Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Færeyingar eru sökudólgar
Færeyskir þingmenn hafa löngum haft oddaaðstöðu á
danska þinginu. Þeir hafa selt dýrum dómum stuðning
sinn við ríkisstjómir með tæpan þingmeirihluta. Gjaldið
fyrir þjónustuna hefur falizt í síauknum styrkjum og fyr-
irgreiðslum danska ríkisins til Færeyja.
Raunverulegir sökudólgar í bankasukki Færeyja eins
og í öðm efnahags- og fjármálasukki eyjanna eru Færey-
ingar sjálfir. Þeir endurkjósa í sífellu sníkjusteöiu Sam-
bandsflokksins og smábyggðastefhu Jafnaðarflokksins,
sem hafa komið þeim á kaldan klaka.
Poul Nymp Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur,
ber pólitíska ábyrgð á einum þætti málsins. Hann tók
vitandi vits hinn gjaldþrota Færeyjabanka af herðum
Den Danske Bank og laug honum upp á færeysku lands-
stjómina, sem skorti upplýsingar um stöðuna.
Rasmussen er ekki af þeirri tegund stjórnmálamanna,
sem axlar ábyrgð, og því mun hann ekki segja af sér. Um
þessar mundir er hann að reyna að ýta sínum ábyrgðar-
hluta yfir á Den Danske Bank, sem nú mun réttilega
neyðast til að endurgreiða færeyska landssjóðnum.
Þótt forsætisráðherra Danmerkur og bankastjórar Den
Danske Bank hafi verið afhjúpaðir, breytir það ekki
þeirri staðreynd, að Færeyjabanki varð upprunalega
gjaldþrota vegna þess, að Færeyingar misstu samband
við raunveruleikann í fjármálum og efnahagsmálum.
Færeyska sníkjustefnublaðið Dimmalætting hefur ára-
tugum saman verið samnefnari ranghugmyndanna, sem
komu Færeyjum á kaldan klaka. Af lestri blaðsins fengu
Færeyingar þá flugu í höfuðið, að peningar kæmu fyrir-
varalaust í skæðadrífum ffá Danmörku.
Þannig voru grafin jarðgöngin frægu og þannig er enn
verið að ráðgera ný jarðgöng. Þannig voru byggðir upp
flotar fiskiskipa, sem ekkert höfðu að veiða, því að Fær-
eyingar hafa ekki haft bein í nefinu til að koma sér upp
virku skömmtunarkerfi á borð við aflakvóta.
Árið 1988 var svo komið, að önnur hver króna í sjáv-
arútvegi Færeyja kom frá hinu opinbera, rétt eins og í
landbúnaðinum á íslandi. Færeyskum sjávarútvegi var
breytt úr atvinnuvegi í félagsmálastofnun. Hnm Fær-
eyjabanka var ein af mörgum afleiðingum þessa.
Færeyskir útgerðarmenn, fiskvinnslumenn, endur-
skoðendur, stjómmálamenn og ritstjórar tóku höndum
saman um að reisa fýrir danska peninga efhahagslega
spilaborg, sem var hrunin um áramótin 1992-1993, þegar
danska samsærið var gert um Færeyjabanka.
Sumir Færeyingar, einkum af yngri kynslóðinni, sáu
veruleikann að baki blekkinganna, svo sem Jógvan
Morkore og Eðvard T. Jónsson. Ekki var hins vegar
hlustað á slíka. í síðustu lögþingskosningum voru endur-
kosnir hinir gömlu sukkarar gömlu sukkflokkanna.
Það mun lina efhahagsþjáningar Færeyja um stundar-
sakir, þegar Den Danske Bank endurgreiðir milljarðana,
sem Poul Nyrup Rasmussen hafði af þeim. Varanleg
lækning fæst þó ekki á færeysku veikinni fyrr en Færey-
ingar láta af sníkju- og smábyggðastefnu.
Færeyingar þurfa að venja sig af því að þiggja mola af
borði dansks velferðarkerfis. Þeir þurfa að koma upp
virku skömmtunarkerfi í fiskveiðum. Þeir þurfa að læra
að skilja verðgildi peninga. Fyrst og fremst þurfa þeir þó
á rjúfa samkrull stjórnmála og sjávarútvegs.
Þótt einstaka sökudólga megi finna í dönskum
stjórnmálum og peningastofnunum, hljóta færeyskir
kjósendur að teljast hættulegasti sökudólgurinn.
Jónas Kristjánsson
,Okkur hættir til aö finnast aö svo ágæt verk sem fornar sögur og kvæöi muni kynna sig sjálf. Þaö er ekki rétt.
Þarf að kynna
gersemar?
tungan, menning fyrri
tíma, fjarlægra og ná-
lægra, sem geta gert
okkur kleift að varð-
veita sérstöðu okkar og
vera eitthvað annað en
aðrir: vera íslendingar.
Hróður íslands
Eitt af því sem hefur
borið hróður íslands
víða eru fombókmennt-
ir okkar, einkum íslend-
ingasögur, vitnisburður
um sérstæða frásagnar-
list á miðöldum. Frægð
sagnanna hefur borist
víða síðustu tvær aldir
með þýðingum á erlend
mál, en vinsældir
„Þaö er einmitt sagan og tungan,
menning fyrri tíma, fjariægra og
nálægra, sem geta gert okkur
kleift að varðveita sérstöðu okk-
ar og vera eitthvað annað en aðr-
ir: að vera íslendingar.“
Kjallarinn
Vésteinn Ólason
prófessor
Ánægjulegt var
að frétta nýlega að
tveir efnismenn
hefðu fengiö viður-
kenningu fyrir
verkefni unnið í
samvinnu við
Stofnun Árna
Magnússonar irni
leiðir til að kynna
þjóðargersemar.
Okkur hættir til að
finnast að svo ágæt
verk sem fomar
sögur og kvæði
muni kynna sig
sjálf. Það er ekki
rétt. Allt þarf
kynningar við í
heimi þar sem
straumur upplýs-
inga er svo stríður
að manneskjan
stendur ringluð og
veit ekki hverju
hún á að veita viö-
töku.
Mikilvægast er
auðvitað að kynna
og rannsaka menn-
ingararf okkar hér
heima. Ef við
kunnum ekki aö meta hann sjálf
tekst okkur ekki að koma öðrum í
skilning um ágæti hans. En í
heimi örskjótra alþjóðlegra sam-
skipta þurfum viö á öllu okkar að
halda til að vera fullgildir þegnar í
samfélagi þjóðanna. Þá skiptir
miklu blómleg nútímamenning
með rætur í fortíðinni.
Menning okkar breytist nú
hratt, eins og eðlilegt og óhjá-
kvæmilegt er. Það þarf þó ekki að
leiða til að hún verði sviplaus eft-
iröpun. Það er einmitt sagan og
breyst með tíðaranda. Vitneskja
um þessar bókmenntir og þekking
á þeim meðal framandi þjóða
sprettur af eljuverki fjölda þýð-
enda.
Fyrr á öldinni var mikið þýtt af
fomsögum í Þýskalandi og á
Norðurlöndum, þar sem þær nutu
mestra vinsælda. Lítið var um
nýjar þýðingar á þýsku um langt
skeið eftir stríöið, en nú er farin
af stað myndarleg útgáfa nýrra
þýskra þýðinga undir forystu pró-
fessor Kurt Schier í Múnchen.
Á Norðurlöndum koma sífellt
nýjar þýðingar, t.d. er nýkomin út
sænsk þýðing á Heimskringlu sem
mun seljast ótrúlega vel. Enskar
þýðingar þeirra Hermanns Páls-
sonar og Magnúsar Magnússonar
á Njáls sögu og fleiri fomsögum
hafa borist furðuvíða síðustu fjóra
áratugi, en Hermann hefur unnið
allra manna mest á þessum akri,
ýmist einn eða með öðrum.
Smitar út frá sér
Nýlega kom út falleg heildarút-
gáfa íslendingasagna í nýjum og
vönduðum þýðingum á ensku hjá
bókaútgáfunni Leifi Eiríkssyni.
Gaman hefur verið að fylgjast með
hve mikill metnaður hefur verið
lagður í að gera þessa útgáfú sem
best úr garði, enda tókst að ljúka
verkinu á tiltölulega skömmum
tíma.
Vonandi tekst nú vel að dreifa
þessari nýju útgáfu, í heild eða
hlutum, svo að hún megi bera sem
mestan ávöxt. Ætla má að fólk af
íslenskum ættum í enskumælandi
löndum, einkum Kanada og
Bandaríkjunum, muni fagna þess-
ari útgáfu, ef hún verður myndar-
lega kynnt.
Við fjölmarga háskóla í ensku-
mælandi heimi eru líka dálitlir
hópar áhugafólks sem leggja rækt
við þessar bókmenntir. Áhugi
slíkra lesendas smitar út frá sér.
Með elju og þolinmæði getur út-
gáfa Leifs Eiríkssonar orðið ómet-
anleg hjálp því fjölþætta og öfluga
kynningarstarfi sem við verðum
að vinna utan landsteina um langa
framtíð. Þýðendur og ritstjórar, og
útgefandinn sjálfur, eiga heiður
skilið.
Vésteinn Ólason
Skoðanir annarra
Greiöslukortaviðskipti
„Samkeppnisráð hefur bannað skilmála greiðslu-
kortafyrirtækjanna í samningum við verzlanir og
þjónustufyrirtæki, sem kveða á um að seljanda vöru
sé skylt að veita korthöfum sömu viðskiptakjör, verð
og þjónustu og þeim, sem greiða með reiðufé og selj-
anda sé óheimilt aö hækka verð vöru eða þjónustu
sé korti framvísað við kaupin.... Verði hins vegar
þetta bann að veruleika, verða kaupmenn og þjón-
ustuaðilar að veita viðskiptavinum staðgreiðsluaf-
slátt sé greitt með peningum."
Úr forystugrein Mbl. 21. janúar.
Siðbót á Alþingi?
„Siðvæðingarholskeflan sem nú ríður yfir beinist
öll aö Brússelferð samgöngunefndar.... Eftir að það
komst í hámæli hver borgaði brúsann ákvað ráð-
herrann að stjómarráðið axlaði kostnaðinn. Þing-
menn og aðrir vitna síðan út og suður um þrískipt-
ingu valdsins og sýnist niðurstaðan sú, að Alþingi
eigi að borga kynnisferðir fyrir alþingismenn.... En
það hefur löngum verið svo að pólitíkusar eru illa að
sér í hverju þrískiptingu Vcdds í lýðræðisríki er fólg-
in og kæra sig lítið um að auka þekkingu sína þar
um....“
Oddur Ólafsson í Degi 21. janúar.
Vegið að mæðrum
„Oft hefur verið vegið að mæðrum þegar blessuð
bömin og unglingskjánarnir lenda í vandræðum....
Allir virðast hafa gleypt þá kenningu mótmælalaust,
að mæður sem reykja á meðgöngu fæði nánast heila-
sködduð börn. Mæður þögðu og þjáðust í hljóði und-
ir þessum áburði; vissu þó fullvel að þessi „heila-
sködduðu" börn em hér og þar í forystu í þjóðfélag-
inu og hin að tuða og borga sína skatta.... Það er
herjað illilega á mömmumar í okkar þjóðfélagi.
Samt er líf þessara mæðra nánast eilíft kraftaverk."
Ása Sólveig í Mbl. 21. janúar.