Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 Spurningin Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Birgitta Gústafsdóttir nemi: Plokkfiskur. Sigurður P. Harðarson hjúkrun- arnemi: Allt sem ég elda sjálfur sem heppnast vel. Sævar Sigurðsson, vinnur við íþróttamiðstöðina á Seltjamar- nesi: Soðin ýsa. Pétur Ingi Frantzson umsjónar- maður: Lambakjöt. Margrét Einarsdóttir nemi: Jarð- arberjaís með lakkrísdýfu og hrískúlum. Teitur Hjaltason athafnamaður: Svinahamborgarhryggur. Lesendur Upprennandi leikhússtjörnur: Börnin, byss- urnar og nektin Halldór Sigurðsson skrifar: Já, nú er lag fyrir foreldrana að drífa sig á sýninguna í Loftkastal- anum. Þar er frægur sjónleikur á ferð, Bugsy Malone. Hann passar alveg á hræsnina hjá nýríku þjóð- inni sem veit ekkert hvar hún stendur eða situr, fer bara þangað sem henni er beint. Nú er það Bugsy Malone sem leikhúsþjóðin á að hrópa húrra fyrir. Þar eru börn að leik, böm með byssur, já hríð- skotabyssur, og svo eins konar nektardans í bland. Og ungu telpumar eru látnar dansa ögrandi dansa fyrir litlu strákana. Þeta er nú sýning í lagi. Hún á að gerast á yfir fiörutíu stöðum og byggist á mörgum stutt- um atriðum og margir krakkanna sem þarna leika eru ótrúlega „pró- fessional" eins og segir í kynningu á verkinu í Morgunblaðinu. Sýn- ingin er ein dýrasta sem þeir í Loftkastalanum hafa sett upp. Jú, krökkunum var gerð grein fyrir þeirri „ábyrgð" sem þeim var lögð á herðar! En foreldmm krakkanna? Engin ábyrgð á þeirra herðum. Þeir voru þess mest fýsandi að krakkinn þeirra fengi nú hlutverk i Bugsy. Upprennandi stjarna? Já, vissulega upprenn- andi stjörnur í ævintýrinu um „gangsterinn" Bugsy Malone á bannárunum í Chicago. Þar er fiallað um leynibar Samma feita og þar er aðalstuðið og fallegustu dansmeyjarnar. Það var ekki mikið sýnt úr þessu nýja verki í Dagsljósi Ríkis- útvarpsins, aðeins saklaus viðtöl við nokkra krakka. Ekki sýndar senur með strákunum með hrið- skotabyssurnar. En það er nú líka vegna þess að þjóðin er svo mikið á móti hríðskotabyssum. Hún má ekkert aumt sjá. En í leikritinu eru englabörn að leik. íslensk englabörn, sem em í eigu engil- hreinna íslenskra foreldra, sem óska börnum sínum þess helst að verða leikarar og komast til New York og koma svo heim til að geta séð mn mömmu og pabba í ellinni. íslensku ellinni og eftirlaunabar- áttunni þar sem gömlu hjónunum hefur báðum tekist að leika sig ör- yrkja og fengið inni í gamal- mennaíbúð í þjónustublokk. Englabörn aö lelk? - Fallegustu dansmeyjarnar og strákarnir f stuöi meö byssurnar. Handrukkarar - ný atvinnugrein hérlendis Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Ný atvinnugrein virðist hafa fest rætur á íslandi. Það eru svo- kallaðir handrukkarar. Þessir menn eru ekki endilega háir i loft- inu en stæltir og geta verið að- gangsharðir - svo ekki sé tekið dýpra í árinni - við skuldunauta. Ekki era þessir menn í neinu stétt- arfélagi enn sem komiö er en þess er kannski ekki langt að bíða að sjá Félag handrukkara í síma- skránni. Þeir sem ráða svona menn í vinnu eru ekki vandir að virðingu sinni en þeir virðast nú blómstra á íslandi og eru í sumum tilvikum lögvemdaðir Hvað handmkkarana varðar þá má líkja vinnubrögðum þeirra við vinnubrögð „alfonsanna" sem rukka inn afrakstur vændis- kvenna í erlendum stórborgum. - Á íslandi er til kappnóg af góðum - og reyndar slæmum - lögmönn- um. Best er fyrir þá sem þurfa að innheimta útistandandi skuldir að skipta við þá. Það tekur að vísu lengri tíma en er löglegt. Vfkingur er eitt öflugasta fþróttafélag Reykjavfkur f kvennafþróttum, segir m.a. (bréfinu. - Félagsheimili Vfkings í Fossvogi. Seinheppinn borgarstjóri Sigríður B. Jónsdóttir skrifar: Það er greinilegt að borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fylgist lítið með starf- semi íþróttafélaganna í borginni sem hún á að stjóma. í fréttatíma í ríkisútvarpinu 30. janúar sl. ræddi borgarstjóri um íþróttir kvenna. Minntist hún þar á Fram og Víking í niðrandi tóni í sambandi við íþróttir kvenna í fé- lögunum. Sagði hún að til greina kæmi að lækka styrki til þeirra. Þar var Ingibjörg Sólrún óheppin því Víkingur er eitt öflugasta íþróttafélag Reykjavíkur í kvenna- íþróttum. Handknattsleiksstúlkur félagsins hafa verið í fremstu röð í áratugi - oft íslandsmeistarar - og leika nú í ár til úrslita í bikarkeppninni. Blak- konur Víkings eru vel efstar á ís- landsmótinu nú og hafa unnið marga titla, íslandsmeistaratitla sem aðra. Heldri konur Víkings í blakinu urðu meistarar fyrir örfá- um dögum. Öflug borðtennisdeild er hjá fé- laginu og Víkingsstúkur þær bestu hér á landi. Ungar stúlkur Víkings í badminton eru í fremstu röð og tenniskonur Víkings em snjallar. Fótbolti stúlkna hefur verið æfð- ur í mörg ár hjá Víkingi. Vikings- stúlkur hafa keppt 13., 4. og 5. flokki undanfarin ár og stefna á meiri frama i framtíðinni. Skíðastúlkur félagsins hafa unnið til fiölmargra verðlauna síöustu árin og stúlkur iðka karate hjá Vikingi. Þá er öflug kvennadeild innan félagsins sem starfar af krafti og áhuga. Borgarstjóri á að biðja Víkings- stúlkur afsökunar á ummælum sin- um í útvarpinu. Jafnframt ætti hún að kanna hvaða íþróttir kvenna em æfðar í æskufélagi hennar, Þrótti. Skrípaleikur í Karphúsinu Oddný skrifar: Menn eru farnir að sjá í gegn- um skrípaleikinn sem fram fer í Karphúsinu þessa dagana. Auk þess sem samningaviðræður em svo sem engar þá sýnast menn þarna ekki hafa neina ábyrgðar- tilfinningu. Þær myndir sem maður sér frá Karphúsinu eru af skælbrosandi körlum sem eru í forsvari fyrir deiluaðilum, að krunka saman og gamna sér. Þannig sá ég nýlega mynd í DV af framkvæmdastjóra LÍÚ og for- manni Vélstjórafélagsins skæl- brosandi. Þetta er orðið eins og á Alþingi þar sem allir segjast vera vinir en fara svo í ræðustól og hundskamma hver annan. Sem sé, ekkert að marka neitt. Svei þessum skrípalátum. R-listinn og at- vinnuleysið Hallgrímur hringdi: Ég hlustaði í morgun (mánu- dag) á Aðalstöðina. Þar var rætt við Eyþór Amalds um nýlokið prófkjör R-listans. Sá lá nú ekki á skoðunum sínum um þetta próf- kjör og vinstri menn yfirleitt. Hann sagði það sem fáir hafa þor- að; að vinstri mönnum kemur at- vinnuleysið best, þá hafa þeir tök á fólkinu. Það má til sanns vegar færa því sjálfstæða og sjálfbjarga menn ráða vinstri öflin ekki við. Það em því ær og kýr vinstri manna og þá einnig R-listans að hér sé atvinnuleysi að einhverju marki til þess að geta sífellt ver- ið að „gauka“ einhverju að þeim sem bágt eiga. Prófkjörið í Kópavogi Kópavogsbúi skrifar: Svo virðist sem ekkert muni hagga stöðu Gunnars I. Birgisson- ar í 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu nk. laugardag. Fréttir úr flokknum herma einmitt að Sigurrós Þorgrimsdóttir, sem stefnir á 3. sætið, hafi mikinn meðbyr. Hún er talin hafa staöið sig mjög vel sem formaður at- vinnumálanefhdar og sem vara- borgarfulltrúi sl. 4 ár. Af öðrum frambjóðendum em óljósar fréttir en virðist sem mikið kapp sé að koma í frambjóðendur og nær há- marki um helgina. Ævintýramyndin Titanic Ása hringdi: Ég fór að sjá hina dým og aö mörgu leyti stórkostlegu kvik- mynd Titanic. En ég varð ekki jafnhrifin af þessari mynd og hinni fyrri sem hér var sýnd fyr- ir svo sem 20 árum. Hún var miklu meira sannfærandi. Þessi mynd, sem ég vil nefna ævintýra- mynd, er alltof löng og í raun saga af einu ástfóngnu pari. Alltof lítið er sagt og sýnt frá skipsstjóminni sjálfri og svo aft- ur úr veislusölum og samræðum fólks á skipinu, líkt og var gert í fyrri myndinni. Tækniatriði nýju myndarinnar eru þó frábær og ég vildi ekki hafa misst af þessari mynd þótt hún hafi ekki uppfyllt mínar væntingar. Ósanngjarnar prófkjörsreglur Guðjón hringdi: Ég er yfir mig hneykslaður á prófkjörsreglum R-listans og hvemig frambjóðendum er þeytt tvist og bast samkvæmt þessum ósanngjörnu reglum. Ég er t.d. mjög sár að sjá hvemig núver- andi forseti borgarstjómar, Guð- rún Ágústsdóttn-, fellur niður þrátt fyrir að hún sé með næst- hæstu útkomuna í stigafiölda. Þetta er náttúrlega ekkert rétt- læti enda era prófkjörsreglurnar algjörlega mislukkaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.