brúðhjónin eru síður en svo aðal- atriöið á þeirri mynd, miklu frem- ur þjónarnir tveir sem koma hlaupandi í forgrunni með stóran trébakka með matardiskum. Mörg málverk Bruegels eru eins og myndasögur úr lífi alþýðunnar. S 1 i C S 11 Málverk Pieters Bruegels eldra eru ómetanlegar heimildir um daglegt líf fólks á Niöurlöndum á 16. öld. A þessu mál- verki má sjá leiki barnanna í Antwerpen. Sýning á verkum Pieters Bruegels eldra og sona hans í Vínarborg: BPsVEGEI Hið stóra og hið smáa Pieter Bruegel eldri fæddist um 1525 í þorpi nálægt borginni Breda í Hollandi. Hann var tek- inn inn sem meistari í samtök málara í Antwerpen 1551 og skömmu seinna ferðaðist hann um Frakkland og Ítalíu. Á heimleið frá Róm 1554 fór hann um Alpana sem höfðu djúp áhrif á list hans eins og sjá má á málverkum hans og teikning- um. Heima í Nið- urlöndum var lítið um flöll og hann varð bæði heillað- ur og óttasleginn frammi fyrir tign þeirra. Annars er lítið vitað um ævi Piet- ers eldra, ekki fremur en ævi ann- ars 16. aldar snill- ings, Williams Sha- kespeares, sem fæddist fáeinum árum áður en Bru- egel dó. Hitt er víst að Pieter Bruegel eldri - líkt og Shakespeare - var makalaus snill- ingur á sínu sviði. Flestir flæmskir málarar á hans dögum voru undir áhrifum frá ítalskri tísku í málaralist en Bruegel skapaði sinn eigin stíl, í framhaldi af Hieronymus Bosch og Jan van Eyck, og braut af listfengi allar hefðir sem honum fannst óþarfar. Það sérkennilega við stíl Bruegels var hvern- ig hann setur stór atvik í samhengi við allt það hversdagslega sem var að gerast á sama tíma. Þekkt er myndin sem heitir „Landslag með falli íkarusar" og breska skáldið og íslandsvinur- inn W. H. Auden notar í kvæðinu „Musée des Beaux Arts“. í forgrunni þeirrar myndar er bóndi að plægja akur sinn og handan hans gætir hirðir sauðahjarðar. Lengra burtu er vík og út frá henni hafið með stórum og myndar- legum seglskipum, klettar eru við strönd- ina og fjöll handan víkurinnar og sól er að setjast við ystu sjónarrönd. En hvar er íkarus? Sé rýnt í myndina sjást framar- lega hægra megin tveir fótleggir standa upp úr sjónum! Ekki var það síst í helgimyndum sem Bruegel var nýstárlegur, jafnvel djarfur. Á myndinni Leiðin tU Golgata, sem er eitt stærsta og ríkulegasta málverk Bruegels og á heiðursstað á sýningunni í Vín, má sjá Krist hrasa undan krossinum fyrh- miðri mynd en í töluverðum fjarska; nær okkur er fjöldi fólks sem streymir eftir myndfletinum, frá vinstri tfl hægri, i átt til Golgata-hæðar, her- menn á hestum, börn, konur, munkar, bændur, sígaunar, og öUum eru gefm sin séreinkenni. í forgrunni til hægri er María mey sem harmar það sem gerst hefur ásamt nánustu vinum sinum. Myndefnið færir þennan atburð svo nálægt okkur að áhorfandanum gæti vel dottið í hug að leita að sjálfum sér í mannfjöldanum. Pieter Bruegel eldri dó í Brussel 1569, hálf- fimmtugur. Eftir hann liggja aðeins um 40 verk en talið er að hann hafi eyðUagt mörg málverk sín af ótta við að boðskapur og samfélagsgagnrýni þeirra kæmi Ula niður á fjölskyldunni. Hann lifði á ógnaröld og yfirvöld áttu þá sem oftar erfitt með að þola háð. Synir hans voru barnungir þegar hann dó og kynntust ekki fóður sínum nema sem lista- manni af verkum hans. Pieter Bruegel yngri (1564 - ca. 1637) hafði góða atvinnu af að mála upp myndir föður síns með tilbrigðum en sér- hæfði sig í myndum af lífinu í víti og hafði sams konar kímnigáfu og faðir hans. Hann var upp- nefndur Vítis-Bruegel. Jan (1568- 1625) var þekktari en bróðir hans, einkum fyrir ávextina og blómin sem hann málaði svo vel að hann var kaUaður Flauels-Bruegel. Sonur Jans og nafni varð líka málari. Sjálfur er Pieter eldri kaUaður Bænda-Bru- egel vegna þess að hjá honum varð sveitafólk í fyrsta sinn i aðalhlutverki í myndlistinni. Sjálfsmynd Pieters Bruegels eldra. Hver leikur á sínum staö. Hér skoppa þau gjöröum. Erlingur tekur viö hamingjuóskum Ingvars E. Sigurðssonar. Leikafmæli Erlings Erlingm- Gíslason leikari var hyUtur á sviði Þjóðleikhússins eftir frumsýn- ingu á Hamlet 2. í jólum í tilefni af því að þá voru nákvæmlega 40 ár síðan hann lék þar sitt fyrsta hlutverk að námi loknu. í ræðu sinni sagði Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri að hlutverk Erlings væru orðin á annað hundrað á þessum 40 árum, en það sem fyrst vakti athygli á honum var hlutverk Péturs, unga mannsins í Dagbók Önnu Frank. Sú sýning er ógleymanleg öUum sem sáu þau Kristbjörgu Kjeld þar saman: Tvær stjörnur fæddar. Engin leið var að nefna öU hlutverk Erlings í einni ræðu, en hann var, með orðum Stefáns, „skemmtUega staðfastur og trúverðug- ur sem alþýðuhetjan Matti í Púntila og Matta, ísmeygilega flgúrlegur sem Grace prinsessa í Gísl, hann var brjóst- umkennanlegur í ruddamennskunni sem vinnumaðurinn Judd í Oklahóma ... sjálfur Galdra-Loftur í Hornakóral Odds Björnssonar og spaugUega skop- færður Stóri Júlíus í Gæjum og píum ... Hann var Þorvaldur Helmer í Brúðu- heimili Ibsens, hlutverk sem seint gleymist og hann nýtti sér til hins ýtrasta ... kyntröllið Stanley Kowalski í leikriti Tennessee WiUiams Spórvagn- inn Girnd, ógleymanlegur var hann sem baróninn í Náttbólinu ..." og svona mætti lengi telja. Frumsýningargestir tóku fagnandi tækifærinu tU að hrópa ferfalt húrra fyrir Erlingi og sýndu honum þann heiður að standa sérstaklega upp undir lófatakinu. Svo þakkaði Erlingur fyrir sig með skemmtilegri tölu. Sögulegar skáldsögur Gunnars Jón Yngvi Jóhannsson, bók- menntagagnrýnandi DV, heldur fyr- irlestur á Skriðuklaustri í Fljótsdal laugardaginn 24. jan. kl. 14 um sögu- legar skáldsögur Gunnars Gunnars- sonar. „Gunnar skrifaði flokk af söguleg- um skáldsögum sem hann kaUaði „Landnám" og átti að vera saga ís- lands frá upphafi til samtímans,1' segir Jón Yngvi. „Af þessum flokki skrifaði hann Fóstbræður sem fjallar um Ingólf Amarson og Hjörleif, Jörð sem fjallar um Ingólf, Þorstein son hans og stofnun Alþingis, Hvíta-Krist j sem fjaUar um kristnitökuna, Grá- mann sem er skrifuð upp úr ÞorgUs sögu og Hafliða og Jón Arason. Þetta áttu að verða tólf bindi en ég held að j Gunnar hafi misst trú á viðfangsefn- inu. Fyrstu sögum- ar voru um upp- byggingu þjóðar, en 1936 þegar allt var að fara tU fjandans í Evrópu skrifaði hann Grámann, sem var síðasta bókin, og þar leysist aUt upp í ofbeldi og óreiðu Sturlungaaldar. Ég held að Gunnar hafi hætt að trúa á þessa bjartsýnu þjóðarsögu þegar heimur- inn var orðinn eins og hann var í kringum hann. Sögusýnin breytist svo mikið frá fyrstu sögu til hinnar síðustu að grundvöUurinn var brost- inn undan flokknum." Jón Yngvi fer fyrstur í hópi fl-æði- manna sem halda fyrirlestra um Gunnar Gunnarsson á Skriðuk- laustri í vetur og vor. Meðal þeirra sem eftir koma era HaUa Kjartans- dóttir og Soffia Auður Birgisdóttir. Listasagan með íslandssögukennslubókin Uppmni nútímans eftir sagnfræðingana Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson er komin út í nýrri útgáfu. í bókinni er saga fólksins í landinu rakin á aðgengileg- an og fræðandi hátt frá 1830 tU okkar daga. Um 300 ljós- myndir og skýr- ingarmyndir em í bókinni, einnig verk- efni með hverj-' um kafla og ítarlegur ! ; efnislisti. Mesta nýmælið við þessa nýju út- j gáfu eru 34 litmyndir af listaverkum : eftir íslenska listamenn sem saman segja ágrip af íslenskri listasögu á þessu tímabUi. Aðalsteinn Ingólfsson ; listfræðingur valdi myndirnar og skrifar texta með hverri. Mál og menning gefur bókina út. Skugga-Sveinn í skólaútgáfu Leikrit Matthíasar Jochumssonar, Skugga-Sveinn, er komið út í útgáfu Þuríðar J. Jóhannsdóttur bókmennta- fræðings. Matthías samdi fyrstu gerð þess 1862, ÚtUegumennina, þegar hann var 26 ára vegna þess hvað hon- ! um leiddust dönsku j gamanleikimir sem vinsælir voru í | Reykjavík um það I leyti. ÚtUegumenn- imir gerðu „hvín- 1 andi lukku“ og j leikrit Matthías- j ar hefur verið j sviðsett oftar en nokkurt j annað íslenskt leik- j rit, segir Þuríður í formála' sínum. Smám saman fór það að heita í höfuðið á aðalpersónunni, Skugga- Sveini. Útgáfa Þuríðar er með skýringum og prýdd myndum úr uppsetningum Leikfélags Dalvíkur á Skugga-Sveini árið 1943 og 1967. Iðnú gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.