Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 13 I>V Fréttir Niöurstööur fitumælinga: Islendingar þurfa að taka sig á Átakinu Leið til betra lífs lýkur í dag. Að átakinu stóðu DV, Bylgjan, Stúdíó Ágústu og Hrafns, Ritsmiðjan, Hagkaup, Kellogs Special K, Egils Kristall og Egils Bergvatn. Liður í átakinu var að gefa al- menningi kost w á ókeypis fitu- mælingum víða um bæ- inn. Talsverð- ur flöldi fólks þáði boðið og for- vitnilegt að vita hvað heíúr í raun komið út úr mæling- unum. „Niðurstöðurnar urðu þær að mjög stór hluti almennings er með of mikla fitu á líkamanum. íslend- ingar þurfa greinilega að taka sig á hvað heilsuna varðar. Þetta kom okkur alls ekki á óvart því að við sjámn þessa hluti daglega hér í stúdíóinu þar sem viðskiptavinir okkar eru í raun þverskurður af þjóðfélaginu í heild,“ segir Ágústa Johnson um fitumæling- amar. Að hennar mati heppnaðist heilsu- átakið vel og var gott innlegg i umræðuna um heilbrigði og hreysti ís- lendinga um þessar mundir. Sú umræða sem hafí verið á síðustu árum um þessi mál veki sífellt fleiri til umhugsunar. Flestir viti af því að gera þurfi gangskör í þeirra málum en fresti því samt stöðugt til morguns. „Offituvandamál íslendinga má rekja að stórum hluta til hreyfingar- leysis, óhófs í mataræði og að sumu leyti rangs fæðuvals," segir Ágústa. Hún telur sig þó sjá merki um að ástandið sé ekki alslæmt. „Hópur- inn sem er að æfa reglulega er alltaf að stækka og verða fjölbreyttari. Al- menningur er að átta sig á að ekki þarf að hefja líkamsrækt með of- boðslegu offorsi, fólk getur byrjað á að fara i gönguferðir eða hefja létta þjálfun.“ -KJA Ágústa Johnson veitti almenningi ókeypis fitumælingar meöan á átak- inu stóö og segir niöurstööurnar ekki hafa veriö nógu góöar. Sameiningarnefndin, taliö frá vinstri: Grétar Zóphaníasson, Jón Gunnar Ottósson, Jón Bjarni Stefánsson, Magnús Karel Hannesson, Kristján Einarsson, Karl Björnsson, María Hauksdóttir, Siguröur Jónsson, Sigríöur Jensdóttir og Páll Lýösson. Sjötta stærsta sveitarfélagið: Sameinast Arborgarsvæðid? DV, Selfossi: Það ræðst í almennum kosning- um 7. febrúar hvort sveitarfélögin í vestanverðum Flóa sameinast og mynda eitt af sex stærstu sveitarfé- lögum landsins. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Eyrarbakka- hreppur, Sandvíkurhreppur, Sel- fossbær og Stokkseyrarhreppur. Almenn kynning hefur farið fram á öllu stöðunum þar sem farið var yflr kosti þess að sameinast og einnig galla. Þykja fundimir hafa svarað flestum spumingum kjós- enda en þaö era þó tvö atriði sem hafa valdið nokkmm titringi. Ann- að atriðið er skuldir þær sem bæ- imir við ströndina em að fást við en hitt er nafn á nýtt sveitarfélag. Um skuldastöðuna sagði Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrar- bakka, að vissulega yllu þessar skuldir nokkmm áhyggjum en það væri verið að vinna á öllum víg- stöðvum að því að freista þess að lækka upphæðirnar verulega. Magnús sagði einnig að með sam- einingunni legðust niður hrepps- skrifstofúmar við ströndina í þeirri mynd sem þær væm reknar núna og bara spamaðurinn við þá hag- ræðingu borgaði niður skuldir strandhreppanna á sjö árum. Nafnamálið hefur einnig skotið upp kollinum. Ekki eru allir á eitt sáttir um þá aðferð sameiningar- nefndarinnar að bjóða aðeins upp á fjögur nöfn á hið sameinaða sveitar- félag. Nöfnin em, Árborg, Árbyggð, Flóinn og Flóabær. Sameiningar- nefndin lagði þessi nöfn til með þeim rökum að öll staðamöfnin héldu sér hvert í sínu lagi. Selfoss verður áfram Selfoss og Eyrbekk- ingur verður áfram Eyrbekkingur. -KEin. EskiQörður: Síldarmet hjá Friðþjófi DV, Eskifirði: „Síldin er mjög góð en þó orðin frekar homð. Söltun hefur gengið mjög vel eftir að leyfð var veiði í flottroll 15. janúar," sagði Gestur Geirsson, verkstjóri hjá Friðþjófi á Eskifirði, við DV. Saltað hefur verið í rúmar 2000 tunnur eftir áramót en 26.000 tunn- ur samtals á þessari vertíö. Metið áður hjá fyrirtækinu var 19.000 tunnur þannig að um töluverða aukningu er að ræða. Þegar búið var að salta í 20.000 tunnur var starfsfólkinu boðið upp á tertur og kaffi og haldiö upp á metið. Samherji hefur rekið Friðþjóf nú á annað ár og hefur Þorsteinn EA séð fyrirtækinu, ásamt Síldar- vinnslunni í Neskaupstað, fyrir hráefni. Síldin hefur fengist í Hvalbaks- halla út af Austfjörðum. Það er óhætt að segja að Samherjamenn séu komnir á fullt í hinu sameinaða sveitarfélagi því síldinni er landað í Neskaupstað, síðan unnin á Eski- firði og svo geymd á Reyðarfirði þvi ekkert hús fékkst á Eskifirði til að geyma 30.000 tunnur. Síðan fer sild- in í eftirvinnslu á Akureyri og Eski- firði. -ÞH Kristín Jóhannsdóttir viö færiband- iö. DV-mynd Pórarinn Heilsumolar Veljið fitulitlar tegundir af við- biti og smyrjið sparlega á brauðið. Hvort sem það heitir ólífuolía eða smjörlíki, smjörvi eða smjör, allt inniheldur þetta jafnmikla fitu. Það er því enginn ávinning- ur að neyta olíu í stað smjörs ef markmiðið er að fækka hitaein- ingunum. En hins vegar er mikil- vægt aö vita að olían er hollari en harða fitan því mjúka fitan eykur ekki kólesteról í blóðinu. Borðið ferska ávexti og græn- meti daglega því þar er upp- spretta vítamína og bætiefna. Bætiefnin geta þó oft rýmað við mikla matreiðslu. Úrvalið af ávöxtum og grænmeti er frábært og því ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeim líkar. Úr bókinni Heilsuuppskrift- ir Hagkaups. BIFREIÐASTILLINGAR NIC0LAI HIILDVERSLUN Lækjargötu 30 - Hafnarfirði. Sími 555-2200 - fax 555-2207 PÁLL PÁLSSON ÖSKUDAGURINN NÁLGAST Mikið úrval af alls kyns vörum fyrir öskudaginn. Grímubúningar, hattar, hárkollur, andlitslitir, hárspray o.m.fl. HEILDSÖLUBIRGÐIR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.