Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1998, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 JjV
kvikmyndir
i
\
Háskólabíó/Samhíóin - The Jackal
★★★
Aslóð
morðingja
landsforseta af dögum. Llkt og í
endurgerðinni með Willis og Gere
fá stjómvöld veður af samsærinu
og reyna allt sem þau geta til þess
að afstýra því. The Day of the
Jackal er ein besta mynd sinnar
tegundar, handritið hnökralaust,
kvikmyndatakan til fyrirmyndar
og leikur Edwards Fox (í hlutverki
Sjakalans) ógleymanlegur. Aðrir
leikarar em: Terence Alexander,
Michel Auclair, Cyril Cusack og
Derek Jacobi.
Önnur afbragðsmynd, sem hyggð
er á persónu Carlosar, er Verkefn-
ið eða The Assignment frá 1997
(vinnutitill myndarinnar var
Sjakalinn). Kvikmyndin segir frá
ungum liðsforingja, Annibal
Ramirez (Aidan Quinn), sem er slá-
andi líkur Carlosi. Háttsettir menn
Dagur Sjakalans. Edward Fox í hlutverki Sjakalans lítur eftir vopni sínu. j íeyniþjónustu Bandaríkjanna og
ísraels (Donald Sutherland og Ben
Kingsley) ákveða að nota liðsfor-
ingjann til þess að fæla Carlos úr
Eftirtaldar kvikmyndir um at-
vinnumorðingja ættu að vera
til á mörgum myndbandaleig-
um en lesendum til glöggv-
unar skipti ág þeim í gaman-
og spennumyndir:
Grosse Pointe Blank (1997)
★★★
John Cusack leikur leigumoröingiann Martin
Blank sem heldur á 10 ára skólamót í tengsl-
um viö næsta verkefni. Á hælum hans eru
leigumoröingjar á vegum leyniþjónustunnar og
helsti keppinauturinn t bransanum, herra
Grocer (Dan Aykroyd), sem hefur í hyggju aö
stofna verkalýðsfélag til þess að tryggja af-
komu stéttarinnar. Snurða hleypur þó fyrst á
þráöinn þegar Blank uppgötvar aö næsta
„verkefni" erfaðirgömlu menntaskólakærust-
unnar. Leikstjóri: George Armitage.
Buddy Buddy (1981) ★★★
Jack Lemmon leikur hrakfallabálk sem kynnist
leigumoröingja (Walter Matthau) sem á fyrir
höndum erfiöasta verkefni lífs síns. Lemmon
og Matthau fara á kostum í myndinni. Leik-
stjóri: Billy Wilder.
Grace Quigley (1985) ★★
Katharine Hepburn leikur aldraöa konu sem
ræður „atvinnumann" (Nick Nolte) til þess aö
stytta henni aldur. Fyrst þarf hann þó að
hjálpa vinum hennar yfir móöuna miklu. Leik-
stjóri: Anthony Harvey.
Prizzis Honor (1985) ★★★*
Jack Nicholson og Kathleen Turner leika tvo
leigumoröingia sem eiga í ástarsambandi.
Bnn dag eru þau ráöin í þaö aö myröa hvort
annað. Myndin var á sínum tíma útnefnd til
fjölmargra óskarsverðlauna og er afbragös
skemmtun. Leikstjóri: John Huston.
The Mechanic (1972) ★★★
Charles Bronson ielkur aldraðan atvinnumorö-
ingja sem tekur ungmenni, sem Jan-Michael
Vincent leikur, í kennslu. Þetta er ein besta
mynd Bronsons og leigunnar virði, þó ekki
væri nema fyrir ógleymanlega upphafssenu.
Leikstjóri: Michael Winner.
Léon (1994) ★★★*
Einfeldningur (Jean Reno) meö sérstaka
drápsgáfu vingast viö 12 ára stúlku (Natalie
Portman). Þegar foreldrar hennar eru drepnir
af spilltum lögregluforingja (Gary Oldman)
ákveöur hann að hjálpa henni aö ná hefndum.
Leikstjðri Luc Besson.
Nikita (1990) ★★*
Ung afbrotakona er þjálfuö sem atvinnumorð-
ingi á vegum rikisins. Anne Parillaud varö fræg
fyrir túlkun slna á Nikitu en slakt handrit dreg-
ur myndina niöur. Leikstjóri er Luc Besson.
Nikita var endurgerö sem Point of no Return
(1993) meö Bridget Fonda í aðalhlutverki.
-ge
Sjakalinn er gerð eftir þekktri
skáldsögu Fredericks Forsyih, þótt
aðeins sé vísað til Kenneths Ross
sem skrifaði handritið af hinni
frægu mynd Freds Zinnemanns,
The Day of the Jackal (1973). Hand-
ritshöfundurinn, Chuck Pfarrer,
færir sögusviðið frá Frakklandi til
Bandaríkjanna og segir myndin
frá tilraunum alríkislögreglunnar
til þess að koma í veg fyrir morð á
forstjóra sínum. Rússneskur
mafluforingi á harma að hefna og
hann ræður Sjakalann (Bruce
Willis), alræmdan leigumorðingja,
til verksins. Þar sem örfáir geta
borðið kennsl á Sjakalann verður
alríkislögreglan að leita hjálpar
hjá IRA-manninum Declan
Mulqueen (Richard Gere) sem sit-
ur í fangelsi fyrir ólöglega vopna-
sölu. Sjakalinn er háll sem áll og
meistari í því að dulbúast og því
virðist ekkert geta stöðvað hann í
því að ljúka ætlunarverki sínu.
Endurgerðir á klassískum
myndum hljóta oft litla náð í aug-
um kvikmyndagagnrýnenda og er
Sjakalinn þar engin undantekn-
ing. En þótt myndina skorti þá yf-
irveguðu byggingu og persónu-
sköpun sem einkenndi fyrir-
rennarann er hún afbragðs
skemmtun. Bruce Willis túlkar
hinn kaldrifjaða leigumorðingja
vel og Willis-glottið sem einkennt
hefur leikstíl hans í mynd eftir
mynd brýst varla út fyrir munn-
vikin. í Dýrlingnum hrá Val Kil-
mer sér í ólík gervi sem meistar-
þjófurinn Símon Templar. Að
mínu mati tekst Willis mun betur
því þau dulargervi sem hann setur
upp eru hluti af atburðarásinni og
engin sérstök áhersla er lögð á þau
í framvindu myndarinnar. Gere er
einnig sannfærandi í hlutverki
sínu sem írinn Mulqueen sem á
harma að hefna. Það myndi eyði-
leggja myndina að segja frekar frá
söguþræðinum. Sjakalinn kemur
ekki alltaf á óvart en sem spennu-
mynd gengur hún upp. Bygging
hennar er góð og leikurinn til fyr-
irmyndar. Ég mæli með henni.
Leikstjóri: Michael Caton- Jones.
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Ric-
hard Gere, Sidney Poitier, Diane
Venora, Mathilda May og J.K.
Simmons.
Guðni Elísson
- aðsókn dagana 30. jan.-l. febrúar Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur
Titanic yfir 300 miilj.
dollara markið
Titanic er sjöundu vikuna I röö aðsókn-
armesta kvikmyndin í Bandaríkjunum og
það sem meira er, hún er með tvöfallt
meiri aösókn um slðustu helgi en næsta
mynd, sem er Great Expection, nútíma-
útgáfa af klassískri sögu eftir Charles
Dickens. I dag er Titanic í sjöunda sæti Eth uawke oe Gwvneth Palthrow lelka
yfir mest sóttu kvikmyndir allra tíma Víst aaalhlutverkln fo7eat Expectatlois.
er aö hun fer ofar, en erfitt veröur fyrir
hana að ná Star Wars sem er I efsta sæti eftir vel heppnaða endurdreifingu I fyrra,
hefur hún á bak viö sig 461 milljón dollara. Sjálfsagt hafa þeir sem framleiöa
Great Expection veðjaö rétt þegar þeir frestuðu frumsýningu myndarinnar, tóku
hana úr umferð þegar Ijóst var að hún myndi lenda I samkeppni við Titanic og nýju
James Bond myndina. Tæpar 10 milljón dollarar f aðsókn er ekki svo slæmt og
er þaö mun þetra en aðrar nýjar myndir gerðu. Samkvæmt tölum vikunnar eiga
nýjasta kvikmynd Michaels Keatons, Desperate Measure og stórslysamyndin Deep
Rising erfiðar vikur framundan. -HK
Tekjur
Helldartekjur
1. (1) Titanlc 25.907 308.100
2. (-) Great Expectations 9.593 9.593
3. (3) Good Wlll Hunting 8.432 59.514
4. (2) Spice World 7.027 19.002
5.(4) As Good as It Gets 6.609 85.572
6. (-) Desperate Measure 5.833 5.833
7.(6) Wag the Dog 4.775 29.533
8. (-) Deep Rislng 4.737 4.737
9.(-) Fallen 2.825 21.364
10. (8) Hard Raln 2.686 16.621
11. (8) Half Baked 1.880 14.849
12. (10) Tomorrow Never Dles 1.755 118.168
13. (11) Mouse Hunt 1.524 56.639
14. (12) Amistad 1.383 39.472
15. (9) Phantoms 1.122 5.085
16. (13) Star Kld 0.610 5.035
17. (17) For Richer or Poorer 0.605 29.659
18. (-) L.A. Confldental 0.602 41.472
19. (-) The Apostle 0.557 0.803
20. (-) Home Alone 3 0.543 28.790
Œl
Sjakalinn kvikmyndaður
Réttarhöldin yfir Carlosi (Sjakal-
anum) hafa hlotið heimsathygli.
Þessi frægasti hryðjuverkamaður
síðustu áratuga er orðinn að goð-
sögn í lifanda lífl, ekki síst fyrir þá
sök að um hann hafa verið gerðar
skáldsögur og fjölmargar kvik-
myndir; nú síðast The Jackal (1997)
með þeim Bruce Willis og Richard
Gere I aðalhlutverkum. Sjakalinn
kemur við sögu í ýmsum vondum
kvikmyndum síðustu ára og nægir
að nefna bresku sjónvarpsmyndina
Death Has a Bad Reputation (1990)
með þeim Tony Lo Bianco og Eliza-
beth Hurley í aðalhlutverkum.
Myndin er gerð eftir sögu Freder-
icks Forsyth, sem varð frægur fyr-
ir spennusögu sina, The Day of the
Jackal, sem Fred Zinnemann kvik-
myndaði 1973. Myndin, sem gerist í
Frakklandi 1963, segir frá leigu-
morðingja sem fenginn er til þess
verks að ráða De Gaulle Frakk-
í The Assignment, sem enn sem komið er hefur ekki verið sýnd hér á landi,
leikur Aidan Quinn, Sjakalann.
felum en til þess verður Ramirez að
taka upp nafn Sjakalans og myrða í
hans nafni. Hlutverkið reynist hon-
um erfitt, enda hætt við að hann
týni með öllu mannleika sínum í
rullu alræmds hryðjuverkamanns
og morðingja. Kvikmyndinni er
leikstýrt af Christian Duguay og
handritið er skrifað af Dan Gordon
og Sabi H. Shabtai. Með önnur
helstu hlutverk fara Liliana
Komorowska, Celine Bonnier,
Claudia Ferri og Von Flores.
Nú situr Carlos í frönsku fang-
elsi, ósáttur við það virðingarleysi
sem dómari og saksóknari sýna
honum. Og það er ekki laust við að
það fái á mann að frétta að sjálfur
Sjakalinn hafi verið kallaður „boll-
an“ af leikfélögum í æsku sökum
frjálslegs vaxtarlags. Réttarhöldin
yfir Carlosi eru þó öllum þeim góð
lexia sem gleypa gagnrýnilaust við
goðsögum.
-ge