Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
DV
Utlönd
Axarmorðkvendið líflátið í Texas:
Síðasta and-
varp Körlu
Karla Faye Tucker bærði varim-
ar eins og hún væri að fara með
bænirnar sínar og gaf frá sér lágt
andvarp þegar hún var tekin af lífi
með eitursprautu í rikisfangelsinu í
Huntsville i Texas i nótt. Þar með
varð hún fyrsta konan til að vera líf-
látin í Texas frá lokum borgara-
stríðsins ameríska á síðustu öld.
Tucker, sem hlaut dauðadóminn
fyrir að myrða tvær manneskjur
með öxi í Houston árið 1983, var úr-
skurðuð látin þegar klukkuna vant-
aði kortér í eitt í nótt að íslenskum
tíma. Átta mínútum áður hafði ban-
vænum eiturkokteilinum verið
sprautað inn í æðar hennar þar sem
hún lá bundin niður á krosslaga af-
tökuborðinu.
„Núna fer ég á fund með Jesús,“
sagði Tucker í lokayfirlýsingu
sinni, að því er Vicente Arenas,
fréttamaður sjónvarpsstöðvar í
Houston, skýrði frá. Hann var vitni
að aftökunni.
„Hún tók tvisvar andköf og gaf
frá sér eins konar andvarp þegar
loftið tæmdist úr lungum hennar.
Hún bærði varimar eins og hún
væri að fara með bænir," sagði
Arenas.
Úrslitatilraunir lögfræðinga til að
fá aftökunni frestað rannu út í
sandinn þegar George W. Bush, rík-
isstjóri í Texas, synjaði beiðni þar
um. Þá var ljóst að aftakan yrði
ekki umflúin.
í lokayfirlýsingu sinni bað
Tucker ættingja tveggja fómar-
lamba sinna fyrirgefningar. Ætt-
ingjamir fylgdust með aftökunni úr
herbergi við hliðina á aftökuklefan-
um.
„Ég vildi segja ykkur öllum að
mér þykir þetta leitt. Ég vona að
guð veiti ykkur frið,“ sagði Tucker.
Mál Tucker vakti alþjóðlega at-
hygli, meöal annars vegna kynferð-
is hennar og svo hins að hún gerð-
ist trúrækin í fangelsinu. Af þeim
sökum börðust kristnir hægrimenn,
þar á meðal sjónvarpsprédikarinn
Pat Robertson, fyrir lifi hennar.
Reuter
Töluverður hópur fólks safnaöist saman fyrir utan veggi fangelsisins í
Huntsville í Texas í gær til aö mótmæla aftöku moröingjans Körlu Faye
Tucker. Hún var dæmd til dauöa fyrir tvö morö í Houston árið 1983. Félagi
hennar í moröunum lést af völdum sjúkdóms í fangelsinu áður en hægt var
aö fullnægja dómnum yfir honum. Símamynd Reuter
Monica flúin
heim til pabba
Monica Lewinsky, ungan konan
sem kvaðst vera ástkona Bills Clint-
Monica faömar fööur sinn viö kom-
una til Los Angeles.
Símamynd Reuter
ons Bandaríkjaforseta, er flúin
heim til föður síns í Kalifomíu.
Monica kom til Los Angeles í gær
ásamt lögmanni sínum, William
Ginsburg. Nutu þau lögreglufylgd-
ar er þau óku til húss foður Monicu
sem er skammt frá húsinu sem
ruðningshetjan O. J. Simpson átti
og ekki langt frá húsinu þar sem
eiginkona hans, Nicole, fannst
myrt. Þar héldu blaðamenn og ljós-
myndarar sig mánuðum saman.
Monica ætlar að dvelja viku í Los
Angeles og forðast fjölmiðla. „Hún
vill fara í almenningsgarða og versl-
anir eins og venjulegt fólk,“ sagði
Ginsburg. Ekki er víst að það tak-
ist. Slúðurdálkahöfúndar og sjón-
varpsstöðvar í Los Angeles hugsa
sér gott til glóðarinnar. Einn sjón-
véirpsþáttagerðarmannanna hefur
lýst því yfir að setið verði fyrir
Monicu. „Við munum verða við
heimili föður hennar og einnig við
skrifstofu hans.“
9
ssnn
Frá því ættfræðisíða DV hóf göngu sína 20. júlí 1987 hafa ættfræðingar og
ilaðamenn DV rakið ættir og æviágrip um 11.000 íslendinga á síðum blaðsins
Alls koma vel á annað hundrað þúsund manns við sögu í ættrakningum DV
á vefnum. í dag eru ættfræðigreinar DV aðgengilegar almenningi
á Netinu. Á Ættfræðivef DV er hægt að fletta upp nöfnum fólks
í stafrófsröð eða leita að því með öflugri leitarvél.
verður aðgangur ókeypis að þessum hafsjó fróðleiks
®S£51’I&fr
Ættfrœðivefur DV . __
m&ææjs&sým |S£
aam jaaaxt SB*
www.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.is
www.dv.iswww.dv.iswww.dv.is
ÆdýL! H
ÍSLL-:#;ÍINGA
www.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.is