Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Qupperneq 17
16 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1998 17 íþróttir ffj, EHGUHD Robbie Fowler, lelkmaður Liver- pool, er mjög hissa á því að Glenn Hoddle landsliðsþjálfari skyldi ekki velja sig i landsliðs- hópinn gegn Chile eftir slétta viku. Allir eru sammála um að Fowler er snjall knattspyrnumaður og mikiil markahrókur. Gallinn er hins vegar sá aö honum hafa verið afar mislagð- ir fætur fyrir framan mark andstæð- inganna. Reyndar verður það að teljast furöu- legt aö Fowler skuli vera hissa á vali þjáifarans. Og það sem meira er; Roy Evans, stjóri Liverpool, er líka hissa á því að Fowler var settur út úr lið- inu. Glenn Hoddle hefur látið hafa eftir sér að eina svar Fowlers viö vali sínu sé að taka upp þráðinn á ný og skora mörk. Neil Shipperley, sóknarleikmaður Crystal Palace, verður frá æfingum og keppni næstu tvo mánuðina. Hann þarf að gangast undir uppskurð vegna meiðsla í nára. Þetta er mikió áfall fyrir fallbaráttu- lið Palace en Shipperley hefur verið einn helsti markaskorari liðsins i vetur. Forráðamenn Arsenal hafa áhuga á að skrifa undir langan samning við Frakkann Pat- rick Vieira, jafn- vel til 5-7 ára. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt að vilji sé til þess innan fé- lagsins að byggja framtiðarlið félags- ins i kringum Vieira sem aðeins er 21 árs. Wenger hefur sagt að forráöamenn Arsenal vilji sjá Frakkann hjá félag- inu næstu tiu árin. Þeir vilji fá hann til að vera hjá félaginu i um áratug líkt og Lee Dixson, Tony Adams, Steve Bould, Nigel Winterburn og Ian Wright. Svisslendingurinn Christian Gross, stjóri Tottenham, er kokhraustur þrátt fyrir magurt gengi Spurs það sem af er vetri. Reyndar hefur þaö farið í taugarnar á mörgum hversu montinn sá svissneski er. Ef einhver stjóri í enska boltanum hefur ekki efni á því að vera góður með sig er það Christian Gross. Hann sagði í gær aöspurður um fallbarátt- una framundan: „Fallbarátta? Hvað er það? Viö höfum aldrei minnst á fallbaráttu á White Hart Lane.“ Stuðningsmenn Chelsea höfðu ástæðu til aö fagna í gær er þeir Gi- anfranco Zola og Roberto Di Matteo skrifuðu undir samninga við félagið til ársins 2002. ítalirnir snjöllu hafa leikið mjög vel fyrir Chelsea og hafa báðir náð aö að- laga sig ensku samfélagi. „Báðir elska þeir London og báðir elska þeir Chelsea," sagði forráðamaöur Chel- sea í gær. Vera kann á döfinni fundur með framkvæmdastjórum í ensku knatt- spymunni og dómurum í ensku úr- valsdeildinni og mun ekki af veita. Dómarar og framkvæmdastjórar hafa lent í hverju rifrildinu af öðru á undanfórnum vikum. Reyndar eiga þessir aöilar fátt eftir nema slást. Slíkt er andrúmsloftið enda hafa dómarar gert hver stóru mistökin á fætur öörum á liðnum vikum. Fulltrúi framkvæmdastjór- anna hefur fariö fram á fund en dóm- arar hafa ekki svarað. Hópferð verður farin á leiki í ensku knattspymunni um páskana á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Efstur á blaði er leikur Manchester United og Liverpool en einnig er möguleiki að sjá Everton-Leeds eða Bolton-Black- bum. Gist verður i fjórar nætur í Liverpool. Ennfremur geta Samvinnuferðir- Landsýn útvegað miða á grannaslag Liverpool og Everton sem fram fer á Anfield Road 23. febrúar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ferðum geta haft samband við íþróttadeild SL, sími 569-1010. -SK/VS Leikir í NBA-deildinni í nótt: Clippers lagði Utah Jazz Nlu leikir voru háöir í NBA-deildinni í nótt og urðu úrslit í þeim sem hér segir: Toronto-Phoenix .........105-110 Christe 24, WUliamson 24, Camby 16 - Mcdyess 24, Chapman 23, Kidd 22. Charlotte-Boston............93-89 Geiger 24, Wesley 15, Maxwell 15 - Wal- ker 23, Brown 20, Barros 14. Houston-Vancouver..........110-97 Barkley 25, Willis 20, Drexler 20 - Rahim 30, Thorpe 14, Lynch 13. Orlando-Atlanta.............91-90 Outlaw 23, Seikaly 12, Price 12 - Smith 18, Blaylock 15, Laettner 14. Milwaukee-New York .........82-78 Brandon 20, Allen 17, Robinson 15 - Hou- ston 21, Johnson 20, Willis 14. Portland-New Jersey.........98-97 Sabonis 24, Wallace 23, Anderson 18 - Kittles 24, Van Horn 21, Cassell 16. Golden State-San Antonio .. 96-105 Marshall 23, Delk 21, Smith 16 - Duncan 34, Robinson 29, Person 14. LA Clippers-Utah Jazz .... 111-102 Robinson 25, Rogers 22, Wright 17 - Malone 23, Hornacek 22, Stockton 22. Sacramento-Indiana.......93-115 Richmond 24, Dehere 16, Williamson 14 - Smits 18, MuIIin 15, Miller 14. Outlaw tryggði Orlando sig- urinn Það var Bo Outlaw sem tryggði Orlando sigurinn gegn Atlanta þeg- ar hann skoraði sigurkörfu leiksins einni sekúndu fyrir leikslok. Þetta var aðeins annar sigur Orlando í síðustu 10 leikjum. Leikmenn Utah Jazz hafa eflaust verið með hugann við leikinn gegn Chicago, sem fram fer í nótt, þegar þeir töpuðu fyrir Los Angeles Clipp- ers i nótt. Leikmenn Clippers fóru á kostum og skoruðu 12 þriggja stiga körfur og enginn lék betur en James Robinson sem setti niður 25 stig. -GH Sigurður Jónsson við skoskt dagblað: Stöðvaður af KSÍ Sigurður Jónsson, landsliðsmaður í knattspymu, sagöi í samtali við skoska blaðiö Dundee Courier i gær að KSÍ hefði neitað sér um að leika með Dundee United gegn Motherwell í úrvalsdeildinni næsta laugardag. Guöjón Þórðarson landsliðsþjálfari hefði hins vegar ekki lagt stein í sína götu. Sigurður fór til Kýpur í gær til að leika með landsliðinu á alþjóðlega mótinu sem hefst þar á morgun. „Ég hefði svo sannarlega viljað spila þennan mikilvæga leik við Motherwelll. Ég er að komast í mitt gamla form hér í Skotlandi eftir meiðsli og veikindi til að byrja með. En það er knattspymusambandiö sem ræður. Þeir töldu að ekki væri hægt að gefa það fordæmi að leyfa einum leikmanni aö fara i miðju móti og vildu ekki trufla undirbúning liðsins fyrir Evrópukeppni landsliða,“ sagði Siguröur við blaðið. „Siggi hefúr spilað vel í tveimur síðustu leikjum og hefði eflaust haldið sínu striki gegn Motherwell. Það em vonbrigði að missa hann,“ sagði Tommy McLean, framkvæmdastjóri Dundee United. Eins og fram kom í DV í gær hafa margir leikmanna íslenska liðsins óskaö eftir þvi aö komast 1 leiki með sínu félagsliöi um helgina og svo er að sjá sem þau mál séu ekki komin endanlega á hreint. -VS Vetrarólympíuleikarnir veröa settir I Nagano f Japan á laugardaginn kemur. Aldrei í sögu vetrarólympíuleikanna hafa fleiri þjóðir tilkynnt þátttöku og ríkir mikil spenna og tilhlökkun hjá mótshöldurum fyrir leikana, Mikiö hefur snjóað í Nagano á síöustu dögum og finnst mörgum alveg nóg komið en margir hafa lent í erfiðleikum vegna gífurlegrar ofankomu. Keppendur streyma þessa dagana til Nagano og reyna fyrir sér í glæsilegum mannvirkjum sem reist hafa verið. Þessi svissneski bobsleöamaöur sést hér á fullri ferö í brautinni á æfingu í gær. Mynd-Reuter Magnús Már Ólafsson, betur þekktur sem einn snjallasti sundmaður landsins, sýnir hér listir sínar, lengst til hægri, Master Park horfir á, fyrir miöju, og lengst til vinstri er Sigrún Anna Övindesland. DV-mynd S Park þjálfar Ármenninga Góður gestur heimsótti Tae kwon doo-deild Ár- menninga á dögunum. Það var Master Park, mjög þekktur og virtur þjálfari í greininni, og dvaldist hann hjá Ármenningum í nokkra daga. Park þessi er fæddur í Kóreu en er með bandarísk- an ríkisborgararétt. Hann er aðalþjálfari Central Tae kwon doo-skólans i Baltimore í Bandaríkjunum. Park er að auki alþjóðlegur dómari og hefur æft og keppt í Tae kwon doo síðustu þrjátíu árin. Hér var því um hvalreka á fjörur Ármenninga að ræða og lærðu þeir mikið af komu hans hingað. Og Park hefur ekki sagt skilið við Ármenninga. Næsta íslandsmót yerður haldið í apríl í Laugardals- höllinni og fyrir mótið mun Park koma aftur til félags- ins og aðstoða þá og leiðbeina þeim. Deildin hjá Ármanni er sú yngsta á landinu en aðal- þjálfari félagsins er Sigrún Anna Övindesland hjúkr- unarfræðingur. íþróttin er í miklum vexti hjá Ármenningum og á síðasta íslandsmóti tryggðu þeir sér titilinn í liða- keppninni. Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspymu: „Finnum lendingu" - íslendingar mæta Slóvenum á morgun íslenska landsliðið í knattspyrnu kom til Kýpur í gærkvöldi en þar hefst á morgun æflngamót og mæta íslend- ingar liði Slóvena í fyrsta leik. Nokkr- ir landsliðsmanna áttu í erfiðleikum með að koma sér til Kýpur en seinkan- ir voru á flugi á Norðurlöndum og í Þýskalandi vegna snjókomu. Fyrir vik- ið skiluðu flmm leikmenn sér ekki á hótel fyrr en seint í nótt. „Við ætlum að æfa tvisvar í dag og þá ætti ég að sjá ásigkomulagið á mannskapnum sem hlýtur að vera í mismunandi leikæfíngu. Það er degin- um ljósara að leikurinn við Slóvena verður erflður en mér skilst að þeir stilli upp sínu sterkasta liði. Þeir áttu reyndar að vera búnir að leggja fram leikmannalista en hann lá ekki fyrir í gærkvöldi. Við eigum möguleika á því að stilla upp sterku vamarliði og lík- lega verður farin sú leið varðandi leik- inn gegn Slóvenum Við erum minnug- ir þess að síðasta leik gegn þeim töpuð- um við, 7-1, “ sagði Guðjón Þórðarson f samtali við DV. Guðjón var inntur eftir því hve margir leikmenn myndu fara á föstudag til að leika með liðum sínum á laugcU'daginn kemur. „Ég ætla að kanna hug manna eftir æflngu í dag en það eru vissir erflð- leikar hjá ýmsum. Við munum þó fyrst og fremst hafa heildarhag aðila að leið- arljósi. Ég er viss um að við flnnum lendingu í málinu sem allir sætta sig við. Það verða engin læti og menn leysa málin í friði og ró,“ sagði Guðjón. -JKS Stórmót í snóker Um næstu helgi fer fram hér á landi stórmót í snóker, Iceland Open. Mótið er eitt af mörgum sem fram fara um allan heim hjá alþjóða atvinnu- mannasambandinu. Tveir til fjórir efstu menn hvers móts keppa síðan i úrslita- keppni um sæti í atvinnumannamótum sem haldin eru í Sheffleld árlega. 20-30 keppendur munu taka þátt í þessari úr- slitakeppni sem fram fer í Antwerpen dagana 1.-3. maí nk. í Evrópu verða haldin fjögur mót og það er því mikill heiður fyrir íslenska snókermenn að fá eitt þeirra. Þetta er mikil viðurkenning fyrir iþróttina hér- lendis og i raun afrakstur þess frábæra árangurs sem íslenskir snókerleikarar hafa náð á undanfómum ámm. íslend- ingar fá með þessu tvo af þeim tíu full- trúum sem Evrópa á í Antwerpen. Iceland Open fer fram á Klöppinni um næstu helgi og á meðal keppenda verða allir sterkustu snókerleikarar landsins enda óvenjumikið í húfi, dágóðir aurar í verðlaun og þátttaka á sterku móti er- lendis. -SK íslendingar á geysisterkt handboltamót: - sex efstu þjóðirnar frá Kumamoto mæta íslenska landsliðið í handknattleik hefur þekkst boð Egypta um þátttöku í geysisterku móti sem haldið verður í Kaíró 5.-10. júlí í sumar. Boð barst um þátt- töku fyrir nokkm en í dag mun HSÍ staðfesta þátttöku sína í mótinu. Þjóðverjar mæta í staö Ungverja Sex efstu þjóðirnar frá heimsmeistaramótinu í Kumomoto í Japan í fyrravor taka þátt í þessu sterka móti en að vísu hafa Ungverjar afboðaö þátttöku af óviöráðanlegum orsökum og munu Þjóðverjar taka sæti þeirra. Sex efstu þjóðirnar frá Japan voru Rúss- ar, Svíar, Frakkar, Ungverjar, íslendingar og Egyptar. Gestgjafamir líta á þetta mót sem góðan undirbún- ing fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í maí 1999. íslendingum var boðið á sams konar mót sem haldið var í Kumomoto fyrir HM. íslenska landsliðið kemur saman í æfíngabúðir 8. júní í sumar og verður meira og minna saman fyrir mótiö í Egyptalandi en haldið verður þangað 3. júlí. Dregið í forkeppni HM í vor Mótið verður einnig góö æflng fyrir forkeppnina aö HM 1999, sem hefst í haust, og verður dregið í riðla strax eftir Evrópukeppnina á Ítalíu í sumar. Riðla- keppnin hefst í lok september og lýkur henni í lok nóvember. Eftir hana verður ijóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í Egyptlandi. -JKS Þorbjörn Jensson skoðaði sig um í Noregi: Mun meira fjármagn Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari karla í handknattleik, dvaldi fyrir stuttu um tveggja vikna skeið í Noregi þar sem hann fylgdist með Drammen á æflngum og keppni og fór síðan til Larvik en kvennalið bæjarins er núverandi norskur meistari og stefnir allt í það að stúlkum- ar verji titil sinn í ár. Þorbjöm sagði að það hefði vakið at- hygli sína hve Kristján Halldórsson, þjálf- ari Larvik, væri aö gera góða hluti með liðið. Þorbjöm sagði það enga launung að ferðin hefði veitt sér meiri innsýn inn i það hvað væri að gerast 1 þjálfaramálum og það hefði verið tilgangur ferðarinnar. „Árangur norska kvennalandsliðsins á síðustu árum hefur vakið mikinn áhuga hjá ungum stúlkum að fara að iðka hand- knattleik. Ég get nefnt dæmi frá Drammen en þar ákveða mun fleiri stúlk- ur en drengir að æfa handbolta og má rekja þetta eingöngu til árangurs kvenna- landsliðsins. Hjá norsku 1. deildar liðun- um er um að ræða hreina atvinnu- Þorbjörn Jensson landsliösþjálfari. mennsku og þær æfa stúlkurnar miklu meira en t.d. stöllur þeirra hér á landi. Liðin hcifa ennfremur úr mun meira fjármagni að spila en hér. Það er líka komin geysi- lega mikil þekking sem skilar sér einnig beint í betri árangri. Norsku stúlkumar em sterkar lík- amlega en samhliða venjulegri handboltaiðkun stunda þær með markvissum hætti lyftingar og al- mennt þrek,“ sagði Þorbjörn Jens- son. „Þegar ég dvaldi hjá karlaliði Drammen tók ég eftir þvi hve leik- mönnum er gert auðveldara að stunda sína íþrótt. Þar eru meiri peningar í umferð en hér á landi sem gerir dæmið léttara. Ennfrem- ur koma fleiri aðilar að liðunum en maður á venjast hér á landi,“ sagði Þorbjörn. -JKS Víti til varnaðar Iþróttahreyfingin er blönk og illa stödd fjárhags- lega. Þetta eru ekki ný sannindi og mikið hefur verið rætt og ritað um fjármál hreyfmgarinnar. Þegar litið er um aurana er þeim mun mikilvægara að fara vel með það sem tii er. Svo virðist sem víða innan íþróttahreyfmgarinnar sé illa farið með pen- inga og háum fjárhæðum varið i ótrúlega vitlausa hluti. Eins og flestum er kunnugt komu tveir bandarískir blökkumenn til liðs við Breiðablik í Nissan-deOdinni í hand- knattleik í vetur. Hver sem tilgangur félagsins var með því að fá þessa leik- menn til liðs við félagið átti forráða- mönnum handknattleiksdeildar Breiðabliks að vera ljóst hve hæpin fjárfesting var hér á ferðinni. Heimildir mínar herma að kostnað- urinn við komu þessara tveggja leik- manna hafi numið um fimm milljónum króna. Handknattleiksdeild Breiðabliks er ekki sterk fjárhagslega. Vitað var að veturinn yrði liðinu erfiður og flestum hefði átt að vera ljóst að fall yrði óumflýjanlegt í vor. Það hefði því verið það eina rétta í stöðunni hjá Blikum að gefa ungum leik- mönnum tækifæri á að spreyta sig í deild þeirra bestu. Þetta hefðu Blikar átt að gera í staö þess að eyða mörgum milljónum í bandaríska skussa sem ekkert skildu eftir sig hjá félaginu og sænska félagið Skövde gat ekki notað. Sýndu þeir sig í að vera tæp- lega þokkalegir handknattleiksmenn á íslenskan mælikvarða. Með öðrum orðum: Hrikaleg fjárfesting og dæmi um það hvernig deild innan íþróttafélags á ekki að haga sér í peningamálum. Vonandi verður þessi ævintýramennska Blika öðr- um víti til vamaðar. KA-menn þurftu að punga út 6 milljón- um króna vegna þátttöku í Evrópu- keppni meistaraliða. Hér var líka farið yfir strikið. Eftir að svæða- skipting var aflögð í riðlakeppninni var ekki lengur grundvöllur fyrir Ss- lensk félagslið að taka þátt í Evrópu- keppnunum. Gifurlegur ferðakostnað- ur og miklar líkur á því að lenda á móti liðum óravegu í burtu hefðu átt að vara menn við. Á meðan íslensk félög eiga ekki bót fyrir botninn á sér verða þeir menn sem þar stjórna að sníða sér og félögum sínum stakk eftir vexti. Að öðrum kosti verða aðalstjórnir félaganna að taka völdin á meðan vitinu er komið fyrir forráðamenn sem eyða stanslaust um efhi fram. -SK íþróttir P.J. Brown, leikmaður Miami Heat i NBA-deildinni í körfuknattleik, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna þátttöku í slagsmálum i leik Miami og NY Knicks á dögunum. Kim Magnús Nielsen verður fulltrúi islands á stðru skvassmóti sem fram fer i Osló á næstunni. Um er að ræöa mót landsmeistara Evrópuþjóða. Forsala aðgöngumiða á úrslitaleik Fram og Vals i bikarkeppni HSÍ hefst á morgun í íþróttahúsi Fram. Forsal- an er opin frá kl. 16-20. Á sama tíma þurfa dómarar aö sækja miða sína. Arnar Grétarsson og félagar í AEK Aþenu unnu góðan sigur á Olympi- akos, 1-0, í toppslag grísku knattspymunnar í fyrrakvöld. Arn- ar lék allan leik- inn að vanda. AEK komst þar meö á toppinn á ný með 50 stig en Olympiakos og Panathinaikos eru Baldur Bragason var ekki jafnlán- samur. Lið hans, Panahaiki, tapaði 6-1 fyrir Panat- hinakios og Baldur meiddist og verður frá í einar þrjár vikur. Panahaiki er þar með komið á hættusvæði grísku 1. deildarinnar. Jóhann Ingi Gunnarsson verður ráðgjafi út þetta tímabil hjá þýska handknattleiksliðinu Dormagen sem er neöst í 1. deildinni. Jóhann Ingi er mjög virtur í þýska handboltanum eftir að hafa náð þar frábærum ár- angri með Kiel og Essen. Magnús Helgi Aóalsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari unglingalands- liðs kvenna í blaki sem tekur þátt í Norðurlandamótinu i sumar. Magnús hefur þjálfað piltalandsliðið undan- farin þrjú ár og var einnig aöstoðar- þjálfari stúlknaliðsins i fyrra. Þróttur úr Reykjavík styrkti enn stöðu sina á toppi 1. deildar karla i blaki í gærkvöld með 3-0 sigri á ÍS. Hrinurnar enduðu 15-3,16-14 og 15-5. Þróttur, R., er með 32 stig, Þróttur, N., 19, ÍS 18, Stjarnan 12 og KA 12 stig. Reading komst i gærkvöld i 5. um- ferð ensku bikarkeppninnar í knatt- spymu í fyrsta skipti í 63 ár. Reading vann Cardiff í vitakeppni eftir 1-1 jafntefli og mætir Sheffield United, sem vann Ipswich, 1-0. Wolves vann Charlton, 3-0, og sækir Wimbledon heim í 5. umferð. Maurice Greene frá Bandaríkjunum setti i gærkvöld nýtt heimsmet i 60 m hlaupi karla innanhúss þegar hann hljóp vegalengdina á 6,39 sekúndum á móti i Madrid. Hann jafnaði metið á sunnudaginn, hljóp þá á 6,41. Mónakó er efst í frönsku 1. deildinni í knattspymu á betri markatölu en Metz eftir 0-0 jafntefli í Strasbourg i gærkvöld. Bastia og Rennes gerðu líka 0-0 jafntefli. Metz, Marseille og Paris SG geta öll komist upp fyrir Mónakó í kvöld. Athletic Bilbao vann Mallorca, 2-1, í fyrri leik liöanna i átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöld. Konráð Olavsson var markahæstur hjá Niederwúrzbach i gærkvöld með 8 mörk þegar liðið vann auðveldan sigur, 34-19, á Stralsund i 3. umferö þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Lemgo vann Pfullingen, 30-24. -SK/VS með 49. <fc| KEIH ~ 1. deild kvenna í fyrrakvöld: Flakkarar-Ernir ................8-0 Keiluálfar-Keilusystur..........4-4 Skutlurnar-ÍR, L................8-0 Afturgöngur-Tryggðatröll .......8-0 Alda Haróardóttir, Keiluálfum, setti Islandsmet í ílokki stúlkna I 3 leikjum þegar hún spilaði 609 (185, 209, 215). Efstu lið eftir 14 umferðir: Afturgöngur....................106 Flakkarar .....................102 Tryggðatröll ...................66 -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.