Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖIMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgrei&sla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - A&rar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Augnhlífar þröngsýninnar Hestarnir sem drógu kol upp úr námum Englendinga höfðu sérstakar augnhlífar. Þær gegndu því mikilvæga hlutverki að draga úr víðsýni og tryggja þröngsýni. Þetta kom í veg fyrir að hrossin fældust nýjungar sem bar fyrir augu og tryggði þægilegt viðburðaleysi í lífl þeirra. Af og til ljúka sumir af svokölluðum leiðtogum þjóðarinnar upp munni og birta þjóðinni boðskap framtíðarinnar. Þá koma ensku kolahrossin óhjákvæmi- lega upp í hugann. Það er nefnilega engu líkara en þeir hafi fæðst með augnhlífar þröngsýninnar græddar við augun og hræðist ekkert jafnmikið og nýjabrumið. Merkasti atburður í atvinnulífi íslendinga um margra ára skeið er samningur íslenskrar erfðagreiningar við svissneska fyrirtækið Hoffman-La Roche. Hann staðfestir rækilega hvar framtíð íslands liggur. Hún er fólgin í hátækni. í menntun. í mannauði unga fólksins. Þetta skilja þeir þó ekki sem ráða ferðinni fyrir hönd fólksins. Aðeins örfáum dögum áður en samningur íslenskrar erfðagreiningar var kynntur birti iðnaðarráðherra boðskap sinn um framtíð íslands. Samanburðurinn gat ekki orðið nöturlegri. Hvar sá hinn ungi og vaski ráðherra tækifæri framtíðarinnar liggja? í úreltri og gamaldags stóriðju. í risaálveri á Austurlandi. Ráðherrann beit svo höfuðið af skömminni örfáum dögiun síðar þegar hann kynnti Kolkuós í Skagafirði sem heppilegan stað fyrir tugþúsund tonna olíuhreinsistöð! Stóriðjan byggist á tiltölulega lágu tæknistigi. Hún skapar fá störf miðað við fjárfestingu. Hún veldur mengun af margvíslegu tagi. Hún er í fullkominni andstöðu við viðleitni þjóðarinnar til að byggja upp ísland sem ferðaþjónustuland. Ef iðnaðarráðherra skilur það ekki þarf hann bersýnilega hjálp til að leysa af sér augnhlífar pólitískrar þröngsýni. Stóriðja nútímans er í stöðugum árekstri við aðra hagsmuni. Hún er andstæð alþjóðlegum skuldbindingum okkar um umhverfisvernd. Hún er skaðleg ímynd íslands út á við. Það er meira að segja vafamál hvort hún þjónar lengur hagsmunum okkar um orkusölu. Fjárfestingar framtíðarinnar einkennast af því að þær ganga sjálfar heim að loknum vinnudegi. Þær liggja í fólki. íslensk erfðagreining er talandi dæmi um þetta. í stað þess að sökkva fjármagni í steypu og stál fer stofnkostnaður fyrirtækisins í að gera hámenntað starfsfólk enn hæfara á sviði mikilvægra sérgreina. Fyrirtæki Kára Stefánssonar er dæmi um atvinnu- starfsemi sem leysir af hólmi úrelta stóriðjudrauma gamaldags stjórnmálamanna. íslensk erfðagreining mengar ekki. Hún lýtir ekki landslag. Hún spiilir ekki hreinleikaímynd landsins. Hún skapar hins vegar ungu, hámenntuðu fólki vel launuð og áhugaverð störf. Fyrirtækið er nú þegar búið að seiða aftur til landsins tugi ungra íslendinga sem ólíklegt er að hefðu ella leitað á vit heimaslóðanna. Það er ekki sísti ávinningurinn sem ísland hefur þegar uppskorið af tilvist fyrirtækisins. Um leið og Kári Stefánsson sýnir fram á hvað hægt er að gera með hugvitið eitt að vopni prédika landsfeðumir áfram úrelta stóriðju. Þeir eru enn á stigi ensku kolahrossanna sem lulluðu sama spottann upp og niður námuna þangað til þau lentu í pylsum ensks almúga. í táknrænum skilningi bíða svipuð örlög þeirra stjómmálamanna sem skilja ekki framtíðina. Pólitískar augnhlífar bjarga þeim ekki frá hakkavél sögunnar. Össur Skarphéðinsson MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 LííiMM Þaö verður aö gera veiöiskipum skylt að koma meö öll verömæti í land, ekki aðeins verömætasta fiskinn, seg- ir m.a. í grein Gísla. Hvað skal til varn- ar vorum sóma? á við verði verðmæta- tengd, þannig kemur all- ur veiddur fiskur að landi. Finna þarf grundvallar- rekstrargrunn báta af mismunandi gerðum og miða við hvort um aðal- framfærslu þeirra sem róa er að ræða eða ekki. Sama lögmál gildir um önnur nefnd veiðarfæri nema að ég tel króka- veiðar vistvænsta veið- arfærið í þessari upp- talningu. Samráðsnefnd útvegsfyrirtækja, sjó- manna og landvinnslu af hinum ýmsu landsvæð- um ákvarði skiptingu veiðisvæða og tímabila, ekki má gleyma ráðgjöf „Finna þarf grundvallarrekstrar- grunn báta af mismunandi gerd- um og miða við hvort um aðai- framfærslu þeirra sem róa er að ræða eða ekki.u Kjallarinn Gísli S. Einarsson 5. þingmaður Vestur- landskjördæmis Nýverið skrifaði undirritaður grein um nokkra galla ís- lenska fiskveiði- stjórnunarkerfis- ins og nefndi um leið helstu varðliða kerfisins. Það er ástæða til að benda á nokkur atriði sem gætu orðið til betrunar varðlið- um og kerfinu. Veiöar smá- báta! Þegar nefndir eru smábátar er átt við strandveiðiflota, sem veiðir á línu og í net og með drag- nót, og smærri báta á fiskitrolli. Þessum flota verður að skipta upp í einingar og að einhverju leyti marka þeim svæði innan 24 mílna veiðilögsögu sem aftur skiptist í ýmis veiðisvæði eftir veiðarfærum. Mörkin geta legið mislangt frá landi eftir því hvar þau eru í lög- sögunni við ísland. Línu- og krókaveiðar verða að miðast við takmörkun veiðarfæra, dagafjölda og landsvæði sem byggja afkomu sína á slíkum veiðum. Þeir sem stunda t.d. handfæraveiðar með krókum fái t.d. tvær rafstýrð- ar rúllur á mann og 80 veiðidaga á ári. Línulengd takmarkist við há- mark 7x500 króka á mann og aldrei meira en 40-falt þetta magn á veiði- dag fyrir landróðrabát án beitning- arvélar. Aflaviðmiðun þar sem hún HAFRÓ í þessu sambandi. Veiöar annarra skipa (Átt er við ísfisk- og vinnslutog- ara ásamt rækjuveiðiskipum.) Grundvallaratriði er að veiðiskipum sé gert að koma með verðmæti að landi, svo sem þorskhausa og lifur sem hent er í sjó í miklum mæli. Skortur er á þessum afurðum í land- vinnslunni. Það verður að gera veiðiskipum skylt að koma með öU verðmæti í land, ekki aðeins verð- mætasta fiskinn eða, eins og sumir segja, verðmætustu fiskhlutana. Það er ástæða til að sækja ráðgjöf tU okkar skipstjóra, fiskifræðinga og fuUtrúa úr hópi sjómanna hvernig beri að haga þessum veiðum svo vel fari. Fiskvinnslurekendur og af- koma fiskvinnslufólks er tU framtíð- ar háð því hvernig við högum veið- um okkar. Veiðar uppsjávarfisks Gæta verður að áhrifum flotroUsveiða og einnig að veiðiþoli stofnanna. Þar virðast vera ótrúleg- ar sveiflur sem menn hafa ekki skýringar á og einnig virðist vera um breytta hegðun stofnanna að ræða, hvað sem veldur. Eru ýmsar tUgátur í gangi þar að lútandi, svo sem um hegðun síldarinnar á haust- vertíð þar sem hún virtist ekki torfast eins og hefðbundið er. Það verður að rannsaka þessa hluti. Þjóð sem á jafnmikið undir fiskveiðum og Islendingar verður að rannsaka svona grundvaUaratriði. Endurnýjunar- og úrelding- arreglur Þau lög sem gUda um endurnýjun fiskiskipa eða báta verða að endur- skoðast eða faUa niður í sumum tU- vikum. Endurnýjun flotans er nauð- syn. Nótaskipin eru t.d. sum orðin yfir 30 ára gömul og þau skUyrði sem sett eru um endurnýjun í rúmmetrum eru óaðgengUeg og ósanngjöm því stækkun lýtur að betri meðferð afla, betri vistarver- um fyrir sjómenn og öryggi þeirra. Skipasmíða- og járniðnaður lands- manna getur einnig tengst þessari umræðu og á að gera það. í stuttum kjaUaragreinum er ekki unnt að fjalla um þessi mál svo sem vert er en ef einhver andsvör berast á þess- um vettvangi gefst tækUæri tU þess. Um er að ræða mestu byggðarmál og framtíðarmöguleika íslendinga. Skoðanir annarra Ekkert barnaleikrit „Amerísk músiköl og þesskyns framleiðsla eru orðin fastafæða okkar, sá andi og stíll sem að vestan kemur í afþreyingariðnaðinum umvefur okkur á aU- ar hliðar. Bugsy Malone minnir okkur rækUega á það, hér er höfðað tU markaðarins með því að snúa öUu beint upp á þá sem ungir eru og ómótaðir. Börn sem alast upp við verk eins og þetta - sem er auðvit- að ekkert barnaleikrit - samlagast auðveldlega þeim heimi og hugsunarhætti sem það er sprottið úr.“ Gunnar Stefánsson í Degi 3. febrúar. R-listinn og Ríkisútvarpiö „Það er óþolandi að sjá hvernig R-listinn nýtir sér ríkisfjölmiðlana í prófkjöri sínu og hversu frétta- stjóri Sjónvarpsins er haUur undir R-listapn. Ég hef heyrt að fréttamenn Sjónvarpsins séu stundum agn- dofa yfir fréttamati fréttastjórans þegar borgarmálin eru annars vegar. Nú er nóg komið og við, eigendur þessarar stöðvar, munum fylgjast grannt með frétt- um og krefjast þess að hlutleysis sé gætt. Rétt tæpur helmingur borgarbúa kaus ekki þann lista sem fréttastjórinn styður og við eigum rétt á að heyra fleiri sjónarmið.“ Sveinn Guðmundsson í Mbl. 3. febrúar. Ekki lög á verkfallið ... „Pólitísk forysta hefði þurft að koma tU fyrir löngu. Auðvitað er fáránlegt að hlaupa upp tU handa og fóta nú fyrst og huga að breyttum lögum. En hjá því verður þó varla komist. Ekki setja lög á verkfaU- ið heldur tUefhi þess. Deilan um kvótabrask nær tU dæmis aðeins tU lítils hluta allra veiða; það flokkast undir klaufastjórn að láta slíkt mál stöðva fiskveið- ar íslendinga, ekki bara einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar. Þetta er engin venjuleg kjaradeUa og verður að skoðast sem slík - og þó miklu fyrr hefði verið.“ ' \ Stefán Jón Hafstein í Degi 3. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.