Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 23
: rn 1 / ] ■ : n I MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 23 DV í vetrarfríi án Frikka prins Hin ægifagra Maria Montell hélt upp á 29 ára afmælisdag sinn í Val d’Isére I Frakklandi á dögunum án draumaprinsins síns, Friðriks krónprins af Dan- mörku. Prinsinn varð eftir heima í Danmörku, löglega af- sakaður, að búa sig undir þriggja vikna námskeið í frosk- köfun í Þýskalandi. Friðrik hringdi að sjálfsögöu í kærust- una og óskaði henni til ham- ingju með daginn. Maria var hins vegar með nokkrum vinum sínum og sarnan skemmtu þau sér á skíðum, trallalalala ... Breskur prins í megrun Andrés prins á Bretlandi, fyrrum eiginmaður hinnar eld- hærðu Fergiar, sá að við svo bú- ið mætti ekki standa. Hann var farinn að gildna heldur óþægi- lega um miðjuna. Eitthvað varð hann því að gera og nú er svo komið að hann er bókstaflega að hverfa fyrir augunum á vinum sínum. Eitthvert bakslag kom þó í megrunarkúrinn yfir jóla- hátíðina en prinsinn er staðfast- ur og verður ekki lengi að kippa því lag. Bruce og Demi í málaferlum Ofurstimin Bruce Willis og Demi Moore eru í vondum mál- um þessa dagana. Fyrrum barn- fóstra þeirra hefur farið í mál við þau og sakar þau um að hafa kúgað sig og misnotað á skammarlegan hátt á meðan hún gætti þriggja bama þeirra. Hjónin segja hins vegar ekkert hæft í ásökununum. Þau hafa svo sjálft stefnt slúðurblaðinu Star sem hélt því fram að hjóna- band þeirra væri í steik. Sviðsljós Madonna: Jógaæfingar bæta kynlífið stórlega Madonna er sammála Sting um að jóga bæti kynlífið. Hún segir að jóga geri hana einnig auðmjúka og þolin- móða og sterka að innan og utan. „Ég fór mjög illa með sjálfa mig í mörg ár þegar ég hjólaði og skokk- aði. En eftir að ég fæddi dóttur mína gat ég ekki haldið því áfram. Þess vegna byrjaði ég á jóga,“ sagði Madonna nýlega í blaðaviðtali. Að sögn Madonnu hefur móðurhlutverkið haft þau áhrif að hún beri meiri virðingu fyrir lífinu. Hún sé betur fær um að meta hvað sé mikilvægt og hversu mikilli orku sé sóað þeg- ar menn fjasi yfir smávægilegum hlutum. Dóttirin Lourdes skipar stóran sess í lífi Madonnu sem verður fer- tug í ágúst næstkomandi. Madonna er nú á leið til Evrópu til að kynna nýjustu plötuna sina. Hún mun koma fram í breska sjónvarpinu í fimm mínútur og krefst sérstaks herbergis fyrir þá stuttu í sjón- varpshúsinu. Auk þess heimtar hún lofthreinsitæki í öll herbergi og mynd af páfanum í búningsherberg- iö sitt. En það er ekki nóg. Söngkon- an vill einnig fá pínulítið æfinga- herbergi og skálar fullar af ferskum ávöxtum. Breskum sjónvarpsmönnum bregð- ur ekki við kröfumar. Þeir segjast vanir þvi að listamenn beri fram undarlegar óskir. „Madonna ætlar ekki að fá greitt fyrir að koma fram í sjónvarpsþætt- inum. Þess vegna gerum við allt til að hún verði ánægð,“ segja þeir. Þó að Madonna verði ekki á skjánum nema tæpar 5 mínútur verður hún í stúdíóinu meiri hluta dagsins og tel- Madonna lítur ekki lengur á sig sem fórnarlamb. Símamynd Reuter ur sig þess vegna þurfa á ýmsum þægindum að halda. Madonna er komin með nýtt útlit enn einu sinni. Á Golden Globe há- tíðinni í Los Angeles á dögunum*r þótti hún líta út eins og hippi. „Þaö er enginn sem hjálpar mér að breyta um útlit fyrir hverja plötu sem ég gef út. Ég þroskast sem per- sóna,“ segir Madonna sem ætlar í tónleikaferð næstkomandi haust. Hún er ekki lengur þeirrar skoð- unar að fjölmiðlar og almenningur refsi henni. „Það var gamla Madonna. Ég leit á mig sem fórnar- lamb. íhvert sinn sem eitthvað slæmt kom fyrir hélt ég að einhver hefði gert það gagnvart mér. Nú veit ég að ég ber ábyrgð á öllu sem ger- ist, bæði jákvæðu og neikvæðu." Stefanía prinsessa af Mónakó var heiðruð í fyrradag í íþróttaklúbbi með þessari glæsilegu tertu. Prinsessan átti 35 ára afmæli og þótti tilhlýðilegt að hún fengi þessa fallega skreyttu tertu af tilefninu. Ekki er að efa að tertan hefur verið Ijúffeng á bragðið. Símamynd Reuter Ljósmyndarar fengu makleg málagjöld Ofurmennið Arnold Schwarzenegger og frú hans, hin vel ættaða Maria Shriver, komust i hann krappan fyrir nokkru þegar ljósmyndarar kró- uöu þau inni í bíl þeirra til að taka af þeim myndir. Ljósmynd- ararnir fengu líka makleg mála- gjöld í vikunni þegar dómari fann þá seka um að hafa haldið hjónunum fóngnum gegn vilja sínum. Maria, sem er fréttakona að atvinnu, var yfir sig hneyksluð á athæfi ljósmyndaranna og sagði þá ekki hafa komið fagmannlega fram. í stað þess að króa fólk af hefði hún sjálf beðið úti á götu, smellt af myndunum, stórgrætt á því og enginn hefði þurf að svara til saka fyrir athæfið. Arnold og Maria brosa breitt núna en þeim var ekki hlátur í huga þegar Ijósmyndararnir þjörmuðu að þeim. Söngkonan Carola í Svíþjóð eignaðist strák Sænska söngkonan Carola og eiginmaður hennar Runar Sögaard eru búin að eignast strák. Drengurinn er stór og myndarlegur og var 4240 g og 54 sm við fæðingu. Hann var tekinn meö keisaraskurði eins og fyrir fram hafði verið ákveðið. Móðurinni heilsast vel og öll fjölskyldan er full af þakklæti og hamingju, að því er blaðafulltrúi hjónanna tilkynnti að lokinni fæðingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.