Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 10
~1 wnning MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1998 Hamingjuóskir Guðbergur Bergsson og Guðjón Frið- riksson eru vel að íslensku bókmennta- verðlaununum komnir og skal óskað til hamingju með þau. Guðbergur hefur skrif- að bók sem á sinn hátt fer fram úr þvi besta sem hann hefur áður skrifað. Guðjón hefur skrifað bók sem jafnt þeir sem sjald- an lesa bækur og hinir sem mikið lesa hafa sameinast um I að gleypa í sig af græðgi. Báðar eru bækumar til vitnis um að hér á landi eru skrifaðar þrótt- miklar bókmenntir. Kolbrún Berg- þórsdóttir fagnaði því í Dagsljósi að dómnefnd íslensku '------------------- bókmenntaverðlaunanna hefði brotið öll (ímynduð) prinsipp með vali sínu. Það hefði ekki verið nein leið að reikna það út fyrirfram. „Röðin var ekki komin að“ þess- um höfundum, eins og Guðbergur sagði en þeir fengu verðlaunin samt. Það er huggun tO þess að vita að dómnefndir láti ekkert stjórna vali sínu annað en einlæga skoðun á því hvaða bækur séu bestar. Svo geta menn endalaust þrefað um hvort þeir séu sammála þeirri niðurstöðu. Þeim sem ekki hlutu verðlaunin í ár má verða það huggun að árin eru fljót aö líða og kannski kemur að þeim næst. Eða þamæst. Bókmenntakynningar Nú er í vændum sú tíð þegar norrænir sendikennarar segja frá bókmenntum í heimalandi sínu í Norræna húsinu. Allir eiga þeir líka von á gestum - rithöfundum að heiman - sem lesa úr verkum sínum og ræða um þau. Norðmenn ríða á vaðið 14. febrúar kl. 16. Þá kynnir Kjell Öksendal sendikennari bókaútgáfuna í Noregi á síðasta ári og fær til sín frægan gest: Anne Holt rithöfund sem gerði stuttan stans i dómsmálaráð- herrasæti Noregs nýlega. Anne Holt er glæpasagnahöfundur, ein fjölmargra kvenna sem hafa gert þá grein að sinni. Síðasta bókin hennar, Mea Culpa, er þó ekki glæpasaga heldur ástarsaga og hefur vakið harðar deilur í Noregi vegna þess að hún var „núlluð", það er að segja norsk bókasöfn settu hana ekki á innkaupalista hjá sér. Þetta er mikið áfall því bókasöfnin kaupa yfirleitt 1000 eintök af fagurbók- menntum, og höfúndur sem fer á svartan lista hjá þeim á erfitt með að fá verk sín útgefin. Innkaupanefnd bar því við að bók- in væri ekki nógu vel skrifuð en meinfysn- ir menn hafa bent á að þar sé fjallað um lesbískt samband og innkaupastjórum hafi ekki líkað það. Við getum dæmt sjálf um ritstörf Anne Holt þann fjórtánda. Strax daginn eftir kl. 16 verður færeysk bókakynning sem Jógvan Isaksen rithöf- undur og bókmenntafræðingur sér um. Hann verður einn enda enginn sendikenn- ari í færeysku við Háskóla fslands. Finnsk bókakynning verður svo 21. febr- úar; þar verður gestur Raija Siekkinen rit- höfundur. Á sænskri bókakynningu 28. febrúar verður Carina Rydberg rithöfund- ur gestur og á danskri bókakynningu 7. mars verður gesturinn Soren Ulrik Thom- sen rithöfundur. Dansað við tónlist Párts Eistneska tónskáldið Arvo Párt kom, sá og sigraði um síðustu helgi. Þeim sem troðfylltu Langholtskirkju til að hlusta á tónlistina hans skal bent á að íslenski dansflokkurinn ætlar aö dansa við tónlist eftir hann á sýningu sinni sem frmnsýnd verður á laugardaginn. íslenski dansflokkurinn sýnir þá meðal annars verkið „Tvístígandi sinnaskipti 11“ eftir Ed Wubbe en hann samdi það verk upphaf- lega fyrir íslenska dans- flokkinn árið 1986 við tón- list eftir Arvo Párt. Fyrir það fékk flokkurinn menningarverðlaun DV 1987. Ed Wubbe var einn þeirra fyrstu sem sömdu dansverk við tónlist Párts en margir hafa fetað í spor hans, meðal annarra Jiri Kylián. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Baltasar Kormákur, leikhússtjóri Loft- kastalans, vill koma að nokkrum leiðrétt- ingum vegna PS á mánudaginn þar sem reifuð var umræða Dagsljóss í sjónvarpinu um starfslaun listamanna. Fyrst og fremst tekur hann fram að Hallur Helgason, sem þátt tók í umræðunum, sé ekki talsmaður Loftkastalans heldur hluthafi í fyrirtækinu sem starfar þar aðeins að einstökum verk- efnum - enda er hann dagskrárstjóri Bylgj- unnar. „Það er ekki stefha Loftkastalans að vera á móti opinberum styrkjum til leikhúsa eða annarra listgreina," segir Baltasar, „- enda væri það tvíeggjaður málflutningur að gagnrýna slíka styrki á sama tíma og við erum að sækja um þá! Hefðu menn hlustað á málflutning Halls var þar ekkert sem mælti gegn styrkjum til listastarfsemi, það voru aðrir þátttakendur í umræðunni sem tóku Loftkastalann sem dæmi um styrkja- lausa liststarfsemi. Það er ekkert leyndarmál að borgin styrkti starfsemi Flugfélagsins Lofts um þrjár milljónir til að setja upp Hárið 1994 og var það gert í formi atvinnuátaks fyrir ungt fólk. En við fengum ekki styrk frá Þjóðleik- húsinu heldur var gerður samningur við það. Þeir lánuðu okkur míkrófóna og létu okkur eftir réttinn að verkinu, sem þeir voru handhafar að, en á móti fengu þeir 15% af brúttótekjum af sýningunni til að standa skil á rétthafagreiðslum og síðan 5% af hagn- aði sýningarinnar. Það er líka misskilningur að Loftkastalinn sé reistur fyrir hagnaðinn af Hárinu þar sem kostnaður við leikhúsið er miklu meiri en heildarveltan af þeirri sýn- ári nemur því niðurgreiðsla opinberra aðila á hvern leikhúsmiða í Loftkastalanum 219 krónum 1995 og 58 krónum 1996.“ Ekki vildi Baltasar heldur samþykkja að Loftkastalinn hefði tekið litla áhættu í list- rænni starfsemi. Bein útsending hefði verið mikil áhætta og fyrir það handrit hefði ver- ið greitt að fullu af leikhúsinu. „Mesta áhættan var samt sú að setja þetta leikhús á fót. Við stofnuðum okkur í tugmilljóna skuldir til að þessi draumur okkar gæti orðið að veruleika. Við ætlum að standa við þær skuldbindingar og verk- efnavalið miðast við það. Hver einasta leik- sýning sem við tökmn þátt í er áhætta, þó svo að við höfum fengið samstarfsaðila að einstökum verkefnum. Ef þau ganga ekki fáum við engar tekjur til að reka húsið. Þannig má benda á að Loftkastalinn kom illa út úr sýningunni á Veðmálinu sem var samstarfsverkefni. Ástæðan fyrir valinu á Bugsy Malone var sú að ég hef kynnst því áður hvað það er mikið til af hæfileikaríkum krökkum og mér fannst spennandi að gefa þeim tæki- færi - og gera um leið eitthvað annaö en hin leikhúsin eru að gera fyrir krakka. Þetta er ekkert ófrumlegra en að setja upp Kardimommubæinn. Og ein's og allir sem hafa unnið í leikhúsum vita þá er aldrei neitt fyrirfram gefið um aðsókn á sýningar. Allar sýningar fela í sér áhættu. Bara að reka húsið kostar stórfé." Baltasar sagðist að lokum ekki vera van- þakklátur í garð opinberra aðila. „Við höfum alltaf verið þakklátir fyrir þá styrki sem við höfum fengið." Baltasar Kormákur: Ekkert ófrumlegra að setja upp Bugsy Malone en Kardimommubæinn. DV-mynd ÞÖK ingu og á þá eftir að draga frá uppsetningar- kostnað og rekstur sýningarinnar. Einu sinni höfum við fengið 300 þúsund króna styrk frá menningarmálanefnd Reykja- vikur og svo fengum við samtals þrjár millj- ónir í styrk til að setja upp Beina útsendingu eftir Þorvald Þorsteinsson. Samkvæmt upp- lýsingum Frjálsrar verslunar frá því á síðasta Spennandi augnablik f A6 eilífu. Flugumenn meö konungi sínum f Hamlet. Tllnefningar til menningarverðlauna DV fyrir leiklist: kviku þeirra ólíku persóna sem hann leikur. Hann miðlar öllu litrófi tilfinninga þeirra til áhorfenda á áreynslulausan en áhrifamikinn hátt. Kjartan Ragnarsson, leikstjóri. Kjartan Ragnarsson er tilnefndur fyrir fág- aða leikstjórn i áhrifa- mikilli sýningu á Grandavegi 7. Sýningin miðlar flókinni sögu á áreynslulausan hátt til áhorfenda. Falleg og ein- læg sýning, þar sem at- riðin taka hnökralaust hvert við af öðru og flétt- ast saman á eðlilegan hátt. Kristín Jóhannes- dóttir, leikstjóri. Kristín Jóhannes- dóttir er tilnefnd fyrir leikstjóm á Dómínó á Litla sviði Borgarleik- húss. Sýningin var óvenjulega sterk og heilsteypt. Virðing fyr- ir verkinu og næmi fyrir myndræna þætt- inum skilar sér á lát- lausan en um leið rök- rænan hátt. Góður skilningur á texta verks- ins, sem oft rambar á mörkum fáránleikans. Samkvæmt nýju og breyttu skipulagi er nú byrjað á tilnefningum til menningarverð- launa DV í leiklist sem venjulega hafa verið birtar seinastar af öllum. Þetta er gert eftir ábendingu verðlaunahafa frá í fyrra, Birtings- manna frá Hafnarfirði, sem fannst fráleitt að bíða lengst með leiklistina. Ef tilnefningar í henni kæmu snemma gæti fólk drifið sig að sjá þær tilnefndu sýningar sem enn þá væru á fjölunum og myndað sér skoðanir sjálft á því hverja þeirra bæri að verðlauna. Árið var óvenju gjöfult og lauk svo að til- nefningarnar urðu sex eins og stundum áður i þessari listgrein - en ekki fimm eins og venjá er til. Utan tilnefninga vill nefndin nota tækifærið og minna á einstæðan leiklistarvið- burð sem barst hingað á árinu frá útlöndum. Þetta er sýningin á Maskarad frá Litla leik- húsinu í Vilníus í Litháen undir stjóm Rimas Tuminas sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu. Hún verður öllum ógleymanleg sem hana sáu. í nefnd um menningarverðlaun DV í leik- list fyrir árið 1997 sátu Sigrún Valbergsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Auður Eydal. Tilnefningamar em þessar: Að eilífu, samvinnuverkefni Nemendaleik- hússins og Hafnarfjaröarleikhússins, Her- móðs og Háðvarar. Sýningin í heild er tilnefnd fyrir fmmlega útfærslu og nýtingu sviðs. Ný kynslóð nýtir áhrifavalda dagsins í dag með góðum árangri. Leikrit og leikstjórn ná vel utan um kjcirna málsins sem birtist í farsakenndri sýn á al- þekkt þema - giftingu - og vekur upp þenking- ar um umbúðaþjóðfélagið. Finnur Arnar Arnar- son leikmyndahöfund- ur. Tilnefndur fyrir leik- myndir meðal annars í Vefaranum mikla frá Kasmír (Leikfélag Ak- ureyrar) og Að eilífu. Finnur Amar samein- ar næmt auga mynd- listarmannsins og frumlega nýtingu rým- isins. Hann nær traustu sambandi við þau verk sem hann vinnur að og bætir heilli vidd við þau með leikmyndum sínum. Hamlet, Þjóðleikhúsið. Sýningin í heild er tilnefnd til leiklistar- verðlaunanna. Hún er kröftug og hugmynda- rík og hvergi er farið með löndum í útfærslu verksins. Sagan hreyfist eðlilega og rökrétt áfram og það sama á við um tilfinningalíf per- sónanna. Sviðsmyndin er óvenjulegt lista- verk. Hilmir Snær Guðna- son, leikari. Tilnefndur fyrir túlk- un í Listaverkinu og Hamlet. Einstaklega hæfileikaríkur leikari sem blómstrar í hverri sýningunni á fætrn- annarri. Hilmir Snær hefur óvenju mikla dýnamík á valdi sínu og tekst ætíð að komast að Ekki á móti ríkisstyrkjum Óvenju gjöfult ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.