Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4.; FEBRÚAR 1998
7
Fréttir
Yfirstandandi sjómannaverkfall:
Vikuverkfall - síðan lög
- sögöu sjómenn sem DV hitti í Reykjavíkurhöfn
DV var í Reykjavíkurhöfn I gær
þegar frystitogararnir streymdu
hver af öðrum til hafnar í gærdag
vegna sjómannaverkfallsins. Það
var ljóst að sjómennirnir, sem rætt
var við, voru ekki
bjartsýnir á lausn
deilunnar. í raun
væri verið að takast
á um raunverulegt
eignarhald og umráð
yfír skilgreindri sam-
eign þjóðarinnar sem
afhent hefði verið
verið takmörkuðum
hópi manna sem geti
keypt, selt eða leigt
að vild og látið sjó-
menn taka þátt í að
borga.
Sjómennimir voru
flestir á því að meðan
ekki yrði tekist á við
þetta grundvallarat-
riði deilunnar yrði
hún áfram óleyst.
Flestir þeirra sem blaðið ræddi við
voru ekki bjartsýnir á að það yrði
gert. Flotinn yrði því bundinn í
höfiium landsins í þetta viku til 10
daga. Að þeim tima liðnum myndu
stjómvöld og Alþingi telja einsýnt
að sættir tækjust ekki og settu þá
lög á deiluna til að bjarga verðmæt-
um.
Viðlegukantamir í Reykjavíkur-
höfh era orðnir mjög þétt setnir tog-
urum og öðram fiskiskipum sem
verkfallið nær til. Það era raunar
flestöll fískiskip nema smábátar þar
sem eigendur róa sjálfir til fiskjar.
Um leið og skipin lögðust að
bryggju vora þau
bundin og löndunar-
gengin hófu þegar í
stað að losa þau og
tæma frystigeymsl-
ur fyrstiskipanna.
Eiginkonur og að-
standendur skip-
verja biðu eftir þeim
á bryggjunni og
fognuðu þeim þegar
þeir tóku að tínast í
land hver á eftir öðr-
um um leið og búið
var að setja fast.
„Ég held að lög á
deiluna hafi ekki
stuðning í þinginu
enn sem komið er,
en það gæti breyst á
viku,“ sagði Haukur
Harðarson sjómaður við DV í gær.
Hann sagði enn fremur að hugsan-
legt væri að reynt yrði að semja við
sjómannasamtökin og vélstjórar þá
skildir eftir.
„Ég vona að deilan leysist sem
fyrst,“ sagði Ágúst Guðmundsson,
sjómaður á Frera. En á hann von á
lagasetningu? „Alveg eins og þá eft-
ir svona átta daga,“ sagði Ágúst.
-SÁ
Haukur Haröarson sjómaöur.
Hugsanlegt aö samiö veröi
viö sjómenn en vélstjórar
skildir eftir.
Ágúst Guömundsson sjómaöur. Á allt eins von á lagasetnlngu eftir átta daga.
Dagný Erlingsdóttir:
Ánægð að fá bóndann heim
Arnþrúður Stefánsdóttir:
Kvíðvænlegt fyrir alla
Kristján Birgisson:
Vinnudeilur ekki gleðiefni
„Mér líst ekki á að
verkfall skuli skollið
á en ég er mjög ánægð
með að vera búin að
fá bóndann heim,“
sagði Dagný Erlings-
dóttir sem var að taka
á móti manni sínum,
Ágústi Guðmunds-
syni, sem er skipverji
á fyrstitogaranum
Frera, um ellefuleytið
í gærmorgun.
Dagný sagðist vona
að það tækist að leysa
deiluna fljótlega þótt
fátt benti til þess að
það yrði strax. Lík-
legra væri að lög yrðu
sett á sjómenn
drægist hún á lang-
inn. -SÁ
Dagný Erlingsdóttir tók f gær á
móti eiginmanni sínum í Reykja-
víkurhöfn þegar skip hans, Freri,
kom til hafnar. DV-mynd -S
„Það er alltaf
mjög gott að fá
hann heim,“ sagði
Amþrúður Stefáns-
dóttir, eiginkona
Kristjáns Birgis-
sonar vélstjóra.
Amþrúður sagði
að það væri vissu-
lega kvíðvænlegt
að horfa fram á
langt verkfall,
hvort sem það væri
fyrir hana sjálfa og
fjölskyldua eða alla
aðra. Arnþrúður
vildi engu spá um
hvort lagasetning
yrði sett til að
stöðva verkfallið.
-SÁ
Arnþrúöur Stefánsdóttir á bryggj-
unni aö taka á móti manni sfnum af
sjónum. DV-mynd S
„Maður veit varla
hvað er að gerast í
þessu,“ sagði Kristján
Birgisson, yfirvél-
stjóri á frystitogar-
anum Frera, í Reykja-
víkurhöfn í gær um
kjaradeilu sjómanna
og vélstjóra. Hann
sagði að það væri
sjaldan gleðiefni að
koma í land með þess-
um hætti, tilneyddur
vegna vinnudeilu.
Kristján vildi engu
spá um hvort eða
hversu mjög deilan
ætti eftir að dragast á
langinn en þvi skemur
sem hún stæði þvi
betra auðvitaö.
-SÁ
Kristján Birgisson, yfirvélstjórl á
togaranum Frera. DV-mynd S
WICANDERS
gólfkorkur
Oft er úr vöndu að ráða þegar velja á gólfefni sem hentar fyrir þau litlu.
Ekki eingöngu viljum við að gólfið sé mjúkt og þægilegt heldur viljum við einnig tryggja öryggi
þeirra sem eru aö leik.
WICANDERS korkgólfin hafa um áratugaskeið sannað ágæti sitt fyrir að vera traust og örugg.
Þau eru byggð á náttúrulega loftfylltum holum sem gera þau þægileg, mjúk og hlý.
Hið sérstaka yfirborð WICANDERS gólfanna gerir það að verkum að enginn hætta er á að fólk
renni til á þeim auk þess sem ræsting verður leikur einn.
Kynntu þér WICANDERS gólfin - þú munt sannfærast.
ÞÞ
&CO
Þ.ÞORGRIMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK - S: 553 8640 & 568 6100
INTERNET: http://www.vortex.is/thth&co - E-MAIL: thth&co@vortex.is
í®