Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 Fréttir Frumvörp jafnaðarmanna, Kvennalista og Kristínar Ástgeirsdóttur: Kveðið á um eignar- hald á auðlindum í gær lögðu fjórtán þingmenn Kristín Ástgeirsdóttir fram tvö jafnaöarmanna, Kvennalista og frumvörp til laga um virkjunarrétt Fermingarpeningarnir í flugnám: Fjórtán ára flugnemi Það eru ekki margir sem hafa lent flugvél í 10 hnúta hliðar- vindi, hvað þá aðeins fjórtán ára gamlir. Aron Smári Barber er 14 ára gamall Njarðvíkingur sem eyddi fermingarpeningunum sín- um ekki í hljómflutningstæki heldur fjárfesti í framtíðinni og keypti flugtíma. Flugveiran hefúr blundað í Aroni Smára frá þriggja ára aldri og segir hann ástæð- una fyrir áhuganum vera þá að margir flugmenn séu í ættinni og hann hafi fengið að fljúga með þeim frá því hann var smá- strákur. Takmarkið er að verða atvinnuflugmaður, helst á Boeing 757 eða 777/300. Þótt hugur hans stefni hátt dregur Aron mörkin við gufuhvolfið, geimurinn heill- ar hann ekki. Aron hefur lokið viö þriðjung þeirra tíma sem þarf til sólóprófs sem hann getur tekið þegar hann verður 16 ára. Hann stefhir á aö hafa lokið 80 tímum þegar hann verður 17 ára. En það er ekki alltaf hægt að fljúga. Þess vegna hefur Aron fundið sér annað áhugamál sem hægt er að stunda þrátt fyr- ir myrkur og slagveður en það er þjóðar- íþrótt Suðumesja- manna, körfubolt- inn. sm Aron Smári Barber. Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalista, Rannveig Guömundsdóttir, þingflokksformaður jafnaðarmanna og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpanna. DV-mynd Hilmar Þór vatnsfalla, um auðlindir í jörðu og um gjaldtöku fyrir nýtingu þessara auðlinda. Sighvatur Björgvinsson, formað- m- Alþýðuflokks, er fyrsti flutnings- maður frumvarpanna. Hann sagði að í frumvörpunum væri kveðið á um að það land sem enginn gæti sannað eignarhald sitt á væri eign ríkisins. Enn fremur væru tekin af tví- mæli um eignarhald á auðlindum í og á jörðu, þar sem skilgreint væri hvað væri sameign þjóðarinnar og hvað einkaeign. Til að ákveða hvað er í sameign þjóðarinnar er gerður greinarmunur á lág- og háhitasvæð- um og einnig er jarðefnum skipt í tvo flokka. Háhitasvæði og verð- mætari jarðefni, s.s. málmar, kol og jarðolía eru skilgreind sem sameign þjóðarinnar en lághitasvæði, grjót, möl, vikur o.þ.h. er háð einkaeign- arrétti. í frumvarpinu er einnig kveðið á um auðlindagjald svipað því sem frumvarp sömu þingmanna um veiðileyfagjald, sem lagt var fram í haust, kvað á um. Með þessu er út- færð samræmd stefna um gjald fyr- ir nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. í frumvörpunum er einnig gert ráð fyrir þvi að sérstakt leyfi þurfl til að leita að, rannsaka og nýta auð- lindir þjóðarinnar. Einnig er í frum- vörpunum gert ráð fyrir mun strangari skilyrðum hvað varðar umhverflsþætti. Ákvæði um hvemig eigi að greiða bætur til jarðeigenda em ít- arleg í frumvarpinu. Sú meginregla er sett að landeigandi eigi rétt á bót- um fyrir það tjón sem þeir verða fyrir en ekki tapaðs hagnaðar. -sm Dagfari Ættfræðin skilar sér íslensk erfðagreining hefur gert risasamning við svissneska lyfja- fyrirtækið F. Hoffmann-La Roche LTD. Samningurinn nær til flmm ára og hljóðar upp á fimmtán millj- arða króna heildargreiðslur. Þetta er auðvitað enginn smá- samningur og jafnast á við tvö til þrjú álver og eykur hagvöxt veru- lega á íslandi. Kemur raunar Þjóð- hagsstofnun algjörlega á óvart og raskar öllum áætlunum um þjóðar- tekjur. Má segja að samningurinn vegi algjörlega upp afleiðingamar af verkfalli sjómanna og spuming hvort ekki eigi að leggja sjávarút- veginn af þegar svo er komið að ís- lenskir vísindamenn geta aflað þess sama með erfðagreiningum og sjómenn og útvegsmenn landa þeg- ar þeir eru ekki í verkfalli. En það er engin tilviljun að búið sé að landa þeim stóra í vísindun- um. Samningurinn byggist á því að íslendingar eru fáir og smáir og meira og minna skyldir. Þar að auki vitum við oftast hverjir em skyldir og hvemig. Það er ættfræð- in sem er að skila sér. Það er þessi déskotans hnýsni, sem að lokum ber þann árangur að íslendingar verða heimsfrægir í lyfjafram- leiðslu og erfðagreiningu og vei þeim einstaklingum, sem ekki eru skyldir neinum, svo ekki sé talað um þá sem em vitlaust feðraðir. í rauninni ætti að útrýma svoleiðis fólki eða setja það á bannlista, vegna þess að það kemur í veg fyr- ir ættgreiningu og rekur jafnvel ættir sínar til rangra feðra og mæðra og raglar þar af leiðandi alla ættgreiningu, sem er stunduð í þágu þjóðarbúskaparins. Erfðagreining er að því leyti miklu hentugri heldur en fiskveið- ar að hægt er að ganga að ætt- mennunum vísum og enginn getur farið í verkfall og neitað að láta rannsaka sig, vegna þess að menn geta ekki strikað sig út úr ættar- skránni eða logið upp á sig vit- lausri ætt. Hann leynir sér aldrei, ættarsvipurinn og kækirnir og vöxturinn. Ef einhver er ljótur í fjölskyldunni gengur sá ljótleiki í erfðir í margar kynslóðir og er óbrigðult einkenni, sem auðveldar vísindamönnunum starfið. Um daginn vora alkóhólistar að skammast yfir upplýsingum frá SÁÁ, sem höfðu lekið út um áfeng- issýki þeirra. En einmitt svoleiöis leki er þarfaþing fyrir vísinda- mennina hjá íslenskri erfðagrein- ingu og þannig geta alkamir lagt fram sinn skerf til þjóðarbúsins og hagvaxtarins, með samfelldri drykkjusýki i marga mannsaldra og vísindin geta gengið út frá þvi sem vísu að afkomendur drykkju- manna ávaxti þeirra pund og leggi vísindunum lið með áframhald- andi brennivínsdrykkju mann fram af manni. Allt slíkt er öragg vísbending um skyldleika og skap- ar arð í þjóðarbúið fyrir íslenska erfðagreiningu, sem nú ætlar að græða á íslensku ættfræðinni til að bæta upp skaðann af sjómanna- verkfallinu. Til að kóróna þennan glæsilega samning ætla þeir hjá svissneska stórfyrirtækinu að gefa öllum Is- lendingum ókeypis lyf sem fram- leidd verða í framhaldi af rann- sóknunum og þá verður nú gaman að lifa á íslandi þegar fólk getur veikst með góðri samvisku án þess að þurfa að borga fyrir það. Með því skilyrði þó að það sé skylt þeim sem áður hefur veriö veikur, en það er allt í lagi. Það era allir skyldir á íslandi ef vel er að gáð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.