Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 Það hefur enginn rétt til að drepa - segir séra Ragnar Fjalar Lárusson Hópur fólks kom saman við sendiráð Bandaríkjanna við Laufás- veg á sjöunda tímanum í gærkvöldi til að mótmæla fyrirhugaðri aftöku Körlu Faye Tucker. Fram kom í máli mótmælenda að þeir teldu aftökuna hefndaraðgerð en ekki gerða í því skyni að vernda aðra þegna; Karla Faye Tucker væri ekki ógnun við samfélagið og hefði sýnt betrun. Mótmælendur sögðu að Banda- ríkin hefðu á alþjóðavettvangi geng- ið mjög hart fram í baráttunni fyrir bættum mannréttindum og að af- taka Körlu Faye Tucker bryti í bága við þá stefnu. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, einn mótmælenda, sagði það algjör- lega andstætt kristnum dómi að slíkar aftökur færu fram: „Það hef- ur enginn rétt til að taka líf nokkurs manns, hvorki morðinginn né stjórnvöld. Það hlýtur því að vera skilyrðislaus regla kristins manns að fordæma slíkt, alveg sama hver á í hlut. Þeir eru að fara 135 ár aftur í tímann með þessari aftöku.“ -sm Hópur fólks var við sendiráð Bandaríkjanna til að koma á framfæri óskum um að hætt yrði við aftöku Körlu Faye Tucker. DV-mynd Pjetur Stuttar fréttir :dv Aftrir hæfari Valtýr Sigurðsson héraðsdóm- ari segir aðra umsækjendur um stöðu rann- sóknarlög- reglustjóra ríkisins hafa verið hæfari en Harald Jo- hannessen sem fékk stöð- una. Það séu engir sleggju- dómar, eins og ráðherra hafi haldið fram. Asíugjaldmiölar Taílenska batið styrktist gagnvart dollar í nótt úr 48,30 í 47,30. Ringit, gjaldmiðill Malasíu, var 1,68 og stóð í stað og pesinn á Filippseyjum styrkt- ist lítillega og var 40,20 i morg- un. Keypti hlut í ÍE Viðskiptablaðið segir að Hoff- mann-la Roche, sem gerði risa- samnig við við íslenska erfða- greiningu, hafi keypt 200 millj- óna króna hlut í fyrirtækinu. Greiddu leiguna Sýningar ehf., fyrirtæki Jóns Hákonar Magnússonar, sem bauð 24 milljónir króna í leigu fyrir Laugardalshöllina vegna sjávarútvegssýningar, hafi greitt helming leigunnar fyrir fram eins og tilskilið var. Viðskipta- blaðiö segir frá. Endurskofti úrskurð Samgönguráðherra vill að umboðsmaður endurskoði úr- skurð um að ólöglega hafi verið staðiö að því að úthluta styrkj- um til valinna dreifbýlishótela. Nýir þjóðgarðar Hjörleifur Guttormsson hefur xagi nam frumvarp um að stofna fjóra nýja þjóð- garða á mest- öOu miðhá- lendinu. Helstu jöklar landsins verða innan þeirra. RÚV sagði frá. Vill birta skýrslu Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík, vill að skýrsla Atla Gíslasonar um Steiner- málið verði birt opinberlega. Sjónvarpið sagði frá. Lífeyrissjófti stefnt Hópur stofnfélaga hefúr stefnt Lífeyrissjóði verkfræðinga. Deilt er um reglugerð sjóðsins og greiðslu á lífeyrisuppbót. Auknar geislavarnir Ríkisstjórnin hefur samþykkt tiOögu heObrigðisráðherra að fylgst verði betur meö geisla- virkni í matvælum og umhverfi hérlendis, ekki síst í sjó. íslandsbanki græðir Methagnaður varð á rekstri íslandsbanka í fýrra, eða rúmur milljarður króna. Stofnun Vilhjálms Sex hafa sótt um stöðu for- stöðumanns Stofnimar VO- hjálms Stefánssonar á Akureyri. Umsækjendur eru Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur og norðurpólsfari, Ingþór Bjamason sálfræðingur og suö- urpólsfari, Gunnar Steinn Jóns- son líffræðingur, HaOdór Gísla- son arkitekt, Níels Einarsson mannfræðingur og Ólafur Egg- ertsson jarðfræðingur. Hækka skuldir Vísitölutengingar munu leiða tO þess að skuldir heimOanna munu hækka ef gjöld fyrir sjúkraþjón- ustu verða hækkuð. ASÍ hefur bent heilbrigðis- ráðherra á þetta í tilefni af deOu ráðu- neytisins og sérfræðOækna sem enn er óleyst. -SÁ Fréttir Forstjóri ÍS um sjómannaverkfallið: ÚA með markaðstengt fiskverð: Ekki víst að henti öllum Lagasetningu strax - erum að tapa bestu mörkuðunum Flotinn bundinn. ÚA-togarinn Harðbakur kom til Akureyrar um hádegi í gær. Strákarnir eru klárir með landfestarnar og óvíst er hvenær þær verða leystar að nýju. DV-mynd gk - segir útgerðarstjóri DV, Akureyri: „Við tókum þetta upp árið 1991 en þá var samið um að 10% af afla ísfisktogara félagsins yrðu mark- aðstengd. Þetta var svona tO ársins 1995 en þá hækkaði prósentan í 17% með ákvæðum um hækkun í 23% síðar eins og orðið er í dag,“ segir Sæmundur Friðriksson, útgerðar- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa, um markaðstengingu á hluta af afla isfisktogara ÚA. Aðalkrafa sjómanna, sem nú eru komnir í verkfaO, hefur verið mark- aðstenging aOs afla, en viðsemjend- ur þeirra sem og ýmsir aðrir hafa séð á því aOa annmarka að ganga að þeim kröfum. Hjá Útgerðarfélagi Akureyringa ganga hlutir þannig fyrir sig að 23% aflans miðast við meðalverð þriggja ákveöinna fisk- markaða frá vikunni áður en landað er, en fyrir 77% aflans er greitt á föstu verði. „Það er aOs ekki víst að þetta kerfl henti öOum þótt ég telji að reynslan af því fyrir okkur sé já- kvæð. Ég tel að þetta geti hentað vel þar sem skip og vinnsla eru í eigu sömu aðila en annars staðar tel ég að þetta gæti reynst ansi snúið fyr- irkomulag," segir Sæmundur. AOir togarar Útgerðarfélags Akureyringa verða komnir í land í dag og fara ekki á sjó fyrr en að loknu verkfalli. ísfisktogararnir komu inn hver af öðrum frá því í fyrradag, sá síðasti í gær, og er reiknað með að hráefhið sem þeir komu með muni endast fram á þriðjudag í næstu viku í frystihús- um félagsins á Akureyri og Greni- vík að sögn Sæmundar Friðriksson- ar útgerðarstjóra. Sæmúndur segir að stefna fyrirtækisins sé að vinna ekki svona gamalt hráefni en það eigi samt sem áður að vera aOt í lagi með fiskinn sem unninn verður eft- ir næstu helgi. -gk „Ég tel að menn eigi ekki að láta veiðarnar stöðvast núna heldur leysa málið með lagasetningu úr því að aðilar deOunnar tóku ekki þann kostinn að fresta verkfaOinu í ljósi þess að engin ráö tO lausnar deO- unni eru i sjónmáli. Það verður ein- hver að stjóma landinu í ljósi heOd- arhagsmuna. Síðan þarf að gefa for- svarsmönnum útgerðar og sjó- manna tOtekinn tíma tO að koma sér saman um reglur um nýtingu auðlindarinnar í hafinu. Ef það gengur ekki verða aðrir að koma að borðinu og gera það fyrir þá.“ Þetta sagði Benedikt Sveinsson, forstjóri íslenskra sjárvarafúrða hf., þegar DV spurði hann hvernig hann teldi að bregðast ætti við yfirstand- andi sjómannaverkfaOi. Benedikt sagði að horfumar væru vægast sagt skelfilegar. Ástæðan væri sú að landið væri mjög birgðalitið vegna mikiOar sölu í haust, síðan há- tíðarstopps, ógæftir í framhaldi af því, auk áframhaldandi góðrar sölu. „Við höfum verið hvattir tO að fara lengra og lengra inn í markað- inn, tO þess að fá hærra afurðaverð og standa þar með undir bættiun lífskjörum. Því höfum við svarað samviskusamlega og komist nær neytendum en nokkra sinni fyrr en þá er unniö þarna algjört skemmd- arverk gagnvart markaði og neyt- endum. Ég hræðist að þær öflugu smásölukeðjur sem við erum að vinna með og sem eru þær bestu I heimi muni nánast henda okkur út. Við erum að tapa bestu mörkuðunum sem við höfum haft mest fyrir að byggja upp, þar sem við erum næst neytendunum og þaðan sem við fáum lang- mest verðmætin. En við höf- um sem betur fer verið að leggja aukna áherslu á það undanfarna mánuði að styrkja innkaupakerfi okkar utan íslands því það er nokk- uð langt síðan að við sáum fram á að þetta myndi geta farið svona hér heima." Aö bjóða út veiðarnar Benedikt sagði enn fremur að nú- verandi veiðikerfi yrði að geta náð þeim árangri að koma með góðan og sem ódýrastan afla að landi. „í mínum huga er það lykOatriði í iðnaði að hráefnisöflun sé sem ódýrust og hagkvæmust. Fyrst menn vOja tengja aOt við markaðs- búskap þessa dagana og bjóða upp fiskinn sinn, þá má eins spyrja hvers vegna við bjóðum ekki út veiðarnar. í mínum huga er þetta kerfi ekki frá veiði tO bryggju held- ur frá veiði tO neytanda. Ég tel þó að kvótakerfið hafi verið lykiOinn að því að við náðum árangri í sjáv- arútveginum á íslandi. En úr því að menn eru komnir í þessa stöðu þá held ég að þeir hljóti að komast að þeirri niður- stöðu að ekkert sé heO- agt og að það þurfi að skoða aOt kerfið upp á nýtt. Það er ekki ásætt- anlegt að einn aðili geti stöðvað ferlið frá veið- um til neytanda, ekki síst þegar sá aðili er hreint ekki á nástrái. Mér þætti gaman að spyrja sjómannaforyst- hverjir þeir haldi að launin. Þeir ættu að Benedikt Sveinsson, forstjóri íslenskra sjðvarafurða. DV-mynd JSS una að því borgi þeim velta því fyrir sér hvort það er ekki neytandinn sem borgar brúsann á endanum og hvort sá neytandi sem borgar best eigi ekki að fá mestu vemdina." Benedikt sagði það einnig skemmdarverk að menn skyldu ekki láta sér detta í hug að hirða og nýta Japansloðnuna á sama tíma og íslendingar sætu algjörlega einir að markaðinum og væru að reka smiðshöggið á að koma Kanada- mönnum þaðan út. „Ég held að það þjóðfélag sem hagar sér svona í orr- ustunni og nýtir sér ekki sóknar- færin hljóti að tapa stríðinu." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.