Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
15
Fjölmiðlahneyksli
og alvöruhneyksli
Grenadamenn hafa í heilt ár ekki getaö selt einn einasta bandna, segir
m.a. í grein Árna.
Kvennamál BUls
Clintons stjórna fjöl-
miðlum heimsins. Á
dögunum birti Morgun-
blaðið leiðara um að
alltof mikið sé vasast í
hans einkalífi en rit-
stjórinn ræður samt
ekki við neitt: sama dag
er forsíða blaðs hans öll
um BiU og Moníku og
fjórar heUar síður inni
í blaðinu að aiUd.
Verst er að í þessum
fjölmiðlagalskap eru
þarfar spumingar um
spiUingu valdsmanna
fyrst og fremst látnar
snúast um það hvort
þeir segja satt eða ljúga
um sitt kvennafar. Með-
an mestöU önnur spiUing og marg-
falt alvarlegri hverfúr þegjandi og
hijóðalaust undir teppi gleyms-
kunnar. Ekki síst sú spUling sem
tengist peningastreymi frá hags-
munaaðilum tU stjómmálamanna
og þá Clintons forseta.
Bananabændum fórnaö
Grenada heitir lítU eyja í Karí-
bahafi, íbúar em færri en íslend-
ingar. Hún komst einu sinni í
heimsfréttir, það var þegar Reag-
an forseti sendi þangað her árið
1983 tU að berja niður marxisma
eins og það hét. Grenadamenn
hafa ekki síst lifað á bananarækt,
sem og íbúar fjögurra annarra ná-
lægra smáeyja. En nú um margra
mánaðaskeið hafa þeir ekki getað
selt á markaði sína
í Evrópu einn ein-
asta banana. Ban-
anarnir rotna á
plantekrunum, at-
vinnuleysi marg-
faldast, fátæktin
ríður hverju húsi.
Bananar frá þess-
um eyjum em
smærri, sætari á
bragðið og dýrari í
framleiðslu en þeir
sem koma frá stór-
um, mjög vélvædd-
um og efnahvata-
brúkandi búum
sem bandarísk fyr-
irtæki reka í Mið-
Ameríku. En
karíbskir bændur
nutu áður góðs af því, að þeir búa
í fyrrum nýlendum Frakka og
Breta og í Evrópusambandinu
fengu þeir því nokkur tollfriðindi
fyrir sína ávexti. Það dugði til að
þeir héldu um 7% af bananainn-
flutningi til Evrópu - og til þess að
þeir gætu lifað.
En bandaríski bananakóngur-
inn Carl Lindner, sem rekur
Chiquita, gat ekki sætt sig við
þessa aðstoð við
Grenadamenn og
fleiri í formi við-
skiptaforskots.
Hann vildi bæta
við sig þessum
skitnu sjö pró-
sentum af ban-
anaáti Evrópu-
manna.
Hann kærði Evr-
ópusambandið
fyrir bandarísku
ríkisstjóminni fyrir brot á heilög-
um samkeppnisreglum og heimtaði
að hún tæki málið upp hjá heims-
verslunarráðinu WTO. Á hveiju
ári bera hundmð bandarískra fyr-
irtækja upp slík klögumál, en
bandarísk yfirvöld taka aðeins örfá
þeirra upp. Chiquitakæran var ein
þeirra - verslunarráðherra Banda-
ríkjanna tók málið upp hjá WTO og
Evrópusambandið þorði ekki ann-
að en lúffa og fóma bananabænd-
um í Karíbahafi - enda em þeir
fáir og mega sín lítils.
Samhengið í tilverunni
En af hverju var kæra Chiquita
tekin upp hjá WTO þann 12. apríl
1966? Sama dag byijaði banana-
kóngurinn Lindner að dæla pen-
ingum (500 þúsund dollurum í
fyrstu lotu) í sjóði Demókrata-
flokksins. Ekki i alríkissjóði held-
ur í sjóði í hveiju ríki svo að
minna bæri á. í þakklætisskyni
fyrir þetta örlæti fékk Lindner að
drekka kaffi með Clinton forseta
og sofa í svefiiherbergi Lincolns í
Hvíta húsinu. Og svo var fákæn-
um bananabændum á Grenada og
víðar í Karíbahafí slátrað snyrti-
lega og án þess að blóð rynni eftir
slóð.
Og Grenadamenn sem Reagan
kvaðst frelsa undan marxistum,
þeir sjá uppskeruna rotna, at-
vinnulífið hrynja og samfélagið
leysast upp - allt í nafni göfugs
viðskiptafrelsis. Og af þessu veit
enginn. Algjör tilviljun ef einhver
rekst á frásögn bresks blaðamanns
sem var á yfirreið um svæðið og
hér er stuðst við. Og vart mun
nokkur maður telja að hér sé eitt-
hvað sem líkist hneyksli eða öðm
verra. En hvað Clinton forseti
gerði eða gerði ekki við Moníku
Lewinsky - það getur ef til vill
steypt af stóli helsta valdsmanni
heims.
Ámi Bergmann
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„Og Grenadamenn sem Reagan
kvaðst frelsa undan marxistum,
þeir sjá uppskeruna rotna, at-
vinnulífíð hrynja og samfólagið
leysast upp - allt I nafni göfugs
viðskiptafrelsis. Ogafþessu veit
enginn.u
Efla verður sýninga-
og ráðstefnuhald
Mikið er rætt um að efla þurfí
ferðaþjónustu á íslandi. Sýningar
og ráðstefnur em hluti af ferða-
þjónustu og nauðsynlegt er að
styrkja þennan þátt enn betur en
verið hefur. Helsti kostur þess að
efla slikar uppákomur hér á landi
er að þær em yflrleitt haldnar á
þeim tímum sem hinn almenni
ferðamannastraumur er hvað
minnstur.
Með auknum alþjóðlegum sýn-
ingum hér á landi mundi bæði
gistirými, flug og önnur starfsemi
í tengslum við ferðaþjónustu nýt-
ast mun betur allt árið um kring
og það hlýtur að vera markmið
fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Matur ’98
Matvælasýningar í Kópavogi
em stærstu vörusýningar sinnar
tegundar hér á landi. Sýningamar
em haldnar annað hvert ár í
íþróttahúsinu Smáranum á u.þ.b.
tvö þúsund fermetra svæði. Þegar
hafa verið haldnar þijár slíkar
sýningar í Kópavogi og nú í vor
verður haldin sú fjórða. Á síðustu
matvælasýningu komu um 18 þús-
und gestir. Þegar er hafrnn undir-
búningur að sýningunni Matur ’98
sem halda á dagana 19.-22. mars
1998. Að sýning-
unni standa At-
vinnumálanefnd
fyrir hönd Kópa-
vogsbæjar, Hótel-
og matvælaskól-
inn, fagfélög í
matvælaiðnaði,
Ferðamálaskólinn
og Ferðamálasam-
tök höfuðborgar-
svæðisins.
Á sýningunni verður matvæla-
keppni fagfélaganna en keppni
þessi er meðal mestu viðburða á
sviði matvælaiðnaðar hér á landi.
Keppt verður um íslandsmeistara-
titilinn í kökuskreytingum og titl-
ana matreiðslumaður ársins og
framreiðslumaður ársins. Einnig
verður keppni bakaranema og
kjötiðnamema. Á
sýningunni verða
jafnframt haldnir ís-
lenskir kjötdagar.
Ákveðið hefúr ver-
ið að stækka sýning-
arsvæðið nokkuð frá
því sem verið hefur
og víkka sýninguna
út. Matur og matar-
menning er snar þátt-
ur í ferðaþjónustu
nútímans. Nú verður
í fyrsta sinn fjallað
sérstaklega um mat í
tengslum við ferða-
þjónustu á þessari
sýningu. Kynnt verð-
ur þjónusta við ferða-
fólk og Ferðamála-
skólinn kynnir starf-
semi sína.
Stefnt er að því að
Matur ’98 verði enn
glæsilegri en fyrri
sýningar.
Sýninga- og ráöstefnubær-
inn Kópavogur
Þó Smárinn hafi frábæra að-
stöðu til sýningarhalds er hann
ekki eini staðurinn sem hægt er
að bjóða upp á sem gott sýningar-
svæði í Kópavogi.
íþróttahúsið í Digra-
nesi er einnig mjög
góður kostur til sýn-
ingahalds, enda hafa
verið haldnar þar fjöl-
margar sýningar sem
hafa gengið mjög vel.
Tennishöllin er jafn-
framt ákjósanlegur
staður tU sýninga og
hægt er að tengja
hana við sýningar
sem haldnar eru í
Smáranum. Með
samnýtingu þessara
tveggja húsa undir
sýningar er hægt að
bjóða upp á stærsta
sýningarsvæði á öUu
landinu undir einu
þaki.
AUir þessi staðir eru
miðsvæðis á höfuð-
borgarsvæðinu, að
þeim liggja góðar um-
ferðaræðar og bUastæði eru nægj-
anleg. Smárinn, Digranes og Tenn-
ishöUin eru því mjög góðir kostir
fyrir þá sem huga að sýningum í
framtíðinni, jafnt fyrir innlenda
sem erlenda aðUa.
Sigurrós Þorgrímsdóttir
„Matvælasýningar i Kópavogi oru
stærstu vörusýningar sinnar teg-
undar hér á landi. Sýningarnar eru
haldnar annað hvert ár í íþrótta■
húsinu Smáranum á u.þ.b. tvö
þúsund fermetra svæði
Kjallarinn
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
formaöur Atvinnumála-
nefndar Kópavogs, gef-
ur kost á sér f 3. sæti í
prófkjöri Sjálfstæöis-
flokksins 7. febrúar.
Með og
á móti
Á aö greiða sömu laun fyr-
ir meistarafiokksþjálfun
karla og kvenna?
Sama vinna,
sama kaup
„Knattspymukonur í meist-
araflokki æfa ekki minna i dag
en knattspymumenn í meistara-
flokki og leggja
á engan hátt
minna á sig.
Starf þjálfara í
kvennaflokki
er því síst
minna en hjá
körlum og eins
og annars stað-
ar í þjóðfélag-
inu ætti að
greiða sama
kaup fyrir
sömu vinnu.
En eins og Vanda Sigurgeirs-
dóttir landsliðsþjálfari hefur
réttUega bent á vantar mikið upp
á þetta. Hún segir að meistara-
flokksþjálfari kvenna á Akranesi
fái sömu laun og 4. flokksþjálfari
karla hjá FyUd. Og ég þekki
mörg áþekk dæmi. Ég veit um aö
minnsta kosti tvo þjálfara hjá 6.
og 7. flokki karla sem hafa hafn-
að boðum um að þjálfa 2. flokk og
meistaraflokk kvenna vegna þess
aö launin hafa verið lægri.
Launamál, bæði þjálfara og
leikmanna, í kariafótboltanum
era komin út í algera vitleysu.
Og oft er það þannig að stjómar-
menn vita ekki einu sinni hvað
þjálfarinn er með í laun.“
Framboð og
eftirspurn
„Laun fyrir knattspymuþjálf-
un ráðast ekki af mismunun
mUli karla og kvenna heldur
framboði og
eftirspum.
Karlafótbolt-
inn skUar
miklum tekj-
um þegar góð-
ur árangur
næst á meðan
kvennafótbolt-
inn skilar nán-
ast engu. Þjálf-
ari meistara-
flokks kvenna
fær í raun
margfalt hærra hlutfaU tekna
flokksins í sinn hlut en þjálfari
meistaraflokks karla.
Samkeppnin um þjálfara í
karlaflokki, er mun meiri en í
kvennaflokki og þá má ekki
gleyma því að karlaþjálfaramir
skapa félaginu tekjur með því að
ala upp verðandi atvinnumenn.
Karlafótboltinn byggir á ára-
tuga hefð þar sem margir era tU-
búnir' tU að leggja vinnu í að afla
tekna og ná góðum árangri.
Hann er með breiðan stuðning á
bak við sig á meðan kvennafót-
boltann skortir þessa hefð og
fjöldann. Mismunur á launum
þjálfara í karla- og kvennaflokki
verður óbreyttur á meðan þessar
forsendur era óbreyttar.
Það er að sjálfsögðu hvert fé-
lag fyrir sig sem ræður þessum
málum. Félag er myndað af fólk-
inu sem í því er og verkefnin
ráðast af áhuga þess og vUja. Á
meðan þeir sem vUja afla tekna
fyrir kvenfólkið era eins fáir og
raun ber vitni er lítið hægt að
gera.“ -VS
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum i blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is
Örn Qunnarsson,
varnfonnaður
KnattspyroufMaga
U.
Ásta B. Gunnlaugs-
dóttlr, fyrrum
knattspyrnumaóur
árslns hjá KSÍ.