Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 DV nn Ummæli Forsjáll for- sætisráðherra „Forsætisráöherrann er ekki bara skemmtilegur, hann er líka forsjáll, sem sjá má á því að hann lét byggja perlu efst í á Eskihliðinni þegar hann var um fertugt, til að geta haldið þjóðinni veislu þegar hann yrði fimmtug- ur.“ Árni Björnsson læknir, í DV. H-veikin „Á föstudaginn féll ég fyrir H-veikinni (hiti, hósti, hor, hæsi, höfuðverkur) og eftir hetjulegt andóf fram á kvöld gaf ég mig veirunum á vald.“ Auður Haralds rithöfundur, f DV. R-listinn og prófkjörið „R-listinn hafnar Framsókn- arflokknum í forustusæti, Al- I þýðuflokkurinn hefur fallið úr borgarstjóm og í þeirra sætum sitja nú fyrrver- andi framsókn- armaður og ungur óháður, sem kemur úr Alþýðubandalaginu.“ Árni Sigfússon borgarfull- trúi, i Morgunblaðinu. Tekjuhæsta vinnandi stéttin „Sjómannastéttin er lang- samlega tekjuhæst hinna vinnandi stétta. Hún er skatt-1 frjáls. Þetta þýðir að vinnandi alþýða með langtum lægri | tekjur greiðir heilbrigðisþjón- ustuna handa sjómannastétt- inni og menntun barnanna og margt annað." Benjamín H. J. Eiríksson hagfræðingur, í Morgunblað- Daglegur vinningur „Það er nú einu sinni svo að þegar menn hafa komið sér upp happdrætti sem gefur vinn- f ing daglega þá sleppa þeir ógjaman hnoss- inu. Þaö versta er að sjómenn bera þungann af því að greiöa út vinninginn." Guðjón Á. Kristjánsson, form. Farmanna- og fiski- mannasambandsins, um stöðuna f verkfallinu, i DV. Suðurland MÝRAR .. Lundareykjaclalur r ^aUme.nd.arhraun Jfcw'1ú<Éifí8liókuil rsjukum Hrútfell „ LANGJÖKULL • . Baldheiöi Kerlingarfjoll . „'0» ■■ - •HOFSJÖKULL jar Hagafell Skarðsheiöi Bl&fell vjA' - ... Sk - - ZJF‘ ; , Skjaldbreiður Lambahraun, -Bugur Kvigindisfell . ' Biarnarfellr... f^ ’ Leirársvélt-"''—'—Botnsglur MiÖdalsfjall • ; ^ ABJaneSAWaÍ KJðlur T**** • - /sK.dabúðaheiði ^ “ -i Apavatn Reykjavík ' _ N . T , .úlfljótsvatn - = fl|" ^ Nesjavdfff 1Búrfe„ Aóraborg Vorðufell Ámes Miðdalsheiöi bengi11 '< Hraunajaröir Hestvatn i Ð Vif,„fe,i Reykjak0t Hvítá HeStfja'^ ' Hagi V p V)' Skarö Ú , ,, ■ ...urr.jar.uL ... . . Hestfjall Hagi 1 Vlfllsfell ... Mvila •; 'f' £ Meiíillinn Kotstiönd Hrqungeröi % vMafteinstunga : Lambafellshraun M ‘Laugardælir . >5 Heiöffí hí-lc* - ■ < Hjatli Selfoss , f Geitafell 'i.( \ Villmgaholt Kalfholt Art,ae” Æ Ölfusa BREIAMMtíl 4 Ó I ' V"'-. .-.-r ”>•" \"'-T Þorlákstiöfn s/ Keldur | Stokkseyri.. , . /Gaulverjabær Hrútsvatn 'y p J v \ ' Vetleifshoitshverfi 2 Þjórsá | Frakkavatn •. %. «úl' ■Háfshverfi c,e' A_____ I » 1 _Þ^kkvi#ær_ Broddi Kristjánsson, Islandsmeistari og landsliðsþjálfari í badminton: Hef verið í badminton og á hestbaki frá því ég var smágutti Broddi Kristjánsson badminton- spilari, sem í fyrra var ráðinn lands- liðsþjálfari, er sigursælasti badmint- onmaður sem við íslendingar höfum átt. Broddi, sem kominn er hátt á fertugsaldur, gerði sér lítið fyrir og vann íslandsmeistaratitilinn í ein- liðaleik í þrettánda sinn. í úrslitum lék hann á móti ungum og efnileg- um pilti, Sveini Sölvasyni, sem var ekki fæddur þegar Broddi lék fyrst með landsliði íslendinga. í stuttu spjalli var Broddi fyrst spurður hvenær hann ætlaði að setja enda- punktinn á keppnisferilinn: „Það er alltaf spuming hvenær maður á að stoppa og ég geri mér grein fyrir að ég verö ekki endalaust meðal þeirra bestu, hef látið háfa eftir mér að nú sé nóg komið og þá á ég við einliða- leikinn. Ég hef fullan hug á því að halda áfram I tvíliðaleik. Ég mun samt halda áfram aö keppa í einliða- leik þetta tímabil." í fyrra var Broddi valinn lands- liðsþjálfari og var hann spurður hvað fram undan væri í þeim efn- um: „Þetta er virkilega spennandi starf og hef ég verið með hóp af bad- mintonspilurum í þjálfun í vetur. Framundan er hörð keppni í Thom- as Cup. Fer ég með tíu manna lið, fimm stráka og fimm stelpur. Þar munu strákamir heyja keppni við Frakkland, Slóveníu og Lettlandi og það lið sem vinnur riðilinn kemst síðan í úrslit. Frökkum er raðað fyrir ofan okkur í styrk- leikaröð en við ætlum okkur að vinna riðilinn og Broddi Kristjánsson. komast í úrslit. Sjálfur er ég ekki hluti af þessum tíu manna landsliðs- hópi en kem til með að keppa ef ég sé fram á að ég styrki liðið. Stelp- urnar munu keppa gegn Eistlandi, Suður-Afríku og Póllandi." Það er sjaldgæft að keppnismenn í einstaklingsíþróttum haldi sér jafn lengi í hópi þeirra bestu eins og Maður dagsins Broddi hefur gert: „Ég hef þegar á heildina er litið verið heppinn með meiðsli, að vísu var ég meiddur í októ- ber og nóvember í fyrra, en hef náð mér.“ Broddi segir , breiddina vera meiri í bad- minton nú en áður: „Það er í raun aðeins eitt fé- lag, TBR, sem getur boðið upp á bestu aðstöðu fyrir badmintonfólk. Til okkar sækir mikið af ungu fólki sem svo skilar sér inn í keppnisliðin enda er unnið gott unglingastarf hjá TBR. Þegar ég var að byrja sem smá- gutti var ekki til sú aðstaða sem við höium i dag og því er breiddin mun meiri nú og hefur verið að aukast." Broddi er lærður íþróttakennari og starfar í Snælandsskóla. Hann á sér eitt annað áhugamál sem hann hefur stundað jafn lengi og badmint- onið: „Ég er búinn að vera í hesta- mennskunni alveg frá þvi ég var smákrakki. *V Fjölskylda mín hef- * ur alltaf átt hesta og var ég fljótur að fá áhuga á hestum og sá áhugi hefur ekk- ert minnkað I með árunum h. þótt ég hafi ekki sinnt hesta- mennskunni jafn mikið og badmintoninu. Það verður sjáif- sagt einhver breyting á því á næstu árum.“ Eiginkona Brodda er Helga Þóra Þórarinsdóttir og eiga þau einn þriggja ára son. -HK Sandfok hefur fariö illa meö íslenska náttúru eins og sést á þessari mynd. Sandgræðsla Sandur þar sem áður var gróður er algeng sjón á ís- landi og er miklu fjármagni eytt árlega i vemdun nátt- úrunnar og uppgræðslu. Svo vitað sé var fyrst hreyft við sandgræðslu á Islandi árið 1745. Þá gaf stjórnin út fyrirmæli um stöðvun sand- Blessuð veröld foks í Vestmannaeyjum með hleðslu grjótgarða og sáningu mels. Nokkrum árum síðar lét Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal hlaða 700 metra langan sandvarnar- og túngarð og sáði melfræi. Til loka 19. aldar var lítið gert að þvi að græða sanda og blásna mela, enda var óhægt um vik að friða lönd- in þar til gaddavírinn kom til sögu. Árið 1886 gerði Sæ- mundur Eyjólfsson tilraim til þess að græða Stjórn- arsand með áveitu en sú til- raun mistókst. 1907 hófst skipuleg sand- græðsla hér á landi og lög um sandgræðslu voru sett 1914. í framhaldi af því hafa blásin svæði verið friðuð með girðingum, reistir skjólgarðar, áburður borin á svæði og sáð í þau. Myndgátan Maður minnist konu sinnar í bænum sínum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Hár og hitt Annnað kvöld verður sýning á glæpsamlega gamanleiknum Hár og hitt eftir Paul Portner sem hefur gengið í Borgaleikhúsinu frá því í sumar og er sýningaíjöldinn kom- inn á sjötta tug. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem þýöir og staðfær- ir. Leikritið gerist á hárgeiðslu- stofunni Hár og hitt þar sem Bonni ræð- ur ríkjum ásamt Hófi, aðstoðar- stúlku sinni. Skömmu eftir að leikurinn hefst er framið morð í íbúð á næstu hæð fyrir ofan hárgreiðslustofuna. Fórnarlambið er píanóleikarinn Karólína Hjálmtýsdóttir. Bonni og Dramatískir atburðir gerast á hárgreiðslu- stofunni Hár og hitt. Leikhús Hófi liggja undir grun ásamt tveim- ur viðskiptavinum stofunnar, þeim Arnmundi Bachman antíksala og hinni stórættuðu Gullveigu Sjöbeck. Það kemur í hlut rann- sóknarlögreglumannanna Hans Maack og Grétars Tómassonar að finna hvert þeirra er morðinginn en öll hafa þau ástæðu til að myrða Karólínu. Leikarar eru Edda Björgvinsdótt- ir, Ellert A. Ingimundarson, Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Bjargmunds- son og Þórhallur Gunnarsson. Bridge Norðmaðurinn Geir Helgemo er fastagestur í bridgedálkum víða um heim fyrir snilldartilþrif sín við borð- ið. Kanadíski dálkahöfundurinn Ray Clee greindi frá þessu spili sem hann sá til Norðmannsins i keppni í Banda- ríkjunum. Helgemo lenti í dobluðum samningi á Qórða sagnstigi sem hefði átt að fara niður en hann nýtti sér mistök andstæðinganna í vöminni til fullnustu. Sagnir gengu þannig: * KD54 «* D632 ♦ 3 4 10532 4 963 V - ♦ KD85 * ÁK8764 N V A S 4 Á1087 44 ÁG54 4 762 * D9 4 G2 «4 K10987 4 ÁG1094 * G Norður austur suður vestur pass pass 1» 2 4 3 4 Dobl 3 «4 4 4 Dobl p/h Vörnin byrjaði á því að spila tígli á ásinn, tigulgosa til baka og norður trompaði gosa Helgemos. Norður var ekki tilbúinn að ráðast á hálit og spil- aði sig út á trompi. Helgemo drap heima á ás, spilaði laufl á drottningu og síðan lagði Helgemo gildruna, spii- aði lágu hjarta frá blindum. Suður gerði þau mistök að setja kónginn. Helgemo trompaði, spilaði trompum í botn og staðan var þessi: 4 KD5 M D6 •f - 4 4 963 ♦ D8 4 - N V A S 4 A108 «4 ÁG 4 - 4 - 4 G2 4 1094 4 - Nú var tíguldrottningunni spilað og norður lenti í óverjandi þvingun. Það dugar norðri ekki að henda háspaða því sagnhafi getur aUtaf látið norður lenda inni á háspaðann. Norður gat hins vegar hnekkt spilinu þrátt fyrir mistök suðurs. Hann varð að henda háspaða einum slag fyrr og eiga eftir K54 og D6 í fimm spUa endastöðu. Þá hefði hann getað hent spaðakóngnum í tiguldrottninguna! -ís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.